Færsluflokkur: Bloggar

Hroðaleg frí

Ég var að klára sumarfríð mitt um helgina og fer ýmsum sögum af því. Ég er kominn á þá skoðun að tjöld séu pyntingartól og háværir fuglar séu einungis hæfir í matseld !

Jæja, konan mín sá um að lýsa þessum hrylling, sem er að finna hér !


Pælingar um húðlit ...

Ég fékk þetta sent í t-pósti, mér fannst þetta svo rétt og skemmtilega framsett að ég mátti til að deila þessu með ykkur ! Það er heilmikill sannleikur í þessu ! 

 

    At birth, I was BLACK,
    When I grew up, I was BLACK,
    When I go into the sun, I'm BLACK,
    When I'm cold, I'm BLACK,
    When I'm scared, I'm BLACK,
    When I'm sick, I 'm BLACK,
    And when I die, I'll still be BLACK.


    You white folks....

    At birth, you are PINK,
    When you grow up, you are WHITE,
    When you go into the sun, you turn RED,
    When you are cold, you turn BLUE,
    When you are scared, you turn YELLOW,
    When you are sick, you turn GREEN,
    When you are bruised, you turn PURPLE,
    And when you die, you turn GRAY.

   

    So who you callin' colored folks? LoL


Bloggfrí

Eins flestir hafa eflaust tekið eftir hef ég ekki bloggað í nokkra hríð. Ég því ákveðið að hvíla þetta og sé ykkur fljótlega aftur, vonandi.

Guð blessi ykkur öll !


Fyrirbænarefni

Ég hvet alla til þess að biðja fyrir þessum hjónum. Þau voru jú heppinn að lifa þennan gasleka af, en þau eru ennþá illa haldinn á sjúkrahúsi. Bæn mín er sú að Guð lækni þau af meinum sínum þannig að náist fullur bati !
mbl.is Hjón sem fundust meðvitundarlaus í tjaldvagni eru illa haldin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með þeim skemmtilegri bloggurum Íslands

Ég vildi aðeins auglýsa hann Kalla vin minn (Villimaðurinn Ógurlegi). Hann er afar merkilegur penni og skrifar hreint frábært blogg, ég er viss um að þið verðið sammála mér þegar þið lesið færslurnar hans. Hann er svo öflugur að reka tvö blogg, eitt hér á mbl og annað á vísi.

Endilega kíkið inná bloggið hans, því hann er vanmetinn tilfinningavera á háu stigi !

Slóðirnar eru:

http://villimadurinn.bloggar.is/

http://villimadurinn.blog.is/


Valkyrja er fallinn frá

Guð blessi minningu hennar og fjölskyldu hennar. Ég þekkti aðeins til hennar, í gegnum hennar skrif og hetjulegu barráttu þökk sé blogginu.

Ég votta aðstandendum hennar mínar dýpstu samúðarkveðjur.


mbl.is Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott framtak þetta !

Ég sem reykingamaður styð þetta framtak þrátt fyrir fíkn mína. En ég er að reyna að hætta, sem gengur hægt en gengur þó. En nú veðrur hægt að fara inná skemmtistaði án þess að þurfa að brenna fötin sín eftir heim er komið. Ég reyndar viðurkenni það ég hef ekki farið inná skemmtistað í meira en áratug, þannig þetta skiptir mig svo sem engu máli.

mbl.is Reykingabann á skemmtistöðum gæti skilið milli feigs og ófeigs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirbænarefni - að hætta að reykja ...

smokingÉg vil biðja alla sem lesa þetta að hugsa vel til mín og jafnvel biðja fyrir því að hætta reykja. Ég hef reykt nánast samfleygt frá 14 ára áldri. Frown

Ég er kominn á lyf sem heitir Nicostopp sem gerir fráhvarfið bærilegra, því það er það sem hefur alltaf stöðvað mig. Ég er ekki vanur að biðja um hjálp og talinn frekar þrjóskur með það að gera, en ég veit og treysti að bænir annara geta unnið sigur! Mig virkilega langar að losna undan þessari ógeðslegu fíkn og í auðmýkt bið ég ykkur um hjálp ! Crying


Geltir eins og Hrossagaukur


Aldrei hef ég séð hvítan Hrossagauk, en sem fuglaáhugamaður mikill væri nú gaman að sjá þessa skepnu með berum augum. Hvergi annarsstaðar en Eyjum gæti svona gerst, sökum mikils og fjölbreytts fuglalífs þeirra eyjamanna. Við gætum jafnvel breytt gamla orðtakinu eftir þetta, "Sjaldan sjást hvítir Hrafnar" í hvítir Hrossagaukar !

Eina sem ég hef á móti þessum fugli er að ég hef oft verið uppnefndur vegna hans í eftirfarandi vísu:

Haukur laukur, sparibaukur,
geltir eins og hrossagaukur!

*andvarp* 


mbl.is Hvítur hrossagaukur hreiðrar um sig í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég skora á þennan !

Þótt grindhoraður sé er ótrúlegt magnið sem ég get innbyrgt af mat. Ég gæti vel unnið þessa keppni, því ég er með holan legg þar sem ég geymi matinn ! Ég væri alveg til í að taka þátt í svona og koma öllum að óvörum !
mbl.is Át 36 pylsur á 12 mínútum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 589072

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband