Páfa-gaukurinn er bilaður !

Ég skil ekki alveg hvað honum gengur til með þessu , en er þá ekki synd að kaupa sér flatskjá, tölvu, jeppa og svona mætti lengi telja! Páfi er sennilega að vitna til páls bréfanna, þegar hann segir svona. Samkvæmt því þá er hin 98% af hinum vestræna heimi á leiðinni beint til vítis !

Fyrra bréf Páls til Korintumanna 6:12
Allt er mér leyfilegt, en ekki er allt gagnlegt. Allt er mér leyfilegt, en ég má ekki láta neitt fá vald yfir mér.


Þetta stendur skýrt, allt er leyfilegt svo lengi sem það nær ekki vald yfir þér og stjórnar lífi þínu! Og auðvitað verður að velja og hafna hvað er rangt og rétt í þessu, Guð gaf mönnum sjálfstæðan vilja til þess að velja þar á milli. Mér finnst svona lagað rangt og Páfi er ekki Guð sem getur ákveðið hvað er synd og hvað ekki !

Ég sé ekki neitt af því að menn fái sér svona bíl, með fullri virðingu fyrir kaþólikkum, þá gerði Páfi rangt með þessu! Og hann er ekki yfir gagnrýni hafinn eins og annað fólk. 


mbl.is Synd að kaupa Ferrari?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

Páfa-gaukur

þú ert bestur! fólk sem hefur áhuga á flottum bílum má svo sannarlega kaupa sér ferrari fyrir mér, en að kaupa fleiri en einn er kannski óþarfi.... neyslumenningin og græðgin er komin svo útí öfgar, ég sá einu sinni þátt sem heitir The Real Housewives of Orange County og sem fjallar um 5 ríkar h´smæður af öllum gerðum. Ein þeirra var óvön ríkidæminu og hún var velmenntuð og sæt, en maðurinn hennar átti erfitt með að meðtaka það og vildi að hún væri bara heima, en allavega, þau fóru svo í matarboð til vinnufélaga mannsins sem átti heima í villu sem var 5x stærri en villan þeirra, og kona vinnufélagans hafði það áhugamál að demantskreyta allt sem hún átti, hófarnir á hestinum hennar voru lakkaðir bleikir, beislið demantskreytt ef ég man rétt, og fleira og fleira. Það er sorglegt þegar fólk getur ekki fengið af sér að gefa frá sér það sem það þarf ekki. 

halkatla, 25.6.2007 kl. 15:12

2 identicon

Páfagaukarnir eru að tala sig í kaf, það er ekki hægt að gera greinarmun á tali venjulegs páfagauks og ofurpáfagauka lengur, eða kannski hefur það aldrei verið hægt :)

Heyrst hefur að páfi leiki páfagauk í næstu Pirates of the carrabian

DoctorE (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 15:18

3 Smámynd: Svartinaggur

Réttast að stoppa upp þennan páfa-vitleysing og setja á safn.

Svartinaggur, 25.6.2007 kl. 16:55

4 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Grei kallinn, örugglega orðinn gamall og farinn að kalka. Virðist segja margt sem fáir sjá tilganginn með...

Bryndís Böðvarsdóttir, 25.6.2007 kl. 18:31

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvað er þetta með Ferrari sem fer svona í karlfauskinn.  Af hverju ekki einhverjar fleiri tegundir, porse til dæmis

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.6.2007 kl. 20:37

6 identicon

Þetta boðorð er sponsorað af keppinautum ferrari, kannski má ekki segja að einhver bíll/tæki eða whatever sé gott en það má segja að eitt og annað sé illt.... makes sense?

DoctorE (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 21:01

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

LOL, ekki vitlaus tillaga Dokksi ! hehehe ...

EN ég veit ekki af hverju hann valdi Ferrari fram yfir t.d. Fiat Áshildur, ekki stendur páfi sig nú vel að styðja innlendan iðnað þeirra ítala!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.6.2007 kl. 21:37

8 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Er páfinn ekki að vitna í græðgi okkar mannanna með þessu.Það er hægt að fá sér ódýrari bíl og gefa fátækum afganginn.  Mér finnst að þeir sem gefa sig út fyrir að vera svona sannkristnir eins og t.d. páfinn, eigi að gefa fátækum allt sem þeir eiga nema það allra nauðsynlegasta sem þeir þurfa til að lifa af því Jesú sagði að það. ætti maður að gera.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 25.6.2007 kl. 21:45

9 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Þetta er ádeila á neyslufyllerí, en páfagarður er þá að kasta steinum úr glerhúsi.

Ester Sveinbjarnardóttir, 25.6.2007 kl. 21:57

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

tek undir með Þórdísi og Ester

Heiða Þórðar, 25.6.2007 kl. 22:49

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jú það er hárrétt hjá ykkur, hann er auðvitað að skamma efnishyggju fólk með þessu. Mér fannst útfærslan bara svo furðuleg að ég gat ekki látið þetta kjurt vera !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.6.2007 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 587882

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband