Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Þú uppskerð það sem þú sáir ...

... og sá sem sáir ríflega mun og ríflega uppskera.

Ég vona að hinir fjölmörgu kjósendur þessa spillta afls fari loks að átta sig! Angry


mbl.is Fylgi D-lista aldrei minna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kærleiksmaðurinn Hjalti Rúnar

hjaltiÉg er alveg upp með mér, hin hjartgóði og fyrirmynd kærleikans sem og meðlimur Vantrúar, Hjalti Rúnar Ómarsson, hefur enn og aftur skrifað grein um mig. Það mun vera sú fjórða í röðinni. Joyful

Síðan ég byrjaði að blogga hér á blog.is þá hef ég greinilega verið í einhverju uppáhaldi hjá þessum ágæta vantrúarmanni, hann sér tilefni til þess að gera mál úr orðum mínum hvað eftir annað, og veitir mér um leið ókeypis kærkomna auglýsingu. Cool Takk Hjalti! Wink

Förum aðeins yfir sögu okkar Hjalta:

Fyrsta færslan sem hann skrifar um mig heitir:  Trúvarnarmaðurinn Guðsteinn

Númer tvö í röðinni heitir:  Myndræn uppsetning mótsagnar

Númer þrjú í seríunni heitir:  Kristilegur kærleikur

Svo númer fjögur og svo nýjasta heitir:  Er nánd fjarlæg eða nálæg?

Í síðustu grein þessa mikla "scribe" Vantrúar, þá gerir Hjalti grín af orðum mínum þar sem ég vil ekki bekkenna að nánd getur þýtt: "í náinni framtíð". Ég sagði nefnilega:

"í nánd" er í mínum huga hvenær sem er, í náinni framtíð eða jafnvel fjarlægri.

Og fer ég ekki ofan af þeim orðum. Því eins og við finnum í þjóðsöng okkar Íslendinga:

Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár
og þúsund ár dagur, ei meir: 

Nákvæmlega þetta var ég að meina, tíminn er afstæður hjá Guði og hef ég reyndar ekki hugmynd um hvernig hann reiknar árin, og er það ekki mitt að vita. Þess vegna þegar ég segi til dæmis: "Er heimsendir í nánd?" og svo spurður hvað "í nánd" er mínum huga. Þá er svarið í þjóðsöngnum og ber að líta hér ofar. Einnig er ritað:

Markúsarguðspjall 13:33
Verið varir um yður, vakið! Þér vitið ekki, nær tíminn er kominn.

Einmitt, það er einmitt málið. Við vitum ekki hvenær tíminn kemur og ekki okkar að vita. Því það stendur einnig:

Mattheusarguðspjall 24:36
En þann dag og stund veit enginn, hvorki englar á himnum né sonurinn, enginn nema faðirinn einn.

Þess vegna þegar ég segi "Er heimsendir í nánd" er það doldið afstætt og samkvæmt ofangreindu. Ekki flókið það. En aðrir sjá ásæðu til þess að benda á annað og vera með stórskemmtilega útúrsnúninga! Sideways

En ég vil þakka þessum mikla öðling fyrir að þykja svona vænt um mig, einnig vil ég þakka honum að auglýsa blogg mitt enn frekar og vona ég að ég hafi endurgoldið honum greiðann! Cool


Hreint kraftaverk að ekki fór verr

Miðað við styrk þessa sjálfta mega Íslendingar vera stolltir yfir góðri húsasmíði sinni. Brotinn glös og annað innbú er hægt að endurnýja. En enginn slasaðist alvarlega og enginn dó, það er fyrir mestu, og er afar þakklátur fyrir þessa frábæru bænheyrslu.

Amen. 


mbl.is Enn að ná sér eftir skjálftann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmælum mannréttindabrotum stjórnvalda á Sjómannadaginn!

Nú vaknar Grindvíkingurinn í mér, ég tók þetta af xf.is og má til með að vekja athygli á þessu!

Landssamband kvenna í Frjálslynda flokknum boðar til mótmæla á sjómannadaginn

Landsamband kvenna í Frjálslynda flokknum boðar til mótmæla á sjómannadaginn gegn mannréttindabrotum stjórnvalda í fiskveiðistjórnunarkerfinu. Safnast verður saman við Stjórnarráðið kl.13.30 sunnudaginn 1. júní og gengið að hafnarbakkanum þar sem hátíðahöld sjómannadagsins fara fram.

Hvetjum félaga til þess að sýna samstöðu og taka þátt í friðsamlegum mótmælum. Þó það sé Landssamband kvenna sem boðar til mótmælana eru allir velkomnir, konur jafnt sem karlar.

Stjórnin.

Ritað er: 

Jóhannesarguðspjall 21:4-14

4 Þegar dagur rann, stóð Jesús á ströndinni. Lærisveinarnir vissu samt ekki, að það var Jesús.
5 Jesús segir við þá: ,,Drengir, hafið þér nokkurn fisk?`` Þeir svöruðu: ,,Nei.``
6 Hann sagði: ,,Kastið netinu hægra megin við bátinn, og þér munuð verða varir.`` Þeir köstuðu, og nú gátu þeir ekki dregið netið, svo mikill var fiskurinn.
7 Lærisveinninn, sem Jesús elskaði, segir við Pétur: ,,Þetta er Drottinn.`` Þegar Símon Pétur heyrði, að það væri Drottinn, brá hann yfir sig flík  hann var fáklæddur og stökk út í vatnið.
8 En hinir lærisveinarnir komu á bátnum, enda voru þeir ekki lengra frá landi en svo sem tvö hundruð álnir, og drógu netið með fiskinum.
9 Þegar þeir stigu á land, sáu þeir fisk lagðan á glóðir og brauð.
10 Jesús segir við þá: ,,Komið með nokkuð af fiskinum, sem þér voruð að veiða.``
11 Símon Pétur fór í bátinn og dró netið á land, fullt af stórum fiskum, eitt hundrað fimmtíu og þremur. Og netið rifnaði ekki, þótt þeir væru svo margir.
12 Jesús segir við þá: ,,Komið og matist.`` En enginn lærisveinanna dirfðist að spyrja hann: ,,Hver ert þú?`` Enda vissu þeir, að það var Drottinn.
13 Jesús kemur og tekur brauðið og gefur þeim, svo og fiskinn.
14 Þetta var í þriðja sinn, sem Jesús birtist lærisveinum sínum upp risinn frá dauðum.

cod_fishÉg held að Jesús hefði eitthvað sagt ef tollheimtumenn eða jafnvel farísear hefðu komið og sagt þeim að þeir mættu bara eiga tíunda hvern fisk eða svo, og skipað þeim að borga sitt gjald.

Svona mannasetningar eru engum til góða og er skýrt mannréttindabrot eins og úrskurðað hefur verið hjá mannréttindadómstólum, en stjórnvöld eru með uppstoppuð eyru varðindi þessi mál. Það er kominn tími til að vekja þau!

Ég hvet alla til þess að mæta ef þið getið og eru allir velkomnir hvað sem þið heitið! Cool


Heimsendir í nánd?

... hehehe ... ég bara varð! W00t (Svona miðað við hver ég er) tíhí ..

Þetta eru bara venjulegar jarðhræringar, en óvenju stór var þessi! Nú segir útvarpið að það komi fleiri ... við sjáum til. Smile Allir stilla á rás 2, þar eru sérfræðingar að ræða þetta.


mbl.is Afar öflugur jarðskjálfti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættum þessu kjaftæði!

Annað hvort þarf algjörlega að skipta upp og breyta þessari keppni ef þetta á að ganga. Slavnesku löndin klappa hvort öðru á bakið, alveg eins og norðurlanda þjóðirnar. Sjaldan hef ég orðið vitni að jafn mikilli pólitík sem á ekki heima í tónlistarkeppni, af því að slavnesku löndin eru fleiri, þá vissulega vann Rússland.

Annars stóð okkar fólk sig hreint frábærlega og var flutningurinn óaðfinnanlegur eins og á fimmtudaginn. Sem greinilega lýtur lægra haldi fyrir illa klæddum konum og pólitík. Hæfileikanir eru hættir að ráða, það eu landamæri, fegurð og eins lítill klæðnaður og hægt er sem skiptir máli.

Annað hvort hættum við í þessu bulli eða förum fram á breytingar! 


mbl.is Ísland endaði í 14. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég styð Magnús Þór!

Vei þeim mönnum sem tala af heilbrigðri skynsemi og ætti Maggi þá heldur betur að skammast sín! Ég samt ekki sagt að ég sé 100% sammála honum, þótt fremur sammála sé, en mér finnst einnig málfrelsinu misboðið enn eina ferðina. Ég hvet fólk til þess að HLUSTA og kynna sér málin í stað þess að ofnota hugtök eins og "Rassisti" og önnur slík pólitísk réttrúnaðar hugtök. 

Ég var að rekast á  fremur halllærislega undirskriftarsöfnun sem ég sé að Kalli Kanína og einhverjir örfáir hafa skrifað undir. Tounge

Kalli kanína skrifar:

48.    Kalli Kanína     Ég skal redda saksóknaranum um gulrót

Síðan eru aðrir sem tjá sig þarna og hafa greinilega eitthvað á milli eyrnanna:

Heilbrigð skynsemi virðist vera af mjög svo skornum skammti nú orðið, hvernig væri að HLUSTA á það sem Magnús er að segja en ekki rjúka upp eins og móðursjúkar kerlingar !!! Magnús er enginn rasisti frekar en aðrir í hans flokk og það myndi fólk sjá ef það væri ekki að missa sig í móðursýki. !!

Mikið er ég sammála ofangreindu. Annar skynsamur segir:

þið hafið í raun ekkert afsannað það sem hann hefur sagt. Það er alveg alvitað að múslimar taka sín lög fram yfir rikislög þanign mér finnst að Magnús ætti nú bara að l-gsækja ykkur fyrir rógburð

Og annar sem segir:

234. gr. Hver, sem meiðir æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum, og hver, sem ber slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári.

Það eru að minnsta kosti mjög fáir sem eru sammála Sveini Helgasyni sem kom þessari undirskriftarsöfnun á laggirnar.  

Ég vona að bara að Magnús Þór kæri þessa menn fyrir slíkan rógburð. Menn eiga að kynna sér málin áður en þeir tjá sig! GetLost Sérstaklega Sveinn Helgason!


mbl.is Lýsa stuðningi við Magnús Þór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áttunda til sextánda sætið ...

Spái ég, en kannski verður það verra. En verum bjartsýn, og tökum þetta í kvöld!  Wizard

 

girl_walking_with_iceland_flag_lg_clr

 Áfram Ísland!


mbl.is „Getum alveg unnið þetta"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki spurning!

Segir myndlisarmenntaði bloggarinn!  Wink Því yfirleitt er ég með fleiri en 150 heimsóknir, ekki alltaf en svona kæmi sér afar vel!  W00t hehe ... ég alla vegna veit um nokkra ofvirka bloggar sem ættu svona skilið .... nefni enginn nöfn, en þeir taki það til sín sem eiga það skilið!  Wink
mbl.is Bloggarar vilja listamannalaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karlrembu könnun!

Ömurleg vísindi þarna á ferðinni, og leyfi ég reynslunni fremur að ráða en svona vitleysu!!!  Úff ...
mbl.is Konur ekki alltaf kostur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 588456

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband