Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Kominn tími til !

Mikið fagna ég þessu frumvarpi minna manna. Og löngu kominn tími á ákvörðunartöku varðandi svona ófögnuð, ég vona bara að þetta náist í gegn í þetta sinn.

... ætli Ástþór sé ekki himinlifandi núna? W00t
mbl.is Frumvarp um kjarnavopnalaust Ísland í 8. sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boðorðin 10 og áhrif þeirra á Íslenskt samfélag

Ég ætla að aðeins að stikla á boðorðunum 10 í ljósi fyrri umræður við greinar minnar um kristilegt siðgæði. Því ljóst er að án þessara 10 gullnu reglna værum við íslendingar þar sem við erum stödd í dag, er því að hluta til boðorðunum 10 að þakka.

1. Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig.

Einn er Drottinn og líkar honum illa þegar við leitum annað. Þið foreldrar - hvað myndu þið gera ef börn ykkar myndu afneita ykkur? Sama er með Guð.

2. Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma.

Einmitt, þessari reglu lifi ég eftir, og líka illa þegar menn blóta. Þetta er spurning um virðingu við skapara sinn og eigið tungumál.

3. Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan.

Mikilvægt er þetta boðorð sem við brjótum allt of oft. Að mínu mati er það tákn um ást að vilja að þú hvílist, það sýnir væntumþykju.

4. Heiðra skalt þú föður þinn og móður.

Amen! En því miður er það ekki svo að allir geri það, sama hversu vitlaus eða vond þau eru, þau eru foreldrar þínir! En ég er svo lánsamur að eiga hreint frábæra foreldra, og hef ég ekki einu sinni orð til þess að þakka þeim fyrir allt sem þau hafa gert.

5. Þú skalt ekki morð fremja.

Þetta segir sig sjálft og þarfnast varla útskýringa ... vona ég!

6. Þú skalt ekki drýgja hór.

Virðing fyrir maka þínum er MJÖG mikilvæg, og er hórdómur það svívirðilegasta sem hægt er að gera betri helmingnum! Höfum stjórn á okkur!

7. Þú skalt ekki stela.

Þarna er einnig að finna kristilegt siðgæði, að brjóta gegn náunga sínum með því að stela eigum hans/hennar er svívirða!

8. Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.

Við erum ÖLL lygarar, bara mismunandi miklir. Þessi algengasta synd meðal mannanna er hvað erfiðust. En hafði þetta boðorð sín áhrif því ég bendi á að það eru ekki öll trúarbrögð sem banna lygar.

9. Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns.

Afbrýðisemi er ekki af hinu góða, og hefur leitt til illdeilna og jafnvel manndrápa. Öfundumst ekki þann sem hefur það betra en við, reynum heldur að hjálpa þeim sem hefur það ver en við!

10. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt,ekki uxa hans eða asna né nokkuð það sem náungi þinn á.


Top of monument in darkÖfund er heldur ekki af hinu góða, þá lendum við sjálf í þeirri gryfju að keppast við nágranna okkar í einhverri heimskulegri pissukeppni, og hverjum bitnar það á? Það þýðir að við gleymum þeim sem eiga það ekki eins gott og við, eins er slík keppni jafn heimskuleg og hún er tilgangslaus.

Allt ofangreint er kristilegt siðgæði, og hefðu þessi gildi ekki komið til þá værum við mjög aftarlega í öllu sem heitir: "þróað samfélag".

Þess vegna er dapurlegt að sjá menn ganga hér offorsi og vilja úthýsa þessum boðskap, sem ENGINN skaði er af.

Guð blessi ykkur og þakka ég lesturinn.   


Mesta nördatónlist sem hægt er að finna ...


Einhver nördinn tók sig til og notaði öll hljóð úr Windows XP og 98 og gerði úr því myndband ... og þá á ég við aðallega kerfis hljóðin sem við þekkjum öll. Ég hef bara eitt að segja við þennan einstakling sem gerði þetta ... þú hefur allt of mikinn frítíma á þínum höndum!  Tounge
 
En kíkið á myndbandið ... allir koma til með þekkja hljóðin sem nú eru orðinn heilt lag! 

Enn og aftur dæma danir okkur ... á endanum rætist það

Ekki skil ég hvaða dómsdagsandi yfir dönum þessa daganna, núna í seinustu viku var annar dani sem spáði öllum bönkum Íslands gjaldþroti. Núna er bara varað við okkur eins og við séum þegar gjaldþrota! Og svo nýlega var "Ekstra bladid" var nýlega dæmt til þess greiða íslenskum banka  himinn háar bætur vegna svona ummæla! Ótrúlegt alveg!

Hvað er málið með Dani?  Eru þeir svona fúlir að við keyptum "Magasin" ??

Ekki veit ég hvað þetta getur verið, en svona yfirlýsingar gera ekkert nema skaða og mér finnst Danir vera óréttlátir í þessum dómsdagsdómi! 


mbl.is Nordea: Varað við Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott lag eftir Glenn Kaiser ..... :-D

 
Það er ekki oft sem ég set inn einhverja tónlist, en að þessu sinni ætla ég að fylgja fordæmi konu minnar og setja inn gott kristilegt lag. Cool Sideways
 
Guð blessi ykkur og njótið vel !  Halo

Mín dýpsta samúð

Ég vil senda fórnarlömbum þessa heimilis mínar dýpstu samúðarkveðjur. Að hafa þurft að lifa við þennan hrylling er óafsakanlegt! Ég vona bara að allur sannleikur komi upp á yfirborðið og mennirnir sem stjórnuðu þessu dregnir til ábyrgðar, enda tími til kominn á það. Angry
mbl.is Urðu fyrir margskonar ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gerbreyttar aðstæður? Og hvað svo?

cod_fishLoðnan er hér með farinn. Þorskurinn má varla snerta. Útgerðir ýmist sameinast, fara á hausinn eða segja upp starfsfólki. Hvað er þá eftir? Ekkert.

Ég kalla hér með eftir þessum 'mótvægisaðgerðum' svo kölluðu frá höndum ríkisstjórnarinnar. Eina sem heyrst hefur frá þeim er að byggja nokkra vegi og bæta samgöngur. Og vilja þeir meina að það sé mótvægisaðgerð. Ég spyr: Gefur slíkt af sér í ríkissjóð og elfar okkur tekna á einhvern hátt? Nei.

Hversu oft þarf að sanna að þetta blessaða kvótakerfi er handónýtt og þarf verulega að endurskoða? Hversu marga mannréttindadóma þarf ríkisstjórnin til þess að hún átti sig? Nei ég bara spyr.

Sönn 'mótvægisaðgerð' væri að finna aðrar tekjulindir til útflutnings og sölu. En hvað gera þeir? Þeir byggja vegi og telja sig afsakaða og fría allra ábyrgðar.

Mótvægisaðgerð væri t.d. það að selja þá þekkingu sem við höfum, eins og t.d. uppbyggingu orkuvera sem nýta jarðvarma og eru umhverfisvæn. Eða jafnvel að styrkja hugbúnaðargeirann og selja þekkingu þaðan. Svo er líka til orka sem má selja og allar hugmyndir um að íslendingar hýsi stór tölvu/netver er alveg afbragð. Eins er ferðamannaiðnaðurinn vanræktur, hann mætti byggja upp líka. En þetta eru bara mínar eigin tillögur.

Úr nógu er að taka ef menn hafa fyrir því að horfa aðeins í kringum sig, en ritað er um þetta fólk:

Matteusarguðspjall 15:14
Þeir eru blindir, leiðtogar blindra. Ef blindur leiðir blindan, falla báðir í gryfju.``

Og sannast þessi orð í samstarfi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. Wink

Mínar bænir eru hjá ríkisstjórninni og megi góður Guð leiða þá á rétta vegu.
mbl.is Gerbreyttar aðstæður víða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málið er einfalt ...

 

eyeOfGod
Mynd: The eye of God

 

... hann er til og ekki orð um það meir.   Wink Halo


mbl.is Innbyggð trú rannsökuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugrakir prestar óskast og áskorun til kirkjunnar manna


Tekið af vísi.is:

Í Fréttablaðinu 7. febrúar sl. birtist stutt og yfirlætislaus frétt undir fyrirsögninni: „Grétar Mar Jónsson: Undrast þögn þjóðkirkjunnar". Grétar Mar, alþingismaður Frjálslynda flokksins, kallar þar eftir afstöðu presta þjóðkirkjunnar til þess álits Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna, að Alþingi Íslendinga hafi brotið mannréttindi á þegnum þessa lands með því að afhenda sérvöldum gæðingum sameiginlega auðlind í eiginhagsmunaskyni og endurreisa þar með lénsskipulag á Íslandi.


Amen! Ég skora á prestastétt Íslands að hrista rykið af hempum sínum og gagnrýna þetta innilega óréttlæti, hversu mikla vakningu þarf til þess að opna augu ykkar fyrir hreinu óréttlæti? Þið kirkjunnar menn og boðberar fagnaðarerindisins VAKNIÐ !


Í tilefni Valentínusardagsins

Bryndís. Ég elska þig. Heart

Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 588363

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband