Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Þetta má ekki gerast!

Nei takk, ég er forfallinn teiknimyndablaða aðdáandi og líst ekkert á að sjá Mikka Mús berjast við Dr. Doom, eða Svarta Pétur berjast við Spider man!!

Þessi mynd (sem ég breytti aðeins) sannar skoðun mína:

 

8hd6gcco.jpg

 


mbl.is Disney kaupir Marvel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurt og Svarað um trú: Trúaður svarar

Ég ætla gera heiðarlega tilraun til þess að útskýra af hverju ég er trúaður, og um leið svara nokkrum spurningum sem hafa birst í öðrum greinum hjá mér og í daglegu lífi.


„Af hverju trúir þú á æðri mátt?"

Mitt svar:Jesús
Friður, hver mannsál leitar eftir svo kölluðum "innrifrið" alla sína ævi, og eru til óteljandi vegir í þeirri leit. Það tómarúm sem er í hjarta hvers er nefnilega hægt að fylla.

Ef við tökum mig sjálfan sem dæmi, hef alltaf verið mjög feiminn, og oft á tíðum erfitt að skilja hvað ég segi sökum þessarar feimni og verð fremur lágmæltur. Þetta er einn af fjölmörgum kostum við að eiga Guð að sem vin. En ég tek fram, að þetta vandamál er léttvægt miðað við marga aðra. Ég komst til trúar sökum sannfæringar ekki vegna vandamála í eigin lífi.

Eins ef t.d. dauðsfall, slys eða aðrar hörmungar banka uppá, þá leitar niðurbrotinn sála mín á náðir Guðs til huggunar, og bregst það aldrei að Guð huggar mig í sárum mínum, og í gengum bænina vinn ég úr vandamálum mínum.

„Af hverju trúir þú á „Grimmann" Guð Gamla testimenntisins?"

Mitt svar:
Horfa verður á allar staðreyndir til þess að skilja Gamla testamenntið (GT). Líta á allar aðstæður þess tíma, umhverfið siði og venjur hvers tíma fyrir sig.

Margur guðleysinginn hendir því framan í trúað fólk að Guð leyfi nauðganir og að taka sér konu með valdi og gera hana að eiginkonu sinni. Við verðum að taka tillit til þeirra siða (sem þóttu sjálfsagðir á sínum tíma um heim allan) og venja sem tíðkuðust á hverjum tíma fyrir sig. Breytt siðferði hjá nútíma manninum á erfitt með að skilja þær aðferðir sem voru beittar t.d. gegn konum, eins og taka þær herfangi og annað slíkt. Á ritunartíma Bilíunnar var þetta nefnilega ekkert tiltökumál, og var allur heimurinn með svipaða eða eins siði. Því miður var þetta karlrembu samfélag og stjórnaðist einungis af karlmönnum, þess vegna var það algjör firra að Jesús sjálfur hafi átt eintal við samverska konu, sem var algert hneyksli að gera á þeim árum.

Jóhannesarguðspjall 4:9
9 Þá segir samverska konan við hann: „Hverju sætir að þú, sem ert Gyðingur, biður mig um að drekka, samverska konu?“ [En Gyðingar hafa ekki samneyti við Samverja.] 

Bara það eitt að tala við hana gat jafnvel þýtt útskúfun úr gyðingasamfélaginu, ekki bara vegna þess mikla rígs sem var á milli samverja og gyðinga, heldur einnig vegna þess að karlmenn áttu ekki að tala við konur á þann máta sem Jesús gerði, sérstaklega ekki sem jafningja. Fleiri dæmi mætti telja upp þar sem Jesús gengur í berhögg við alla siði og venjur varðandi konur, og hef ég alltaf talið Jesús vera fyrsta jafnréttissinnann sem ritað er um fyrir vikið.  

VonÞess vegna ef horft er lögmál gyðinga og það borið saman við orð og verk Jesú, þá hlýddi Jesús ekki alltaf öllum þeim boðum og bönnum sem Gyðingar voru vanir, og þess vegna segir hann sjálfur að hann hafi uppfyllt lögmálið með fyrirmynd sinni. Því er afar mikilvægt að nota Jesú sem túlkunarlykil á GT, og horfa á orð og gjörðir hans sem gagnrýni hans á samtímamenn sína sem hann skammaði fyrir að hafa breytt orði Guðs sér til hagsbóta. Þetta verður að horfa á.

En þessi grein er orðinn nógu löng, ég skrifa meira þegar fleiri spurningar koma, ég vona bara að þetta hafi svarað einhverju varðandi trú mína.

Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.


Svartur dagur í sögu Íslendinga

Þetta er svartur dagur í sögu Íslendinga. Nú erum við skuldbundinn til þess að borga mörg hundruð milljarða skuldir fjárglæframanna. En það stingur mig að sjá alla Sjálfstæðismennina sitja hjá, þeir einir gátu komið í veg fyrir þetta ásamt Framsókn, en þeir voru þegar búnir að skjóta sig í fótinn með því að samþykkja fyrri samningin (í haust).

Þið eigið alla mína samúð Íslendingar, nú byrjar ballið, kreppa taka tvö er skollinn á.


mbl.is Icesave-frumvarp samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með skjöld trúarinnar ...

... misnota mislyndismenn sér trúna, alveg eins og Guðmundur í Byrginu gerði á sínum tíma. Þessi einstaklingur var greinilega með ljótan afbrotaferil, því í fréttinni stendur:

Hann og eiginkona hans Nancy eru nú bæði í haldi lögreglu en Garrido var áður  fundinn sekur um mannrán og nauðgun á áttunda áratug síðustu aldar.

Það segir allt sem segir allt segja þarf, Garrida er ljótt dæmi um mann sem bregst trausti, og þykist tala fyrir hönd Guðs í þeim efnum, en 'af ávöxtunum skulum við þekkja þá'  segi ég nú bara, og lýsi hér með viðbjóði mínum yfir gjörðir þessa manns.


mbl.is Telur sig sendiboða Guðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórskemmtilegur þjóðernisteljari

Ég var að detta inná alveg stórskemmtilegan teljara sem telur frá hvaða ríki fólk skoðar bloggið þitt úr frá IP tölu. Teljarann setti ég hér að neðan og lítur hann svona út:

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters
 
Eftir því sem fleiri þjóðir bætast við því meir fjölgar fánunum.  Cool Endilega skoðið þetta ykkar megin! Joyful Þetta kemur sér vel fyrir þá sem skrifa enskar greinar og vilja fylgjast með umferðinni um bloggið sitt.

 


Ein ástæða af hverju ekki ESB

Á meðan efnahagslíf okkar brennur, og landsmenn eru farnir að undirbúa sig um að borga skuldir óreiðumanna með yfirdráttum sínum. Þá situr ríkisstjórnin í sínu ESB krossaprófi og tekur ekki eftir neinu öðru á meðan.

Sú skjaldborg sem átti að reisa í kringum heimili þessa lands hefur reynst lygi. Nema ef þeir telja spilaborgina sem þau hafa bygg, með. 

Nú er aðeins horft í einstefnuátt frá Samspillingunni til annarra samspillingar ríkja sem eiga eftir að gera meiri skaða en gagn þegar allt kemur til alls. Ef við horfum á einfaldar staðreyndir þá er ástandið ekkert endilega betra hjá aðildarþjóðum ESB, skoðum aðeins þetta rit sem Wikipedia birtir sem nýlegar atvinnuleysistölur ESB ríkja:

Smellið x2 til þess að stækka

 

 

 

 

 

 

 

Smellið x2 til þess að stækka

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins og tölurnar sýna þá er komið TALSVERT atvinnuleysi í ESB ríkjum, og jafnvel meira en hér á landi þrátt fyrir hörmulegar aðstæður. Ef við værum í ESB, hvað er þá langt í fiskimiðinn okkar sem við stjórnum ekki lengur nema að litlum hluta?

Hvað er þá langt í aðrar auðlindir sem eiga að vera einkaeign Íslendinga? Ég bið fólk að hugsa um þessa hluti á meðan ríkisstjórnin situr við krossapróf og efnahagslífið brennur.

P.s. ég bið þá sem gera athugasemdir við þessa grein um að halda trú minni utan við þessa umræðu, ég er bara ekki einn af þeim sem lætur sannfærast af hræðsluáróðri Omega, ég sannfærist út af eigin forsendum og kemur það trú minni lítið við.


mbl.is Búa sig undir spurningaflóðið frá ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Poppmessa á menningarnótt

Við hjónin ætlum að kíkja á poppmessuna sem verður þessa menningarnótt, hún verður haldinn á Skólavörðustíg eða á þeim palli sem byggður hefur verið þar. Messan byrjar klukkan 21:30.

Samkvæmt dagskrá menningarnott.is þá munu þessir koma fram:

Poppmessa:
Sigurður Ingimarsson, X-factor, ásamt blússveit syngja gospelblús
á Skólavörðustígnum ásamt gestasöngvurum. Hljómsveitin U.N.G
frá Samhjálp spilar kröftugt rokk-gospel. Magnús Stefánsson úr
Egó leiðir þetta kröftuga band. Vandað tónlistarprógram sem þú
mátt ekki missa af.


Hér er svo lag eftir hana Guggu vinkonu sem syngur eins og engill og kemur fram í kvöld með U.N.G. :

 


Ég hvet alla til þess að mæta, sér í lagi skora ég á DoctorE að sýna manndóm og koma og taka í höndina á mér! En allir eru auðvitað velkomnir svo ég endurtaki mig nú sem oftast.  Cool

Mætum öll !!

c_jonas_vi_ar_desktop_skopmyndir_iceslave_svin_866113.jpgÉg er loksins búinn að ná mér af ógleðiskastinu sem ég fékk um daginn, varðandi Icesave. Nú set ég upp hanskanna aftur og ætla að mæta á þennan samstöðufund.

Ég hvet alla sem vettlingi geta haldið að, mótmæla þessu mesta óréttlæti sem hellt hefur verið yfir Íslensku þjóðina. 

 

tum öll! Cool


mbl.is Samstöðufundur vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 588456

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband