Svikin loforð ...

Ég tók þetta af vef Sjálfstæðismanna af síðu sem þeir kalla "stefna ríkisstjórnarinnar". Sjá hér

Fyrsta atriði: 

"Að auka beinan stuðning við barnafjölskyldur með hækkun barnabóta og frítekjumarks þeirra og áfram verði dregið úr tekjutengingu þeirra. Áfram verði stutt dyggilega við íþrótta- og æskulýðsstarf."

Ég hef ekki orðið var við neitt af þessu ofangreinda nema kannski stuðning við íþrótta- og æskulýðsstarf.  Þvert á móti hafa barnabætur lækkað ef eitthvað er, ég var í það minnsta með miklu meira síðast liðinn ár en ég er nú. Samt hafa launin mín staðið í stað.

Annað atriði:

"Að tryggja að jafnvægi og stöðugleiki ríki í efnahagsmálum þjóðarinnar. Með því skapast skilyrði til enn frekari vaxtar þjóðartekna og aukins kaupmáttar almennings. Jafnframt er stöðugleiki í efnahagsmálum forsenda aukinnar samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs."

HAHAHAHA ! Right, það er nú meiri stöðugleikinn, óðaverðbólga og himinn hátt verð á öllu sama hvað það heitir. Verkalýðsfélög eru meira að segja í stökustu vandræðum með að halda kjarasamningum í gildi vegna verðbólgumarkmiðanna.

"Af ávöxtunum skal þekkja þá", stendur einhversstaðar. Höfum það í huga þegar við göngum að kjörborðinu í vor.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nákvæmlega Hrafnkell, það er komið árið 2007 og kominn tími til að uppfæra. Þá meina ég ríkisstjórnina.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.3.2007 kl. 17:50

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

P.s. Hrafnkell, ég vissi ekki af þessum ágæta vef kosningaloforð.is
Takk fyrir að benda mér á hann.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.3.2007 kl. 17:54

3 identicon

Iss, það vita allir að sjálfstæðisflokkurinn hugsa bara um þá sem MEIRA MEGA SÍN, þessa aumu sálir sem borga ekki tekjuskatt til af því hann er of ÓRÉTTLÁTUR.  þessi flokkur er óvinur þeirra sem eiga bágt í þjóðfélaginu, enda hefur aldrei orðið eins mikil skerðing á hagsmunum þeirra sem minna mega sín eins og þegar þessi flokkur hefur ráðið ríkjum.  Veltum honum af stalli og kjósum annan flokk!

Linda (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 14:04

4 Smámynd: Svartinaggur

Haldið að væri munur að fá meiri ríkisforsjá; netlöggu, skattahækkanir og bara yfirhöfuð fólk til valda sem vill þumbast á móti eðlilegum þróunum í átt til nútímans? Kjósið þá "nútímamanninn" Steingrím Joð.

Svartinaggur, 25.3.2007 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband