Fyrirbænarefni - að hætta að reykja ...

smokingÉg vil biðja alla sem lesa þetta að hugsa vel til mín og jafnvel biðja fyrir því að hætta reykja. Ég hef reykt nánast samfleygt frá 14 ára áldri. Frown

Ég er kominn á lyf sem heitir Nicostopp sem gerir fráhvarfið bærilegra, því það er það sem hefur alltaf stöðvað mig. Ég er ekki vanur að biðja um hjálp og talinn frekar þrjóskur með það að gera, en ég veit og treysti að bænir annara geta unnið sigur! Mig virkilega langar að losna undan þessari ógeðslegu fíkn og í auðmýkt bið ég ykkur um hjálp ! Crying


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef hætt í nokkur skipti, lengst tókst mér að halda mér reyklausum í 4ár.
Ég hef aldrei notað nein lyf til þess að hætta, finnst best að klára dæmið þannig, ég hef aldrei sprungið það semma að eitthvað lyf hefði bjargað.
Ég hataði rettur og vægast sagt hissa þegar ég byrjaði aftur... maður var eins og fjarstýrður eða eitthvað...

Break a leg

DoctorE (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 13:43

2 Smámynd: Ruth

Til hamingju með að hætta

Verum samferða,ég var að hætta fyrir 3 tímum

Er að lesa bókina" Létta leiðin að hætta reykingum "

Ég náði fyrir ári að hætta í 5 mánuði með hjálp nicotin munnsogs taflna.

En sprakk svo  eitt sinn þegar apotekið var lokað .

Hef ekki náð að hætta eftir það ,fyrr en nú.

Ætla ekki að nota nicotin núna.

Bið fyrir þér að Guð að losa þig við fíknina,og fráhvörfin,sem eru minni en við höldum .

Það er ótti sem stjórnar okkur ,ótti við ógurleg fráhvörf og að höndla ekki kringumstæður.

Las þetta í bókinni hún hjálpar okkur út úr blekkinguni

Bið Guð að losa þig við óttann .

Þetta er frábært hjá þér

Ruth, 29.5.2007 kl. 14:07

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sömuleiðis Ruth ! gangi þér vel í þessari barráttu! Það rétt sem þú segir, það óttinn við fráhvörfin sem heldur okkur eins og þrælum við nigótínið ! En ég bið fyrir þér líka í þessari barráttu ! Guð blessi þig !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.5.2007 kl. 14:10

4 Smámynd: Linda

Eins og þú veist, þá hætti ég fyrir ári síðan, ég tel að ég hafi verið búin að undirbúa mig andlega í langan tíma.  Hinsvegar má ekki gleyma því að allir hafa sínar leiðir til þess að ná sama árangrinum.  Ég veit að ef þú vilt hætta þá mun þér takast þetta, alveg eins og mér og öðrum hefur tekist þetta, svo skiptir líka að eiga góða vini sem segja nei við sígó beiðni þó maður sé í glasi Þér mun takast þetta, hugurinn hefur hefur þegar leitt þig hálfleiðina.

Linda, 29.5.2007 kl. 16:10

5 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Gangi ykkur vel að losa ykkur við skaðsemi reykinganna, ykkur tekst þetta. Þið verðið í mínum bænum.

Jens Sigurjónsson, 29.5.2007 kl. 19:08

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gangi ykkur báðum vel að hætta að reyka.  Ég tók það skref fyrir u.þ.b. 20 árum og hef staðið við það síðan.  Og þvílíur léttir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.5.2007 kl. 21:13

7 Smámynd: halkatla

Gott hjá þér ég sendi bænir

halkatla, 29.5.2007 kl. 22:02

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Linda, Jens, Ásthildur og Anna Karen. Ég þakka stuðningin, hann er mér dýrmætur.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.5.2007 kl. 10:09

9 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Til hamingju með það Guðsteinn. Alltaf þegar þig langar í skaltu þylja upp og meina það! Jesús er sterkari en tóbaksdjöfullinn!! Ég hætti alveg fyrir 15 árum og var oft búin að hætta með takmörkuðum árangri áður. Það er fyndið eftir á, öll sjálfsblekkingin sem maður  gekk í gegnum, eins og það var í lagi að fá sér smók ef maður fékk sér bjór! mín var mætt í ríkið til að kaupa bjór á fimmtudögum til að geta svo farið í frystinn og nælt sér í rettu sem voru þar geymdar  í plastfilmu, svo var sumblað í bjór og reykt fram á sunnudag. Tek það fram að ég hef aldrei átt við áfengisvanda að stríða en ég var á góðri leið í alkann þarna bara til að geta afsakað smókinn 

Guðrún Sæmundsdóttir, 30.5.2007 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband