Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Gott framtak og vaknaðu Sóley!!

Þið megið ásaka mig um að vera karlremba ef þið viljið, sama er mér, en ég hef bara ekki gaman af því að þvælast mikið í búðir, konan mín virðist hafa meiri áhuga/þolinmæði fyrir þessu. Mér finnst því  þetta vera fyrirmyndarframtak, því það er afar algengt meðal okkur karlþjóðarinnar að hafa hreint ekki áhuga fyrir svona löguðu. Ekki eru allir karlmenn svona auðvitað, en að minnsta kosti mjög, mjög margir.

Þetta hlutverk á auðvitað engan veginn að falla sjálfkrafa í hlut konunnar, langt í frá - en það á að falla í hendur þess sem hefur meira gaman að þessu. Það eru vissir hlutir sem kona mín drepleiðist að versla, og það sé ég um. Eins er með mig. Þessu á að vera jafnt skipt, ekki bara á hendur annars aðilans.

Þess vegna á Sóley Tómasdóttir að VAKNA þegar kemur að einföldum staðreyndum. Kynin ERU og VERÐA alltaf öðruvísi og getur hún ekki breytt því, sama hversu mikið hún vælir og vælir um ósýnilegt kynjamisrétti, eins og þetta. Hún er hvort er að boða neitt jafnrétti, heldur öfgakvenréttindi.

Einu sinni var tíðin að ég gat stolltur kallað mig feminista, en nú er öldin önnur með tilkomu öfgakvenna sem hafa hent út þeim gömlu gildum sem voru upphaflega hjá feministum, og það var "jafnrétti". Nú er öldin önnur og berst Sóley og félagar fyrir öfga-kvenrétti en nokkru öðru!

Ég geng aftur til liðs við feminsta þegar þær fara að berjast fyrir JAFNRÉTTI á báða vegu, en ekki bara á aðra vegu!!  Angry


mbl.is Pabbar í pössun í Hagkaupum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varist eftirlíkingar

edalvorur_ginsengÉg er farinn að taka inn eitthvað sem ég hef ekki gert áður sem heitir: "Rautt eðal ginseng". Og um leið og ég byrja þá byrja óprúttnir náungar að selja svikavöru. Ég get vottað um það að ginseng virkar, og virkar það vel! Því vil ég vara við svikahröppum eins og kemur berlega fram á síðu neytindasamtakanna!

Ég birti hér mynd af hinu rétta ginsengi, og mæli ekki með ginsenglíki sem menn eru að selja í mjög svipuðum umbúðum! Angry

Ég er ekki vanur að mæla með svona löguðu, eða tala um vörur per se. En þessi virkar, og er algjör snilld að mínu mati! Cool

P.s. ég er ekki á prósentum, mér finnst þetta bara góð vara ! W00t


Sviðið hár

Hér er nú ennþá meiri ástæða til þess að hætta að reykja! Ég féll á mínu bindindi ekki alls fyrir löngu, og mun ég reyna aftur eftir þetta. Pinch

Ég held að skalli (þótt hann sé ekki ljótur) sé einn mesti ótti karlmanna að eignast. Það er það að minnsta kosti hjá mér, getur einhver annars frætt mig um hvernig þessi erfðagen virka? Spyr sá sem ekki veit ...   FootinMouth
mbl.is Reykja á sig skalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öðruvísi Græmetissúpa (og ég án klæða)

Ég Hráefni:

1 poki af grænum frosnum baunum
1 laukur
2 hvítlauksgeirar
1 lítri kjúklingasoð (eða einn súputeningur)
1 tomatur
Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

Sjóðið lauk, hvítlauk og tómat í kjúklingasoðinu þar til allt er orðið meyrt. Bætið svo frosnum baunum útí, þegar þær eru soðnar verður að hakka allt svo að úr verði súpa. Þá annað hvort í blandara eða með töfrasprota. Berið svo fram.

Myndin er ádeila mín á "kokkur án klæða" vitleysuna. Þar sem ég er ekki spéhræddur teiknaði ég sjálfan mig að elda á Adamsklæðunum einum saman. Ég tek fram að þetta er bara sett fram í gríni og engu öðru!  ;)

Frönsk eggjakaka (Ommeletta)

Þessi uppskrift er fyrir tvo.eggjakaka

Hráefni:

2 egg,
1/4 teskeið Maldon salt (smekks atriði)
1/2 teskeið sýrður rjómi (sama hvaða tegund)
Mikið af nýmöluðum pipar. (smekks atriði)
Parmesan ostur er svo rifinn yfir.

Aðferð:
Galdurinn við þessa, er að handþeyta eggin svo að þau verða froðukennd og betra er að þeyta eins lengi og hægt er (Ágætis eldhúsleikfimi). Eftir þessa miklu þeytingu er þetta sett á pönnu með mjög vægum hita, lokið er sett yfir og þessu er leyft að malla þangað til þú getur lyft brúnunum upp án erfiðis.

Gott er að steikja sveppi eða lauk og setja á þessa, hún er virðist afar einföld - en stundum er einfaldleikinn sterkastur! Taktið eftir að það er enginn mjólk í þessari, og þess vegna er þess virði að prófa hana.


Vitnisburður...

... um hver ég er og hvernig ég komst til trúar. Guð hefur lagt það þungt á mitt hjarta að vitna um trúargöngu mína og hvernig það atvikaðist  að ég gerðist kristinnar trúar. Ég veit að sum ykkar munu telja mig vitleysing og hálf geðbilaðan, en það sem ég rita hér eftir er mín saga og er hún sönn.

Ég er alinn upp sem guðleysingi, og var það fram til 19 ára aldurs, og það heitur guðleysingi! Hefði ég ekki gerst kristinn, þá hefði ég sjálfsagt sótt um að gerast meðlimur í félaginu Vantrú.is – svo heitur guðleysingi var ég. En ég efast samt um að þeir hefðu tekið við mér miðað við sögu mína.

Ég var nefnilega fæddur með hæfileika sem ég hélt að allir hefðu þar til ég varð ca. 11-12 ára, þá fór ég að átta mig á að það sáu ekki allir það sem ég sá. Oft kom það fyrir að ég sá þegar fólki leið illa eða var alvarlega veikt, sömuleiðis ef ég horfði á hóp manna þá sá ég mun fleiri en hinir sáu. Ég spurði stundum vini mína um hvað þeim fannst um hinn og þennan, en svo fékk ég andsvör: „hvað ertu að tala um? Ég og enginn annar sá þennan mann, tókstu ekki lyfin í morgun?“ Svo var bara hlegið að mér. Ég gerði mér þá betur grein fyrir hvað var í gangi, ég var bara ekki eins og fólk er flest. Mér fannst þetta svo sjálfsagður hlutur og mikill partur af mér, að ég var ekkert að velta mér uppúr þessu.

Ég blokkeraði þessar hugsanir út og horfði á þetta lið án þess að veita því eftirtekt eða minnast á það.   Dagarnir, vikurnar og árin liðu, ég var vanur þessu svo sem en þetta pirraði mig allalvarlega, ég vildi læra að stjórna þessu eða losna við þetta. Mér var sagt að ég væri með „þriðja auga“ sem ég þyrfti að láta loka. Þá fór ég á stúfanna og leitaði til miðla, í þeirri von að ég myndi læra af þeim og sjá hvernig þeir höndluðu þetta. Þar varð ég fyrir hrikalegum vonbrigðum, eftir að hafa sótt þó nokkra miðlafundi þá sá ég svik í gjörðum þessara manna, t.d. þá var einn sem var í „trans“ á miðilsfundi og sagði að það væri kona í salnum sem væri háð lakkrís, sem reyndist rétt. Því þessi sami maður sagði við mig þegar hann var nýbúinn að taka í hönd hennar og bjóða hana velkomna; „þessi angar af lakkrís“, ekki datt mér í hug að hann myndi nota sér slíkt til framdráttar. Sannfæringarkraftur miðla er engum líkur, og finna þeir minnstu mein og blása það upp, auk þess eru þeir snillingar í að vera með ágiskanir. Ég fékk mig fullsaddan af lygum og prettum þeirra og kvaddi þann söfnuð!

Eftir þessa reynslu varð ég enn heitari guðleysinginn, því miðlarnir fullyrtu að þeir væru að gera sín verk með blessun Guðs og handleiðslu. Ég varð reiður útí Guð fyrir að leiða fram slíka svikahrappa og sökkti mér í fræðimennsku, ég las um allt milli himins og jarðar og aðhylltist þróunarkenninguna sérstaklega. En einstakann áhuga hafði ég á forn guðum og vættum, ég las um rómverja, persa, grikki og útilokaði allt sem hét kristið eða gyðinglegt. Sumir vinir mínir áttu trúaða foreldra og voru trúaðir sjálfir, en ekki heittrúaðir og héldu þeir trú sína fyrir sig sjálfa. Þeir vissu um ræðurnar sem ég gat gefið þeim,  ef þeir reyndu að „kristna“ mig.  Ég svaraði þeim kokhraustur að þeir trúðu á gamlar kreddur og kenningar sem ættu að vera útdauðar í nútímasamfélagi.

En það var ein trú sem ég heillaðist rosalega af, og það var ásatrúin. Ég át nánast allt upp í strimla sem tengdist henni og sótti oft samkomur þeirra, þannig varð ég ásatrúarmaður. Ég bý ennþá yfir vitneskjunni um alla vætti og goð okkar íslendinga. En tíminn leið og hætti ég að spá í þessum hlutum, nema kannski þegar ég lenti í deilum við móður besta vinar míns sem tilheyrði Vottum Jehóva, meira að segja þá mótmælti ég heimsku Vottanna, þegar hún sagði mér að heilagur andi væri eins og rafmagn og Jesús hefði  ekki  risið uppí holdi, heldur tekið sér nýjan líkama, þá sagði ég að ég tryði ekki á teiknimyndasögur, og passaði þetta engan veginn við þann boðskap sem ég hafði heyrt í kirkjum á jólunum.

En tíminn leið og hætti ég alfarið að hugsa um þetta, árið 1995 sótti ég um í Myndlistarskóla Akureyrar, og fékk inn. En það var samt vandi sem fylgdi því. Ég hafði ekkert húsaskjól. Þá tók amma (Sigrún Rakel  Guðmundsdóttir ;  1916 – 2006) mín til sinna ráða, og hringdi í gamlan bekkjarbróður sinn sem hafði verið með henni í kennaraháskólanum 1930 og eitthvað. Hún vissi að hann byggi á Akureyri og leigði út herbergi. Þau höfðu varla talast við í rúm 50 ár og samþykkti bekkjarbróðirinn gjörninginn, hann hét Björgvin Jörgensson (1915-1999) - – kennari  á Akureyri og stofnandi Kfum & K í þeim bæ. En eins og í öllum rómantískum sögum átti Björgvin barnabarn, sem seinna varð eiginkona mín, hún er dóttir Böðvars Björgvinssonar, og heitir Bryndís. Hjá honum lærði ég hvað mest um rétta kristna trú, hjá honum fékk ég þá vitneskju sem fyllti í eyðurnar! Sömuleiðis eignaðist ég dýrmætan vin á þessari göngu, Jóhann Helgason – síamstvíburinn minn.  ;) En í þessu umhverfi þar sem ég fékk fyrst að kynnast hvað kristindómurinn fjallaði um, þ.e.a.s. kærleikann! Sem er öllum æðri, og hafði ég ekki nokkru sinni áður séð slíka fórnfýsi og umburðarlyndi. Þá opnuðust augu mín og fór ég að gefa kristni tækifæri.  Ég las eldgamla enska biblíu frá Björgvini á 2 mánuðum.  Þá fannst mér að ég gæti loksins rifist við hann um trúmál, því hann vissi lengra en nef sitt náði í trúmálum, og þýddi ekkert fyrir mig að vera með mótbárur, því alltaf gat hann svarað í kærleika og gert útaf við rök mín. Það fór alveg hrikalega í mig, og las ég þá ennþá meira,  en á endanum varð ég fyrir áhrifum af boðskapnum.

Ég gat ekki sætt mig við Guð sem fyrir skipaði alls kyns dráp og hefndir ef þeir brutu lög hans, en þegar ég kom að NT sá ég að það var mannanna verk sem gjörðu þau lög. Jesús uppfyllti hið sanna lögmál sem Guð ætlaði mönnunum, sem fólst engan veginn í drápum eða fórnum. Boðorð Guðs voru góð og gild, en ekki þær mannsetningar sem voru bættar inní það. Þessar mannasetningar afnam Jesús og þess vegna er hann uppfylling hins rétta lögmáls.

 Allt breytist er ég kynntist sanntrúðu fólki eins Bryndísi minni, Björgvini og Jóhanni. Þau þrjú voru aðal áhrifavaldar að frelsun minni, og er ég þakklátur Guði að hafa leitt mig til þeirra. Ég er ekki skyggn lengur og hefur Guð breytt því til hins betra.

Ég þakka þeim sem nenntu að lesa alla þessa langloku mína, ég hef aldrei skrifað jafn langa grein áður, Guð blessi ykkur öll !


Ég er klaufi ...

slysið mitt ! :-(Ég er nú ekki vanur að segja frá eigin hrakförum og hversu mikill auli ég get verið, en nú verð ég að opinbera blygðan mína!  Errm

Í gærkvöldi þegar ég var að sækja dóttur mína úr ballettíma, þá vorum við feðgin að labba útí bíl. Í þessu kolniða myrkri á Íslandi sá ég ekki myndarlega steinvölu sem ég snéri fætinum á og féll til jarðar. Ég er mjög hár og var þetta doldið fall, sem ég hef nota bene ekki gert síðan ég var krakki! En vinstra hnéð á mér er tvöfalt og hægri fóturinn snúinn, báðar hendur eru allar rispaðar og get ég varla notað vinstri þumalfingur vegna tognunar!  Pinch

Ég gleymi ekki skelfingarsvipnum á dóttur minni þegar ég leit upp, þessi 9 ára gamli engill var liggur við með tárin í augunum! Hún öskraði: "Pabbi þó! Er ekki allt í lagi", ég hló bara og sagðist vera í himnalagi, en þegar heim var komið þá komst ég varla úr bílnum, ég staulaðist inn til mín og gerði að sárum mínum. Í dag er ég ekkert sofinn og hef gengið um eins og elliært gamalmenni, ég geng venjulega MJÖG hratt og varð ég að biðja fólk um hægja á sér fyrir sjúklinginn. *andvarp* Blush

Sá sem sagði "fall er fararheill" get ég EKKI samsvarað mér við, og vona ég að hann/hún iðrist orða sinna!  Wink

 


Lifandi vatn ...

Við munum hittast að venju næst komandi laugardag í í húsi KFUM & K að Holtavegi 28 frá kl. 14-17. Að þessu sinni verður bakstur og jólaundirbúningur í fararbroddi, piparkökur verða bakaðar og skreyttar, tilvalið fyrir börnin sem og fullorðna. Bryndís mín verður svo með hugvekju. Ég verð því miður ekki með að þessu sinni sökum vinnu minnar, þess vegna fellur manga kennsla niður að þessu sinni.

Bæn mín er sú að þú látir sjá þig, og sameininst í þessu þverkirkjulega starfi okkar! Allir eru hjartanlega velkomnir!  Heart

Sköpunarsagan endurforrituð

Hér ber að líta endurskrifaða sköpunarsögu frá sjónarhóli forritara, ég vona að þið hafið jafn gaman að þessu og ég hafðii, enda er þetta sett fram í gríni og engu öðru. Trúaðir verða nú að hafa húmor fyrir sjálfum sér ekki satt?  Wink

1 In the beginning God created the Bit and the Byte. And from those he created the Word.
2 And there were two Bytes in the Word; and nothing else existed. And God separated the One from the Zero; and he saw it was good.
3 And God said - Let the Data be; And so it happened. And God said - Let the Data go to their proper places. And he created floppy disks and hard disks and compact disks.

4 And God said - Let the computers be, so there would be a place to put floppy disks and hard disks and compact disks. Thus God created computers and called them hardware.
5 And there was no Software yet. But God created programs; small and big... And told them - Go and multiply yourselves and fill all the Memory.
6 And God said - I will create the Programmer; And the Programmer will make new programs and govern over the computers and programs and Data.
7 And God created the Programmer; and put him at Data Center; And God showed the Programmer the Catalog Tree and said You can use all the volumes and subvolumes but DO NOT USE Windows.

8 And God said - It is not Good for the programmer to be alone. He took a bone from the Programmer's body and created a creature that would look up at the Programmer; and admire the Programmer; and love the things the Programmer does; And God called the creature: the User.
9 And the Programmer and the User were left under the naked DOS and it was Good.

10 But Bill was smarter than all the other creatures of God. And Bill said to the User - Did God really tell you not to run any programs?
11 And the User answered - God told us that we can use every program and every piece of Data but told us not to run Windows or we will die.

12 And Bill said to the User - How can you talk about something you did not even try. The moment you run Windows you will become equal to God. You will be able to create anything you like by a simple click of your mouse.
13 And the User saw that the fruits of the Windows were nicer and easier to use. And the User saw that any knowledge was useless - since Windows could replace it.

14 So the User installed the Windows on his computer; and said to the Programmer that it was good.
15 And the Programmer immediately started to look for new drivers. And God asked him - What are you looking for? And the Programmer answered - I am looking for new drivers because I can not find them in the DOS. And God said - Who told you need drivers? Did you run Windows? And the Programmer said - It was Bill who told us to !

16 And God said to Bill - Because of what you did you will be hated by all the creatures. And the User will always be unhappy with you. And you will always sell Windows.

17 And God said to the User - Because of what you did, the Windows will disappoint you and eat up all your Resources; and you will have to use lousy programs; and you will always rely on the Programmers help.

18 And God said to the Programmer - Because you listened to the User you will never be happy. All your programs will have errors and you will have to fix them and fix them to the end of time.
19 And God threw them out of the Data Center and locked the door and secured it with a password.
GENERAL PROTECTION FAULT

 Takið vel eftir hver Satan er í þessari sögu ... sem þýðir að frá upphafi hefur Micr$oft sökkað!!  Tounge


Ég ætla að ganga til liðs við Frjálslynda!

xfUndanfarnadaga hef mikið íhugað hvar ég stend í pólitík, eftir viðræður við skynsama menn og eigin eftirgrennslan, þá hef ég áttað mig á villu minni og hef gjört iðrun (ekki reyndar hið snarasta, búið að taka smá tíma). Það er ekki von að ég passaði aldrei inn í vinstriflokkaflóruna, ég er hægri maður innst inn við beinið en það hefur tekið mig 31 ár að viðurkenna það. Frjálslyndum vantar örugglega hvort eð er vinstrimann innan sinna raða og hafa gott af aðhaldi.

kosningarÉg veit að þessi ákvörðun mín á eftir að vekja athygli hjá þeim sem þekkja mig, og sennilega hörð viðbrögð. En loksins hef ég fundið flokk sem berst gegn raunverulegu óréttlæti! Þ.e.a.s. kvótakerfinu, ég er Grindvíkingur og hef þannig góðan smjörþefinn af því hvernig þessum ófögnuði er háttað af eigin reynslu. Ég vona að þið virðið þessa ákvörðun mína og hlakka ég til að berjast á alveg nýjum vettvangi.

Ég er að vísu ekki genginn í flokkinn ennþá og vantar þar af leiðandi upplýsingar um hvernig ég ber mig að .... ekki finn ég þetta á xf.is ... þannig HELP! Er ekki til neitt online dót sem ég notað?Shocking

Munum svo að kjósa rétt í næstu kosningum! Kjósum X-F !!!

Að gefnu tilefni og fjölda fyrirspurna er ég EKKI á leið í framboð, en ég vil flokknum vel og reyni mitt besta sem almennur kjósandi að hafa áhrif. 


Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband