Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Guð blessi Geir Hilmar Haarde

Mér var óneitanlega brugðið eins og öllum landsmönnum við tíðindin sem komu frá Geir Haarde í hádeginu. Ég vona bara að veikindi hans sem og Ingibjargar Sólrúnar, verði ekki svæsin, og bið ég Guð um að blessa Geir Hilmar Haarde í veikindum sínum, sem og Ingibjörgu Sólrúnu.

Ég fagna samt þessari niðurstöðu að kosið verði þann 9.maí næst komandi, og finnst þetta sjálfum viðunandi og sé ekki lengur ástæðu til þess að mótmæla. En það er bara ég.

Það verður fróðlegt að fylgjast með hver tekur svo við af honum, landsfundur Sjálfstæðismanna lýkur á afmælisdeginum mínum 29. mars næst komandi, og vonandi fæ ég þá góðan formann í afmælisgjöf frá Sjálfstæðismönnum.  Wink 

Megi almáttugur Guð lækna þau mein sem Geir Hilmar Haarde hefur, og bið ég einnig fyrir fjölskyldu hans og aðstandendum að styrkja þau í þessum erfileikum.


mbl.is Geir: Kosið í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Förum með aðgát.

Er þetta nýja Ísland?   :(Taumlaus reiði getur aldrei leitt neitt gott af sér nema ofbeldi. Förum með aðgát í þessum mótmælum, sýnum náunga okkar þá virðingu sem hann á skilið. Aðsúgur gegn Geir Haarde skilar voðalega litlu, ekki nema samúð á hans málsstað. Og spyr ég mótmælendur hvort það sé þeirra vilji?

Til hvers svo að kasta eggjum og málningu í dauða hluti? Hverju skilar það? Annað en tvær mín. í æsifrétta dálka fjölmiðlanna? Jæja, annars hefur það svo sem tekist. Ef marka má þessa frétt:



Ég bendi fólki á Kjósa.is, þar er með lýðræðislegum hætti hægt að knýja fram kosningar, en það þarf fleiri undirskriftir til þess að svo sé hægt.

Viljum við virkilega sjá svona fréttir hér Íslandi? Ofan á alla þá sem hafa lent í piparúða lögreglunnar?


Við getum miklu betur en þetta, við getum byggt hið nýja Ísland sem fyrirmynd á friðsömum mótmælum. Er það ekki? Cool


mbl.is Mótmælendur umkringdu Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hið sanna eðli Geirs (Skopmynd)

Bæn mín er sú að enginn hafi meiðst í þessum mótmælum, hvorki lögregla né almenningur.

Bæn mín er sú að fólkið sem stjórnar þessu landi fari að ná áttum, og sjá sóma sinn að bera þá ábyrgð sem þeim ber að bera.  

Bæn mín er sú að fólk átti sig loksins á eðli Sjálfstæðisflokksins, og þó sérstaklega formannsins sem er sjálfsagt séður svona með augum útlendinga, eins og kom berlega fram á borgarafundinum seinasta í máli Bretans sem þar talaði.

Svona sé ég Geir hin Harða þessa daganna og varð að gera skopmynd af þessum manni:

 

Geir sem Jókerinn ...
 
Þið verðið að fyrirgefa, en ég styð þessi mótmæli. Því það er greinilega enginn önnur leið til þess að ná athygli ráðamanna nema með róttækum aðgerðum sem þessum!
 
Því eins og ég segi, ég bið þess að enginn hafi meiðst í öllum þessum hamagangi. Og mun ég áfram biðja fyrir ríkisstjórninni, en ég sé mig engan veginn knúinn til þess að styðja hana. Það er tvennt ólíkt.
 
Góðar stundir.

mbl.is Allt á suðupunkti við Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara að minna fólk á ...

 

Plakat úr seinustu kosningum

 

... ríkissjóður var skuldlaus fyrr má nú vera! "Stærsta velferðarmálið" fór greinilega í súginn!  Eina sem er satt í þessu er að: "Þegar öllu er á botninn hvolft!" Þeir stóðu þó við það, enda er allt á hvolfi eftir þessa "traustu efnahagsstjórn"Pinch


mbl.is Ríkið skuldar 653 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opið bréf til Páls Magnússonar! Vegna bænagöngunnar!

Ég vil byrja á því að hrósa mbl.is fyrir sína umfjöllun, því ég get ekki betur séð en þetta sé eina umfjöllunin sem gangan fékk í fjölmiðlum þessa lands.

Svona fór ekki framhjá morgunblaðinu, hvernig fór þetta svona framhjá ykkur? Ég er ekki að biðja um nema að taka frá að minnsta kosti 10 sek. af fréttatíma þegar svona gerist. Er það svona hrikalegt?

Hér kemur svo bréfið sem ég hef sent til Páls Magnússonar útvarpsstjóra:

Kæri Páll Magnússon,

Af hverju erum við að horfa uppá þá staðreynd í dag að sumar fréttir rata hreinlega ekki inná ykkar borð. Núna síðast liðinn laugardag voru 7 - 800 manns sem komu saman og báðu fyrir landi og þjóð, ég hefði haldið á krepputímum að jákvæðar fréttir eins og þetta væru af hinu góða.  En nei, á erfiðum tímum eins og þessum veljið þið fremur að sleppa því, morgunblaðið hafði þó sóma sinn að gera smá grein um þetta því þeir sendu ljósmyndara á staðinn ólíkt ykkur.

Þetta er ekki fyrsta skipti sem þetta gerist, í fyrra var haldinn mun fjölmennari ganga af kristnum mönnum, og fengum við sömu "fordóma" þá og núna í ár. Ég segi fordóma því það sú upplifun sem fæ af þessum vanflutningi ykkar. Erum við of áhættusöm í fréttum? Erum við annars flokks þegnar eða eitthvað því umlíkt? Hvað er málið?

Bænagangan er þverkirkjulegt átak meðal flest allra kristinna safnaða í landinu, og lofsvert framtak að hálfu þeirra sem standa að henni. En enginn egg eða málning var kastað, var það kannski það sem vantaði? Ekki nógu æsilegt fyrir stofnun ykkar? Hverju sem því líður þá hefði varla verið erfitt að minnast á þetta í nokkrum orðum, meira þurfum við ekki, því aðeins vildum við vekja athygli á að kristnu fólki stendur ekki á sama um land okkar, og viljum við því vel.

Mbk,

Guðsteinn Haukur

Enn og aftur brugðust fjölmiðlar (að frátöldu mbl.is ) og er greinilega verið að leita eftir ofbeldi og reiði til myndbirtingar, fremur en friðarboðskap Jesú Krists hjá Ríkissjónvarpinu, ég vona að ég hafi samt rangt fyrir mér í þeim efnum.

Jæja, sjáum til hvort ég fæ svar frá þessum ágæta manni, ég læt vita ef mér berst það.


mbl.is Báðu fyrir landi og þjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður Davíð Oddsson nýr formaður Frjálslyndaflokksins?

davidoddssonSeðlabankastjóri kann því illa að hann sé gerður að blóraböggli, sérstaklega vegna  þess að hann var margbúinn að aðvara ríkisstjórnina um að ekki væri allt með felldu hjá bönkunum. Án þess að hún brygðist  við. Á fundi hjá viðskiptanefnd í morgun hæddi hann ríkisstjórnina með því að skjóta sér á bak við bankaleynd en það var einmitt í skjóli bankaleyndar sem fjárglæframennirnir féflettu landslýð.

Davíð Oddsson seðlabankastjóri, hefur gefið ríkisstjórninni gula spjaldið og skilaboðin eru skýr: Hann ætlar ekki að hætta sjálfviljugur ef hann verður látinn hætta mun hann hella sér út í pólitík aftur.

Á sama tíma hefur það spurst að Davíð hafi áttað sig á að orsaka efnahagsvandans megi rekja til kvótakerfisins, enda skuldar sjávarútvegurinn ca. 400% af ársveltu sinni.
Hver hefur svo bariist gegn kvótakerfinu öll þessi ár? Frjálslyndiflokkurinn. Þess vegna ætti Davíð kannski heima þar, en þetta eru bara mínar pælingar.


mbl.is Davíð: „Þá mun ég snúa aftur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er móðgaður ...

Aldrei hef ég heyrt um ,,Hauk í sauðagæru", aðeins um ,,Úlf í sauðagæru." Af hverju Hauk í sauðagæru? Hvers vegna var það ekki örn eða fálki?  Ekki nema að einhver geti upplýst mig um annað! Woundering

Er hann þrátt fyrir allt haukur, þrátt fyrir alla gagnrýnina á Íraksstríðið? 

Hvað eru moggamenn að spá? Þeir hafa greinilega hvorki lesið ,,Úlfinn og kiðlingana sjö"Biblíuna. Whistling

Mbk,

Guðsteinn Haukur ... í engri sauðagæru! Tounge


mbl.is Obama haukur í sauðargæru?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofbeldi eyðileggur málstaðinn!

davidsprayinghands.jpgÉg verð að fordæma aðgerðir þessa hóps sem velur sér þá leið að beita ofbeldi til þess að ná einhverju fram. Persónulega styð ég mótmælin heilshugar, en ef á að vera mark á okkur tekið þá er þetta EKKI rétta leiðin. Svona skrílslæti hjálpa hvorki málsstaðnum né styrkja hann, fjölmiðlar heimsins eru afar duglegir við að fjalla um mótmælin hér og er þetta virkilega sú mynd sem við viljum gefa af okkur?

Nei, ég trúi því varla, og bið þess bænar að svo breytist. Við getum eignað okkur mannorð fyrir að vera friðsöm við mótmæli okkar og þannig sýnt umheiminum hvað í okkur býr!

Ég var réttilega skammaður hér um daginn fyrir að vera of reiður í færslum mínum, og er það hárrétt að ég hef verið það. En nú eftir nokkra daga frí hef ég náð betur áttum og sé villu mína og hef iðrast, og bið ég fólk afsökunar á skapofsa mínum, því mikið hefur gengið á í mínu lífi undanfarnar vikur sem hefur tekið talsverðan toll af mér sem persónu og hefur það bitnað á skrifum mínum. En ég er bara mannlegur og er breyskur eins og hver annar, það sem ég gleymdi var að hafa Guð með í ráðum og lét reiði mína ná tökum á mér. Ég vil þakka söfnuði mínum kunningjum og vinum fyrir ótrúlegan stuðning, og fyrirbænir - ég veit ekki hvar ég væri án ykkar.

Ég bið þá sem trúaðir eru að biðja fyrir mér og stormurinn lægi sem fyrst í mínu lífi, og einnig að biðja gegn svona skrílslátum eins og við Seðlabankann!

Lengi lifi FRIÐSÖM mótmæli !!!

Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.


mbl.is Réðust inn í Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segðu af þér Davíð! (Með skopmynd)

Ég sat hér í veikindum mínum og horfði stoltur á landa mína spyrja ráðamenn og konur yfir landinu, spjörunum úr. Þetta var frábær fundur sem heppnaðist vel í alla staði, ég leyfi mér að efast um að ef Davíð Oddsson væri enn við völd, þá hefði enginn úr ríkisstjórninni mætt.

Það er ekki að ástæðulausu sem fólk vill Davíð frá, á erlendum vettvangi er gert grín að honum og hann sagður vera hálfgerður kjáni, sérstaklega þegar hann fullyrti um rússalánið snemma við hrun bankanna, þá klóruðu meira að segja Rússar sér í höfðinu og vissu ekki hvernig átti bregðast við. Þá fer Dabbi í viðtal til Bloombergs og leiðrétti sína eigin þvælu. 

Í þessari grein í Financial Times, er sagt og skrifað af prófessor í hagfræði í London:

Politicians should not become central bank governors. Mr Oddsson is part of the problem, not of any solution, and should resign immediately. Allowing partial "euroisation" was a recipe for instability. And Iceland was unable or unwilling to arrange early international support, nor did it wish to call in the International Monetary Fund.

Á sama stað stendur:

No matter - when foreign short-run credit lines closed, Glitnir had to request a short-term loan from the Central Bank of Iceland, which refused. Rather than taking Glitnir into administration, the CBI enforced nationalisation on punitive terms. The governor, David Oddsson, was prime minister for 13 years prior to moving to the CBI in 2005. His decision reflected politics, technical incompetence and ignorance of markets, and his comments thereafter were highly destabilising.

Ofangreint er álit annarra landa á Íslandi, hvernig getum við áunnið okkur aftur traust með Davíð og vin hans Geir við stjórnvölin? Hvers vegna eru svona vitleysingar við stjórnvölin sem með setu sinni einni skaða land og þjóð. Sums staðar hef ég séð útlendinga tala um að treysta ekki Íslendingum vegna þess að við erum ennþá með sömu vitleysinganna við stjórnvölin sem komu okkur í þessi vandræði!

Ég læt þessa skopmynd fylgja með sem ég teiknaði áðan, hver þarf á Geir að halda þegar allir vita að það Davíð sem enn ræður ríkjum? Og svona fer hann með það dýrmætasta sem við eigum ... það er lýðræðið:

 

Síðasta högg Davíðs ...
Komum þessum manni frá hið fyrsta!

 

Ég minni á kjósa.is sem er verið safna undirskriftum til þess að knýja fram löngu tímabærar kosningar, sem ef Guð leyfir verða þá í vor.

Gerum FRIÐSAMA byltingu og mætum sem flest á mótmælin á laugardaginn!

"Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta ..." egginu? Wink

Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.


mbl.is „Þetta er þjóðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sál, Sál hví ofsækir þú mig ...

Í fyrsta lagi vil ég taka fram að ég er sammála þessum presti varðandi aðskilnaði ríkis og kirkju.

Hann segir:

„Sú lagaumgjörð sem er í gildi í dag um þjóðkirkju og önnur trúfélög út frá því, er hvorki í samræmi við ákvæði stjórnarskrár né í samræmi við grundvallaratriði þeirrar evangelísku lútherskutrúar sem þjóðkirkjan er sögð játa."

Þetta er rétt og er ég þessu að nokkru leyti sammála.

Það sem hann hefur að vísu sleppt er hinn almenni kristilegi kærleikur og meina ég að hann "fagnar" óförum "stóra bróður" (ef svo má að orði komast). Ég minni Hjört Magna á að um er að ræða systkini í Kristi og er sorglegt að sjá þessa hlökkun hans.

Ekki sé ég Gunnar í Krossinum eða Snorra í Betel fagna eins og Hjörtur Magni gerir. Ég minni hann Hjört Magna einnig á að trú er ekki pólitík né vinsældarkeppni, og þykir mér afar ósmekklegt að sjá þessa meintu ,,gleði" hans, það mætti halda að Hirti Magna sé meira í mun að lokka fólk í sinn söfnuð heldur en að leiða þau til Krists.

Því ritað er Matteusarguðspjall 23:1-12

Einn er yðar meistari
1 Þá talaði Jesús til mannfjöldans og lærisveina sinna: 2 „Á stóli Móse sitja fræðimenn og farísear. 3 Því skuluð þér gera og halda allt sem þeir segja yður en eftir breytni þeirra skuluð þér ekki fara því þeir breyta ekki sem þeir bjóða. 4 Þeir binda þungar byrðar og leggja mönnum á herðar en sjálfir vilja þeir ekki snerta þær einum fingri. 5 Öll sín verk gera þeir til að sýnast fyrir mönnum, þeir breikka minnisborða sína og stækka skúfana. 6 Ljúft er þeim að skipa hefðarsæti í veislum og æðsta bekk í samkundum, 7 láta heilsa sér á torgum og kallast meistarar af mönnum. 8 En þér skuluð ekki láta kalla yður meistara því einn er yðar meistari og þér öll bræður og systur. 

9 Þér skuluð ekki kalla neinn föður yðar á jörðu því einn er faðir yðar, sá sem er á himnum. 10 Þér skuluð ekki heldur láta kalla yður leiðtoga því einn er leiðtogi yðar, Kristur. 11 Sá mesti meðal yðar sé þjónn yðar. 12 Hver sem upp hefur sjálfan sig mun auðmýktur verða en sá sem lítillækkar sjálfan sig mun upp hafinn verða.  

Það má læra mikið af ofangreindum texta, sama hver við erum.


mbl.is Fagnar úrsögn úr þjóðkirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband