Bloggfrí

Ég ætla í nokkra daga bloggfrí, miðað við þær sprengjur sem ég hef varpað hér undanfarið, þá hef ég ekki tíma til þess að svara öllu því sem er kommentað hjá mér. En ég sný aftur eftir nokkra daga hvíld, ég ætla ekki láta af þeirri rannsóknarblaðamennsku sem ég hef stundað undanfarið. Tounge

Kristnigeirinn er ekki yfir gagnrýni hafinn og ætla ég að halda áfram að benda á þau mein og kýli sem er innan kristnageirans. Það er til þess gert að vara fólk við alls kyns villum og beina brautina að konungi lífsins, Jesú. Þeir sem halda að ég sé að skrifa neikvætt um önnur trúarbrögð hafa svo sannarlega rangt fyrir sér. Mér finnst betra að vara fólk við, en að horfa uppá fólk hverfa í vafasaman félagsskap. Það er alltaf betra að kynna sér hlutina fyrst, áður en ákvörðun er tekinn, fólk gerir svo hvað það vil sjálft, ég hef þó reynt mitt til þess að vara við villunni. Eftir helgi sný ég aftur og megið þið vænta jafn hressilegra greina og hingað til !

Ég ætla útá land um helgina og ætla að hafa það gott með fjölskyldu minni.

Guð blessi ykkur öll !  Halo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara alltaf í bloggfríi :)
Önnur útilega :)  have fun like last time

DoctorE (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 17:46

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Já önnur skelfileg útileiga, að þessu sinni er það foreldrum mínum að kenna ....

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.6.2007 kl. 18:07

3 Smámynd: halkatla

jæks, ég vona bara að þið skemmtið ykkur! ég er sko ekki útilegutýpan - nema kannski "in theory"

svo veistu að það er fylgst með þér, sprengjusérfræðingar á vegum vatíkansins og vafalaust þjóðkirkjunnar líka. Þeir bíða eftir því að þú takir af þér hanskana, þeir eru ekki vanir því að fá svona beitta en þó varfærnislega gagnrýni - sem er auðvitað besta málið þú stendur þig vel fyrir hönd kristinna, þið hjónin bæði.

halkatla, 28.6.2007 kl. 23:43

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Kæri Guðsteinn

Gleðilegt sumar, megir þú eiga fallegasta og besta sumarið !

Ljós til þín

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 29.6.2007 kl. 06:49

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk Arna mín, þú ert alltaf yndi !

 Ljós til þín Steina sömuleiðis!

Ég þakka hrósið og ábendinguna Anna Karen, eftir þessu að dæma er best að ég hafi málmleitartæki með mér !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.6.2007 kl. 08:47

6 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Nú er sko rétti tíminn til að tjalda! mundu eftir kettinum hennar Lindu, kannski vissara að hafa teyjubyssu í bakpokanum En um að gera að hlaða batteríin í guðsgrænni náttúrinni, og ef þig langar í sígó þá bara ná sér í strá til að naga!

Guð blessi ykkur hjónin og börnin í Jesú nafni

Guðrún Sæmundsdóttir, 29.6.2007 kl. 10:16

7 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Eigðu gott bloggfrí! Hlakka til að lesa meira eftir helgi ! Ég ætla líka í sólarbloggfrí á eftir og fara í sveitina mína! Kveðja, Sunna !

Sunna Dóra Möller, 29.6.2007 kl. 10:35

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Köttur, matreiðslubók um villibráð og málmleitartæki - takk fyrir þennan lista. Ég er þá græjaður í ferðina Guðrún!

Hafðu það líka gott í sólarfríinu Sunna Dóra! Sé ykkur á mánudaginn!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.6.2007 kl. 10:41

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Já og teygjubyssa, annars verður enginn villibráð !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.6.2007 kl. 10:43

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert flottur, skemmtu þér vel í bloggfríinu. Og komdu aftur kátur og hress.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.6.2007 kl. 20:45

11 Smámynd: Linda

Hvað voðalega eru þetta eitthað klístraðar kveðjur til þín. Það er alveg greinilega að fólk er ekki alveg að átta sig á því hvað þú ert ruglaðurGóða ferð allt í lukku og vonandi ekki ælu krukku  

Linda, 30.6.2007 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 587745

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband