Færsluflokkur: Bloggar

Hvatning til lestrar

Ég er ekki mikill aðdáandi sögupersónu sem hvetur til galdra, en eitt má J.K. Rowling eiga, hún hefur kennt heilli kynslóð að lesa og meta bækur uppá nýtt.
mbl.is Ævintýrum Harry Potters lýkur í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggvina tiltekt

Ég var kominn með svo mikið af bloggvinum að það var ekki fyndið. Listinn var kominn yfir 200 og henti ég þó nokkuð mörgum út áðan. Þetta er alls ekki persónulegt, heldur tók ég fólk út sem skoðar ekki einu sinni síðuna mína, það kommentar í það minnsta aldrei. En ég vil þakka þeim samt, þeim sem ég var svo vondur að eyða út, fyrir að vera bloggvinir mínir ! Eftir standa þeir sem hafa komið inní umræðuna hjá mér og taka þátt.

Guð blessi ykkur öll !! Heart

Gott á morðingjanna!

Var ekki verið að eitra fyrir þessum greyjum? Voru ekki líka borgarfulltrúar mættir á svæðið til að plaffa þá niður? HAHAHAHA ! Gott á þá! Feginn er ég að sjá að þurfi ekki að fórna saklausum lífum lengur!

mbl.is Sílamávurinn lætur sig hverfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pissubílar eru framtíðin !

Þekktur efahyggjumaður eins og ég set meira að segja spurningarmerki við þetta. Wink En ef þetta reynist rétt, þá er þetta náttúrulega bara frábært ! Því þetta myndi ekki bara leysa gróðurhúsavandann, heldur einnig vantsskortinn sem hrjáir sum ríki heims í dag.  Cool
mbl.is Þrír félagar telja sig hafa leyst gróðurhúsavandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til fyrirmyndar!

Þeir taki það til sín sem eiga það skilið, en það er hægt að eigna sér vinsældir án alls perraskaps og svæsnra sögusagnra!

mbl.is Vinsælust án kynlífs og kjaftasagna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er klikkaður, nei ég meina að ég var klukkaður !! ;)

Samkvæmt reglum Klukksins, þá á ég víst að játa 8 atriði um sjálfan mig sem ekki margir vita  ... Shocking ... skrýtin leikur þetta en "here goes":

  1. Ég er eilíflega ástfanginn af konu minni sem ég hef verið giftur s.l. 10 ár. Og er eilíflega þakklátur hvað ég yndisleg börn. InLove
  2. Ég er forfallinn teiknimyndanörd. Má segja að ég sé alfræðiorðabók um algjörlega tilgangslausa hluti, eins og t.d. af hverju er súpermann með lendarskýlu yfir búninginn sinn? Ég er eiginlega eins og póstburðarmaðurinn í þáttunum Staupasteini (Cheers), samansafn af gagnlausum upplýsingum eins og síðastnefnda atriði um súperman ! Undecided
  3. Eins margir aðrir íslenski karlmenn get ég dottið inní það að vera tækjaóður! Það gerist reyndar ekki oft, en veldur konu minni mikilli gremju þegar ég er farinn að gefa gaum að ALLT of dýrum hlutum. Whistling
  4. Ég var afar skyggn áður en ég frelsaðist.
  5. Ég er forfallin aðdáandi bresku stöðvarinnar BBC Food, á það gæti ég horft daginn út og inn! Þetta varð svo slæmt að konan mín sagði upp áskriftinni að breiðbandinu til þess að ég drullaðist fram úr sófanum og hætti að safna spiki.  Tounge Sem betur fer er ég laus við þá fíkn í dag!
  6. Ég er feministi í húð og hár, sem og róttækur vinstri maður. Smile
  7. Ég er skopteiknari sem innst nýtur þess að gera grín af öðrum í teikningum sínum. Ég er með dulið 'nasty' eðli sem brýst fram í myndlistinni ! Wink
  8. Ég uni mér hvergi betur en í eldhúsinu, konan mín er afar góður kokkur - en ég fæ að nota hana í spari. Annars sé ég alfarið um alla eldamennsku.  Joyful

Þá eru mín atriði kominn, Linda, Magga, Sunna og Anna Karen voru búnar að klukka mig, þannig ég get víst ekki klukkað þær.

Þannig ég klukka Ásthildi Cesil, Pétur Einars, Guðrúnu Sæm, Þarfagreini, Svartanagg, DoktorE, Karl Jónas og auðvitað heittelskuðu konu mína, Bryndísi Böðvarsdóttur - eða réttnefnd bænamær. Cool

Átti ekki annars að klukka 8 manns eftir þessa játningu? Whistling Endilega látið mig vita ef ég hef rangt fyrir mér í því !


Transformers gagnrýni ***1/2 stjarna

autobot_smallMargt var að þessari mynd fannst mér, en það kannski vegna þess að ég veit of mikið. Það eru ekki allir sem eiga alla teiknimynda seríuna frá bandaríkjunum og bróður hlutann af því sem var framleitt í Bretlandi. En myndin var ekki alveg með staðreyndirnar á hreinu, og ætla ég ekki að fara útí það til þess að spilla ekki gleðinni fyrir þeim sem ekki hafa séð myndina.

En myndin var tæknilegt meistaraverk, þeir náðu að fanga stærð þessara vélmenna þrátt fyrir útlit þeirra minnti helst á beinagrindur með víravandamál. En öllu á botninn hvolft var myndin barasta ágæt og hvet ég alla til þess að sjá hana þegar byrjað verður að sýna hana !


mbl.is Transformers slá í gegn í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í dag var blogglausi dagurinn !

Jæja loksins tókst moggamönnum að laga bloggkerfið. Allir fengu bloggfrí á meðan. Ég vona bara að þeim hafi tekist að laga vandann sem ég varð fyrst var við í gærkvöldi. Satt að segja var ég farinn að venjast því að vera í bloggfríi ! Wink  En þetta var lengsta bloggstraff sem ég hef upplifað!

Transformers í kvöld !

Ég fer á sérstaka forsýningu á Transformers í kvöld W00t, frá blautu barnsbeini hef ég verið mikill aðdáandi þessara vélmenna. það verður athyglisvert að sjá hvernig Micheal Bay skilar sögu þeirra frá sér. Það eina sem ég hef á móti myndinni eins og er, er þetta vélbeinagrinda look sem Micheal hefur kosið. Hérna í gamla daga voru þeir alltaf sterkir, massívir kubbar, svona eins vélmenni eiga að vera. GetLost

Hér ber að líta tvær myndir sem ég teiknaði sjálfur af þessum verum, fyrri myndin er Optimus Prime - foringi "The Autobots, eða góðu karlanna og hin myndin er af Megatron - foringi "The Decepticons" eða vondu karlanna:

Optimus Prime   Megatron

Og svona til gamans þá fann ég skó sem breytist í Optimus Prime ! W00t


« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 589070

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband