Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Classík !

Ég man þegar ég og systir mín gáfu föður mínum disk með Nancy, honum til óútskýranlegrar gleði. Þeir sem halda því fram að hún sé úr sér genginn hafa rangt fyrir sér. Ég vona bara að fjölmiðlar fari ekki með hana eins og þegar Cliff Richards kom hingað til lands. Fréttakonan gerði bara grín að aldrinum hans. Mér finnst hún ágæt þessi elska.

mbl.is Nancy Sinatra til landsins?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öfgafullt kjaftæði !

Ég skil svo sem að það eigi að vernda börn fyrir óbeinum reykingum, en alveg róleg á miðstýringunni ! Það er verið að persónugera reykingamenn sem vanhæfa foreldra með þessu! Ég vona að íslendingar verði ekki svona vitlausir !!! Angry
mbl.is Breskir reykingamenn fá ekki að verða fósturforeldrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Okur al-la Vito

Næst þegar ég á leið um bandaríkin kíkji ég sennilega á "The little big man" Danny DeVito. Ég vona bara að hann nái uppá borðið með diskinn minn. Ef ég á efni á að borða þar þ.e.a.s.

mbl.is Danny DeVito í veitingarekstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já takk !!

Þessi hugmynd er bara snilld ! Ég segi ekki meir ! Cool
mbl.is Svíar greiða bloggurum laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harður í horn að taka !

Ég vona bara að þessi ágæti íslendingur nái að reisa Operu upp úr þessum rústum! Ég nota Operu sjálfur og hef góða reynslu af! Ég hvet alla til þess að ná í þennan vafra því hann er ekki bara þægilegur heldur er hann nánast vírusfrír!

Þið getið sótt hann hér.


mbl.is Tetzchner sagður hafa rekið stjórn Opera til að komast hjá brottrekstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

In memorium

krossÍ gærkvöldi kvöddu tveir af mínum bestu vinum þennan heim. Þau voru fædd 1991 og voru systkini, þau báru nöfnin Grettir og Gláma. Þetta voru kettir okkar fjölskyldunnar til 16 ára og er afar sárt að kveðja svo góða vini eftir svo mörg góð ár.

Þau voru svæfð af dýralækni á heimili foreldra minna og  grafinn í garðinum hjá þeim. Ég hef þá einföldu trú að dýr manna fari til himins eins mennirnir sjálfir, það er vitnað um það í Jesaja, þess vegna hugga ég mig við það að þið eruð kominn á betri stað. Undir restina gátuð þið ekki einu sinni hoppað uppí rúmin ykkar sökum aldurs og veikinda, þannig það hefði verið grimmt að halda ykkur á lífi þar sem þið láguð allan daginn í kvölum. 

Það tók sinn toll af fjölskyldunni að missa þessa yndislegu ketti, móðir mín grét hástöfum og jafnvel faðir minn feldi tár. Dóttir mín er ekki söm við sig og sjálfur er ég hryggbrotinn ásamt systur minni, sem er einu ári eldri.

Guð blessi minningu ykkar og takk fyrir alla þá gleði sem þið veittuð okkur fjölskyldunni, ykkur verður sárt saknað.  Crying


Hvernig er þessi mynd?

Ég er teiknimyndasögu nörd í húð og hár, ég hef ekki séð þessa mynd og auglýsi eftir einhverjum sem hefur séð hana, kannski er það ekki ómaksins virði að sjá hana. Mér fannst fyrri myndin algjör hörmung og ber ekki miklar væntingar til þessarar.

Er einhver sem getur sagt álit sitt henni?


mbl.is Fjögur fræknu og hinn silfraði brimari vinsælust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kveðja og þakklæti til barnaspítala Hringsins

Fyrstu þrjú ár ævi minnar eyddi ég á Hringnum, ég var afar veikt barn sökum heiftarlegs matarofnæmis sem ég var með þá. Jafnvel þann dag í dag þekkja sumar hjúkkur mig þótt ég þekki þær ekki. Ég vona að þessi 50 milljón króna gjöf sem þau fengu komi sér vel. Ég er þeim afar þakklátur og er ekki viss um að ég væri á lífi nema fyrir tilstuðlan starfsfólks á Hringnum.

Guð blessi þeirra starf margfaldlega !


mbl.is Öllum börnum boðið í afmæli hjá Barnaspítala Hringsins í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til með daginn hamingju Stelpur !!

Á þessum fallega sumardegi er loksins kominn 19. júní! Ég ætla jafnvel að fara á eftir og kaupa mér einhverja bleika flík þar sem ég var að uppgötva að ég á enga! En allt sem ég skrifa í dag hér á blogginu verður í bleiku letri!! Smile

En til hamingju með daginn stelpur og gangi ykkur vel að vekja athygli á málefnum ykkar !  Wizard


mbl.is Málum bæinn bleikan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hroðaleg frí

Ég var að klára sumarfríð mitt um helgina og fer ýmsum sögum af því. Ég er kominn á þá skoðun að tjöld séu pyntingartól og háværir fuglar séu einungis hæfir í matseld !

Jæja, konan mín sá um að lýsa þessum hrylling, sem er að finna hér !


« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband