Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Sunnudagur, 23. nóvember 2008
Skýr skilaboð um vantraust þjóðarinnar á stjórnvöld
Loksins jákvæðar fréttir, það stendur í fréttinni:
Ríkisstjórnin nýtur stuðnings 31,6% landsmanna samkvæmt könnun, sem Fréttablaðið birtir í dag. 68,4% segjast ekki styðja stjórnina. (Leturbreyting mín)
Það segir allt sem segja þarf um hvort eigi að "endurnýja" umboðið eða ekki. Það var hreint ótrúlegt að heyra ISG í gær þegar hún dirfist að láta útúr sér: "fólkið fyrst og flokkarnir svo" ef svo er komið, af hverju slítur hún ekki stjórnarsamstarfinu og kemur mönnunum frá völdum sem ullu þessum hörmungum? Nei, hún velur að vera strengjabrúða og leiksoppur Sjálfstæðisflokksins. Sem er hugleysi og gunguháttur.
31,6% stuðningur við stjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 23. nóvember 2008
Geir kúgar þjóðina inn að merg!
Myndin hér að ofan er áróðurs plakat Sjálfgræðismanna frá síðustu kosningum ... þarf að segja meira? Pfff ... ,,traust efnahagsstjórn" sögðu þeir, samt kýs þorri landsmanna þetta pakk alltaf yfir sig! Sem vonandi breytist núna, en það er nú meiri skellurinn sem þurfti til þess að menn áttuðu sig!
Ég bendi fólki á vefsíðuna kjósa.is þar sem hægt er að skrá nafn sitt í undirskriftarsöfnun í þeirri von að knýja fram kosningar.
Mótmælum öll þessum spilltu ráðamönnum, á FRIÐSAMAN hátt, hjarta mitt brast þegar ég sá hamaganginn við lögreglustöðina. Ef á að taka mark á þessum mótmælum þá verðum við að koma fram eins og siðmenntað fólk, mætum öll í FRIÐSÖM mótmæli á laugardaginn kemur!
Íslendingar láti ekki kúga sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 18. nóvember 2008
Spádómar Davíðs konungs (skopmynd)
Spádómar Davíðs konungs í ritningunni rættust, alveg eins og spádómar Davíðs Oddssonar um bankanna, og enginn annar virðist kannast við nema Davíð sjálfur að hafa varað við þessu. Hvers vegna var ekki þá hlustað á hann, fyrst að hann bjó yfir svona mikilli vitneskju um stöðuna? Af hverju þegja nú Sjálfstæðismenn þunnu hljóði um viðvaranir hans?
Myndin hér að ofan sýnir Davíð með tappa í eyrunum og spáir í kristalkúlu sína ...
Skuldar þúsund milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fimmtudagur, 13. nóvember 2008
Össur kyssir ekki vöndinn ... (skopmynd)
Svona sé ég málið fyrir mér þar sem þau geta ekki komið sér saman um hvort er rétt. Á þessari mynd er Ingibjörg Sólrún að skamma Össur fyrir að beita vendinum á þjóð sem hefur Íslendinga í heljargreipum sínum. Ég vona að myndin tali sínu máli!
Kyssir ekki á vönd kvalaranna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 12. nóvember 2008
Könnun ... ég þarf álit ykkar ...
Undanfarið hef ég verið að teikna skopmyndir á þessu bloggi mínu. Ég setti upp könnun hér vinstra megin á síðunni þar sem ég spyr hvort sé grundvöllur fyrir að ég haldi slíku áfram. Ef viðbrögðin eru jákvæð, þá held ég ótrauður áfram að teikna skopteikningar af málefnum líðandi stundar, ef neikvætt þá geri ég ekkert slíkt.
Ég ber þetta undir ykkur kæru lesendur, til þess eins að vita hvort þessi vinna mín borgi sig og hvort þið hafið jafn gaman myndunum og ég hef að búa þær til.
Þessi mynd hér ofar, gerði ég síðast liðinn öskudag (ég mætti þá sem prestur í vinnuna , fannst það viðeigandi) af sjálfum mér með því snilldar forriti Micro$oft Paint ... hvað finnst ykkur? Á ég að halda þessu áfram? Látið í ykkur heyra, könnunin er neðst vinstra megin á síðunni.
Þriðjudagur, 11. nóvember 2008
Svona sjá Íslendingar Gordon Brown (önnur skopmynd) !
Eftir að hafa fengið svona jákvæð viðbrögð við seinustu skopteikningu minni, þá ætla ég að birta aðra og jafnvel að gera þetta oftar ef fólki líst vel á.
En hér er svo Gordon Brown eins og flestir landsmenn sjá hann fyrir sér eins og er, hann er gráðugur sparibaukur sem vill gleypa upp sparifé okkar.
Ég vona bara að Stoltenberg nái að tala vit fyrir honum!!
Stoltenberg ræddi um Ísland við Brown | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Mánudagur, 10. nóvember 2008
Skopmynd af Geira að redda þjóðinni ...
(Smellið 2x á myndina til þess að fá hana stærri)
Hér er skopmynd sem ég gerði í morgun af Geira okkar að taka "skynsamlega" á fjármálakrísu okkar. Hann tekur lán eftir lán eftir lán ... hver á svo að borga? Barna - barna - barna - börnin okkar?
Bretar kúga okkur til samninga vegna Icesave reikninganna, ég er hissa á að þeir hafi ekki beitt valdi sínu innan ESB til þess að koma á okkur hryðjuverkalögum og þvinga okkur til þess að semja ofan á okkur þessa upphæð sem örfáir auðmenn söfnuðu til. Af hverju eigum við að borga slíkar skuldir? Mótmælum svona rugli, og mætum í FRIÐSÖM mótmæli á laugardaginn kemur!
Fáum ekki lán nema Icesave deila leysist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)
Laugardagur, 8. nóvember 2008
Svona voru mótmælin (Myndir)!
Mikill hiti var í mönnum á Austurvelli í dag. Það byrjaði með að mótorhjólaþyrping lét reykjarmökk koma úr hjólum sínum sem var flott byrjun fannst mér, ég var ekki með myndavél með mér og eru þessar myndir birtar með góðfúslegu leyfi Lindu:
Þessi mynd segir sjálf, enda er hálfgerðir kjánar á þingi núna.
Ég verð að segja að þetta er rosalegasta upplifun sem ég man eftir, og hvet alla menn til þess að leggja sitt að mörkum að mótmæla því hróplega óréttlæti sem Íslendingar eru að upplifa af kjörnum fulltrúum þjóðarinnar.
Ég hitti einnig kærleiksmannin úr Vantrú, hann Hjalta Rúnar, og bauð hann mér að "leiðrétta" trúfélagsskráningu mína, og harðneitaði ég því, sem gefur að skilja. En hey, hann reyndi þó og gaman var að fá að hitta hann í eigin persónu loksins.
Ég tók samt skjáskot núna áðan af Vantrúarvefnum, og þar kemur fram að þeir hafi aðstoðað 666 manns að "leiðrétta" trúfélagsskráningu sína. Tilviljun ... ég veit það ekki? Dæmi bara hver fyrir sig, en mér fannst þetta skondið og jafnvel viðeigandi að sjá þetta hjá þeim! (Smellið á myndina til þess að stækka hana, ég bætti sjálfur inn rauða strikinu)
Ég bið fyrir svona fuglum!
Að lokum vil ég þakka Lindu innilega fyrir lánið á myndunum.
Eggjum kastað í Alþingishúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Laugardagur, 25. október 2008
Ég missti vinnuna í dag!
Ég er einn af þeim sem var sagt upp eftir tveggja ára starf hjá Kaupþing. Það er með miklum söknuði og trega sem ég kveð þennan góða vinnustað. Þeirra einstaklinga sem ég vann með kem ég til að sakna mikið og ber þeim öllum kveðju mína.
Ég er þá atvinnulaus frá og með deginum í dag, og leita til ykkar lesenda minna um ábendingar um vinnu. Ég er margmiðlunarfræðingur að mennt og alhliða tölvunörd og listamaður. Þið þurfið ekki að setja neitt í athugsemdakerfið heldur er einnig hægt að senda mér tölvupóst á: haukurba@gmail.com og sendi ég þá tilbaka upplýsingar sem til þarf, þ.e.a.s. ferilsskrá og annað sem er nauðsynlegt.
Ég sendi hér í gær bænarbréf til kristna bloggvina minna, viðbrögðin stóðu ekki á sér og var ég djúpt snortinn yfir yndisleik trúsystkina minna. Guð blessi ykkur fyrir það!
En ekki er þetta heimsendir og er ekkert öruggt í þessum heimi, ég lít á þetta sem nýtt tækifæri til nýrra og góðra verka.
Um 150 missa vinnuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (110)
Miðvikudagur, 22. október 2008
Sigmar er þjóðhetja!
Loksins kom fréttamaður sem hafði kjark og hugreki til þess að krefja æðsta ráðamann þjóðarinnar svara, Geir sem formaður Sjálfstæðisflokksins, sem er höfundur þeirra efnahagslegu hörmunga sem þjóðin stendur frammi fyrir vegna hræðslu við lagasetningar sem hefðu haldið "stuttbuxna drengjunum" í skefjum. Þessi ótti þeirra við óvinsælar aðgerðir hefur valdið þeim vandamálum sem nú steðja að okkur.
Sigmar talaði fyrir hjörtu okkar allra og tek ég ofan fyrir honum, og lýsi hann þjóðarhetju fyrir vikið, en er það bara mín einfalda skoðun. Guð blessi þennan dreng!
Ég er alveg sannfærður um að best sé að boða til kosninga sem fyrst eftir það versta er yfirstaðið. Því það voru ekki einungis fjármálamennirnir sem brugðust, heldur einnig stjórnmálamennirnir.
Landið okkar hið litla Íslandi, er þekkt núorðið fyrir að vera uppfullt af hryðjuverkamönnum og fengið á sig fordóma samkvæmt því.
Eins og Sigmar bendir réttilega á í þessum Kastljós þætti, þá væri besta leiðin til þess að endurvekja traust annarra ríkja, er skófla þessum mönnum út og endurnýja mannsskapinn frá grunni.
Ég á við alla sem sitja á hið háa Alþingi, sem og Seðlabankastjórnina, því samábyrgðin er þeirra!
Vonandi horfum við framá betri tíma eftir að við erum kominn í gegnum þennan öldudal, því ritað er:
Sálmur 23:4
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig.
Við þurfum því ekki að óttast ef við setjum traust okkar á Drottinn, ef hann er með okkur, hver er þá á móti okkur.
Guð blessi ykkur og þakka ég lesturinn.
Við munum ekki láta kúga okkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 588412
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson