Kosningar til stjórnlagaþings

Núna á laugardaginn verða haldnar sögulegar kosningar á Íslandi. Aldrei hefur verið kosið í persónukjöri og hef ég heyrt að ekkert land hefur haldið jafn veigamiklar og flóknar kosningar. Við sem þegnar þessa lands eigum dýrmætan rétt, og það er kosningarétturinn. Við verðum að nýta hann til þess að koma okkar eigin persónulegu sjónarmiðum á framfæri sem endurspeglast í niðurstöðum kosninganna að hverju sinni.

En í umræðunni hér um netheima, hefur hvað mest farið fyrir tvennu varðandi stjórnlagaþingið.

  1. Aðskilnaður ríkis og kirkju.
  2. Auðlindir þjóðarinnar.

Þessi tvö atriði eru mér mjög hugleikinn, og mun ég velja mér frambjóðendur á lista (sem ég gef ekki upp hverjir verða) sem samræmast hvað mest mínum eigin skoðunum, sem ég reyndar held að flestir geri.

Ég er nokkuð viss um að allir frambjóðendur til stjórnlagaþings séu í flestum tilfellum sammála um fyrsta atriðið sem ég tel upp. En það gegnir öðru máli um það síðara.

Ég ætla samt að nota tækifærið og kynna tvo frambjóðendur sem komu til viðtals hjá presti mínum, honum Friðrik Schram í þætti hans sem er sýndur á Omega; Um trúna og tilveruna. Um er að ræða Arnar Geir Kárason og Maríu Ágústsdóttur sem bæði eru frambjóðendur til stjórnlagaþings. Þátturinn verður frumsýndur annað kvöld kl. 20:00. Ég hvet alla þá sem hafa áhuga á trúmálum að horfa á þennan þátt. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er búin að fylla út minn lista, að vel athuguðu máli, með hjálp Svipunnar og viðtala í útvarpinu.  Það var virkilega gaman og úr mörgum að velja.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2010 kl. 11:23

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Ég er að afla mér upplýsinga ennþá en nú þarf ég að fara að drífa mig í að skrifa niður.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.11.2010 kl. 13:47

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ásthildur - ég verð að viðurkenna að ég var ekki búinn að kíkja á svipuna.is - takk fyrir góða ábendingu!

Rósa - ég líka!  :)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.11.2010 kl. 14:42

4 Smámynd: Vendetta

Jæja, Guðsteinn. Hvað með ESB? Ertu óákveðinn í því máli?

Annars verð ég að segja, að það hlýtur að vera erfitt fyrir alla að velja úr meðal rúmlega 500 frambjóðenda, nema fyrir þá sem þekkja nákvæmlega 25 frambjóðendur persónulega.

Ég mun kjósa ýmsa sem eru á öndverðum meiði hvað varðar aðskilnað ríkis og kirkju og flokkspólítíst ólíkir, en eru hins vegar sammála um mikilvægi persónulegs frelsis einstaklingsins (tjáninga-, prent-, trú-, athafna- og félagafrelsi).

Vissar starfsstéttir kýs ég ekki: Núverandi og fyrrverandi stjórnmála- eða embættismenn, stjórnmálafræðinga, hagfræðinga og ýmsar aðrar stéttir, sem er þegar allt of mikið af. Ég vil frekar kjósa menn sem hafa verið starfandi við atvinnuvegina: iðnað, landbúnað og sjómennsku (því fleiri þess betra) heldur en annað hvort einskorðaða menn eða háskólaprófessora, þótt ég hafi sjálfur háskólamenntun.

Ég mun ekki kjósa neina konu, þar eð kvenframbjóðendur fá 20% - 40% í forgjöf og þurfa þar af leiðandi ekki á mínu atkvæði að halda.

Og ég mun undir engum kringumstæðum greiða Hrafni Gunnlaugssyni atkvæði mitt og ráðlegg öllum öðrum að hunza framboð hans.

Vendetta, 26.11.2010 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 587822

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband