Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Til hamingju Íslendingar!

Valdatíma SjálfstæðisFLokksins er nú loksins lokið. Átján ára einræðistíð er loks á enda sem er hreint og beint fagnaðarefni sem við kæru Íslendingar komum til leiðar! Til hamingju!

Ég vil einnig óska Borgarahreyfingunni glæstann sigur! Flott hjá ykkur!

Samfylkingin er orðinn stærsti flokkur landsins og er Jóhanna nokkur sem sumir telja heilaga tekinn við völdum. Ég óska þeim einnig innilega til hamingju!

Enn einu sinni náði kosningamarkína Framsóknar að knýja fram fylgi sitt, en þó mega þeir eiga það að þeir endurnýjuðu innan raða sinna og komu ferskir fram.

Sem ég vildi að ég gæti sagt um Frjálslynda flokkinn, sem er nú minningin ein innan veggja þingsins. Ég reyndi sjálfur að vara við þessari þróun ásamt mörgum öðrum, en ekki var hlustað og lítil var endurnýjunin, hvort sem það var á merkjum flokksins eða öðru. Menn trúðu blint á að þeir kæumu alltaf betur útí kosningum en skoðannakönunum. Sem reyndist ekki vera staðreyndin. En nú er spurning hvað verður um flokkinn? Eru þeir sem eftir eru tilbúnir að halda lífi í honum? Ætlar formaðurinn að sæta ábyrgð fyrir þetta afhroð? Eða ætla menn að trúa því áfram að þeir komi betur út í kosningum en skoðanakönnunum?Það verður fróðlegt að sjá hvað verður.

Vinstri grænir hafa heldur betur stækkað, og unnið glæstan sigur, og óska ég þeim innilega til hamingju með þann árangur.

Landskjörin félagshyggjustjórn er þá formlega tekinn við og verður athyglisvert að fylgjast með þróun þeirra stjórnar, því íhaldið beitir oft þeim hræðsluáróðri að vinstri stjórnir lifi ekki af kjörtímabil, þrátt fyrir að þeir hafa 2x sprungið í borgarstjórninni, en tíminn mun einn dæma um það.

Til hamingju Íslendingar fyrir að hafa tekið afstöðu og greitt atkvæði á kjörstað!


mbl.is Sjálfstæðisflokkur tapar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég veit nákvæmlega ekkert hvað á að kjósa!

Ég er í þvílíkum vandræðum! Ég veit nákvæmlega ekkert hvað á að kjósa! Framsókn og SjálfstæðisFLokkurinn koma ekki til greina í mínu tilfelli, allt hitt stendur eftir og veit ég ekkert hvað á að velja!  

En svona í gamni þá setti ég saman þessa mynd af apaköttunum sem bera einhverja ábyrgð á ástandinu.  LoL

hear-no-evil.png
 
En í fullri alvöru, ég veit nákvæmlega ekkert hvað ég ætla að kjósa á í dag!  ... hjálp! Blush  

Ég breytti merkjum allra flokka, og geri stólpagrín að þeim öllum !!

Í kjölfar þessarar könnunar þá varð ég nú að endurbæta merki hinna flokkanna líka, fyrst ég fór svona illa með vesalings Sjálfgræðismennina og gæta jöfnuðar.

Að gefnu tilefni þá þetta grín og ber ekki að taka hátíðlega, og bið ég viðkvæma um að loka augunum! Wink

En hér eru svo ný og endurbætt merki eins og þau koma mér fyrir sjónir:

Samfylkingin:
stjornnuxs.jpg

 

 

Sem eru greinilega í einstefnuakstri inní ESB, alveg sama hvað það kostar. Gasp

 

Vinstrihreyfingin grænt framboð:
vg-gold.png

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir að þeir fengu meintan styrk frá Geira í Goldfinger, þá mátti ég til! LoL

Borgarahreyfingin:
borgarahreyfingin_835849.png

 

 

 

Heitir þetta ekki annars Borgarahreyfingin?!?  Tounge

Lýðræðishreyfingin:
lydraedishreyfinginjola.png

 

 

 

 

 

 

Þarf ég að segja meira? Tómatsósusletta og jólasveinahúfa ... Whistling

Frjálslyndi flokkurinn:
xf-logo-frjalstfall.png

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Miðað við tengda skoðanakönnun þá er þetta viðeigandi nafn! Wink

Svo var ég búinn að gera fyrir Framsóknarflokkinn sem þóknaðist ekki að setja mig á óvinalistann sinn víðfræga, ég er ennþá hálf móðgaður fyrir að vera ekki á honum! GetLost

framsokn-nyttmerki.jpg

 

 

 

 

 

 

 ... og að lokum meistaraverkið sem er endurbætt merki SjálfstæðisFLokksins:

xd-min.png

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ókrýndur konungur fimmaura brandaranna hefur talað. Góðar stundir og gleðilegt sumar! Cool


mbl.is Dregur saman með flokkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB andstæðingar skráið ykkur á ósammála.is!

Ég vildi bara vekja athygli ESB andstæðinga (ég er ESB andstæðingur), á ósammála.is! Endilega skráið ykkur og látið alla vita sem eru ekki hlynntur ESB aðild.

 

noEU

 


mbl.is Ósammála punktur is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gagnrýni á auglýsingar allra flokkanna

Ég var að fletta í gegnum blöðin síðustu daga, og sé að það er talsverður munur á gæðum auglýsinganna, og er auðséð hver á peninganna í þessu tilfelli. Ég ætla að reyna að vera hlutlaus í þetta skipti, en auðvitað verð ég að pota smá áróður með! Wink

Þökk sé vísi.is gat ég nálgast þessar auglýsingar þar sem þeir geyma blöðin á PDF formi, og þakka ég þeim kærlega fyrir þann myndugleika.

Til þess að stækka auglýsingarnar, þarf að smella á þær tvisvar, plássins vegna get ég ekki haft þær stærri.

Ég tek aðeins fyrir prentmiðlanna í þetta skiptið og hefst nú lesturinn:

Framsóknarflokkurinn - merkin (ég læt hin mörgu andlit Framsóknar fylgja með, bara uppá grínið):framsokn_logo_stort.jpglogo_framsokn.gifframsokn-logo-copy-715892.jpg
Nýjast

 

 

 

 

Framsóknarmenn eiga greinilega erfitt með að gera upp hug sinn hvað kennimerki varðar. En nýjasta útspilið er seinasta merkið sem er eins og hjarta í laginu, sem ég verð að segja er vel útfærð og góð hönnun, þrátt fyrir erfileika að gera upp hug sinn.

Framsóknarflokkurinn - auglýsingar

xb-hopur.png xb-akstur.png

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fyrsta auglýsingin er allt of "busy", og vísar meira til óreiðu en stöðuleika. Eins ofnota þeir græna litinn að mínu mati, það er vel hægt að skapa öndunarpláss með hvítu og haft grænan með, mér finnst akstursauglýsingin gott dæmi um það, þetta virkar á mig sem græn klessa.

X-B einkunn:
Merki: 8.5
Auglýsingar: 6.0

Sjálfstæðisflokkurinn - merki
Fálkinnútfærslan mín á fálkanum

 

 

 

 

 

 

 

 

Fálkinn er einstaklega vel heppnað eintak af kennimerki, hann er vel úthugsaður og fallegur. Hann höfðar til trausts og stöðuleika, sem ég vildi að væri raunin með þá. Ég varð auðvitað að láta mína tillögu af D-fálkanum fylgja með! Grin

Sjálfstæðisflokkurinn - auglýsingar:
thorgerdurkatrin.pnghopur-xd.pnggullrass.png

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fyrsta myndin af Þorgerði Katrínu minnir helst of mikið á nýríkann kapítalista, hún er afar vel photoshopuð og hvorki hrukka né bóla til staðar á henni. Hún er of Barbie-leg að mínu mati og í þjóðfélaginu í dag, fyllast margir velgju við að sjá myndir af nýríkum Íslendingum sem minna á árið 2007, það nákvæmlega sömu sögu er að segja um alla aðra frambjóðendur íhaldsins, Bjarni Ben er eins Ken hennar Barbie í sinni mynd.

Hópmyndin minnir mig helst á bandaríska sjónvarpsþætti sem heita "Brady Bunch", og er þar kominn saman hópur af nýríkum íslendingum sem varla eina hrukku má sjá. 

Síðastu myndinni af Bjarna hefðu þeir betur sleppt, þessa "trúverðugu leið" þeirra er búið að slá út af borðinu af forssvarsmönnum ESB, þeir hefðu mátt vinna heimvinnu sína betur áður en auglýsingin fór í loftið þar sem þessi leið er ekki trúverðug lengur, fremur en "traust efnahagsstjórn" þeirra Sjálfstæðismanna.

Eitt mega þeir þó eiga, auglýsingar þeirra eru stílhreinar og koma skilaboðunum til skila, þær eru fágaðar og ekki of "busy" eins og tilfelli framsóknarmanna.

X-D einkunn:
Merki: 10
Auglýsingar: 6.5

Borgarahreyfingin - merki
xokjgpx.png

 

 

 

Þessu merki er ég ákaflega hrifinn af. Sér í lagi þar sem boðið var uppá svona litaða borða í mótmælunum fyrir þá sem kærðu sig ekki um ofbeldi. Eins er þetta hannað eins og U beygja sem sem sveigir fram hjá gömlu fjórflokkunum, og ber merki um nýja hugsun. Þetta er einfalt og stílhreint, og vona ég innilega aðþessi flokkur dafni og hvet ég þá til þess að falla ekki í gryfju Framsóknar og haldið í þetta merki! Það virkar!

Borgarahreyfingin - augýsingar
xo-hebbi.png

 

 

 

Ég fann engar auglýsingar fyrir borgarahreyfinguna aðra þá sem er inni á DV.is og á heimasíðu þeirra. Allt kostar þetta pening og get ég ekki gagnrýnt þá fyrir að eiga þá ekki, en það sem hefur greinilega verið hannað er gert af fagmanni og hef ég ekki mikið útá merki þeirra né auglýsingar að setja, nema þó skort á þeim, en þeir geta lítið gert af því. Þær eru aðlaðandi og þægilegar, öskra ekki á mann og eru vel stílfærðar.

X-0 einkunn:
Merki: 9.5
Auglýsingar: 7.5

Samfylkingin - merki:
xsmqnfq.png

 

 

Þarna er það, einfaldleikinn í allri sinni mynd. Þessi eini punktur sem sameinar alla A-flokkanna gömlu í einn. Þetta er alveg einstaklega vel lukkað og hittir vel á. Rauður hefur ætíð fylgt jafnaðarmönnumog er einnig tákn ástarinnar.

Samfylkingin - auglýsingar:
litil-xs-helgihjorvar.pngxs-hopur.png

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta eru vel gerðar auglýsingar að mestu leyti. Persónulegu finnst mér öldugangurinn þarna ekki virka, ef þetta væri bara einn litur, og ekki verið að blanda svona mörgum saman þá myndi þetta heppnast að mínu mati betur. Sama má segja um "XS"ið sem er þarna, ég hefði nýtt mér hringinn og haft "S"ið hvítt inní honum. En það virkar vel að nota svart/hvítar myndir af frambjóðendum, því það höfðar til "gömlu góðu daganna" en er samt í nútímabúningi.

X-S einkunn:
Merki: 10
Auglýsingar: 7.5

Lýðræðishreyfingin - merki xpemuqp.png

 

 

 

 

Ég gerði dauðaleit að auglýsingu frá X-P fólki, en varð erindi ekki sem erfiði, þess vegna er þetta eina merki og get aðeins dæmt út frá því. Þetta er dæmi um afspyrnu lélega hönnun, tvær myndir límdar saman með stifti og texti yfir. Fyrirgefið hvað ég er harður, en þetta er ekki minn smekkur.

X-P einkunn:
Merki: 1.5

Vinstrihreyfingin grænt framboð - merki
vgcprml.png

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta minnir næu helst á tré sem þarf að snyrta. Alltaf hefur mér þótt þetta skrítið merki, og finnst mér hugmyndin ekki alveg nógu vel útfærð.

Vinstrihreyfingin grænt framboð - auglýsingar
katrin-extremecloseup.pngogmundur.pngsvafarsdottir.png

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi "extreme close ups" eru ekki alveg að virka á mig. Það er greinilegt að VG þarf að tala við photoshop meistara þeirra D-listamanna! Tounge Það er of mikið af upplýsingum inná þessum myndum að mínu mati, ég kæri mig að minnsta kosti ekki um að vita hvar skegghárin á Ögmundi eru staðsett eða fílapenslarnir á Katrínu Jakobs! Úfff .... 

En að öðruleyti er hönnunin ágætt, þessi hálf gegnsæi rammi er alveg að virka og kemur skilaboðunum vel til skila.

X-V einkunn:
Merki: 6
Auglýsingar: 7.0

Frjálslyndiflokkurinn - merki
xf-logo_834847.png

 

 

 

 

 

Þetta er eins málinu hafi verið reddað í "word art", svo afspyrnu lélegt finnst mér þetta merki. Ég gerði tillögur um breytingar þegar ég var þarna innanborðs, en talaði fyrir daufum eyrum. Andlitslyfting á grafíkinni hefði virkilega hjálpað þeim og farið af stað með endurnýjaða ímynd.

Frjálslyndiflokkurinn -auglýsingar
xf-stor.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Sama á við um þessar auglýsingar, þetta er eins og krakki með litakassa hafi gert þessi ósköp!

X-V einkunn:
Merki: 1.0
Auglýsingar: 1.0

Þá er þessum langa pistli mínum lokið og þakka ég lesturinn. Cool

 


Sunnlendingar athugið!

Ég fékk góðfúslegt leyfi hjá Þór Jónhannessyni, þeim ágæta barráttu manni til þess að birta þetta myndband, sem mér þykir ákaflega viðeigandi miðað við skelfilegt innihald tengdrar  fréttar:

 


Ég hvet alla sunnlendinga til þess að kanna málin betur og sér í lagi að hugsa til baka. Ég trúi ekki að Íslendingar séu með svona mikið gullfiskaminni.

 


mbl.is D og S listi stærstir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íhaldið slær fyrir neðan beltisstað

Ég vísa á mína síðustu grein um málfrelsið og Ástþór, sem er sennilega gamall hippi sem er notar sömu takta og hipparnir gerðu forðum. Ég held að hann sé besta sál og vill vel til, hann er bara soddan klaufi og eyðileggur hvað mest fyrir sér sjálfum stundum.

En núna er verulega farið yfir strikið, og er Ástþór hálfgerður engill í samanburði. Málfrelsi er það dýrmætasta sem við eigum í okkar lýðræðissamfélagi, en það er vissulega hægt að misnota það frelsi sem okkur er gefið.

Hér er eitt slíkt dæmi:

Hópur sem kallar sig ahahóprinn, (sem hefur ekki manndóm til þess að koma fram undir réttum formerkjum) og eru bersýnilega tendir við sama hræðsluáróður og íhaldið er með í auglýsingum sínum.

Þeir hafa reyndar breytt þessari mynd sem var upphaflega svona (fékk þetta lánað hjá Jenný Önnu bloggvinkonu)

 

Fyrsta útgáfan
 
Eftir að þessi mynd birtist og fékk mjög hörð viðbrögð, þá hafa þeir breytt henni í þessa og bætt henni við á sitt vefsetur:
 
seinni útgáfan

Öll gagnrýni á rétt á sér, en hún verður að vera réttmæt, ekki skítkast! Orðin "Spilling" og "hagsmunatengsl" eru orð sem íhaldið ætti að fara sparlega með þessa daganna. Þeir sem búa í glerhúsum sem fengust á yfirverði í góðærinu, eiga ekki efni á því að vera í grjótkasti í þeim miðjum.
 
Eigum við ekki að halda okkur við að gagnrýna málefnin, og sleppa svona skítkasti? Virðum málfreslið okkar og komum með mótrök, ekki rökleysu sem þessa.
 

mbl.is Kallaði lögreglu að Útvarpshúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fordómar okkar Íslendinga, horfum okkur nær!

Undanfarið hefur Ástþór Magnússon verið áberandi í fjölmiðlum. Hann hefur tekið uppá ýmsu til þess að fanga athygli fjölmiðla sem og landsmanna. Ég vil aðeins fjalla um þetta, því enginn hefur gert það á málefnalegan hátt að mínu mati.

Ég tek fram að sjálfur er ég að verja þann lýðræðislega rétt sem við eigum öll, og það er málfrelsið, ég er ekki tala fyrir nokkurs manns eða samtaka, þetta eru aðeins eigin pælingar sem koma hér fram. Munum að málfrelsið er það dýrmætasta sem mennirnir eiga í lýðræðissamfélagi.

Vissulega hefur Ástþór unnið sér til frægðar með furðulegum orðum og uppákomum, sú frægð má samt ekki standa í vegi fyrir boðskap þeim sem hreyfing hans hefur fram að bera, það er það sem ég á við í allri þessari grein.

Sýnum réttlæti án fordómaFörum aðeins yfir stöðuna

  • Ástþór og hans fólk stofnaði Lýðræðishreyfinguna með þá hugsjón að koma á laggirnar beinu lýðræða þar sem landsmenn sjálfir geta haft sitt að segja í stjórnun þessa lands.

  • Frambjóðendur Lýðræðishreyfingarinnar alveg eins og Borgarahreyfingin er fyrsti smjörþefurinn af persónukjöri sem Ísland hefur beðið svo lengi eftir, en svo kemur á daginn að Íslendingar eru greinilega eitthvað smeykir við smáflokkanna og halda sig við sinn gamla spillta fjórflokk.

  • Hver sem þú ert, eða hvað sem þú heitir þá átt þú sem þegn þessa lands málfrelsi, og eiga ljósvakamiðlar skömm skilið um hvernig er tekið á manni eins og Ástþóri. Þarna er á ferðinni maður sem hefur verulega sérstaka persónu sem og skoðanir, en þegar allt kemur til alls, þá á hann sem þegn þessa lands jafnmikið málsfrelsi og Davíð Oddsson, Lalli Johns eða Steingrímur J. Sigfússon. Sami réttur er hjá okkur öllum.

  • Ástþór er afar umdeildur einstaklingur, sjálfur er ég ekki sammála hans orðum eða gjörðum og viðurkenni fúslega fyrrum fordóma í hans garð, og vona að þessi grein ásamt játningu minni geri upp þá fordóma. Ég ætla eftir fremsta megni að leggja af sleggjudóma mína og trúa á málfrelsið, sem allir eiga skilið. Því hver veit kannski kemur eitthvað vitrænt og mikilvægt í umræðuna ef við bara hlustum.

Sjálfur hef ég haft þann háttinn á að leyfa öllum að tjá sig, nema í svívirðulegum tilfellum, sem ég sem betur fer get talið á fingrum annarrar handar. Skilaboð mín er sem sé þessi: Sýnum fólki umburðarlyndi og hættum að fordæma fyrirfram, hlustum á málflutninginn og dæmum svo út frá því.

Ég ætla að minnsta kosti að reyna það sjálfur, og á það við um alla, ekki bara Ástþór, sama gildir um Sjallanna, Framsókn og alla aðra sem ég hef gagnrýnt í fortíðinni. Batnandi mönnum er best að lifa eins og sagt er og vona ég að þið sem lesið þetta gefið gaum að orðum mínum, því þegar allt kemur til alls eigum við að elska náunga okkar eins og okkur sjálf. Smile

Að lokum Ástþór, þá segi ég við þig: Ef góður árangur á að nást, þá er jákvæð athygli sigurstranglegust til árangurs - endilega endurskoðaðu það þótt þú verðir fyrir mótlæti. Einnig eins og góð vinkona mín sagði, virðing er áunnin, ekki gefins.

Ég mun sennilega ekki kjósa hreyfingu þína Ástþór, svo ég sé fullkomlega heiðarlegur, en ég get illa liðið óréttlæti og mismunun, þess vegna skrifaði ég þessa grein og hvet ég þig til þess að ná athygli með jákvæðari hætti en undanfarið, ef ekki fyrir sjálfan þig, þá fyrir málsstaðinn sem þú ert að reyna að koma á framfæri og af virðingu við það fólk sem er að starfa með þér.

Komdu með raunhæfa tillögu um hvernig eigi að laga þetta ástand sem hrunið hefur kallað yfir okkur. Gerðu það málefnanlega og án upphrópanna, þá tekur fylgið þitt kannski einhvern kipp.

Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.


Jarðarfararlagið mitt

Ég sé að nokkrir eru að spá í hvaða lög/lag ættu flutt við eigin jarðarför hér um bloggheima, og verð ég aðeins að leggja orð í belg um það líka. Hér á árum áður vildi ég helst láta flytja "The Roof is on Fire" með hljómsveitinni Bloodhoundgang, eða jafnvel "Nothing Else Matters" með Metallicu. Tounge Eða jafnvel fáranleg lög eins þetta gamla finnska lag! LoL

En svo líða árin og maður þroskast og betrumbætist. Í dag er ég nokkuð viss um að ég fái því framgengt að þetta lag verði spilað við jarðarför mína:

 

 
Ég gef því skít í þá smekkleysu að velja "Highway to Hell" við sína eigin jarðarförSick, eins og fólk virðist velja í dag útí heimi, en það er bara mín skoðun!  GetLost


mbl.is Á leið til heljar um hraðbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilega páska, kæru landsmenn!

Nú er páskahátíðin genginn í garð, sem er með þeim helgustu hátíðum kristinna manna. Ég vil því óska ykkur öllum gleðilegra hátíðar og vona að boðskapur þessa dags gleymist ekki í súkkulaði áti.

Ritað mörg hundruð árum en Jesús var krossfestur, þetta er tekið úr spádómsritinu Sálmunum:

Sálmur 22:2-25

2 Guð minn, Guð minn! Hví hefur þú yfirgefið mig?
Ég hrópa en hjálp mín er fjarlæg.
3 „Guð minn!“ hrópa ég um daga en þú svarar ekki,
og um nætur en ég finn enga fró.
4 Samt ert þú Hinn heilagi
sem ríkir yfir lofsöngvum Ísraels.
5 Þér treystu feður vorir,
þeir treystu þér og þú hjálpaðir þeim,
6 hrópuðu til þín og þeim var bjargað,
treystu þér og vonin brást þeim ekki.
7 En ég er maðkur og ekki maður,
smánaður af mönnum, fyrirlitinn af öllum.
8 Allir, sem sjá mig, gera gys að mér,
geifla sig og hrista höfuðið.

9 Hann fól málefni sitt Drottni,
hann hjálpi honum,
og frelsi hann, hafi hann þóknun á honum.
10 Þú leiddir mig fram af móðurlífi,
lést mig liggja öruggan við brjóst móður minnar.
11 Til þín var mér varpað úr móðurskauti,
frá móðurlífi ert þú Guð minn.
12 Ver eigi fjarri mér
því að neyðin er nærri
og enginn hjálpar.
13 Sterk naut umkringja mig,
Basans uxar slá hring um mig,
Basan nefndist hérað austan Jórdanar.
Nautpeningurinn þar þótti sérstaklega stórvaxinn.
Basans uxar merkja illvirkja.
14 glenna upp ginið í móti mér,
sem bráðsólgið, öskrandi ljón.
15 Ég er eins og vatn sem hellt er út,
öll bein mín gliðnuð í sundur,
hjarta mitt er sem vax,
bráðnað í brjósti mér.
16 Kverkar mínar eru þurrar sem brenndur leir,
tungan loðir við góminn,
þú leggur mig í duft dauðans.
17 Hundar umkringja mig,
hópur illvirkja slær hring um mig,
þeir hafa gegnumstungið hendur mínar og fætur.
18 Ég get talið öll mín bein,
þeir horfa á og hafa mig að augnagamni.
19 Þeir skipta með sér klæðum mínum,
kasta hlut um kyrtil minn.
20 En þú, Drottinn, ver ekki fjarri,
styrkur minn, skunda mér til hjálpar.
21 Frelsa mig undan sverðinu
og líf mitt frá hundunum.
22 Bjarga mér úr gini ljónsins
og frá hornum villinautanna.
Þú hefur bænheyrt mig.
23 Ég vil vitna um nafn þitt
fyrir bræðrum mínum,
í söfnuðinum vil ég lofa þig.
24 Þér, sem óttist Drottin, lofið hann,
tignið hann, allir niðjar Jakobs, óttist hann, allir niðjar Ísraels.
25 Því að hvorki fyrirleit hann hinn hrjáða
né virti að vettugi neyð hans.
Hann huldi ekki auglit sitt fyrir honum
heldur heyrði hróp hans á hjálp. 

Þessi nákvæma lýsing á krossdauða Jesú, er til marks um hve nákvæm biblían er í sínum spádómum. Þetta er eins og ég gat hér um ofar, skrifað mörg hundruð árum fyrir Krist.  Ég undirstrikaði þá þætti sem eru mest áberandi og rættust seinna meir í krossfestingu Jesú. 

Minnumst þessa dags í auðmýkt og þakklæti fyrir gjörðir eins manns fyrir tvö þúsund árum.

Guð blessi ykkur öll á þessum helga degi, og þakka ég lesturinn. 


Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 588456

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband