Gleðilegt ár!

Takk fyrir allt liðið!


Mikið var!

Sárlega vantar veitingastaði frá fleiri löndum til þess að kynna fyrir íslendingum, að það er líf utan hrútspunga og ofsaltaðs osts!


mbl.is Spænskt veitingahús á Mýrargötunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

halló 0_o

Er einhver þarna?  

Heimsendir er ekki nánd!

Tvö orð: Þvílíkt bull!

doomsday

Ég hef meiri trú á bardaganum sem myndin sýnir, sem er Superman að berast við hina ósigrandi skepnu Doomsday.

Að öðru leyti vil ég nota tækifærið og óska öllum gleðlegra jóla!


mbl.is Hamstra birgðir fyrir heimsendi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segðu af þér Jóhanna!

Er þetta ekki orðið ágætt Jóhanna? Getur ekki einu sinni virt einföld lög, meira að segja lög sem standa þér næst, og hefur þú barist fyrir í mörg ár. Í öllum öðrum ríkjum en Íslandi, þá væri ráðherra búinn að segja af sér. En það tíðkast víst ekki að bera neina ábyrgð hér á landi frekar en fyrri daginn.

Þinn tími var vissulega kominn, en nú er hann liðinn. Vonbrigðin með þessa "velferðarstjórn" eru orðinn svo mikil að það nær ekki tali. Fólk hefur fengið nóg. Loforð ykkar um "gagnsæ vinnubrögð", "skjaldborgir" og önnur fögur orð. Fyrr má nú vera, við vitum ekki einu sinni hverjir eiga bankanna í dag! Þessu er öllu haldið leyndu fyrir heimskum almúganum eins og t.d. mér.

Sama má segja um "skjaldborgina", heimilin brenna enn, og hver kastar olíu á eldinn! ÞIÐ! Angry

Skömm ykkar er mikil, og ykkur ber að iðrast og taka skynsamlega ákvörðun einu sinni. Sjáið sóma ykkar í að segja af ykkur, það eru mörg ný framboð kominn fram á sjónarviðið, og erum við ekki langur bundinn við að kjósa fjórflokkinn.

Ég skora á alla þá sem eru mér sama sinnis, að skrifa undir áskorun til Jóhönnu Sigurðardóttur á www.kjosendur.is - þar getur hver gert upp við sig hvað er réttast að gera.

 

Lifið heil.


mbl.is Brotið gegn lögum án afleiðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju ráðast á það sem gott er?

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem umræddur varaborgarfulltrúi ræðst á kristilegt starf sem leiðir gott af sér. Þessi maður hefur einnig tekið starf Samhjálpar fyrir og reynt að skrúfa fyrir þeirra góða starf. Það sem virðist hræða hann er að Hjálpræðisherinn (Hjálpræðisherinn hóf starf sitt í Reykjavík 12. maí 1895) sem hefur verið að störfum í Reykjavík í meira en hundrað ár, séu "gildishlaðinn lífsskoðunarsamtök". Samtök sem koma fram og hafa ætíð gert undir merkjum kristinnar trúar, og hvert mannsbarn vita af hverju þau ganga ef þau leita til þeirra.

Herinn og jólamaturinnHvar eru þá lausnir þínar Þorleifur og aðrir fylgismenn VG? Fyrst þú ert svona logandi hræddur við okkur sem förum með "galdraþulur" og gætum jafnvel haft alveg hræðileg áhrif á börnin þín með okkar heimskulegu lífsskoðun, sem skaðar alla sem það kemur nálægt. Sem er þessi: "Elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig." Úfff ... já ég veit, hroðalegt alveg! Lokum öllu sem tengist kristni og þeirri stórhættulegu lífsskoðun.

Ég er ekki að segja að kristið fólk, Hjálpræðisherinn né saga kristninnar sjálfrar sé fullkominn, hún er blóði drifinn og fólkið innan þess (eins og ég) er ófullkomið.

Ég veit að skoðun mín á trúnni fer fyrir brjóstið á þér Þorleifur og þið sem VG styðjið. En höfum vit á því að greina hvað gott er sem kemur frá svona "gildishlönum lífsskoðunarsamtökum" og látum það sem er vel gert í friði, mér er nákvæmlega sama hvort það sé kristið, guðlaust eða jafnvel frá Islam, þá er þetta gott starf og láttu okkur sem vænt um það þykir í friði fyrir öfgum þínum Þorleifur.


Myndin er tekinn af rúv.is þar sem búist var við húsfylli hjá Hjálpræðishernum á aðfangadag sl.


mbl.is Vill ekki auka framlög til Hjálpræðishersins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Söngvakeppnin ... hvað finnst ykkur?

Á laugardaginn kemur kl. 20:30 verður söngvakeppni sjónvarpsins sýnd á Rúv, ég er ekki vanur að sýna svona löguðu nokkurn áhuga og flý yfirleitt af hólmi þegar um svona lagað er að ræða.

En í þetta sinn geri ég undantekningu, því það er eitt lag sem hefur gripið mig. Það er lag Herberts Guðmundssonar; "Eilíf Ást" sem greip mig. Herbert verður fyrstur á svið á laugardaginn kemur og hvet ég alla til þess að hlusta á lagið dæma fyrir ykkur sjálf.


Gleðileg jól!

gledileg_jol_350
 
Megi algóður Guð blessa ykkur öll um hátíðarnar.

Útilega mannkyns búinn samkvæmt Harold Camping

Ég hef verið að fylgjast með þessu undanfarna daga, og get ég ekki annað en lýst frati yfir svona yfirlýsingum. Ef við horfum bara á orð Jesú sjálfs þegar minnst er á svona "spádóma" (ef spádóma má kalla)

Matteusarguðspjall 24:24-27
24 Því að fram munu koma falskristar og falsspámenn, og þeir munu gjöra stór tákn og undur til að leiða afvega jafnvel hina útvöldu, ef orðið gæti.
25 Sjá, ég hef sagt yður það fyrir.
26 Ef þeir segja við yður: Sjá, hann er í óbyggðum, þá farið ekki þangað. Ef þeir segja: Sjá, hann er í leynum, þá trúið því ekki.
27 Eins og elding sem leiftrar frá austri til vesturs, svo mun verða koma Mannssonarins.

Sama má segja um:

Matteusarguðspjall 24:36
En þann dag og stund veit enginn, hvorki englar á himnum né sonurinn, enginn nema faðirinn einn.

Tökum því ekki mark á svona falsspámönnum, sem þykjast hafa allt í hendi sér. Hann er einu sinni búinn að spá heimsendi áður, árið 1994 og segi ég við ykkur: "af ávöxtunum skulum við þekkja þá".


mbl.is Ætlar að horfa á heimsendi í sjónvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minni alla FLokksmenn á þetta ...

Eftir því sem ég best veit, þá er mútuþægni refsiverð samkvæmt landslögum. En gott verður að sjá niðurstöðu þessa dóms þegar hann liggur fyrir, þá kemur í ljós hið rétta í málinu. En ég er þakklátur Guðlaugi Þór fyrir aðeins eitt, hann veitti mér...

Hefur þú ekki efni á Eagles?

Þá vil ég benda á að það eru til ódýrari og mjög góðir tónleikar sem standa til boða . Tónleikar til styrktar Kaffistofu Samhjálpar verða í Háskólabíó 19. mars nk. kl. 20. Árið 2010 var haldin tónleikaröð á Kaffistofu Samhjálpar undir heitinu Fullt...

Líf og raunir hávaxins Íslendings

Misrétti í garð hávaxinna manna Ég skal játa að ég lít niður á flest ykkar, kannski 99% lesenda minna, en er það ekki af ásettu ráði gert þar sem ég 194cm á hæð. En mig langar aðeins að fjalla um það mikla misrétti sem við sem erum há í loftinu verðum...

Það er til þingmaður með samvisku og hreint hjarta ...

... og sá þingmaður heitir Margrét Tryggvadóttir . Ég vil þakka henni kærlega að sýna þann manndóm og hugreki sem öðrum þingmönnum skortir. Af hverju? Fyrir örfáum dögum skrifaði afar góð vinkona mín opið bréf til ráðamanna , þar sem hún skoraði á...

Kosningar til stjórnlagaþings

Núna á laugardaginn verða haldnar sögulegar kosningar á Íslandi. Aldrei hefur verið kosið í persónukjöri og hef ég heyrt að ekkert land hefur haldið jafn veigamiklar og flóknar kosningar. Við sem þegnar þessa lands eigum dýrmætan rétt, og það er...

Það er ömurlegt að vera íslendingur í dag!

Það er afar sárt að horfa uppá samfélag breytast í dag. Því svo virðist vera að fólk er farið að búa við ófyrirgefanlegar aðstæður, sem er virkilega farið að bitna á æsku þessa lands . Heilu bæjarfélögum eru að verða að leggjast í eyði og ekki er um...

Tvö langveik börn sem þurfa þína hjálp - kerfið brást þeim!

Ég vona að allir sem þetta lesa leggi sitt að mörkum þessum fjölskyldum til hjálpar, því neyðin er mikil og er um líf þessara barna að ræða. Sú fyrsta móðir sem ég ætla að fjalla um heitir Hildur Arnar , og má finna hennar sögu hér . Hér er smá úrdráttur...

Eitt orð ...

Takk ! Eva Joly!

Burt með þessa vanhæfu ríkisstjórn!

Það er ekki nóg með að þið hækkið EKKI þau örfáu brauðmola sem aldraðir og öryrkjar fá, heldur sleppur barnafjölskyldur ekki heldur. Ég er afar hræddur um að miklu fleira fólk á eftir að flýja land ef þessi búskapur verður stundaður áfram. Fólk er komið...

Svar mitt við þessari spurningu ...

... svarið er ást ! Búið mál!

Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 588456

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband