Færsluflokkur: Bloggar

Adam var ekki lengi í paradís!

Jæja, þá er sólinn farinn og raunverulegt íslenskt sumar tekið við. Mér fannst þetta líka of gott til þess að vera satt!

mbl.is Þurrum góðviðriskafla að ljúka - skin og skúrir um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru útilegur refsing fyrir að vera foreldri?

Nei ég bara spyr, allt sem snýr að svona er meiriháttar vesen. Ég ætla að telja upp atriði sem mér finnst að svona löguðu.

  1. Það er meiriháttar mál að undirbúa sig fyrir svona ferð, listinn er langur sem geymir allt sem þarf að hafa með og kostar blóð svita og tár að finna til.

  2. Þetta er dýrt og tel ég peningasóun, afhverju þarf ég að borga einhverjum 700 og eitthvað kall fyrir að sofa grjótharði og mishæðóttri jörðinni? Það virðist vera sama hvað þú hefur undir þér, dýnu eða vindsæng - dýnan er aldrei nógu góð og vindsængin gerir mann sjóveikann!

  3. Afhverju er níðst á nörd eins og mér? Ég er kominn út fyrir öryggissvið mitt, sem er einangrað herbergi með blindraglugga tjöldum, rúm, snakk og tölvu! Og ein versta refsingin, er að vera án internetsins!! Ég hefði jafnvel sætt mig við gamla 14kbp/s innhringi módemið mitt en tekið sé frá mér ADSL-ið ! Gasp

  4. Eins er ég étinn upp af flugum og þarf allt í einu að hafa áhyggjur af smáatriðum eins sólaráburði! Ég er nörd í húð og hár! Ég er ekkert að fatta að bera á mig einhvern sólaráburð! Enda er ég fagurrauður eftir þessa ferð, og lít út eins og karfi sem hefur tekið uppá því að roðna!

Sannur nörd !Allt þetta vegna þess að ég heyri hluti eins og "börnin hafa gaman af þessu" og "það er svo yndislegt að komast í snertingu við náttúruna". Ég fæ velgju þegar ég heyri svona! Jú vissulega hafa börnin gaman að þessu, en ég farinn að gruna að þau hlægi af óförum foreldra sinna í laumi!

Næst fer ég í topp húsbíl þar sem þarf ekki annað en að leggja honum, eins verður hann gæddur öllum heimsins þægindum, hann verður með gervihnattamóttakara sem tengir mig við netið, einnig verður flugnanet fyrir öllum gluggum og geimfarabúningur ef ég þarf að hætta mér útí stórhættulega sólina ! YIKES! Blush

Ég er ósköp einfaldur maður, en ég er bara ekki haldinn kvalalosta! Ef ég fer aftur í svona ferð, þá verður það með krókum !!

En öllu gríni sleppt, þá var þetta betri ferð en sú sem við fórum fyrr í sumar. Það var ófyrirgefanlega heitt á daginn og nóttin þolanleg, ég fór sem betur fer með foreldrum mínum sem höfðu allt til alls, en það sem kom í stað háværra fugla í fyrri ferðinni komu íslenskar fyllibyttur í seinni ferðinni! Þá sætti ég mig betur við háværa fugla, það er þó hægt að steikja þá ! ;) Annars var ferðin fín að öðru leiti ... 

En, ég skrifa þetta frá sjónarhorni saklaus tölvunörds, sem finnst hann ekki eiga skilið svona refsing ! Wink En allt fyrir börnin ...

Bloggfrí

Ég ætla í nokkra daga bloggfrí, miðað við þær sprengjur sem ég hef varpað hér undanfarið, þá hef ég ekki tíma til þess að svara öllu því sem er kommentað hjá mér. En ég sný aftur eftir nokkra daga hvíld, ég ætla ekki láta af þeirri rannsóknarblaðamennsku sem ég hef stundað undanfarið. Tounge

Kristnigeirinn er ekki yfir gagnrýni hafinn og ætla ég að halda áfram að benda á þau mein og kýli sem er innan kristnageirans. Það er til þess gert að vara fólk við alls kyns villum og beina brautina að konungi lífsins, Jesú. Þeir sem halda að ég sé að skrifa neikvætt um önnur trúarbrögð hafa svo sannarlega rangt fyrir sér. Mér finnst betra að vara fólk við, en að horfa uppá fólk hverfa í vafasaman félagsskap. Það er alltaf betra að kynna sér hlutina fyrst, áður en ákvörðun er tekinn, fólk gerir svo hvað það vil sjálft, ég hef þó reynt mitt til þess að vara við villunni. Eftir helgi sný ég aftur og megið þið vænta jafn hressilegra greina og hingað til !

Ég ætla útá land um helgina og ætla að hafa það gott með fjölskyldu minni.

Guð blessi ykkur öll !  Halo


Sönn Hetjudáð!

Svona fréttir mættu birtast oftar. Maður er alltaf að heyra og lesa um hvað íslendingum er sama um náungan. Þarna afsannaðist sú kenning og vona ég að fleiri taki sér þetta fólk til fyrirmyndar!

mbl.is „Þetta er kraftaverk"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karlrembur að grilla

Ég fékk þessa litlu sögu senda í t-pósti, hún er lýsandi fyrir það karlrembuþjóðfélag sem við búum við í dag. 

 

Grilltímabilið í hámarki.  Allir að grilla.  Húsmæður gleðjast yfir því að þurfa ekki að standa yfir pottunum, því bóndinn sér um grillið.  VEI!
                                
Þannig gengur þetta fyrir sig:

  •  Frúin verslar í matinn.
  •  Frúin býr til salat, græjar grænmeti sem á að grilla, og býr til sósu.
  •  Frúin undirbýr kjötið.  Finnur til réttu kryddin, setur kjötið á bakka ásamt grilláhöldum.
  • Bóndinn situr við grillið, með bjór í annarri.

                                                               
Lykilatriði:
     

  • Bóndinn setur kjötið á grillið!
          
  • Frúin fer inn, finnur til diska og hnífapör.
          
  • Frúin fer út, og segir bóndanum að kjötið sé að brenna.
         
  • Bóndinn þakkar henni fyrir, og biður hana um að koma með annan bjór á meðan hann tæklar ástandið.


Annað lykilatriði:
Bóndinn tekur kjötið af grillinu, og réttir frúnni.
Frúin leggur á borð.  Diskar, hnífapör, sósur, salöt og annað meðlæti, ratar á borðið.
Eftir matinn gengur frúin frá öllu.

Mikilvægast af öllu:
Allir þakka BÓNDANUM fyrir matinn, og hversu vel HONUM tókst upp.
Bóndinn spyr frúna hvernig henni hafi líkað “frídagurinn”...
og eftir að hafa séð svipinn á henni, ákveður hann að það er ómögulegt að gera konum til geðs. 

Ég vona að þið lærið e-ð af þessari sögu strákar! 


Dýrir dráttarvextir - ef svo má kalla ...

Þessi drengur settur nýja skilgreiningu um að vera örvæntingarfullur ! W00t LOL !

Jæja, hann tekur út sinn dóm strák greyið ! Tounge


mbl.is Kynlífstækin kostuðu fangelsisdóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég samhryggist innilega ! :(

OldCar1900Sem bílaáhugamaður þá finnst mér svona atburðir blóðtaka. Ég hef sérstakt dálæti á fornbílum og kenni því í brjósti um þá sem misstu svo veglega gripi sem um ræðir ! Crying

En eins og eigandi bílsins sagði sjálfur í fréttinni, það voru enginn slys á fólki, og það er það sem skiptir mestu máli. Smile


mbl.is Það er slæmt að horfa á góðan bíl brenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já takk !!

Þessi hugmynd er bara snilld ! Ég segi ekki meir ! Cool
mbl.is Svíar greiða bloggurum laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

In memorium

krossÍ gærkvöldi kvöddu tveir af mínum bestu vinum þennan heim. Þau voru fædd 1991 og voru systkini, þau báru nöfnin Grettir og Gláma. Þetta voru kettir okkar fjölskyldunnar til 16 ára og er afar sárt að kveðja svo góða vini eftir svo mörg góð ár.

Þau voru svæfð af dýralækni á heimili foreldra minna og  grafinn í garðinum hjá þeim. Ég hef þá einföldu trú að dýr manna fari til himins eins mennirnir sjálfir, það er vitnað um það í Jesaja, þess vegna hugga ég mig við það að þið eruð kominn á betri stað. Undir restina gátuð þið ekki einu sinni hoppað uppí rúmin ykkar sökum aldurs og veikinda, þannig það hefði verið grimmt að halda ykkur á lífi þar sem þið láguð allan daginn í kvölum. 

Það tók sinn toll af fjölskyldunni að missa þessa yndislegu ketti, móðir mín grét hástöfum og jafnvel faðir minn feldi tár. Dóttir mín er ekki söm við sig og sjálfur er ég hryggbrotinn ásamt systur minni, sem er einu ári eldri.

Guð blessi minningu ykkar og takk fyrir alla þá gleði sem þið veittuð okkur fjölskyldunni, ykkur verður sárt saknað.  Crying


Kveðja og þakklæti til barnaspítala Hringsins

Fyrstu þrjú ár ævi minnar eyddi ég á Hringnum, ég var afar veikt barn sökum heiftarlegs matarofnæmis sem ég var með þá. Jafnvel þann dag í dag þekkja sumar hjúkkur mig þótt ég þekki þær ekki. Ég vona að þessi 50 milljón króna gjöf sem þau fengu komi sér vel. Ég er þeim afar þakklátur og er ekki viss um að ég væri á lífi nema fyrir tilstuðlan starfsfólks á Hringnum.

Guð blessi þeirra starf margfaldlega !


mbl.is Öllum börnum boðið í afmæli hjá Barnaspítala Hringsins í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 4
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 589071

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband