Blindur fær sýn ... bókstaflega!

Ég er auðmýktur og þakklátur. Dýrð sé Guði að hafa gefið okkur vesælum mönnum læknavísindin, undanfarna daga hef ég verið að uppgötva hve fögur veröldin er, og er að sjá alla hluti í nýju og betra ljósi. Meira að segja brá mér þegar ég leit í  spegil og sá þar allt í einu einhvern karl sem ég hafði aldrei séð svona vel. Furðulegt alveg og er ég ennþá að venjast þessum skrítna karli í glerinu! Tounge

Allt umhverfi hefur tekið á sig nýja og skýrari mynd, börn mín og eiginkona eru mun fallegri en ég hef séð áður. Og þess vegna hefur sál mín fagnað undanfarna daga, alveg eins og ljóði Davíðs:

Davíðssálmur 103:1-4

Hann fyrirgefur allar misgjörðir þínar,
læknar öll þín mein,
leysir líf þitt frá gröfinni,
krýnir þig náð og miskunn.

saklausaugu.jpg


Að sjá alla Guðs sköpun með nýjum augum er stórkostlegt og þakka ég Drottni mínum fyrir það. Læknar nútímans geta gert stórkostlega hluti og aldrei hefði ég trúað að svona lítil aðgerð myndi breyta svona miklu.

Áður en ég fór í þessa aðgerð þá var ég með fæðingargalla, linsurnar í augunum á mér voru beyglaðar á þá leið að ég sá hitasvið eða það sem mann í dag kalla "árur", og hefur sá galli verið leiðréttur. Nú sé ég ekki lengur þegar konur eru á blæðingum eða þegar einhver meiðir sig í stóru tánni eins og hér áður. Úfff ... Pinch

Því allir verkir breyttu hitasviðinu og sá ég alltaf þær breytingar. Þetta fyrir minn smekk var OF mikið af upplýsingum, og vildi ég ekki sjá svona alla daga. Ég sé þetta ekki lengur og eru þá konur óhultar fyrir hnýsnum augum sem sjá hluti sem koma þeim ekki við. Og verð ég að segja að ég er þakklátur fyrir að vita ekki af sumu eins og loftverkjum hjá öllum í kringum mig. Ég er þá orðinn venjulegur maður ef það hugtak er til. Pouty

Hönd Drottins var greinilega í öllu þessu, því loksins stend ég undir nafni og sé eins og Haukur. Ég er kominn með fullkomna sjón og gerði læknirinn prufur á mér í þeim efnum, ég sé betur en ég átti að gera og kom það lækninum jafn skemmtilega á óvart og mér. Smile

Eiginkona mín fór í svona aðgerð fyrir rúmu ári síðan, og er sama sagan að segja um hana. Hún  er hætt að fá hausverk og annað við lestur og er allt önnur eftir þessa breytingu. Og Guði sé lof fyrir stéttarfélög sem borga svona rándýra aðgerð niður! Annars hefði okkur aldrei tekist þetta!

Guð blessi ykkur öll, og njótið fegurðarinnar sem þessi heimur og land okkar býður uppá. Á tímum kreppu og mikillar lægðar, er gott að hugga sig við það sem hægt er að vera þakklátur fyrir, og gleymum við mennirnir því alltof oft.

Góðar stundir og þakka ég lesturinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flower

Til hamingju með þetta allt Haukur

Flower, 4.10.2008 kl. 11:55

2 identicon

Ég óska þér innilega til hamingju með það sem virðist vera risastór áfangi um leið og ég velti vöngum yfir röntenaugum þínum og spyr mig hvort það hefði verið ráð að láta tollarana í Keflavík hafa "gömlu augun þín "

Merkilegt fyrirbæri verð ég að segja

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 12:23

3 Smámynd: Mama G

Gott að heyra að allt gekk vel

Mama G, 4.10.2008 kl. 12:25

4 Smámynd: Ragnheiður

Til hamingju með þennan fína árangur !

Ragnheiður , 4.10.2008 kl. 12:41

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Til hamingju með árangurinn Guðsteinn! Þetta er eitt af því sem ég hef ekki þorað að gera..

Óskar Arnórsson, 4.10.2008 kl. 13:52

6 Smámynd: Sigurður Rósant

Já, til hamingju Haukur. Nú ættirðu að koma auga á sannleikann mjög fljótlega.

Sigurður Rósant, 4.10.2008 kl. 13:54

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

"Gefa okkur vesælum mönnum"  Mér finnst þú ekkert vesæll, þvert á móti erutu flottur átt flotta konu og fína fjölskyldu.

 Til hamingu með góðan árangur kæri vin og megi þú og þínir njóta blessunar alla tíð.

Sigurður Þórðarson, 4.10.2008 kl. 16:18

8 Smámynd: halkatla

hahaha, frábært að "hin hnýsnu augu" séu liðin undir lok og skírari sýn á allan hátt tekin við

halkatla, 4.10.2008 kl. 16:41

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 Til hamingju með sjónina, gott að aðgerðin gekk vel.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.10.2008 kl. 16:46

10 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Gott að heyra að allt gekk vel Guðsteinn! Njóttu þess að sjá !

Sunna Dóra Möller, 4.10.2008 kl. 17:26

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Til hamingju með þessa nýju sýn þína á lífið og tilveruna sem er það yndislegasta sem hver og einn á.
Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.10.2008 kl. 18:33

12 Smámynd: Anna Guðný

Segi bara það sama og hin, hjartanlega til hamingju með þetta. Er sjálf alltaf á leiðinni að fara og komast það því hvort eitthvað sé hægt að gera fyrir mig.

Hafðu það gott

Anna Guðný , 4.10.2008 kl. 19:48

13 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Mikið ofboðslega er ég glöð og hamingjusöm fyrir þína hönd!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 4.10.2008 kl. 21:03

14 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vá! Aldrei þessu vant er ég orðlaus, ég vona að kona mín komist ekki að því ...  ! Ég þakka innilega allar hamingju óskir og er hálf snortinn yfir þessum jákvæðu viðbrögðum. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.10.2008 kl. 21:55

15 identicon

Flott þetta

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 00:44

16 identicon

Sæll Guðsteinn minn.

Þetta eru góðar fréttir fyrir þig og þína fjölskyldu.

Sjáumst!

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 04:27

17 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Já til hamingju með þessa lækningu sem er auðvitað læknavísindum nútímans að þakka.

Annars varstu aðeins of fljótur á þér. Það er útistandandi milljón dollara verðlaun fyrir hvern þann sem getur sannað að hann sjái árur. Þau verðlaun hefðu nú komið sér vel í núverandi efnahagsástandi, er það ekki alvarleg mistök hjá læknunum að láta þig ekki vita af þessu? Verðlaunin eru skýrð hérna - ef einhver annar skyldi vera með sama fæðingargalla og þú, Haukur, þá er bara að skella sér í próf.

http://www.randi.org/joom/challenge-info.html

Brynjólfur Þorvarðsson, 5.10.2008 kl. 07:45

18 Smámynd: Rannveig H

Til hamingju strákur yndislegt að allt gekk vel.

Rannveig H, 5.10.2008 kl. 09:20

19 identicon

fékkstu andleg augu með í kaupbæti ?  

þetta er alveg magnað að heyra .

Já Guð er svo sannarlega góður og hann elskar okkur skilyrðislaust

eigðu góðan dag

Helga Lúthersdóttir (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 09:28

20 identicon

Guddi hefði gert þetta ef hann hefði átt lazer ha.
Hverjum á að þakka, þeim sem augngallann gaf eða þeim sem læknaði hann með tækni & vísindum, afrakstur af strögli og pælingum í gegnum árþúsundir.

Ef ég væri guð þá hefði ég náttlega sniðið þessa galla af sköpunarverkinu fyrir löngu.

:)

DoctorE (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 15:18

21 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Til hamingju Haukur dásamlegt að allt gekk vel hafðu það gott.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.10.2008 kl. 15:40

22 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Brynjólfur - takk fyrir þennan skemmtilega vinkil og verst er að verða af þessum peningum! En ég held að beygluð linsa uppfylli ekki skilyrðin fyrir það sem þeir leita eftir, því á síðunni þeirra stendur:

At JREF, we offer a one-million-dollar prize to anyone who can show, under proper observing conditions, evidence of any paranormal, supernatural, or occult power or event.

Mitt tilvik á sér algjörlega líffræðilegar skýringar og ekkert tengt "kukli" á nokurn hátt eins og þarna er verið að leita eftir. 

Öllum öðrum þakka ég góðar athugasemdir.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.10.2008 kl. 17:10

23 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Já peningarnir hefðu auðvitað komið sér vel - en er ég kannski að misskilja eitthvað? Þú talar um "beyglaða linsu", er þetta ekki eitthvað skylt sjónskekkju, svona öfgasjónskekkja? Ég er sjálfur með sjónskekkju auk nærsýni og án gleraugnanna get ég auðveldlega séð "árur" utan um alla hluti, að vísu ekki mjög skýrt!

En það sem mér fannst vera milljóndollaravirði var hæfileiki þinn, sem ég sé ekki alveg hvernig tengist beyglunni á linsunni, að geta séð "hitasvið" eða "áru" einstaklinga og, með litabreytingum á þeim, hvort viðkomandi var með verki eða ekki. Eða er ég að misskilja og þú ert bara að grínast með þetta?

Slíkur hæfileiki myndi svo sannarlega duga til að krækja sér í milljón dollara.

Brynjólfur Þorvarðsson, 5.10.2008 kl. 17:40

24 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Þér brá nú vonandi ekki við að sjá þig í spegli....

Haraldur Davíðsson, 5.10.2008 kl. 19:22

25 Smámynd: Anna Guðný

var einmitt að hugsa um það sama og Haraldur, fannst þér þú ekki fallegur  líka?

Hafðu það gott

Anna Guðný , 5.10.2008 kl. 20:55

26 Smámynd: Aida.

Hallelúja.

Aida., 5.10.2008 kl. 20:56

27 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Haukur. 

Við þökkum góðum Guði fyrir, að hann notar einnig lækna til, að lækna. Til hamingju með árangurinn.

Drottinn blessi þig áframhaldandi og fjölskyldu þína.

Shalom kveðja
olijoe

Ólafur Jóhannsson, 6.10.2008 kl. 00:12

28 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ert þú ekki að misskilja e-ð Brynjólfur? Ég hef hvergi haldið þvi fram að um eitthvern skynnhæfileika sé að ræða, og fólk meiðir sig, þá eðlilega hitnar líkaminn þar sem meiðslin eru. Ekki flóknara en það.

Halli og Anna Guðný, nei - ég er ekkert augnayndi.

Ólafur og Aida - takk!  :)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.10.2008 kl. 09:19

29 identicon

Má ég biðja um að við séum ekki kallaðir "Vesælir menn", ég veit að guð biblíu vil einna helst að við séum vesælingar, vesældómur er guðdómlegur.... án vesældóms hefur guddi engu hlutverki að gegna.
Praise science, án vísinda værum við ekki að blogga, við værum líkast til öll dauð nú þegar.

DoctorE (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 10:05

30 Smámynd: egvania

 Guðsteinn til hamingju með árangur aðgerðarinnar, ég trúi að þú sért ánægður með þessa miklu breytingu sem að varð á sjóninni þinni.

kveðja Ásgerður

egvania, 6.10.2008 kl. 19:41

31 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Guðsteinn, þú fyrirgefur tuðið í mér - ég vil alls ekki draga úr þessum árangri hjá þér, það er alltaf gott að fá bót meina sinna. Ég óska þér svo sannarlega til hamingju með það. Ég er líka mjög áhugasamur um sérstaka eiginleika einstaklinga og ég er bara að reyna að átta mig á því í hverju þessi sérstaki eiginleiki þinn hefur falist.

Ég er sammála þér að fólk geti vel hitnað yfir verkjum og eflaust sést það vel t.d. á innrauðri filmu. Virkaði þessi augnsteinaskekkja þannig að þú gast séð innrautt ljós? Sumar slöngur sjá innrautt ljós að talið er en venjulegt fólk sér það ekki.

Innrauð hitageislun dæmigerðrar mannveru er með bylgjulengd sem er uþb. hundrað sinnum lengri en lengstu bylgjur sýnilegs ljóss - og mér vitanlega er engin eðlisfræðilega viðurkennd leið til að breyta bylgjulengd ljóss með linsum, hvort sem þær eru beyglaðar eða ekki.

Brynjólfur Þorvarðsson, 6.10.2008 kl. 19:55

32 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Sástu þá alltaf þegar ég var á túr? Sjitt...

Ingvar Valgeirsson, 6.10.2008 kl. 20:19

33 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Brynjólfur - það er í góðu lagi að tuða! Ég er ekki skárri sjálfur, en nei - ég sá ekki infrarauð ljós, að ég held. Það getur svo sem vel verið, ég hef kannski ekki áttað mig á hvað ég var að horfa á. En þessi eiginleiki minn var fæðingargalli og á sér eðlilegar skýringar, alveg eins og fólk fæðist með 3 hendur, var ég með furðulegar linsur.

Andrés - takk fyrir að svara Dokksa á þennan snilldarhátt.

Ásgerður - takk innilega og Guð blessi þig og þína.

Ingvar - ég er viss um að þú sért haldinn krónískum túrverkjum sökum einstaklingshyggjustefnu þinnar sem sannaðist í dag að virkar ekki og reið hún til falls!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.10.2008 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband