Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Gott hjá Stebba!

Meira að segja verður fólki bannað að koma með ritninguna á þessa leika!! Furðulegt alveg á árinu 2008!
mbl.is Spielberg segir starfi sínu lausu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur einhver rekist á kristilegt siðgæði nýlega? - Já !

Spurði Friðrik Skúlason eða "púkinn" eins og hann vill kalla sig, hér fyrir nokkrum vikum.

Svarið er .

Ef við horfum á hið sögulega samhengi þá er auðséð að það hefur haft ALLT að segja, sérstaklega fyrir okkur íslendinga. Það þarf ekki nema að fara aftur til víkingatímans til þess að sjá hvað kristni breytti mörgum gildum í okkar samfélagi.

Til að mynda voru manndráp og virðing fyrir mannslífum yfir höfuð EKKI mjög mikil. Að hefna sín var hreinlega skylda hvers manns samkvæmt kröfu samfélagsins. Hver yrði endirinn á blóðsúthellingum og stríða ef hefnd væri skylda allra en ekki að fyrirgefa? Sömuleiðis voru til að mynda útburðir (sem var sjálfsagður hlutur hér á landi í árhundruði), sifjaspell (það var ekki æskilegt en samt litið á það öðrum augum en í dag), glæpir og annað voru ekki eins alvarlegir áður kristni kom til sögunnar.

himinnÍ hinum harða heimi víkinganna var regla þróunarsinna sem og guðleysingja við lýði,  eða: "þeir hæfustu lifa af" og allt það krapp. Ef við horfum til baka og sjáum hvaða gildi þessir forfeður okkar höfðu sem megingildi og spyrjum ... viljum við þetta virkilega? Er ekki búið fullreyna að þetta virkar ekki? Af hverju vilja menn kippa stoðunum undan húsinu?

Það er nefnilega þannig að margir telja að kristilegt siðferði hafi ekkert að gera í samfélag okkar í dag og loka alveg augunum fyrir sögulegum staðreyndum sem þessum. Slíkur boðskapur finnst mér vera eins og þeir vilja okkur aftur í torfkofanna og þá getum við drepið mann og annan að vild.

Ef við horfum t.d. á sum lönd í kringum okkur, siðgæði þeirra hefur einmitt  þróast í áttir sem við teljum algera óhæfu en þau sjálf telja hin eðlilegasta hlut. Sums staðar eru ekkjur brenndar með eiginmönnum sínum, annars staðar er litið á umskurn kvenna sem hin sjálfsagðasta hlut. Í öðrum löndum er meybörnum fargað og sveinunum hlíft, og ef þið athugið hvaða lönd eiga hér í hlut, eru þetta flest lönd sem byggja menningu sína á öðru en kristnu siðgæði. 

Vissulega gerðust margir hörmungar atburðir tengdir kristnitökunni, vissulega má alltaf finna eitthvað að öllu. En við getum samt sagt að kristilegt siðgæði sé hornsteinn íslensks þjóðfélags, og án þess hefðum við verið mun aftarlega á merinni en við erum í dag. Sem sé fyrirgefningin var nánast óþekkt og allt gekk út á að hefna og hugsa um sig sjálfa/nn.

Ég spyr þá ykkur kæru lesendur, er kristilegt siðgæði það sem við viljum kippa undan í okkar samfélagi? Með fullri virðingu fyrir öðrum löndum og þeirra menningu, verð ég að ítreka að ég er ekki að gera lítið úr þeim á neinn hátt. Ég er aðeins að benda á menningarmismuninn, sem er stundum mjög mikill.


P.s. ég er hættur í bloggfríi ! Cool

Hvaðan kom Nova?? >:-( ------>

Ég er búinn að rýna í allan kóða sem moggabloggið býður uppá í þema pökkunum. Ég sé enga leið að losna við þessa leiðindar óvelkomnu auglýsingu nema að breyta MasterPaginu hjá blogginu, sem enginn annar en tæknimenn moggans hafa aðgang að. Við erum því föst með þetta nema kannski notendur Firefox vafrans, þar er hægt að gera eftirfarandi:

  1. Fara í Tools efst hægra megin á síðunni
  2. Fara svo í "Manage Add-ons"
  3. Velja "Enable or Disable Add-ons"
  4. Smella á "Shockwave Flash Object"
  5. Fara aðeins niður þar sem hægt er að haka við "Enable" eða "Disable" og haka við "Disable".

 
Þessar góðu leiðbeiningar fékk ég lánaðar hjá Jóhönnu bloggvinkonu minni, og þakka ég henni fyrir að deila því.

Mér finnst einhvernveginn að Mogginn hefði átt að vara okkur við eða gefið okkur kost á að losna við þetta gegn vægu gjaldi eða eitthvað slíkt!

En ég rauf bloggfríð til þess að nöldra þetta, og er farinn aftur í frí, þetta hneykslaði mig svo mikið að ég varð að nöldra um þetta eins sönnum bloggara sæmir!


« Fyrri síða

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 588365

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband