Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Fimmtudagur, 16. október 2008
Kirkjan á að skammast sín!
Þvílík og önnur eins tímasetning að rukka ríkið um þetta núna!! Þeir eiga að setja skottið á milli lappanna og skammast sín! Voru þá orð Biskups hér um daginn bara fagurgali? Var hann ekki að hvetja land og þjóð til þess að "standa saman" og hugsa um það fólk sem minna má sig? Það er naumast samstaðan, nú á að rukka skattgreiðendur ennþá meira!
Þetta hefur greinilega verið allt í nösunum á honum, og á hann að sjá til þess að svona mál sé fyrst á meðan þjóðin gengur í gegnum verstu efnahagserfileika sögu sinnar! Ég skammast mín fyrir kirkjuna núna, og spyr þá stjórnendur innan þeirra veggja; Hvar er kristilegi kærleikurinn??
Þetta sýnir og sannar að það þarf aðskilja þessar tvær stofnanir í fjárlögum hið snarasta! Svei mér þá!
Ritað er:
Orðskviðirnir 13:23
Nýbrotið land fátæklinganna gefur mikla fæðu, en mörgum er burtu kippt fyrir ranglæti sitt.
Hafið ofangreint vers í huga á þessum erfiðu tímum þið þjóðkirkjunnar menn!
Fyrir hönd einlægs trúaðs fólks, bið ég fólk afsökunar fyrir gjörðir "trúsystkina" minna, ég skammast mín fyrir hönd þeirra og skil ekki af hverju þeir velja tímasetningu sem þessa.
Það er nóg komið af taumlausri græðgi í okkar samfélagi, og höfum við goldið dýru verði fyrir það. Við sem trúuð eru eigum að vera fyrirmynd, ekki ómynd !
Kirkjan krefur ríkið um milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt 17.10.2008 kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (57)
Miðvikudagur, 15. október 2008
Alvöru pólitíkus!
Svona á að leysa málin! Hann kemur hingað til lands til viðræðna án þess að hafa hryðjuverkalög í farteskinu. Ég tek ofan fyrir fjármálaráðherra Belga, þarna fer maður sem veit hvernig á haga sér!
Sama má segja um Hollendinga, þeir afgreiddu málin á nokkura hártoganna. Hippókrates fjallar einmitt um það mál á sinni síðu, og er Hippókrates með yndislegustu yfirlýstu guðleysingjum sem ég hef kynnst. Heimurinn væri mun betri ef við höfðum fleiri einstaklinga með gullhjarta eins og hann. Ég mæli eindregið með vef Hippókratesar, því hann liggur ekki skoðunum sínum! Ég bíð bara eftir þeim að hann komist til trúar, því þá væri hann fullkomnaður!
Hér er svo fréttin um hvernig Hollendingar afgreiddu málið:
Þarna eru erfið mál tekin fyrir og afgreidd á diplómatískann máta, án þess að nokkur skaði yrði.
Ég bið fyrir Gordon Brown og þeim skaða sem hann og hans stjórn hafa gert.
Belgar vilja tryggja rekstur Kaupþings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 15. október 2008
Seðlabankinn er vanhæfur!!
Þessi aumingjans stýrilækkun kemur í fyrsta lagi ALLT of seint, og í öðru lagi er hún allt of lítil! Eftir öll þau klúður sem hafa "gengið" yfir land og þjóð, þá er þetta dropinn sem fyllir mælinn.
Hávaxtastefnan verður greinilega óbreytt þótt að allar aðstæður bendi á annað. Klúðurslegar yfirlýsningar æðstu stjórnenda bankans sem kostuðu heila milliríkjadeilu, og kom stæðsta banka Íslands á hliðina er næg sönnun til þess að sjá að þetta bankaráð er ekki starfi sínu vaxið. Við erum ekki að upplifa þennslu, heldur samdrátt - og síðan hvenær á að beita okurvöxtum í samdrætti?? Sem sýnir að þeir skilja ekki alveg hvaða tæki og tól þeir eiga að nota, þetta er svipað eins og smiður færi að negla nagla með skrúfjárni!
Meira að segja Danske Bank spáir 75% verðbólgu og um leið gagnrýna störf seðlabankans, þ.e.a.s. þegar þeir festu gengið um daginn. Sjá hér í vísis frétt. Og einnig hér:
Spáir 75% verðbólgu á næstunni
Einnig er Westmister Bank í vandræðum vegna seðlabankans og taka ekki lengur mark á orðum þeirra: sjá hér í annarri vísis frétt.
Ég skora á Geir H. Haarde að setja faglega og hæfa bankastjórn sem þekkja markaðinn og vita hvernig hagkerfiin virka! Ef hann þorir því þ.e.a.s. því ég er hræddur um að vinir og vandamenn standi í veginum!
Nóg er komið nóg! Segið af ykkur hið snarasta!
Stýrivextir lækkaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 14. október 2008
Lítil bæn getur breytt mörgu ... hefjum upp bænaherferð fyrir Íslandi!
Svona mætti taka upp hér á Íslandi eins og þessi þýski prestur gefur fordæmi fyrir, afmarkaður staður þar sem t.d. væri boðið uppá fyrirbæn eða fólki veitt friður til þess að leita Guðs og náðar hans fyrir fólk í fjárhagserfileikum. Því ekkert sem ég veit um getur hjálpað manni í gegnum erfileika og bæn til Drottin, það er ekki mikið sem þarf til þess að gera manns eigið líf og annarra þolanlegri á krepputímum.
Í fréttinni stendur:
Jeffrey Myers, sem eitt sinn vann í banka í Kansas City í Bandaríkjunum, hefur tekið frá eitt horn í kirkjunni þar sem fjármálamenn geta sest niður, beðist fyrir og kveikt á kerti.
Eins og sést berlega í þessari frétt þá þarf ekki meira en eitt lítið horn. Og ég sem sjálfur er að lenda í þessum hörmungum alveg eins og allir aðrir landsmenn, megum ekki gefa upp vonina.
Ég bið ykkur í einlægni um að gleyma ekki þeim sem minna mega sín, þeim sem eiga virkilega eiga um sárt að binda og þarfnast hjálpar miklu meira heldur en aðrir, því næstu mánaðarmót verða mörgum þung og er ekki víst að allir eigi fyrir skuldum sínum eftir öll þessi áföll.
Ég ítreka ég orð mín við öll trúsystkini um gjörvalt Ísland, að biðja fyrir lausn á þessari kreppu, því "sameinaðir stöndum vér, og sundraðir föllum vér" eins og Jón Forseti sagði forðum. Biðjum fyrir þessari þjóð!
Því ritað er og gleymum ekki:
Mat 18:20
"Því að hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra."
Ef Jesús er sjálfur mitt á meðal okkar eins og í ofangreindu versi, þá skaltu vita að bæn þín er ekki einskinsverð og hún virkar ennþá í dag! Það þarf ekki meira til og hvet ég ykkur til þess að leita náðar Guðs á þessum erfiðu tímum.
Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.
Biður fyrir bankamönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Sunnudagur, 12. október 2008
Hvað segir Biblían um hagfræði á þessum mögru árum?
Sagt hefur verið að Salómon konungur hafi verið ríkasti maður fornaldar og sá vitrasti (fyrsta konungabók 4:31). Þess vegna er ekki vitlaust að sjá hvað hann segir um hagfræði og þætti tengda því, sérstaklega á þessum erfiðu krepputímum sem Ísland og heimurinn er að ganga í gegnum.
Ritað er:
Sá sem elskar peninga seðst aldrei af peningum og sá sem elskar auðinn hefur ekki gagn af honum.
Að eltast endalaust við peninga getur verið varasamt, sumir eyða ævinni í að eignast meira og meira og halda það allan tímann að það veiti þeim ánægju, en svo þegar öllu er á botninn hvolft þá er sú ánægja innantóm og skammvinn.
Sönn ánægja kemur að mínu mati frá Guði og kærleika hans. Það er alltaf hægt að fylla í fjársjóðskistur, því matarlyst þeirra er mikil og óseðjandi, en þegar Guð fyllir hjarta þitt, þá er það til frambúðar, nema þú veljir sjálf/ur að hysja honum út.
Sönn ánægja kemur ekki frá því að eignast flottasta húsið eða flottasta bílinn, heldur er fjölskyldan og vinir sem er sannur fjársjóður, sá allra mesti er reyndar persónulegt samband Guð og felst mesti gróðinn í því, en þú færð aldrei að kynnast því ef þú reynir það aldrei.
Skiptu hlutanum sundur meðal sjö eða jafnvel átta því að þú veist ekki hvaða ógæfa bíður landsins.
Dreifðu eignum þínum í marga hluta, og ekki fjárfesta öllu þínu í eina eign og treysta henni einni. Því þar liggur áhættan og ef einn hlutur bregst, þá standa hinir kannski betur að vígi og þú tapar ekki öllu.
Sá sem sífellt gáir að vindinum sáir ekki og sá sem sífellt horfir á skýin uppsker ekki.
Mannfólk er alltaf að bíða eftir rétta augnablikinu, og oft er það svo að sá sem bíður of lengi glatar tækifærum. Það er í eðli okkar sem menn að vilja útiloka alla áhættuþætti, en málið er að sama hvað við reynum getum við aldrei útilokað alla áhættu, en það er ógerlegt. Þannig grípum gæsina þegar hún gefst, en alltaf að vel ígrunduðu máli og ekki í fljótfærni, biðin má nefnilega ekki vera of löng.
Sé öxin orðin sljó og eggin ekki brýnd, þá verður maðurinn að neyta því meiri orku. Það er ávinningur að undirbúa allt með hagsýni.
Í okkar samfélagi þarf að brýna hugann svo hann geti tekið skynsamlegar ákvarðanir byggð á hagsýni fremur en fljótfærni. Í því felst hvíld! Ofþreyta er orðinn erkióvinur nútímamannsins og sinnum við ekki þessum mikilvæga þætti nógu vel. Þetta segir soldið sjálft að við verðum að sinna okkur sjálfum stundum og reyna eftir fremsta megni að ná góðri hvíld. Vinnum því að meiri ráðdeild fremur en útkeyra okkur sjálf.
Höldum einnig ró okkar á þessum erfiðu tímum, og reynum að vinna okkur út úr þessari kreppu með jákvæðu hugarfari, þannig næst árangur og góð uppskera.
Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 02:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)
Föstudagur, 10. október 2008
Hann gekk svo langt að ráðist er á íslendinga í Bretlandi!
Svei þér Gordon Brown! Þú hefur afrekað miklu á örfáum dögum, og þá meina ég því hatri sem hefur kviknað gegn íslendingum sem búa í Bretlandi með gáleysislegum orðum þínum. Meira að segja er farið að selja haturs stuttermaboli gegn Íslandi á netinu. Þökk sé þér!
Var ekki nóg að slá seinasta naglann í líkkistu okkar hagkerfis? Nægði ekki að beita á okkur hryðjverkalögum og fara með okkur eins verstu Talíbana?
Sumir íslendingar verða nefnilega fyrir barðinu á kynþáttahatri vegna orða þinna herra Brown. Helga Guðrún sem býr í Nottingham hefur einmitt orðið fyrir slíku. Núna situr hún heima hjá sér með tvo lögreglubíla fyrir utan húsið hennar. Af hverju?
Hún segir í grein sinni:
Ég var rétt í þessu að ljúka samtali við lögregluna. Þeir ætla að vakta húsið okkar í nótt. Tvisvar í kvöld voru kölluð ókvæðisorð og hótanir til okkar og einhver kom alla leið upp að framdyrum til að sparka og brjóta tómar mjólkurflöskur sem ég var nýbúin að setja útfyrir.
Lögreglan hér tekur þetta álíka alvarlega og um hryðjuverkahótun væri að ræða. Ég held að engin Íslendingur á Íslandi geri sér grein fyrir ástandinu hérna í dag. Hatrinu á Íslendingum og öllu því sem íslenskt er.
Svo lýsir hún þessu betur í athugasemdarkerfinu á blekpennum.com
Þetta er hreint skelfilegt og verður verra með hverjum fréttatíma. Að heyra að nágrannar mínir verði að borga þetta lúxuslíf örfárra Íslendinga og skólar, íþróttafélög og góðgerðarstofnanir hafi tapað öllu sínu til íslensku þotustrákanna er ólýsanlega sárt og erfitt að heyra.
Nú í þessum skrifuðu orðum eru tveir lögreglubílar parkeraðir fyrir framan húsið mitt svo öryggi okkar er vonandi tryggt í nótt.
Svona lagað á ENGINN að þurfa upplifa, og ætti aldrei að þurfa að leita til lögregluyfirvalda til þess að leita sér verndar af því þú ert af einhverju ákveðnu þjóðerni, í þessu tilfelli íslendingur!
Mér var réttilega bent á að hvetja íslendinga til þess að leggjast EKKI á svona lágkúrulegt plan, komum fram af tilskilinni virðingu við alla Breta og látum þá ekki gjalda þess að vera "vondir" vegna þjóðernis þeirra. "Auga fyrir auga, og tönn fyrir tönn" er ekki lengur við lýði. Sýnum þessari siðmenntuðu þjóð, hvor er siðmenntaðri.
Geir hin harði hafði rétt fyrir sér þegar hann segir í þessari viðtengdu frétt:
"Brown gekk allt of langt"
Bæn mín er hjá öllum íslendingum sem búa í Bretlandi þessa daganna, og vona ég að um einstakt tilfelli sé að ræða. En ég er bara þannig gerður að stundum er eitt tilfelli nóg! Skammastu þín Gordon Brown!!!
Brown gekk allt of langt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Miðvikudagur, 8. október 2008
Guð blessi Ísland !
Ég er ánægður með Bubbann núna, hann er að vekja fólk til lífsins og gerir sitt til þess að rífa okkur uppúr þunglyndinu. Þótt að mætingin hefði mátt vera betri á þessa tónleika, þá er boðskapurinn skýr, eða eins og Bubbi segir svo snilldarlega sjálfur hér á vísi.is:
Það er gott að eiga peninga en peningur er ekki Guð,"
Höfum þessi orð í huga og örvæntum ekki, því nú skiptir máli að fólk lagi þetta ástand í sameiningu en ekki óeiningu. Höldum ró okkar og missum ekki þann eldmóð sem við erum þekkt fyrir. Því ekki getum við gert mikið í einhverjum æsingi, við verðum að anda með nefinu og gera öll okkar besta.
Einnig segir Bubbi í viðtengdri frétt:
En kannski eigi þjóðin öll einhverja sök og nú verði menn að standa saman.
Það eru orð að sönnu, því íslendingar eru frægir fyrir að kaupa allt á krít alveg eins og auðmenn gera. Og er það ein af fjölmörgum ástæðum þess að nú er sem komið er.
Þið sem trúaðir eru, ég skora á ykkur og reyndar öll samfélög á Íslandi að hefja upp bænaherferð og ákall til þessarar guðlausu þjóðar. Ég veit fyrir vissu mína að það á eftir að virka!
Harmleikur allrar þjóðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Þriðjudagur, 7. október 2008
Karlrembu bíll?
Stelpur ... þurfið þið svona lagað? Virkilega?
Sem hálfgerður femínisti, þá set ég nokkrar spurningar við þessa frétt.
Í fréttinni stendur:
Bifreiðin verður sjálfskipt og útbúin búnaði sem mun auðvelda ökumanninum að leggja og rata á milli staða.
Þetta tel ég óþarfa, og ætti frekar að eiga við karlmenn sem eru mjög þrjóskir að spyrja til vegar, þar á meðal ég. Konur eru miklu duglegri að bjarga sér sjálfar á meðan við karlarnir hringsólum oftast um strætin í dramblæti okkar.
Þá mun tjakkurinn verða hannaður með þeim hætti konurnar þurfi ekki að óhreinka sig þurfi þær að skipta um dekk, segir á fréttavef breska ríkisútvarpsins.
Ekki man ég eftir að hafa orðið mjög skítugur við að eiga við tjakkinn sjálfan, það eru rærnar og að taka dekkið af sem veldur því að maður verður skítugur. Tjakkurinn er sennilega með þeim hreinlegri verkfærum.
Auk þess er bifreiðin sérstaklega hönnuð til að auðvelda konum að fara út í búð til að versla og aka börnunum í skólann.
Ok ... það er sem sé bara verk kvenna? Að versla fyrir heimilið og sjá um börnin? Konan mín væri löngu búin að henda mér ef svo væri! Svo mikið er víst!
Fréttaskýrandi BBC segir ekki ólíklegt að þetta muni ýta enn frekar undir þá staðalmynd að Íran sé ríki karlrembunnar.
No kidding!!
Í nýlegri könnun fræðimanns, sem starfar við Allameh Tabatabaii háskólann í Teheran, kemur fram að útivinnandi íranskar konur séu á þeirri skoðun að karla og konur eigi að skipta með sér heimilisverkunum. Jafnframt kom í ljós að eiginmenn þeirra séu enn mjög íhaldssamir í skoðunum.
Jupp .. því að trúarbragð þeirra í Íran boðar ... jafnrétti ... Eða þannig.
Sem dæmi má nefna að þá þykja íranskir eiginmenn sem elda handa eiginkonum sínum vera afar sérvitrir.
Nei ... þarna fóru þeir alveg með það! Ég er til dæmis sá sem sér um næstum alla eldamennsku heima hjá mér, og ekki er ég talinn skrítinn né "sérvitur" fyrir vikið, það er mjög algengt að karlmenn eldi og reyndar mættu sumir íslenskir karlmenn taka sig á í þeim efnum. Ekkert er betra en að gefa fjölskyldunni góðan mat og fullvissa sig um að fólk nærist almennilega.
Ég spyr ykkur öll, konur sem karla - er það þetta sem við viljum sjá aftur? Hér erum gamlar karlrembu auglýsingar sem tala sínu máli, og er sú fyrsta ekki ósvipuð viðfangsefni fréttarinnar:
Konunni þarna er stillt upp eins og hún sé gjörsamlega heilalaus og þurfi virkilega á "einföldum bíl" að halda!
Sorrý ... svona lagað finnst mér bara pirrandi ... en það er bara mín skoðun.
Bifreið sem er sérhönnuð fyrir konur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Mánudagur, 6. október 2008
Heimsendir er EKKI í nánd!
Þrátt fyrir að grafalvarleg staða sé kominn í markaðskerfi Íslendinga þá erum við ekki enn kominn á grafarbakkann. Það sannaðist hins vegar í dag, er kapítalisminn, er ekkert annað en "ismi" og þær spilaborgir sem menn hafa byggt í nafni einkavæðingar hafa skilað sér. Frjálst markaðskerfi er ágætt ef einhver er til þess að stjórna því, fullt frelsi til allra hluta er vanhugsuð og áhættusöm leið til þess að stjórna heilu ríki. Minning þessa "ismas"er best geymd í óseðjandi gröfinni, og græt ég þurrum tárum yfir þeim missi.
Ef byggja á upp raunverulegt hagkerfi sem er um leið frjálst, þá verður einhver að vera í brúnni. Þar hafa Sjálfstæðismenn algjörlega brugðist sem og stefna þeirra. Frelsið er nefnilega einskinsvert og vita gagnslaust ef því er ekki veitt athygli og nauðsynlegt aðhald, annars fer allt úr böndunum eins sannaðist á þessum neyðarlögum sem Geir H. Haarde og hans ríkisstjórn báru fram í dag.
En hvað leysa þessi lög? Var verðtryggingin afnumin, nei. Stýrivextir lækkaðir? Nei. Eina bótin sem ég sá var allt það sem snéri að íbúðarlánasjóði, og á það eftir bjarga mörgum frá barmi gjaldþrots. Það verður að gera meira en þetta, og einnig verður að koma inn hæfur seðlabankastjóri sem kann á hagkerfi ekki lögkerfi eins og núverandi seðlabankastjóri er menntaður í.
Breytinga er þörf, ef Íslendingar kjósa Sjálfstæðismenn aftur yfir sig í næstu kosningum, þá má segja að við munum ALDREI læra af mistökum okkar. Það er enginn verri að skipta um skoðun, og hvet ég fólk til þess að skoða stefnuskrá annarra flokka, en þó sérstaklega Frjálslyndaflokksins.
Var það ekki annars kraftur okkar Íslendinga sem kom okkur úr torfkofunum og hefur sá metnaður ekki gert okkur að tæknivæddustu þjóðum heims? Hvað varð um þann kraft? Sýnum heiminum að hann er ennþá til staðar og lögum þetta ástand í sameiningu!
Biðjum fyrir einingu þessarar þjóðar okkar áður en við förum raunverulega fram á vonarvöl. Því ekki er heimsendir kominn, þótt öll teikn þess séu á lofti. En höfum við ekki þjónað fyrir altari mammóns of lengi, er ekki kominn tími á að gefa því fólki tækifæri sem hefur viðurstyggð á altari mammóns og vill þjóna okkur sem íbúar þessa lands?
Ég held það.
Góðar stundir og Guð blessi ykkur!
Neyðarlög sett í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Laugardagur, 4. október 2008
Blindur fær sýn ... bókstaflega!
Ég er auðmýktur og þakklátur. Dýrð sé Guði að hafa gefið okkur vesælum mönnum læknavísindin, undanfarna daga hef ég verið að uppgötva hve fögur veröldin er, og er að sjá alla hluti í nýju og betra ljósi. Meira að segja brá mér þegar ég leit í spegil og sá þar allt í einu einhvern karl sem ég hafði aldrei séð svona vel. Furðulegt alveg og er ég ennþá að venjast þessum skrítna karli í glerinu!
Allt umhverfi hefur tekið á sig nýja og skýrari mynd, börn mín og eiginkona eru mun fallegri en ég hef séð áður. Og þess vegna hefur sál mín fagnað undanfarna daga, alveg eins og ljóði Davíðs:
Davíðssálmur 103:1-4
Hann fyrirgefur allar misgjörðir þínar,
læknar öll þín mein,
leysir líf þitt frá gröfinni,
krýnir þig náð og miskunn.
Að sjá alla Guðs sköpun með nýjum augum er stórkostlegt og þakka ég Drottni mínum fyrir það. Læknar nútímans geta gert stórkostlega hluti og aldrei hefði ég trúað að svona lítil aðgerð myndi breyta svona miklu.
Áður en ég fór í þessa aðgerð þá var ég með fæðingargalla, linsurnar í augunum á mér voru beyglaðar á þá leið að ég sá hitasvið eða það sem mann í dag kalla "árur", og hefur sá galli verið leiðréttur. Nú sé ég ekki lengur þegar konur eru á blæðingum eða þegar einhver meiðir sig í stóru tánni eins og hér áður. Úfff ...
Því allir verkir breyttu hitasviðinu og sá ég alltaf þær breytingar. Þetta fyrir minn smekk var OF mikið af upplýsingum, og vildi ég ekki sjá svona alla daga. Ég sé þetta ekki lengur og eru þá konur óhultar fyrir hnýsnum augum sem sjá hluti sem koma þeim ekki við. Og verð ég að segja að ég er þakklátur fyrir að vita ekki af sumu eins og loftverkjum hjá öllum í kringum mig. Ég er þá orðinn venjulegur maður ef það hugtak er til.
Hönd Drottins var greinilega í öllu þessu, því loksins stend ég undir nafni og sé eins og Haukur. Ég er kominn með fullkomna sjón og gerði læknirinn prufur á mér í þeim efnum, ég sé betur en ég átti að gera og kom það lækninum jafn skemmtilega á óvart og mér.
Eiginkona mín fór í svona aðgerð fyrir rúmu ári síðan, og er sama sagan að segja um hana. Hún er hætt að fá hausverk og annað við lestur og er allt önnur eftir þessa breytingu. Og Guði sé lof fyrir stéttarfélög sem borga svona rándýra aðgerð niður! Annars hefði okkur aldrei tekist þetta!
Guð blessi ykkur öll, og njótið fegurðarinnar sem þessi heimur og land okkar býður uppá. Á tímum kreppu og mikillar lægðar, er gott að hugga sig við það sem hægt er að vera þakklátur fyrir, og gleymum við mennirnir því alltof oft.
Góðar stundir og þakka ég lesturinn.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 588365
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson