Það er ömurlegt að vera íslendingur í dag!

Það er afar sárt að horfa uppá samfélag breytast í dag. Því svo virðist vera að fólk er farið að búa við ófyrirgefanlegar aðstæður, sem er virkilega farið að bitna á æsku þessa lands. Heilu bæjarfélögum eru að verða að leggjast í eyði og ekki er um mikla von að fá.

Reiði og heift hefur tekið völdin og það er ekki sama hver þú ert og hvað þú heitir lengur. Það eru ekki einu sinni hægt að styrkja hjálparstofnanir í góðverkum lengur, og er bókstaflega slegist um hvern einasta blóðmola. Langveik börn fá ekki lengur þann stuðning frá ríkinu sem þau eiga rétt á sem þegnar þessa lands, og eiga greinilega ekki sama rétt til lífs og aðrir.

Og svo les maður að þeir örfáu brauðmolar sem ríkisstjórnin hefur rétt okkur er varla snert á. Það kemur á óvart að þetta sé aðeins um 30-40 nýjar umsóknir sem þarna um ræðir, og ekki 100.000!

Er þetta sá arfur sem við viljum æsku þessa lands? Á meðan að fólkið sveltur velta fjölmiðlar fyrir sér hvort Jón Gnarr sé búinn að jafna sig eftir tattú sýkingu, og  margir guðleysingar eru að missa sig um hvort eigi að leyfa trúboð í skólum! Þetta eru meira að segja atriði sem ég sjálfur lít á að eigi að bíða seinni tíma. Það er hægt að leysa öll vandamál, ef hugurinn er til staðar. Og hefur hann greinilega ekki verið það hvorki hjá ráðamönnum borgarinnar né ríkisins.

byb-helping-hands-dreamstime_112327311.jpgEn hvað er þá hægt að gera? Ég er með nokkrar hugmyndir sem myndu kannski koma atvinnulífinu af stað, en er það nóg? Þarf ekki einnig hugarfarsbreytingu? Þurfum við ekki að fara vakna af 2007 vímunni og fara hjálpa náunga okkar?

Það er nefnilega til lausn á hugarfarinu og fjárhagnum. Við leysum vanda hugarfarsins með einni einfaldri setningu: "elska skalt þú náunga þinn eins og sjálfan þig".  Við leysum stórann hluta fjárhagsvandans með því að horfa aðeins útá hafið, eins og forfeður okkar gerðu forðum, og byggðu þetta land upp á þeirri óþrjótandi auðlind. Það má byrja þar, og taka gullið úr höndum örfárra útvaldra og færa það aftur þjóðarinnar þar sem það á heima.

Ég bið fyrir umboðsmanni skuldara að henni megi gefast sú viska sem til þarf að aðstoða sem flesta. Ég vona að við getum breytt hugarfari okkar og festumst ekki í smáatriðum eins dæmin sanna í umræðunni í dag. Ég vona bara að ástandið fari að lagast svo við getum tekið gleði okkar á ný og sagt stolt "ég er íslendingur" án þess að lúta höfði og roðna eins ástandið er núna. Það eru betri tímar framundan, alveg er ég viss um það!

Guð blessi ykkur og þakka ég lesturinn.


mbl.is Fleiri sækja um greiðsluaðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

 

30.10.2010 | 11:40

Þörf er á utanþingsstjórn.

  Ríkisstjórnin fer einsog köttur kringum heitan graut, þar sem  vandamál samfélagsins eru.  Kjarklaus og huglaus!  Hér ríkir stjórnarkreppa og þingið er í upplausnarástandi.  Engin forysta er fyrir hendi, sem þing og þjóð gæti fellt sig við.  Málin verður að leysa.  Það getur ekki ríkisstjórnin og ekki þingið með núverandi stjórn!  Valið stendur því milli neyðarstjórnar og kosninga.  Síðari kosturinn er raunar ekki kostur í stöðunni miðað við ástand stjórnmálaflokkanna. http://utanthingsstjorn.is/

Neyðarstjórn eða kosningar - yfirlýsing frá þingmönnum Hreyfingarinnar.

Sú mesta efnahagsvá sem samfélaginu stafar hætta af í dag er skuldavandi íslenskra heimila.  Undanfarna viku hafa þingmenn Hreyfingarinnar tekið þátt í fjölda samráðsfunda með ráðherrum ríkisstjórnarinnar, öðrum þingmönnum og hagsmunaaðilum til að kanna hvort raunverulegur vilji sé til að leysa málin. Þrátt fyrir að fyrir liggi leiðir til lausnar sem gagnist mjög skuldugum heimilum án kostnaðar fyrir ríkissjóð og skattgreiðendur, er ríkisstjórnin ekki fær um að leysa úr málinu með sanngjörnum og réttlátum hætti. Ríkisstjórnin hefur nú endanlega sýnt að hún getur ekki stjórnað landinu með almannahag að leiðarljósi og hlýtur því að vera komin að leiðarlokum.

Vegna þeirrar alvarlegu stjórnarkreppu sem nú ríkir og útilokað er að Alþingi geti leyst,  leggja þingmenn Hreyfingarinnar fram eftirfarandi tillögur sem lúta að tímabundinni neyðarstjórn landsins (þingmanna og/eða utanþingsmanna) í stað núverandi ríkisstjórnar samkvæmt eftirfarandi forskrift.

1)      Forsætisráðherra skilar inn umboði sínu til forseta Íslands.
2)      Forseti Íslands kannar hvort þingmeirihluti sé fyrir því að verja slíka neyðarstjórn vantrausti verði henni komið á.
3)      Sé slíkur meirihluti ekki fyrir hendi verði boðað til Alþingiskosninga.
4)      Sé slíkur meirihluti fyrir hendi gerir forseti Íslands tillögu að neyðarstjórn. Tillaga forseta Íslands getur annað hvort falist í uppástungu að forsætisráðherra sem velji sér samráðherra eða tillögu að öllum ráðherrum slíkrar ríkisstjórnar.
5)      Þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um tillögu forseta Íslands að neyðarstjórn. Kosið verði um neyðarstjórnina í heild sinni. Verði henni hafnað verið boðað til Alþingiskosninga.
6)      Verði tillagan samþykkt starfar neyðarstjórnin þangað til stjórnlagaþing hefur lokið störfum og Alþingi afgreitt frumvarp um nýja stjórnarskrá. Að því loknu verði boðað til Alþingiskosninga.
7)      Neyðarstjórnin skal fá til liðs við sig færustu sérfræðinga. Í störfum sínum notist neyðarstjórnin við þjóðaratkvæðagreiðslur til að skera úr um brýn ágreiningsmál.

Verkefni neyðarstjórnar yrðu m.a.:
a)      Setning neyðarlaga til að leysa bráðavanda skuldsettra heimila sem taki m.a. mið af tillögum Hagsmunasamtaka heimilanna.
b)      Opinber lágmarks framfærsluviðmið.
c)      Fjárlög.
d)     Lýðræðisumbætur.
e)      Endurskoðun á samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Eftirfarandi er svo tekstinn á síðunni http://utanthingsstjorn.is/

Áskorun

Alþingi nýtur ekki trausts nema 9% þjóðarinnar samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup. Stjórn og stjórnarandstaða eru ráðþrota og gagnslaus. Þjóðstjórn kemur ekki til greina og alþingiskosningar eru tilgangslausar því stjórnmálaflokkar hafa mótað valdakerfið eftir eigin þörfum og vilja engu breyta.

Utanþingsstjórn er því eini raunhæfi möguleikinn í stöðunni. Í svipaðri stöðu, árið 1942 þegar síðast stóðu fyrir dyrum miklar stjórnarskrárbreytingar og ekki tókst að mynda starfhæfa ríkisstjórn, myndaði Sveinn Björnsson utanþingsstjórn til bráðabirgða. Við skorum á forsetann að skipa slíka stjórn áður en það ófremdarástand sem nú er uppi kallar yfir þjóðina enn alvarlegri afleiðingar.

Við undirrituð skorum á forseta Íslands að skipa landinu utanþingsstjórn sem tryggt verður að njóti stuðnings og samþykkis þjóðarinnar.

Utanþingsstjórnin skyldi svo fyrst og fremst einbeita sér að því að leysa brýnustu vandamál samfélagsins. Heimili landsins líða fyrir vanhæfi stjórnmálastéttarinnar og því ætti eftirfarandi að vera í forgangi:

  • Það þarf að setja neyðarlög til að leysa bráðavanda skuldsettra heimila sem tekur mið af tillögum hagsmuna- og faghópa.
  • Utanþingsstjórnin hefur auk þess það verkefni að vinna að skynsamlegum og raunhæfum langtímalausnum á skuldavanda heimilanna.
  • Þar sem atvinnumissir er orðið stórt vandamál er það ekki síður brýnt verkefni utanþingsstjórnarinnar að vinna að uppbyggingu atvinnuveganna á skynsaman og raunhæfan hátt um allt land.
  • Gagnger endurskoðun á efnahagsstefnu landsins. Þ.m.t. samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Miða skal við að utanþingsstjórn hafi að lágmarki sex mánuði til að klára þessi verkefni en æskilegt væri að hún hafi lokið störfum er ný stjórnarskrá liggur fyrir enda verður þá boðað til kosninga út frá fyrirkomulagi nýrrar stjórnarskrár.


Auðun Gíslason, 30.10.2010 kl. 16:28

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Já, Auðunn minn, ég held að þú hafir hitt naglann á höfuðið, takk fyrir þetta.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.10.2010 kl. 16:31

3 identicon

Heill og sæll æfinlega; Guðsteinn Haukur !

Hefndin - sem og réttlát meðferð (útlegð - barsmíðar, m.a.), á hendur glæpaöflunum, er eina svarið, sem við eigum, í dag.

Þetta eru; um 6 - 8000 mann leysa, sem við þurfum að koma, af höndum okkar, eigi raunveruleg uppbygging, að verða möguleg.

Stjórnmála- og embættis menn, auk Þjóðkirkju sukkara og viðskipta svindlara, eru uppi staða, þessarra óhugnaðar afla, sem svo nauðsynlegt er okkur, að losna við, ágæti drengur.

Með byltingarkveðjum; góðum /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 16:33

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Óskar:

Hefndin - sem og réttlát meðferð (útlegð - barsmíðar, m.a.), á hendur glæpaöflunum, er eina svarið, sem við eigum, í dag.

Nei, ekki er sammála ofbeldi að neinu tagi, til þess eigum við dómsstóla.

Þetta eru; um 6 - 8000 mann leysa, sem við þurfum að koma, af höndum okkar, eigi raunveruleg uppbygging, að verða möguleg.

Já, þar er ég sammála, en það verður þá að gera eitthvað og hjálpa þessu fólki!

Stjórnmála- og embættis menn, auk Þjóðkirkju sukkara og viðskipta svindlara, eru uppi staða, þessarra óhugnaðar afla, sem svo nauðsynlegt er okkur, að losna við, ágæti drengur.

Hvað kemur þjóðkirkjan þessu við Óskar? Eina sem þeir hafa gert er nákvæmlega ekki neitt! Nema jú að bregðast þjóð sinni á erfiðum tímum, og komu upp um sína eigin spillingu. Ég sé ekki hvernig þeir gátu "sukkað" nema með eigin ónýta mannorð.

 Með friðar kveðjum, 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.10.2010 kl. 16:41

5 identicon

Komið þið sælir, að nýju !

Guðsteinn Haukur !

Rangt; hjá þér. við eigum ekki lengur; dómstóla sanngirni og réttlætis.

Því; er nauðsynlegt, að berja á spillingar öflunum, að verðugu, Guðsteinn minn.

Eigum ekki; önnur tæki tiltæk - þér, að segja.

Með; þeim sömu kveðjum, og fyrri /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 16:45

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Óskar - ég vona svo sannarlega að þú hafir rangt fyrir þér, því valdbeiting eða ofbeldi leysir aldrei neinn vanda.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.10.2010 kl. 16:49

7 identicon

Þetta var aumt skot á guðleysingja hjá þér Haukur.

En til að halda sáttum, þá skulum við stöðva allt sem tengist trú innan skólanna þar til fólk hættir að svelta hér á landi.  Þá  lokst getum við útkljáð þá deilu.

Væntanlega geta kristnir í kærleika sínum lagt  þá deilu til hliðar með þeim hætti þar til betur árar?

Björn I (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 17:14

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Björn - aumt skot? hehehe ... þetta kemur úr hörðustu átt. En ég tel velferð og mannréttindi þeirra sem eiga ekki milli hnífs og skeiðar, vega þyngri en trúardeilur sem mega alveg bíða. Og gagnrýni ég ykkur guðleysingjanna fyrir það já.

Það eru mikilvægari hlutir að gerast en hvort eigi að banna börnum að teikna eða syngja um trú á trúarlegum hátíðum. Leggjum það til hliðar eins og er. Einbeitum okkur að því sem er mikilvægara, við hljótum að vera sammála um það.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.10.2010 kl. 17:33

9 identicon

Við erum alveg sammála.  Þið trúmenn leggið þessa hluti þá bara til hliðar á meðan stormurinn gengur yfir.  Engir prestar í skóla,ekkert trúboð, engar bænir og álíka á meðan við einbeitum okkur að mikilvægari hlutum, því ekki gerir guðinn þinn það :)

Björn I (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 18:11

10 identicon

Komið þið sælir; á ný !

Guðsteinn Haukur !

O; jú, Guðsteinn minn. Þegar bræður mínir; í EOKA hreyfingunni - þjóðfrelsishreyfingu Kýpur, unnu á Brezkum setuliðum, á árunum 1955 - 1959, bar það þann árangur, að Bretar hundskuðust loks, frá eynni, á 7. áratug síðustu aldar - svo; fram komi, að nokkru.

Svo; aðeins eitt dæma valdbeitingar, sé til tekið.

Með; ekki lakari kveðjum, en þeim fyrri /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 18:11

11 Smámynd: Vendetta

Það er rétt hjá Óskari Helga, íslenzkir dómstólar eru hvorki óháðir, hlutlausir né réttlátir.

Vendetta, 30.10.2010 kl. 18:15

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Björn - ég legg þetta alveg til hliðar fyrir mína parta að minnsta kosti. Ég get ekki svarað fyrir aðra ... í bili!

Óskar og Vendetta - það er ekki það ég skilji ekki pirring ykkar og vantraust, ég finn alveg fyrir því vantrausti sjálfur. Það er ofbeldi sem ég er á móti, og fer ég ekki ofan af því.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.10.2010 kl. 18:25

13 Smámynd: Vendetta

Þú hlýtur þá líka að vera á móti ofbeldi yfirvalda gegn þjóðinni, þeirri stjórnarfarslegu, fjárhagslegu og réttarfarslegu valdníðslu sem með ásetningi er beitt gegn fjölskyldum/þegnum þessa lands.

Vendetta, 30.10.2010 kl. 19:09

14 identicon

Komið þið sælir; enn !

Guðsteinn Haukur !

Vendetta; hefir svarað, fyrir beggja okkar hönd, af sæmd einni, sem honum var lagið.

Með; þeim sömu kveðjum - sem áður /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 19:38

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vendetta - auðvitað er ég það, en það sem ég er á móti er bókstaflegt líkamlegt ofbeldi. Það er eins og þyrnir í mínum augum, það eru til aðrar leiðir ... alltaf!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.10.2010 kl. 20:20

16 Smámynd: Grefill

Ofbeldi þarf því miður stundum að mæta með ofbeldi. Gegn sumu ofbeldisfólki duga bara engin önnur ráð en þeirra eigin.

Grefill, 30.10.2010 kl. 20:45

17 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Alltaf fjör hjá þér. Þó svo að á móti blási núna þá er margt sem við getum verið hreykin af. http://mbl.is/mm/sport/frettir/2010/10/23/gerpla_evropumeistari_i_hopfimleikum/

Skrifaði þetta á facebook vegna fréttarinnar sem er hér fyrir neðan: " Sumir eru með steinhjarta og þyrftu að fara í hjartaaðgerð sem fyrst. Ómannúðlegt að vísa fólkinu á Sundabúð á dyr - ÞETTA ER HEIMILIÐ ÞEIRRA."

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/10/29/aetla_ad_loka_legudeild_hsa_a_vopnafirdi/

Ég birti einnig blogg frá Séra Þórhalli Heimissyni: á faceboook og skrifaði:  "Persónulega finnst mér þetta vera smánarblettur fyrir þjóðfélagið okkar. -
Við eigum að geta gert betur. - Er forystufólkið okkar algjörlega blint? Kannski steinrunnið???
Ráðamenn hafa brugðist en ekki Guð almáttugur."

http://thorhallurheimisson.blog.is/blog/thorhallurheimisson/entry/1111178/?fb=1

Ástandið mun versna og versna ef við losnum ekki við þessa ömurlegu stjórn. Jafna kjör fólksins í landinu - ég hélt að þá væri verið að tala um að hífa upp þá sem minnst mega sín en það er öfung. Allir eiga að eiga minna en ekki neitt. Vera undir fátækramörkum. Það er svo auðvelt þá að valtra yfir fólkið.

Drífa sig niður á Austurvöll með prikið góða. Þú færð þér arkir og teiknar eitthvað flott og smá skot á Alþingismenn sem eyða vinnutímanum sínum í að rífast innbyrðis.

Megi almáttugur Guð leysa okkur undan þessu ógnar ástandi.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.10.2010 kl. 21:09

18 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Grefill - það er búið að afnema "auga fyrir auga, tönn fyrir tönn". En ég skil því miður hvað þú ert að fara.

Rósa - hafðu þakkir fyrir þessar upplýsingar.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.10.2010 kl. 00:27

19 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heill og sæll Guðsteinn. Það versta við þetta að ástandið er ástæðulaust. Ef þú  segir hins vegar að þetta ástand sé gott, því að víða annars staðar sé meira atvinnuleysi, eða að víða annar staðar þurfi að skera niður, þá ertu farinn að sætta þig við að þurfa ekki að vera virkur einstaklingur sem getur breytt aðstæðum.

Með gamla konu sem ætti að vera sest í helgan stein, útbrunnin og gamlan kjaftforan kommúnista við stjórnvöldin færðu útkomu sem þú ert að sjá. 

Síðast þegar ég heyrði í  Jóhönnu að hún væri að hugsa að koma einhverju í verk, var þegar hún lýsti yfir að hún væri að hugsa um að segja sig úr þjóðkirkjunni. Það er framlag vinstri manna til ástandsins. 

Sigurður Þorsteinsson, 31.10.2010 kl. 00:28

20 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Dómstólarnir okkar pólitískt skipuðu, löggjafarvaldið og framkvæmdavaldið á sömu hendi og skipar téða dómstóla....þetta er ekki bara gagnslaust, heldur skaðlegt og stór partur af því hvernig komið er fyrir okkur.

Með illu skal illt út reka, ofbeldi er aldrei ásættanlegt, en stundumþarf að gera meira en gott þykir Guðsteinn, og við erum að verða komin í þrot með manngæskuna og umburðarlyndið að vopni, eina fólkið sem sér fyrir sér fangaklefa eftir hrunið eru mótmælendur, eina fólkið sem yfirvöld og dómstólar verja eru útrásarvíkingar, bankaræningjar og aðvaldssvín sem stálu framtíð barnanna okkar, og vilja nú að við borgum skuldir þeirra.

Allt þetta yfirborðskennda heimskuhjal um hægri og vinstri er líka stórvandamál hjá okkur, sbr athugasemd Sigurðar hér að ofan, meðan við kýtum um hvort sé verra, kúkur eða skítur, þá erum við ekki að hugsa um neitt sem máli skiptir...sem er einmitt það sem gagnslausir atvinnustjórnmálaskussarnir vilja að við gerum.

En ég er sammála þér um ofbeldið að því leiti að það er ekki vænlegur kostur...yfirleitt.

Haraldur Davíðsson, 31.10.2010 kl. 01:06

21 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælir Guðsteinn og Sigurður Þorsteinsson

Það sem Jóhanna, Steingrímur og co eru að gera er að drepa niður það sem við getum kallað sjálfbjargarviðleitni. Vilja gera alla að fátæklingum. Lærimeistarar þeirra eru Kommúnistar.

Guð gefi ykkur góða nótt

Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.10.2010 kl. 01:10

22 Smámynd: Haraldur Davíðsson

*andvarp* og voru það "kommúnistar" sem komu okkur á klakann?

Það er kerfið sjálft sem er sökudólgurinn, það skiptir engu máli hver er verkfæri þess hverju sinni, kerfið ver sjálft sig, mokar undir sjálft sig, snýst um sjálft sig...það gildir einu hver er við stýrið, þegar skipið er fast á sjálfstýringu.... hægri, vinstri, rautt, blátt, Engey eða Þistilfjörður...þetta skiptir engu máli. Vaknið og opnið augun.

Það er kominn tími á að við tökum ábyrgðina á sjálfum okkur í eigin hendur...það er augljóslega engum öðrum treystandi.

Haraldur Davíðsson, 31.10.2010 kl. 01:20

23 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Siggi - algerlega sammála!

Rósa - einmitt!

Halli - ég trúi bara ekki á að ofbeldi leysi málið, og vona ég innilega að ég hafi ekki rangt fyrir mér. Lengi lifi friðsöm tunnumótmæli!! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.10.2010 kl. 10:46

24 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ég er ekki jafn bjartsýnn og þú félagi, vildi að ég væri það....en ég held að atvinnupólískussarnir séu svo veruleikafirrtir, að þeir skilji ekkert fyrr en við rassskell....

....verst að þeim þætti það örugglega gott...

Haraldur Davíðsson, 31.10.2010 kl. 11:34

25 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

hehe ... kannski Halli minn .... ... kannski.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.10.2010 kl. 11:41

26 Smámynd: Linda

Því miður þá hefur það sýnst sig að mótmæli duga skammt, það þarf allsherjar verkföll til að láta stjórnina svíða, verklíðsforingjarnir þurfa að fara að vinna fyrir launum sínum, og þá á launum sem nema ekki 1 milljón á mánuði..þeir ættu að skammast sín fyrir að þiggja slík laun.  Ég er á móti ofbeldi, ennþá. Hinsvegar er því nú þannig farið að ég sé rautt, þegar ég heyri um barn leita í rusli eftir dósum og plasti því það var svangt, ég sé rautt, þegar biðraðir byrja hjá  fjölskylduhjálpinni og mæðrastyrksnefnd 5 tímum áður en þessir staðir opna. Ég sé rautt þegar bensín fyrirtæki og banka sína hagnað á meðan meðaltekju og láglaunafólk, ellilífeyrisþegar og öryrkjar hafa ekki nægan pening til að enda út mánuðinn, eftir að hafa greitt skuldir sínar.  Kannski er bara kominn tími á að fólk hætti þessu H.vítis þolinmæði " dauðans" og fari að láta finna fyrir sér, maður getur bara verið friðarsinna svo lengi sem réttlæti ríkir. Ég vil stjórnina burt, ég vil ekki alþingiskosningar, ég vil borgarstjórnina burt, ég fella frekari umræður við ESB og nota þá peninga til hjálpar bágstöddum, ég vil réttlæti, jafnrétti, ég vil sjá þessa aula sem hafa stjórnað, eru við stjórn víkið úr sjónmáli, eftirlaunaréttur þeirra skertur svo um munar, og útrása víkingana í fangelsi, punktur. (nægilega mörg ónotuð húsnæði fyrir þetta pakk, getum svo rukkað þá fyrir vistina og láta þá borga auka fyrir diet h.vítis kókið)

HFF lengi lifi frjálst Ísland, burt með spillingu.

Já og hafi það farið fram hjá einhverjum þá er þessu trúaða manneskja reið og ætlar ekki að láta kúgun ganga yfir þjóðina þegjandi og hljóðalaust, eins og saklaust lamb í sláturhús. OH NEI!

Linda, 31.10.2010 kl. 15:07

27 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Halejúja og kommúnistar og bla bla bla. Flest allir vita hvað er í gangi. Þessir afdankar fá að sitja í stjórn á meðan elítan er að sölsa undir sig auðlindir og fjármuni okkar. Svo helvíti einfalt er það!. Þetta endar með vopnaðri valdatöku almennings!

50 cal

Eyjólfur Jónsson, 31.10.2010 kl. 15:12

28 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ok, takk Linda! En ég sé það að misskilning um að ræða, ég vil byltingu! En ekki blóðuga byltingu. Það er það sem ég meina svo enginn misskilningur sé!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.10.2010 kl. 15:14

29 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Eyjólfur - ég styð svo sem friðsamlega valdatöku, en þarf að vera vopnaburður? Ég vona ekki.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.10.2010 kl. 15:16

30 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Farðu bara aftur í byltingasögu heimsins! En hér er búið að loka fyrir eðlilega valdatöku (td. mál 9 menninganna) og það hefur ekki verið haft í hámælum að búið er að vopna að minnsta kosti 250 manna her. Bara það kostaði 1 miljarð.

Eyjólfur Jónsson, 31.10.2010 kl. 15:37

31 Smámynd: Linda

Eyjólfur, hver hefur verið að fjármagna 250 manna her hér á landi? Þarf að vera samansem merki á milli byltingar og ofbeldis? Ég er reið en ég er ekki tilbúin að beita ofbeldi til að fá réttlætinu framfylgt.

Linda, 31.10.2010 kl. 15:50

32 Smámynd: Linda

Penninn er öflugri en sverðið, hópmótmæli og verkföll eru öflugri en ofbeldi, ef allir sem vettlingi geta valdið mæta á austurvöll á fimmtudag næsta kl 2:00, þá er það fyrsta skrefið, næsta skrefið er að sameina mótmælendur og almenning um verkföll. Sameinuð stöndum við sundruð föllum við!

Ísland allt, Ísland lengi lifi. Berjumst áfram fyrir fullu sjálftæði þjóðarinnar, látum ekki yfir okkur ganga, ESB og AGS burt.

Linda, 31.10.2010 kl. 15:56

33 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Eyjólfur - söguna þekki ég, ofbeldið sem fylgdi þekki ég líka. Hve marga múrsteina í höfuð lögreglumanna þarf til þess að sannfæra fólk? Því eins og Linda segir réttilega, þá er penninn máttugri en sverðið.

Aldrei mun ég samþykkja ofbeldi af nokkru tagi, en ég styð fyllilega FRIÐsamlega byltingu!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.10.2010 kl. 16:04

34 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála afleiðingar kvótakerfisins alræmda birtast nú á Flateyri

Sigurður Þórðarson, 31.10.2010 kl. 17:57

35 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælt veri fólkið.

Ég var bara að tala um líðandi stund  og nefndi þá stjórnarparið Jóhönnu og Steingrím sem er nú við völd. Ég veit að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru við völd á tíunda áratug og miklu lengur. Svo fór Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin í eina sæng. Stjórnarparið Geir Harrde og Ingibjörg voru við völd þegar hrunið var. Davíð Oddsson kom á frjálsræði og gerði sér ekki grein fyrir hvað þá voru margir sem kunnu að svindla og svindla fyrr en eftirá. Þá notaði hann alla orku í einelti á Jóni Ásgeir í staðinn fyrir að útbúa lög sem stöðvuðu þetta hræðilega ferli.

Eitt að því versta sem hefur verið gert er kvótalögin. Landsbyggðinni blæðir og ekki batar það nú þegar t.d. á að flytja gamalt fólk á milli bæjarfélaga eins og í denn. Ég man hvaða áhrif flutningarnir höfðu á afa þegar hann og amma fluttu á Hrafnistu í Reykjavík vegna veikinda hans.

Mammon var við völd en nú bið ég um að íslenska þjóðin vakni og biðji almáttugan Guð um að taka við.

SHALOM/RÓSA

Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.10.2010 kl. 23:13

36 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Já yðar skal vera Já og Nei Nei, segir Ritningin. Jesús sagðist ekki vera kominn til að boða frið, heldur stríð, við getum lesið það í Nýja Testamenntinu, SKRÝTIÐ!

Stríð, já stríð. En ekki á þann hátt sem að við berjumst, heldur andlega. Bak við allt veraldlegt vald, er andlegt vald og við getum vissulega barist andlega. Hluti af því að berjast andlega, fyrir utan bænina, er staðfesta með sannleikanum og réttlætinu. Það er gegn kúgun og ranglæti, með því að beygja sig ekki undir ranglætið, heldur standa stöðug gegn því og sameinuð. 

Heimurinn er ranglátur og við getum verið sár og reið yfir því, en það breytir engu, nema að við getum notað reiðina til að framfylgja réttlætinu. Vera hugdjörf og kjarkmikil, tala, tala og ekki láta þakka niður rödd fólksins. Sameinuð getum við haft mikið að segja, verið afl. 

Ég er sammála því að við þurfum utanþingsstjórn, eða þjóðstjórn, sem er með þessi mál á forgangsllista sem Auðun taldi upp. Og vissulega eigum við að mæta saman fyrir framan Alþingi og sýna það að við meinum það sem við segjum, þolinmæðin er að þrjóta og við viljum aðgerðir fyrir fólkið í landinu, hinn almenna borgara. Ekki fáa útvalda, allir eiga rétt á mannsæmandi lífi. Ekki þegja fyrr en málið er í höfn.

G.Helga Ingadóttir, 1.11.2010 kl. 01:23

37 Smámynd: Linda

Góð Helga 100% sammála.

Linda, 1.11.2010 kl. 02:07

38 identicon

Haha penninn máttugri en sverðið! Þú ættir nú að þekkja það Guðsteinn, hvernig kirkjunnar menn náðu völdum á miðöldum. Með krossinn í vinstri og SVERÐIÐ í hægri!

Ofbeldi er það eina sem virkar.

Carni (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 09:34

39 identicon

Ef ég væri krissi, yrði ég þá ekki að sætta mig við ömurlegheit og leiðindi, því það er í planinu. Það er jú svo létt fyrir fátæka að fara til himnaríkis, eða það sagði amk elítan sem skrifaði biblíu; Getur verið að það hafi verið svona útrásarjesúlingar sem skrifuðu bókina. ha

Ég hjó eftir því að þú talar um að kerfið hafi brugðist, ég hjó líka eftir því að þú telur EKKI að guð þinn hafi brugðist.
Ekkert í allr mannkynsögunni hefur brugðist eins mikið og guð(ir); Það er 100% fail í gangi á þeim bæ.

Að auki, hvers vegna fagna krissar ekki hinu guðlausa ESB; Er guðleysi og synd ekki forsenda þess að sumir komi "aftur"; Why fight it then :)

doctore (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 12:32

40 Smámynd: J.Ö. Hvalfjörð

Heyrðu dokksi. Ég er á því að þú sért Krissi Gudda Kobbason endurfæddur. Veist bara ekki af því. Hvernig væri nú að fara að sýna sig? Ég er viss um að þú getur gert kraftaverk.

J.Ö. Hvalfjörð, 1.11.2010 kl. 12:45

41 Smámynd: Linda

Tröllin vöknuð..oh nei!

Linda, 1.11.2010 kl. 12:56

42 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Siggi - einmitt!

Rósa - vel mælt!

Guðlaug - einstaklega vel mælt og 100% sammála!

Carni - kynntu þér Ad hominem áður en þú tjáir á jafn heimskulegan hátt og þú gerir.

Dokksi - nýja plötu á fóninn takk.

J.Ö. Hvalfjörð - nákvæmlega!! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.11.2010 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband