Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Seljum ekki frá okkur stoltið!

Skaðvaldur ÍslandsAlmenningur verður að taka við sér og mótmæla svona rugli, þiggjum ekki blóðpeninga frá Darling honum Brown. Rasismi gegn okkur íslendingum er orðinn veruleiki sem er Gordon Brown að kenna og gæti ég bent á alls kyns fréttir í þeim efnum, en ég held að það viti allir hvað ég er að tala um. Aldrei þessu vant er ég sammála Steingrími J. Sigfússyni.

Ef ég ætla að búa til snjókarl, þá byrja ég á því að gera snjóbolta. Þess vegna hvet ég alla sem þetta lesa að skrá sig á þennan undirskriftarlista. Þarna stendur:

Hjálpið okkur að stöðva misbeitingu hryðjuverkalaga

Gordon Brown beitti hryðjuverkavarnarlögum gegn Íslendingum á óréttmætan hátt til að þjóna pólitískum skammtímahagsmunum sínum. Þetta hefur breytt grafalvarlegri stöðu í efnahagshrun, sem snertir fjölskyldur á Íslandi og á Bretlandseyjum. Hjálpið okkur að fyrirbyggja frekari skaða með því að taka þátt í þessari undirskriftasöfnun núna.

Smella hér fyrir undirskriftarlistann!

Mótmælum þessum fáránlegu aðgerðum Breskra stjórnvalda! Angry


mbl.is Líkir Bretaláni við fjárkúgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við getum breytt þessu ástandi til hins betra!

fanar.jpgÍslenska fjármálakerfið er að fara í gegnum mikla endurnýjun, allt það sem undan hefur gengið hefur meira og minna mistekist. En er öll von úti, erum við kominn á heljarþröm? Nei.

Þrátt fyrir þessi gífurlegu lán sem næstu kynslóðir eiga eftir að borga af, fyrir tilstuðlan óábyrgrar efnahagsstjórnar undanfarna ára og nokkurra stuttbuxnadrengja. Þá höfum við enn tækifæri og þau eigum við að nýta.

Hvernig gerum við það? Hér eru nokkrar hugmyndir sem ég spann upp úr eigin höfði:

Verum öðrum fyrirmynd
Í heiftugum milliríkjadeilum eins og um daginn, þar sem við vorum sett í sama hóp og hryðjuverkamenn, þá opnast tækifæri fyrir okkur að sýna heiminum að við erum þeim betri. Hefnd er aldrei svarið. Og bið ég fólk að leggjast niður á sama plan og tjallarnir, því ef við sýnum þá fyrirmynd að beita ekki ofríki þeim sem eru af öðru þjóðerni. Ég er ekki að segja að við eigum að láta vaða yfir okkur, en mér ofbýður alveg þegar ég les um það í fréttum að íslendingum er mismunað vegna þjóðernis. Og spyr ég þá á móti, þurfum við virkilega að svara í sömu mynt?

Fjölskyldan hefur gleymst
caring.jpgÞað verður að segjast eins og er að við höfum ekki verið sérstaklega góð fyrirmynd undanfarinn ár. Við höfum alveg gleymt okkur í lífgæðakapphlaupinu og gleymt að hlúa að þeim sem eiga eftir að hugsa um okkur í framtíðinni. Allir hafa keppst við að eignast einhverskonar stöðutákn, í formi húsbíla, jeppa, flatsjáa eða jafnvel GSM síma. Allt hefur snúist um veraldlega hluti og eiga nóg af þeim.

Í öllu þessu hefur fólk verið of þreytt og sest fremur niður fyrir framan 40" flatskjáinn sinn og leigir sér mynd í gegnum ADSL tengingu sína eða horfir á fréttir í gegnum gervihnattardiskinn. Ef börnin eru ódæl og til ama þá hefur þeim verið plantað fyrir framan þessi sömu tæki og Playstationið eða Cartoon Network sett í gang. Allir eru hættir að talast við, og enginn hittir einu sinni nánustu fjölskyldumeðlimi lengur nema að dauðsfall beri að garði. Þessum getum við breytt og þarf ég ekki að tíunda upp hvernig!!

Veljum íslenskt
Veljum íslenskt og allir vinna!Þessi vísa er mjög oft kveðinn, enda er hún góð. Því þetta er alfarið á ábyrgð neytenda sem við getum lagað ástandið. Með því að velja íslenskt þá erum við ekki háð gjaldeyrisviðskiptum og sköpum störf hér innanlands sem og aflar hann gjaldeyris ef við flytjum vörurnar út. Með því að auka viðskipti með innlenda vörur getum við komið undir okkur stoðum sem hægt er að byggja á.

Söfnum fyrir hlutunum
Fáar þjóðir í heiminum lifa eins mikið á kredit reikningum eins og íslendingar. Reynum að spara og safna fyrir hlutunum til tilbreytingar! Þetta segir sig soldið sjálft ekki satt?

Endurnýjum hugarfarið og endurskoðum siðgæðismat okkar
jesus-crucified.jpgÍsland hefur verið byggt og mótað eftir hugmyndum kristindómsins í gegnum aldirnar. Við íslendingar höfum alltaf reynt að fara eftir boðskap biblíunnar: "elskaðu náungann eins sjálfan þig" eins og hægt er. En undanfarna áratugi hefur sá grunnur sem landið byggðist á verið kipptur undan okkur. Í dag er kalt lögmál Darwins orðið allsráðandi eða "sá hæfasti lifir af", og er bergmálað út af annað hvort trúleysingjum eða öðrum trúarbrögðum.

Þessir hópar hafa gagnrýnt kristni niður í kjölinn og telja sig hafa fundið fullkominn sannleika með því aðeins að stóla á sjálft sig. Í mínum bókum heitir það hroki, því enginn kemst hrakfallalaust í gegnum lífið án einhverrar aðstoðar. Trúin er ein af grunnþörfum mannsins, hvort sem þú trúir því að Guð sé til eða ekki. Því þarf mikla trú á báða vegu, þ.e.a.s. að afneita Guði eða fagna honum í líf sitt. Þá vel fremur seinni kostinn, því ófullkominn er ég, en reyni hvað ég get til þess að verða betri, það geri ég með því að leita náðar hjá fullkomleikanum, þ.e.a.s. Guði.

Við höfum nú tækifæri til þess að breyta þessu tilbaka eins og við vorum. Í stað kuldalegs hroka sem hefur einkennt landann undanfarinn ár, þá getum við snúið þessu uppí kærleika. Því kærleikurinn er sterkasta vopnið og er ekkert annað vopn sem er jafnvel brýnt og smýgur inní vitund allra sem verða á vegi þess. Ein lítil bæn getur breytt öllu.

Sýnum heiminum hvað í okkur býr, snúumst á veg kærleikans á ný, sinnum þeim fátæku og þeim sem eiga um sárt að binda. Við byrjum á okkur sjálfum og látum svo jákvætt hugarfar okkar smitast til annarra þjóða sem eiga eftir að taka okkur sem fyrirmynd.

Öll von er ekki úti þótt erfitt sé, elskum hvort annað - stundum þarf ekki meira til. Smile

Guð blessi ykkur öll og þakka ég fyrir lesturinn.


mbl.is Óska eftir 6 milljörðum dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fimm vísbendingar um að Ísland sé að sigla aftur inn í áttunda áratug 20. aldar...

marx.jpgOg hverjar eru þær? Ég fékk þessar ástæður sendar í tölvupósti:

  1. Óðaverðbólga.
  2. Gjaldeyrisskömmtun.
  3. Stríð við breta.
  4. Vinsælasta tónlistin er ABBA og Vilhjálmur Vilhjálmsson.
  5. Forsætisráðherrann heitir Geir og er sjálfstæðismaður.
Það er ekki nema vona að rit Karls Marx séu að seljast upp! Eftir að kapítalisminn féll eins og spilaborg, þá sitja kommarnir eftir og þyrstir eftir völdum! Guð forði okkur frá því ástandi og biðjum þess að svo verði aldrei! FootinMouth

 


mbl.is Auðmagnið selst vel í kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kirkjan á að skammast sín!

71014_moneyhappiness_vl-vertical.jpgÞvílík og önnur eins tímasetning að rukka ríkið um þetta núna!! Angry Þeir eiga að setja skottið á milli lappanna og skammast sín! Voru þá orð Biskups hér um daginn bara fagurgali? Var hann ekki að hvetja land og þjóð til þess að "standa saman" og hugsa um það fólk sem minna má sig? Það er naumast samstaðan, nú á að rukka skattgreiðendur ennþá meira!

Þetta hefur greinilega verið allt í nösunum á honum, og á hann að sjá til þess að svona mál sé fyrst á meðan þjóðin gengur í gegnum verstu efnahagserfileika sögu sinnar! Ég skammast mín fyrir kirkjuna núna, og spyr þá stjórnendur innan þeirra veggja; Hvar er kristilegi kærleikurinn?? FootinMouth

Þetta sýnir og sannar að það þarf aðskilja þessar tvær stofnanir í fjárlögum hið snarasta! Svei mér þá! Angry

Ritað er:

Orðskviðirnir 13:23
Nýbrotið land fátæklinganna gefur mikla fæðu, en mörgum er burtu kippt fyrir ranglæti sitt.


Hafið ofangreint vers í huga á þessum erfiðu tímum þið þjóðkirkjunnar menn!

Fyrir hönd einlægs trúaðs fólks, bið ég fólk afsökunar fyrir gjörðir "trúsystkina" minna, ég skammast mín fyrir hönd þeirra og skil ekki af hverju þeir velja tímasetningu sem þessa.

Það er nóg komið af taumlausri græðgi í okkar samfélagi, og höfum við goldið dýru verði fyrir það. Við sem trúuð eru eigum að vera fyrirmynd, ekki ómynd !


mbl.is Kirkjan krefur ríkið um milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvöru pólitíkus!

Svona á að leysa málin! Hann kemur hingað til lands til viðræðna án þess að hafa hryðjuverkalög í farteskinu. Ég tek ofan fyrir fjármálaráðherra Belga, þarna fer maður sem veit hvernig á haga sér!

Sama má segja um Hollendinga, þeir afgreiddu málin á nokkura hártoganna. Hippókrates fjallar einmitt um það mál á sinni síðu, og er Hippókrates með yndislegustu yfirlýstu guðleysingjum sem ég hef kynnst. Heimurinn væri mun betri ef við höfðum fleiri einstaklinga með gullhjarta eins og hann. Ég mæli eindregið með vef Hippókratesar, því hann liggur ekki skoðunum sínum! Ég bíð bara eftir þeim að hann komist til trúar, því þá væri hann fullkomnaður!  Wink

Hér er svo fréttin um hvernig Hollendingar afgreiddu málið:

Þarna eru erfið mál tekin fyrir og afgreidd á diplómatískann máta, án þess að nokkur skaði yrði.

Ég bið fyrir Gordon Brown og þeim skaða sem hann og hans stjórn hafa gert.


mbl.is Belgar vilja tryggja rekstur Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seðlabankinn er vanhæfur!!

Þessi aumingjans stýrilækkun kemur í fyrsta lagi ALLT of seint, og í öðru lagi er hún allt of lítil! Eftir öll þau klúður sem hafa "gengið" yfir land og þjóð, þá er þetta dropinn sem fyllir mælinn.

Hávaxtastefnan verður greinilega óbreytt þótt að allar aðstæður bendi á annað. Klúðurslegar yfirlýsningar æðstu stjórnenda bankans sem kostuðu heila milliríkjadeilu, og kom stæðsta banka Íslands á hliðina er næg sönnun til þess að sjá að þetta bankaráð er ekki starfi sínu vaxið. Við erum ekki að upplifa þennslu, heldur samdrátt - og síðan hvenær á að beita okurvöxtum í samdrætti?? Sem sýnir að þeir skilja ekki alveg hvaða tæki og tól þeir eiga að nota, þetta er svipað eins og smiður færi að negla nagla með skrúfjárni!

Meira að segja Danske Bank spáir 75% verðbólgu og um leið gagnrýna störf seðlabankans, þ.e.a.s. þegar þeir festu gengið um daginn. Sjá hér í vísis frétt. Og einnig hér:

mbl.is Spáir 75% verðbólgu á næstunni

Einnig er Westmister Bank í vandræðum vegna seðlabankans og taka ekki lengur mark á orðum þeirra: sjá hér í annarri vísis frétt.

Ég skora á Geir H. Haarde að setja faglega og hæfa bankastjórn sem þekkja markaðinn og vita hvernig hagkerfiin virka! Ef hann þorir því þ.e.a.s. því ég er hræddur um að vinir og vandamenn standi í veginum!


Nóg er komið nóg! Segið af ykkur hið snarasta! Angry


mbl.is Stýrivextir lækkaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann gekk svo langt að ráðist er á íslendinga í Bretlandi!

Brown - skaðvaldur Íslands!Svei þér Gordon Brown! Þú hefur afrekað miklu á örfáum dögum, og þá meina ég því hatri sem hefur kviknað gegn íslendingum sem búa í Bretlandi með gáleysislegum orðum þínum. Meira að segja er farið að selja haturs stuttermaboli gegn Íslandi á netinu. Pinch Sick Þökk sé þér!

Var ekki nóg að slá seinasta naglann í líkkistu okkar hagkerfis? Nægði ekki að beita á okkur hryðjverkalögum og fara með okkur eins verstu Talíbana?

Sumir íslendingar verða nefnilega fyrir barðinu á kynþáttahatri vegna orða þinna herra Brown. Helga Guðrún sem býr í Nottingham hefur einmitt orðið fyrir slíku. Núna situr hún heima hjá sér með tvo lögreglubíla fyrir utan húsið hennar. Af hverju?

Hún segir í grein sinni:

Ég var rétt í þessu að ljúka samtali við lögregluna. Þeir ætla að vakta húsið okkar í nótt. Tvisvar í kvöld voru kölluð ókvæðisorð og hótanir til okkar og einhver kom alla leið upp að framdyrum til að sparka og brjóta tómar mjólkurflöskur sem ég var nýbúin að setja útfyrir.

Lögreglan hér tekur þetta álíka alvarlega og um hryðjuverkahótun væri að ræða. Ég held að engin Íslendingur á Íslandi geri sér grein fyrir ástandinu hérna í dag. Hatrinu á Íslendingum og öllu því sem íslenskt er.

 Svo lýsir hún þessu betur í athugasemdarkerfinu á blekpennum.com

Þetta er hreint skelfilegt og verður verra með hverjum fréttatíma. Að heyra að nágrannar mínir verði að borga þetta lúxuslíf örfárra Íslendinga og skólar, íþróttafélög og góðgerðarstofnanir hafi tapað öllu sínu til íslensku þotustrákanna er ólýsanlega sárt og erfitt að heyra.

Nú í þessum skrifuðu orðum eru tveir lögreglubílar parkeraðir fyrir framan húsið mitt svo öryggi okkar er vonandi tryggt í nótt.

Svona lagað á ENGINN að þurfa upplifa, og ætti aldrei að þurfa að leita til lögregluyfirvalda til þess að leita sér verndar af því þú ert af einhverju ákveðnu þjóðerni, í þessu tilfelli íslendingur!

Mér var réttilega bent á að hvetja íslendinga til þess að leggjast EKKI á svona lágkúrulegt plan, komum fram af tilskilinni virðingu við alla Breta og látum þá ekki gjalda þess að vera "vondir" vegna þjóðernis þeirra. "Auga fyrir auga, og tönn fyrir tönn" er ekki lengur við lýði. Sýnum þessari siðmenntuðu þjóð, hvor er siðmenntaðri.

Geir hin harði hafði rétt fyrir sér þegar hann segir í þessari viðtengdu frétt:

"Brown gekk allt of langt"

Bæn mín er hjá öllum íslendingum sem búa í Bretlandi þessa daganna, og vona ég að um einstakt tilfelli sé að ræða. En ég er bara þannig gerður að stundum er eitt tilfelli nóg! Angry Skammastu þín Gordon Brown!!!


mbl.is Brown gekk allt of langt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð blessi Ísland !

Ég er ánægður með Bubbann núna, hann er að vekja fólk til lífsins og gerir sitt til þess að rífa okkur uppúr þunglyndinu. Þótt að mætingin hefði mátt vera betri á þessa tónleika, þá er boðskapurinn skýr, eða eins og Bubbi segir svo snilldarlega sjálfur hér á vísi.is:

„Það er gott að eiga peninga en peningur er ekki Guð,"

Höfum þessi orð í huga og örvæntum ekki, því nú skiptir máli að fólk lagi þetta ástand í sameiningu en ekki óeiningu. Höldum ró okkar og missum ekki þann eldmóð sem við erum þekkt fyrir. Því ekki getum við gert mikið í einhverjum æsingi, við verðum að anda með nefinu og gera öll okkar besta.

Einnig segir Bubbi í viðtengdri frétt:

En kannski eigi þjóðin öll einhverja sök og nú verði menn að standa saman.

bubbi.jpgÞað eru orð að sönnu, því íslendingar eru frægir fyrir að kaupa allt á krít alveg eins og auðmenn gera. Og er það ein af fjölmörgum ástæðum þess að nú er sem komið er.

Þið sem trúaðir eru, ég skora á ykkur og reyndar öll samfélög á Íslandi að hefja upp bænaherferð og ákall til þessarar guðlausu þjóðar. Ég veit fyrir vissu mína að það á eftir að virka!


mbl.is Harmleikur allrar þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karlrembu bíll?

Stelpur ... þurfið þið svona lagað? Virkilega?

Sem hálfgerður femínisti, þá set ég nokkrar spurningar við þessa frétt.
Í fréttinni stendur:

Bifreiðin verður sjálfskipt og útbúin búnaði sem mun auðvelda ökumanninum að leggja og rata á milli staða.

Þetta tel ég óþarfa, og ætti frekar að eiga við karlmenn sem eru mjög þrjóskir að spyrja til vegar, þar á meðal ég. Konur eru miklu duglegri að bjarga sér sjálfar á meðan við karlarnir hringsólum oftast um strætin í dramblæti okkar.

Þá mun tjakkurinn verða hannaður með þeim hætti konurnar þurfi ekki að óhreinka sig þurfi þær að skipta um dekk, segir á fréttavef breska ríkisútvarpsins.

Ekki man ég eftir að hafa orðið mjög skítugur við að eiga við tjakkinn sjálfan, það eru rærnar og að taka dekkið af sem veldur því að maður verður skítugur. Tjakkurinn er sennilega með þeim hreinlegri verkfærum.

Auk þess er bifreiðin sérstaklega hönnuð til að auðvelda konum að fara út í búð til að versla og aka börnunum í skólann. 

Ok ... það er sem sé bara verk kvenna? Að versla fyrir heimilið og sjá um börnin? FootinMouth Konan mín væri löngu búin að henda mér ef svo væri! Svo mikið er víst!

Fréttaskýrandi BBC segir ekki ólíklegt að þetta muni ýta enn frekar undir þá staðalmynd að Íran sé ríki karlrembunnar.

No kidding!!

Í nýlegri könnun fræðimanns, sem starfar við Allameh Tabatabaii háskólann í Teheran, kemur fram að útivinnandi íranskar konur séu á þeirri skoðun að karla og konur eigi að skipta með sér heimilisverkunum. Jafnframt kom í ljós að eiginmenn þeirra séu enn mjög íhaldssamir í skoðunum.

Jupp .. því að trúarbragð þeirra í Íran boðar ... jafnrétti ... Whistling Eða þannig.

Sem dæmi má nefna að þá þykja íranskir eiginmenn sem elda handa eiginkonum sínum vera afar sérvitrir.

Nei ... þarna fóru þeir alveg með það! Ég er til dæmis sá sem sér um næstum alla eldamennsku heima hjá mér,  og ekki er ég talinn skrítinn né "sérvitur" fyrir vikið, það er mjög algengt að karlmenn eldi og reyndar mættu sumir íslenskir karlmenn taka sig á í þeim efnum. Ekkert er betra en að gefa fjölskyldunni góðan mat og fullvissa sig um að fólk nærist almennilega. Cool

Ég spyr ykkur öll, konur sem karla -  er það þetta sem við viljum sjá aftur? Hér erum gamlar karlrembu auglýsingar sem  tala sínu máli, og er sú fyrsta ekki ósvipuð viðfangsefni fréttarinnar:

 

minidm2711_468x413.jpg

 

Konunni þarna er stillt upp eins og hún sé gjörsamlega heilalaus og þurfi virkilega á "einföldum bíl" að halda!

 

chefdm2711_468x463.jpg
Þessi "Kenwood" auglýsing segir allt sem segja þarf! Sick
 
cerealdm2711_468x697_693140.jpg
Smellið á þessa til þess að sjá betur hvað er um að vera, en þarna er karlremban allsráðandi!
 
coffeedm2711_468x416.jpg
Ég skil nú ekki "pointið" með þessari, hvað koma barsmíðar á konum kaffi við? (Smellið á myndina til þess að stækka, þá koma skilaboðin berlega í ljós) Shocking
 
vintage_bra_decathlon.jpg
Þessi er alveg kostuleg, er verið að spá nokkuð í þægindum á þessum brjóstahaldara? Neibb, það er bara verið að hugsa um að setja perraglott á karlinn og "halda honum ánægðum" ! Pinch Hvað var eiginlega að fólki að setja svona í blöð?? Hver var markhópurinn sem notar vöruna? 
 
ketchupdm2711_468x327.jpg
Ja hérna! Þetta er tómatsósuflaska, fyrr má nún vera!!! FootinMouth
 
1950swife.jpg
Er þetta nokkuð framtíðin?
 
NEI !! Angry
 

 

 Sorrý ... svona lagað finnst mér bara pirrandi ... en það er bara mín skoðun.


mbl.is Bifreið sem er sérhönnuð fyrir konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimsendir er EKKI í nánd!

Þrátt fyrir að grafalvarleg staða sé kominn í markaðskerfi Íslendinga þá erum við ekki enn kominn á grafarbakkann. Það sannaðist hins vegar í dag, er kapítalisminn, er ekkert annað en "ismi" og þær spilaborgir sem menn hafa byggt í nafni einkavæðingar hafa skilað sér. Frjálst markaðskerfi er ágætt ef einhver er til þess að stjórna því, fullt frelsi til allra hluta er vanhugsuð og áhættusöm leið til þess að stjórna heilu ríki. Minning þessa "ismas"er best geymd í óseðjandi gröfinni, og græt ég þurrum tárum yfir þeim missi. 

Ef byggja á upp raunverulegt hagkerfi sem er um leið frjálst, þá verður einhver að vera í brúnni. Þar hafa Sjálfstæðismenn algjörlega brugðist sem og stefna þeirra. Frelsið er nefnilega einskinsvert og vita gagnslaust ef því er ekki veitt athygli og nauðsynlegt aðhald, annars fer allt úr böndunum eins sannaðist á þessum neyðarlögum sem Geir H. Haarde og hans ríkisstjórn báru fram í dag.

Hjálpumst að í þrengingumEn hvað leysa þessi lög? Var verðtryggingin afnumin, nei. Stýrivextir lækkaðir? Nei. Eina bótin sem ég sá var allt það sem snéri að íbúðarlánasjóði, og á það eftir bjarga mörgum frá barmi gjaldþrots. Það verður að gera meira en þetta, og einnig verður að koma inn hæfur seðlabankastjóri sem kann á hagkerfi ekki lögkerfi eins og núverandi seðlabankastjóri er menntaður í.

Breytinga er þörf, ef Íslendingar kjósa Sjálfstæðismenn aftur yfir sig í næstu kosningum, þá má segja að við munum ALDREI læra af mistökum okkar. Það er enginn verri að skipta um skoðun, og hvet ég fólk til þess að skoða stefnuskrá annarra flokka, en þó sérstaklega Frjálslyndaflokksins. 

Var það ekki annars kraftur okkar Íslendinga sem kom okkur úr torfkofunum og hefur sá metnaður ekki gert okkur að tæknivæddustu þjóðum heims? Hvað varð um þann kraft? Sýnum heiminum að hann er ennþá til staðar og lögum þetta ástand í sameiningu!

Biðjum fyrir einingu þessarar þjóðar okkar áður en við förum raunverulega fram á vonarvöl. Því ekki er heimsendir kominn, þótt öll teikn þess séu á lofti. En höfum við ekki þjónað fyrir altari mammóns of lengi, er ekki kominn tími á að gefa því fólki tækifæri sem hefur viðurstyggð á altari mammóns og vill þjóna okkur sem íbúar þessa lands?

Ég held það.

Góðar stundir og Guð blessi ykkur! 

 


mbl.is Neyðarlög sett í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 588412

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband