Þriðjudagur, 3. apríl 2007
Hrottahátturinn algjör !

![]() |
Barinn og rændur í hjólastól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 2. apríl 2007
Hægagangur forsætisráðherra !
Það tók Geir Harða 3 mánuði til þess að koma þessari nefnd saman, nú hefur nefndin það sem eftir er árs til þess að fara ofan í saumanna á þessum voðatrburðum í Breiðavík. Þetta er að mínu mati ALLT of stuttur tími til þess að klára þetta og allt of langur tími liðinn sem þessir voðaatburðir komu uppá yfirborðið. Geir hefði mátt bregðast strax við og gera eitthvað frekar en að setja allt í nefndir og ráð. Ég vona samt og bið fyrir því að þessi nefnd afhjúpi þann ófögnuð og viðbjóð sem Breiðavíkurdrengir urðu fyrir.
Mér finnst bara skömm af stjórnvöldum að bregðast svona seint við, við vitum jú öll afhverju stjórnvöld vísa þessu í nefnd, það er bara herbragð til þess að drepa málið tímabundið niður til þess að vera lausir við óþægilegar spurningar. Einnig það að koma með svona nálægt kosningum finnst mér óþefur af, hann átti að gera eitthvað strax en ekki bíða svona lengi.
Ég vona bara að þessi nefnd afsanni orð mín, enda sýnist mér hún skipuð hæfu fólki. Eina sem ég get gert á meðan er að biðja Guð um blessa störf þeirra, sem ég mun og gera.
![]() |
Nefnd til að kanna starfsemi meðferðarheimila skipuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 1. apríl 2007
Nautalund með tilheyrandi
Ég er mikill áhugamaður um matargerð og allt sem því viðkemur. Ég ætla að láta eina uppskrift flakka sem ég hef smíðað sjálfur frá grunni.
Nautalund 1 stk, skorið niður í sneiðar.
Þetta er það einfaldasta í uppskriftinni. Þú steikir hana eftir smekk. Gerir ekkert við hana nema skera og steikja. En mundu að halda til haga skáninni á pönnunni, hana á að nota í sósuna.
Sósan
Smjör - hveiti - rauðvín (helst sem er ætlað til matargerðar, annað er sóun) - mjólk - Truffle olía - villiberjasulta - pipar - nautakraftur - salt (helst Maldon salt) - rjómi
Bakið upp smjör og hveiti saman í potti, bætið smá vatni og mjólk útí og látið malla. Hellið rauðvíni á pönnuna sem var notuð til þess að steikja kjötið og hellið útí sósuna, bætið nautakrafti, bullion og 1/2 teskeið af "Truffle" olíu. Bætið villiberja sultu út í og saltið eftir smekk. Setjið slatta af fínt möluðum pipar sem og gróf möluðum pipar (helst úr piparkvörn) útí sósuna. Bætið svo slurk af rjóma útí rétt áður en þetta er borið fram. Ég gef ekki upp hlutföll eða mælieiningar, því hver hefur sinn hátt á þessu, og ég held að hver sem treystir sér í þetta átti sig á þessu.
Grænmetið
Brokkólí og strengjabaunir
Þær eru einfaldlega gufusoðnar. Ég til dæmis nota stálsigti sem er ætlað fyrir pasta í pott með smá vatni útí og set lok yfir.
Gulrætur - appelsínusafi - vínberjaedik - sykur - vatn
Hafið jöfn hlutföll af appelsínusafa og vatni. Setjið eina matskeið af vínberjaediki og eina matskeið af sykri, til þess að viðhalda jafnvægi í sætu og súru. Sjóðið svo gulræturnar þar til þið getið auðveldlega stungið gafli í þær, þá eru þær tilbúnar. Best finnst mér að nota 'mini' gulrætur sem fást í flestum verslunum.
Chili kartöflur
kartöflur - salt - chili olía - salt - paprikukrydd
Kartöflur eru skrældar og gufusoðnar, en þær eru gufusoðnar með chili og paprikukryddi í soðningunni. Þegar þær eru tilbúnar takið þær úr pottinum og setjið þær í ílát sem má fara inní ofn. Kryddið þær aftur með chili, paprikukryddi og salti. Skvettið smávegis chili olíu yfir þær allar. Stillið á grillstillingu á ofninum ykkar og bakið þar til þær verða gullinbrúnar.
Gljáður skarlottlaukur
5 skarlottlaukar - balsamik edik - sykur - salt
Skerið laukinn niður í smátt, steikið svo uppúr smjöri. Bætið við balsamik ediki og jafnmikið af sykri. Saltið eftir smekk.
Svo er þetta allt saman sameinað í á diska og borið fram með góðu rauðvíni.
Verði ykkur að góðu !
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 01:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 31. mars 2007
Til hamingju Hafnfirðingar !
Nú sver ég þess dýran eið að segja ekki Hafnfirðingabrandara framar. Það munaði aðeins 88 atkvæðum á fylgendum þessarar stækkunar. Nú geta Hafnfirðingar andað léttar og verið óhult fyrir þeim óhuggnaði sem svona skrímsli skilar frá sér. Nógu slæmt hafa þeir það nú þegar með það sem er fyrir. Mikið er ég feginn að sjá svona skynsama niðurstöðu úr Hafnarfirði.
Sem ætti kannski ekki að koma á óvart þar sem Hafnarfjörður er eitt helsta vígi vinstri manna.
Enn og aftur til Hamingju Hafnfirðingar og Guð blessi ykkur, með þessa líka skynsamlegu ákvörðun !!
![]() |
Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álversins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.4.2007 kl. 01:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 31. mars 2007
Brotvélar, stórhættuleg kúbein og framtennur
Ég ákvað að verða við áskorun Kalla vinar míns að segja frá framtanna missinnum og brotvélasöguna.
Þetta eru svo sem ekki merkilegar sögur, but here goes:
Brotvélin:
Þetta var í byggingarvinnu þegar ég bjó á Akureyri, ég var tiltörlega ungur og nýkominn úr myndlistarnámi, þá var ég ekki mikill vexti og hálf renglulegur. Samt tókst mér að ná mér starf sem vinnukarl í byggingarvinnu, þar einmitt kynntist ég Kalla, besta vin minn á Akureyri. Ég held að Kalli hafi séð aumur á mér þegar hann sá hversu ráðvilltur ég var, hann hélt sem betur fer í hendina á mér í gengum þessa lífsreynslu. En einn daginn þegar við vorum að múrbrjóta húsið sem var verið að byggja lagði ég frá mér brotvélina í stutta stund til þess að kasta mæðunni. Eftir nokkrar mín. fór ég horfa í kringum mig eins og ég hefði týnt einhverju mikilvægu, þá kom Kalli til mín og spurði hvers ég leitaði. "Brotvélinni", sagði ég. "Hún er við tærnar á þér!" Sagði Kalli. Kalli hefur ennþá ekki jafnað sig á þessum aulahátt mínum og stríðir mér ennþá á þessu í dag, þótt frekar ómerkilegt sé. En hann segir að þetta tilvik hafi lýst hvað best persónuleika mínum hvað best, og það versta er að ég er sammála honum. Ég get verið óttalegur prófessor.
Framtennurnar:
Áfram liðu vikurnar í þessari byggingarvinnu, þetta gekk ágætlega og mér tókst meira að segja að byggja upp vöðva í þessu starfi. Ég gat að minnsta kosti ekki lengur málað ljósastaura að innan eins og ég gat áður. En einn morgunin var ég beygja mig undir spýtu sem var búið að negla fyrir hurð á einu húsinu á byggingarsvæðinu. Ég var ekki búinn að reisa mig við þá sá ég kúbein koma á móti mér. Kúbeinninn sló úr mér báðar framtennurnar úr efri góm. Málið var að það var náungi sem sneri baki í hurðinna og sveiflaði honum óvart í andlit mitt þegar ég kom inn. Ég fór beint til tannlæknis sem gerði að tönnum mínum og saumaði saman á mér sárið sem ég fékk undir neðri vörina. Ég er ennþá með ör, en hún sést ekki nema ég sé með 2 daga skegg. *Andvarp* Þetta var nú ekki merkilegra en þetta og ég vona að hafi gert þessum sögum góð skil. Ég veit og treysti að Kalli kemur með sínar athugasemdir.
Laugardagur, 31. mars 2007
Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir ...
Þetta er málaflokkur sem ég hef oft velt fyrir mér, og hálf skammast mín fyrir að hafa ekki verið virkari í honum fyrr. Eftir að hafa lesið bloggið hennar Halkötlu þá sé ég hve brýn þörf er á umfjöllun um meðferð dýra. Eftir að hafa lesið bloggið hennar Halkötlu snart við mér strengur sem ég vissi að ég hafði en aldrei komið honum til framkvæmdar. Nú verður breyting á !
Tökum máva sem dæmi, ég vissi til dæmis ekki að það væri notað eitur til þess að sporna við fjölgun þeirra! Ég er frá sjávarþorpi að nafni Grindavík og er alinn með þessum fuglum, og hef alltaf verið mikill fuglaáhugamaður. Ég man svo þegar ég fór með bræðrum afa niður í fjöru, þar sem þeir fóru að gömlum vana í leit af baujum. Í þeirra tíð fengust aurar fyrir slíka hluti, en eftir að það var aflagt þá fóru þeir nú samt, og tóku mig ræfilinn oft með. Hjá þeim lærði ég hvað mest um fugla, hvað þeir hétu, hver voru sérkennin þeirra og útskýringar á hegðan þeirra. Eftir frá bræðranna hef ég ennþá þann dag í dag haldið í hefð þeirra, en því miður gefst ekki alltaf tími í það þar sem ég bý í Reykjavík.
En vegna fræðslu bræðranna um tilgang þessara dýrategunda, þá hef ég alltaf borið virðingu fyrir öllum dýrategundum. Allt hefur sinn tilgang eins og sagt er. Þess vegna ætla ég að fylga samvisku minni og handleiðslu Guðs um að gerast ötull dýravinur og verndari. Því það stendur skýrt í ritningunni að dýrin fari til himna líka, það má finna það í Jesaja.
Guð elskar allar sálir, hvort sem þú ert mávur, api eða sólskríkja.
Þess vegna ber okkur að vernda þau dýr sem verða fyrir barðinu á grimmilegum athöfnum mannsins, til dæmis nautaat, hanaslagi, nautahlaup o.s.f.v.
Einnig ber að stöðva tilgangslausar hvalveiðar íslendinga, sem ég sé varla rök fyrir. Sérstaklega þar sem enginn markaður er fyrir þetta kjöt, og það virkar á mig eins og við séum að veiða þá stolt okkar og sögu vegna. En tímarnir hafa breyst og mennirnir veiddu hval hér í gamla daga til þess að verða sér úti um lífsbjörg, allt var nýtt, t.d. notuðu menn lýsið í lampa, beinin voru notuð sem allskyns byggingarefni og svona mætti lengi telja. En við erum ekki lengur á heljarþröm og á hungurmörkum. Allir þessir hlutir eru svo til gagnslausir í dag nema kannski kjötið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.4.2007 kl. 01:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 30. mars 2007
Hvað gengur á eiginlega??
Svei mér hvað ég var hneykslaður þegar ég las þessa frétt ! Það er ráðist á mann á níræðisaldri !!! Hvert er þjóðfélagið að stefna eiginlega? Þurfa gamalmenni að ráða sér lífverði til þess að geta gengið óhult um miðbæinn? Það stendur ritað um svona menn:
Jesaja 11:1-5
1 Af stofni Ísaí mun kvistur fram spretta og angi upp vaxa af rótum hans.
- 2 Yfir honum mun hvíla andi Drottins: Andi vísdóms og skilnings, andi ráðspeki og kraftar, andi þekkingar og ótta Drottins.
- 3 Unun hans mun vera að óttast Drottin. Hann mun ekki dæma eftir því, sem augu hans sjá, og ekki skera úr málum eftir því, sem eyru hans heyra.
- 4 Með réttvísi mun hann dæma hina fátæku og skera með réttlæti úr málum hinna nauðstöddu í landinu. Hann mun ljósta ofbeldismanninn með sprota munns síns og deyða hinn óguðlega með anda vara sinna.
- 5 Réttlæti mun vera beltið um lendar hans og trúfesti beltið um mjaðmir hans.
Ég vona að það fari ekki framhjá neinum að þetta er spádómur um Jésú, enda mun hann dæma lifendur og dauða þegar að því kemur. Þessir menn sem frömdu þessa svívirðu eru fyrirbænarefni !
![]() |
Ráðist á fullorðinn mann á Miklubraut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 30. mars 2007
Björn Bjarna slær sig til hershöfðingjatignar !

Ég skil bara ekki þess áráttu hjá Birni að vilja endilega her, ég var einmitt svo feginn að sjá hann fara og nú vill hann að íslendingar vopnist?? En auðvitað er hætta fyrir hendi, sérstaklega í formi hryðjuverkaárasa, það er einmitt þess vegna sem við tilheyrum Shengen samkomulaginu og erum aðilar af Nató. Ef ráðist yrði á okkur þá efast ég ekki um hjálpsemi nágrannaríkja okkar. Það er herrans árið 2007, ekki 1914.
![]() |
Áhersla á heimavarnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.4.2007 kl. 01:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 29. mars 2007
Að verða elliært gamalmenni ...
Úfff .... ég er orðinn 31 árs frá og með deginum í dag. Orðinn löggilt krumpudýr sem sé.
Ég vona bara að ég fái kynningar mánuð á Grund þar sem ég er að fara að ná tilætluðum aldri!
Svei mér ...
Vinir og fjölskylda | Breytt 1.4.2007 kl. 01:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 28. mars 2007
Bann við plastpokanoktun er til fyrirmyndar !
Aldrei þessu vant hafa bandaríkjamenn gefið góða fyrirmynd.
Í San Francisco hafa þeir bannað alla plast poka og nota bréfpoka í staðinn.
Þetta mættu fleiri taka sér til fyrirmyndar !
Getið þið ímyndað ykkur í borg á stærð við San Francisco hvað þetta þýðir fyrir umhverfið?
Gott framtak hjá þeim þarna vestra. Sjá nánar hér
Þriðjudagur, 27. mars 2007
Biðjum fyrir Spaugstofunni !
Sjónvarp | Breytt 1.4.2007 kl. 01:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 26. mars 2007
Að draga karlmenn með sér í verslunarferðir
Lífstíll | Breytt 1.4.2007 kl. 01:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 24. mars 2007
Biðjum fyrir þessum manni sem lenti í slysinu á Grundartanga !
Laugardagur, 24. mars 2007
Svikin loforð ...
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.4.2007 kl. 01:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 24. mars 2007
Hvar endar þetta?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 24. mars 2007
Feluleikurinn búinn !
Föstudagur, 16. mars 2007
Er Jésús Guð?
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 1
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 588979
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson