Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Ég samhryggist innilega ! :(

OldCar1900Sem bílaáhugamaður þá finnst mér svona atburðir blóðtaka. Ég hef sérstakt dálæti á fornbílum og kenni því í brjósti um þá sem misstu svo veglega gripi sem um ræðir ! Crying

En eins og eigandi bílsins sagði sjálfur í fréttinni, það voru enginn slys á fólki, og það er það sem skiptir mestu máli. Smile


mbl.is Það er slæmt að horfa á góðan bíl brenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rotið karlremburéttarkerfi !

Hvað gengur á í samfélaginu? Var þessari konu hunsað af lögreglunni af því að hún var kona? Eða vælandi kerling, eins og þeir hafa sjálfsagt séð hana? Eða er það út því að hún er útlendingur? Þá er fyrirfram ákveðið að slík mál megi bíða. Eða það sem verra er, er það af því að hún er útlensk kona sem ekki var hlustað á mál hennar??  Angry

Það segir í fréttinni:

Konan, sem sagði Morgunblaðinu sögu sína, er gagnrýnin á lögregluna og dómskerfið. "Ef lögreglan hefði tekið kæru mína alvarlega fyrst þegar ég leitaði til hennar tel ég að fórnarlömbin hefðu ekki orðið fleiri," segir konan. Hún telur fimm ára dóm fyrir brot mannsins í máli hennar vera of vægan.

Svona á ekki að eiga sér stað, skilningsleysi og hroki yfirvalda má ekki verða til þess að glæpir af þessu tagi aukast!!

mbl.is Sagði kynlífið skyldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Páfa-gaukurinn er bilaður !

Ég skil ekki alveg hvað honum gengur til með þessu , en er þá ekki synd að kaupa sér flatskjá, tölvu, jeppa og svona mætti lengi telja! Páfi er sennilega að vitna til páls bréfanna, þegar hann segir svona. Samkvæmt því þá er hin 98% af hinum vestræna heimi á leiðinni beint til vítis !

Fyrra bréf Páls til Korintumanna 6:12
Allt er mér leyfilegt, en ekki er allt gagnlegt. Allt er mér leyfilegt, en ég má ekki láta neitt fá vald yfir mér.


Þetta stendur skýrt, allt er leyfilegt svo lengi sem það nær ekki vald yfir þér og stjórnar lífi þínu! Og auðvitað verður að velja og hafna hvað er rangt og rétt í þessu, Guð gaf mönnum sjálfstæðan vilja til þess að velja þar á milli. Mér finnst svona lagað rangt og Páfi er ekki Guð sem getur ákveðið hvað er synd og hvað ekki !

Ég sé ekki neitt af því að menn fái sér svona bíl, með fullri virðingu fyrir kaþólikkum, þá gerði Páfi rangt með þessu! Og hann er ekki yfir gagnrýni hafinn eins og annað fólk. 


mbl.is Synd að kaupa Ferrari?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiríkur og Ómega klúðrið

Ég er ekki sáttur við Eirík á Ómega þessa daganna, hann sendir út bréf til þess að fá peninga fyrir stöðina sína sem inniheldur merkispjald sem þú getur tékkað við það sem þú vilt biðja fyrir, nýjan bíl, húsnæði, vinnu o.s.f.v.

Sorrý, mér finnst þetta rangt. Þetta virkar á mig eins Eiríkur hafi Guð í vasanum og geti veri milliliður um að veita hvaða bænheyrslu sem er. Því sem verra er að hann gefur ranga mynd af kristindómnum, það að höfða til efnishyggju fólks til þess að verða sér út um peninga finnst mér fyrir neðan allar hellur. Veit ég vel að það megi biðja fyrir svona, það eigum við líka að gera, en eigum að gera það á réttum forsendum ! Guð gefur okkur góðar gjafir í gegnum lífið, það er ekki endilega það flottasta og nýjasta en við eigum að vera þakklátt fyrir það sem við eigum og ekki endalaust fara fram á meira eins og hér er gert.

Auðvitað eru þetta bænarefni sem þarf að biðja fyrir, en það er ekki sama hvernig staðið er að því.

Ritað er:
Lúkasarguðspjall 12:22-24
22 Og hann sagði við lærisveina sína: ,,Því segi ég yður: Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar, hvað þér eigið að eta, né heldur um líkama yðar, hverju þér eigið að klæðast.
23 Lífið er meira en fæðan og líkaminn meira en klæðin.
24 Hyggið að hröfnunum. Hvorki sá þeir né uppskera, eigi hafa þeir forðabúr eða hlöðu, og Guð fæðir þá. Hve miklum mun eruð þér fremri fuglunum!

Sem þýðir að við eigum ekki að velta okkur uppúr einhverju sem Guð veitir okkur hvort eð er. Hann sér okkur fyrir þeim nauðsynjum sem við þurfum.

og einnig:

Matteusarguðspjall 6:1-8

1 Varist að iðka réttlæti yðar fyrir mönnum, þeim til sýnis, annars eigið þér engin laun hjá föður yðar á himnum.
2 Þegar þú gefur ölmusu, skaltu ekki láta þeyta lúður fyrir þér, eins og hræsnarar gjöra í samkunduhúsum og á strætum til þess að hljóta lof af mönnum. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið út laun sín.
3 En þegar þú gefur ölmusu, viti vinstri hönd þín ekki, hvað sú hægri gjörir,
4 svo að ölmusa þín sé í leynum, og faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér.
5 Og þegar þér biðjist fyrir, þá verið ekki eins og hræsnararnir. Þeir vilja helst standa og biðjast fyrir í samkundum og á gatnamótum, til þess að menn sjái þá. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið út laun sín.
6 En nær þú biðst fyrir, skaltu ganga inn í herbergi þitt, loka dyrunum og biðja föður þinn, sem er í leynum. Faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér.
7 Þegar þér biðjist fyrir, skuluð þér ekki fara með fánýta mælgi að hætti heiðingja. Þeir hyggja, að þeir verði bænheyrðir fyrir mælgi sína.
8 Líkist þeim ekki. Faðir yðar veit, hvers þér þurfið, áður en þér biðjið hann.


Allir þessir hlutir skipta máli, ég geri ekki lítið úr því, en mér finnst það bara ekki rétt að merkja við á einhverju spjaldi og senda ásamt fjármunum til Ómega að mig langi í 7 herbergja íbúð og 15 milljón króna jeppa! Ég veit líka hvernig þessu er háttað hjá trúfélögunum, það er hægt að skrifa niður bænarefni á blað og það er svo borið til forstöðumannsins og beðið fyrir því. Ég hef ekkert útá það að setja. En það sem mér finnst rangt við þetta er að Eiki tekur sér bessaleyfi og ákveður hvað það er sem á að biðja fyrir.

Fólk þarf ekki tilsögn í bænarefnum, það veit vel hvað þarf að biðja fyrir í sínum lífum.

Eins og ég lærði að unga aldri, þá á að blessa til þess að vera blessun, en ekki blessa til þess að vera blessaður/uð. Á þessu liggur mikill munur! og þetta hafa þeir hjá Ómega misskilið! 

Ekki samt misskilja mig, ég tel Ómega vera mjög góðan kristilegan miðil, hann hefur náð undraverðum árangri miðað við það litla fé sem þeir hafa haft á milli handanna. Það er þörf fyrir kristilega stöð hér á klakanum og eiga þeir hrós skilið fyrir það. En þetta er með því fáu sem ég hef á móti þeim. 


Gott hjá þeim

Ég er nú ekki vanur né þekktur fyrir að hrósa sjöllunum fyrir nokkurn hlut, en mér fannst þetta bara gott hjá þeim! Auðvitað er þetta fíkn eins og svo margt annað í lífinu og geri ég ekki lítið úr því. En mér finnst allt í lagi að menn geri svona svo lengi það er innan siðsamlegra marka.

mbl.is Pókermót haldið hjá félagi ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ömurleg og sorgleg þróun

Sama hvaða skoðun þú hefur fóstureyðingum, þá verður að viðurkennast að þetta er þróun í ranga átt. Ég ætla ekki að segja hvað er rétt og rangt í þessu, en eitt er víst; það vantar sárlega meiri fræðslu í skólum !

mbl.is Mikil fjölgum meðal unglingsstúlkna sem fara í fóstureyðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endilega, myndum stjórnmálasamband við hryðjuverkamenn

Þetta fór eins og ég óttaðist. Ísland ætlar að koma stjórnmálasambandi við hryðjuverkamenn, það er sama hvort þetta er Fatah eða Hamas, báðir armar eru hryðjuverkasamtök. Ég vona að ISG hætti við þessi áform sín og andi með nefinu, leyfum ró að komast á í þessum heimshluta áður en svona er sett á dagskrá.

mbl.is Leiðtogi al-Qaeda lýsir stuðningi við Hamas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og asni !

Skelfing leiðist mér þegar karlmenn þræta fyrir svona lagað, þegar svona á sér stað á að senda pabbann beint í DNA rannsókn til þess að fá úr þessu skorið, en fræga fólkið verður auðvitað að gera þetta í heimspressunni, það er ekki annað hægt !



mbl.is Murphy er pabbinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ódýr brandari hjá titlahöfundi

Ekki alls fyrir löngu fékk sent í tölvupósti skeyti sem var með eftirfarandi fyrirsögn:"Finndu fimm villur á þessum myndum" og auðvitað var mynd af 5 húsum. Aulinn sem ég er var ekkert að fatta þetta, ekki fyrr en ég fór með skömmustusvip til vinnufélaga míns og hann upplýsti mig um þessar svo kölluðu villur. 

Ég gekk afar rauður í framan aftur í stólinn minn og spurði lítils sem eftir var dags. Blush Þess vegna finnst mér þessi frétt hálf kjánaleg, sérstaklega þar sem mesti kjáninn gleypti þessu hráu á sínum tíma var ég sjálfur. Pinch


mbl.is Fimm villur á Flórída boðnar fyrir lágt verð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yndislegar fréttir !

Rosalega var ég kátur þegar ég sá þessa frétt! Ég veit ekki satt að segja hverjum svona mynduleikur er að þakka, en þakkir á hann/hún skilið. Frelsi eða ekki frelsi, ef frelsi felur í sér að gera lítið úr konum á þennan hátt, þá kýs ég frekar ritskoðun og miðstýringu. En það er bara ég.

mbl.is Einkadansinn líður undir lok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband