Sköpunarsagan endurforrituð

Hér ber að líta endurskrifaða sköpunarsögu frá sjónarhóli forritara, ég vona að þið hafið jafn gaman að þessu og ég hafðii, enda er þetta sett fram í gríni og engu öðru. Trúaðir verða nú að hafa húmor fyrir sjálfum sér ekki satt?  Wink

1 In the beginning God created the Bit and the Byte. And from those he created the Word.
2 And there were two Bytes in the Word; and nothing else existed. And God separated the One from the Zero; and he saw it was good.
3 And God said - Let the Data be; And so it happened. And God said - Let the Data go to their proper places. And he created floppy disks and hard disks and compact disks.

4 And God said - Let the computers be, so there would be a place to put floppy disks and hard disks and compact disks. Thus God created computers and called them hardware.
5 And there was no Software yet. But God created programs; small and big... And told them - Go and multiply yourselves and fill all the Memory.
6 And God said - I will create the Programmer; And the Programmer will make new programs and govern over the computers and programs and Data.
7 And God created the Programmer; and put him at Data Center; And God showed the Programmer the Catalog Tree and said You can use all the volumes and subvolumes but DO NOT USE Windows.

8 And God said - It is not Good for the programmer to be alone. He took a bone from the Programmer's body and created a creature that would look up at the Programmer; and admire the Programmer; and love the things the Programmer does; And God called the creature: the User.
9 And the Programmer and the User were left under the naked DOS and it was Good.

10 But Bill was smarter than all the other creatures of God. And Bill said to the User - Did God really tell you not to run any programs?
11 And the User answered - God told us that we can use every program and every piece of Data but told us not to run Windows or we will die.

12 And Bill said to the User - How can you talk about something you did not even try. The moment you run Windows you will become equal to God. You will be able to create anything you like by a simple click of your mouse.
13 And the User saw that the fruits of the Windows were nicer and easier to use. And the User saw that any knowledge was useless - since Windows could replace it.

14 So the User installed the Windows on his computer; and said to the Programmer that it was good.
15 And the Programmer immediately started to look for new drivers. And God asked him - What are you looking for? And the Programmer answered - I am looking for new drivers because I can not find them in the DOS. And God said - Who told you need drivers? Did you run Windows? And the Programmer said - It was Bill who told us to !

16 And God said to Bill - Because of what you did you will be hated by all the creatures. And the User will always be unhappy with you. And you will always sell Windows.

17 And God said to the User - Because of what you did, the Windows will disappoint you and eat up all your Resources; and you will have to use lousy programs; and you will always rely on the Programmers help.

18 And God said to the Programmer - Because you listened to the User you will never be happy. All your programs will have errors and you will have to fix them and fix them to the end of time.
19 And God threw them out of the Data Center and locked the door and secured it with a password.
GENERAL PROTECTION FAULT

 Takið vel eftir hver Satan er í þessari sögu ... sem þýðir að frá upphafi hefur Micr$oft sökkað!!  Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Algjör snilld, og eitthvað sem er svo satt þarna 

Mofi, 14.11.2007 kl. 13:04

2 Smámynd: Þarfagreinir

Loksins er komin endanleg sönnun á illsku Billa! 

Þarfagreinir, 14.11.2007 kl. 13:47

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

"In a world without walls or doors, who needs Gates or windows"

Takk fyrir innlitið strákar! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.11.2007 kl. 14:23

4 Smámynd: Púkinn

Púkinn er nú sennilega ósammála þér um margt, sem snýr að trúmálum, en þessi ákveðna blogggrein er bara nokkuð góð.

Púkinn er hins vegar ekki algerlega ósáttur við tilvist Micro$oft, enda lifir hann góðu lífi á þeirra verkum og villum - en er hægt að búast við öðru af púka?

(svona algerlega ótengt mál - værir þú nokkuð til í að taka þetta "trúarpróf" sem Púkinn skrifar um hér? Það er ekki alveg marktækt ef eingöngu trúleysingjar og aðrir heiðingjar taka þátt)

Púkinn, 14.11.2007 kl. 17:22

5 Smámynd: Vendetta

Þetta er anzi gott hjá þér, Zeriaph. Hittir naglann á höfuðið. Hvað ætli vinur okkar, DoctorE segi um þetta? 

Vendetta, 14.11.2007 kl. 20:43

6 Smámynd: Vendetta

Ég er viss um, að The Matrix Trilogy séu uppáhaldsmyndinar hans Guðsteins. Er ég heitur? Óþekk forrit sem lifa sínu eigin lífi eins og tölvuveirur.

Vendetta, 14.11.2007 kl. 20:58

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Púki, eða réttara sagt Friðrik Skúlason, ég skal með glöðu taka þátt í þessari könnun þinni.

Vendetta, þú hittir eiginlega naglann á höfuðið ... ég er mjög hrifinn af þeim myndum. En uppáhaldið er samt Lord of the Rings.  ;) 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.11.2007 kl. 22:32

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Verð að játa að að blondínugenið mitt  brýst nú fram því ég skil ekki helminginn í þessu tölvumáli ..         ...  I only know that ,,Jesus Saves".. but I always forget .. 

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.11.2007 kl. 23:07

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góður pistill.   Swinging Monkey 

Ásdís Sigurðardóttir, 15.11.2007 kl. 01:09

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hehe. Skemmtileg framsetning. Nær þó ekki nógu langt.  Það er ljóst hvaðan aðskilnaðaráráttan er komin...beint úr kjafti kisa...almættinu sjálfu. Við mennirnir höfum nú ekki verið latir við að tileinka okkur þá áráttu.

Ég hef annars brotið heilann um það með hverjum börn Adams og Evu fóru og juku kyn sitt með til að uppfylla heiminn, eins og skrifað er. Voru einhverjir aðrir á undan eða voru þau að leika sér með dýrunum? Allir andans agitantar hér á blogginu, hafa skautað fram hjá þessu er ég hef spurt og flestir í raun hent mér út af bloggunum sínum fy þú fyrir að spyrja spurninga um ritninguna yfirleitt, nema þú minn kæri. Átt þú svar?

Jón Steinar Ragnarsson, 15.11.2007 kl. 05:59

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jóhanna -  hárrétt hjá þér, ég var nú bara að grínast með þetta og vona að menn taki þessu ekki alvarlega, þannig er með mig að ég er ekki mikil Micro$oft "fan" og þess vegna fannst tilvalið að birta þetta! Allt í góðu gert og Jesús er Drottinn

Ásdís -  takk fyrir innlitið og frumskógarmyndina!  ;) Sem er afar skemmtileg en ég veit að hverju þú ert að ýja ... en hvað um það, það er þín skoðun.   ;)

Jón Steinar - Þú minnir mig alltaf á Ara, sá sem spurði "afhverju er himininn blár" þú veist hvað ég meina, en ég á svör við þessu og það einungis mín skoðun og ályktun, ég get illa borið fyrir mér biblíuleg rök fyrir þessu og er þetta einungis mín skoðun/hugrenning. En ekki skil ég afhverju trúbræður mínir hafa veigrað sér við að svara þessu, en það sjálfsagt vegna þess að það er afar erfitt að svara þessu og hafa þeir sennilega ekki lagt í það.  En ég er ekki þekktur fyrir að veigra mér.

En til eru tvær útgáfur um hvað gæti hafa gerst:

  1. Í upphafi hafi hreint og beint verið sifjaspell til þess að mannkynið gæti fjölgað sér, einhvern veginn varð fjölgun að verða, ég bendi á að þetta fólk lifði MUN lengur en nútímamenn, þess vegna má álykta að þetta hafi gerst á mjög löngum tíma, Adam og Eva voru frjósöm og ekki leið á löngu þar til var kominn heill ættbálkur.
  2. (Mín hugrenning/tillaga) En ég held að samkvæmt sköpunarsögunni að Adam og Eva hafi verið hinir fyrstu menn, eins og er afar skýrt kveðið um. Þá meina ég hinir FYRSTU menn, það er möguleiki (en ég er alls ekki að fullyrða það) að Guð hafi skapað fleira fólk útum allan heim eftir Adam og Evu, þau voru bara fyrst í röðinni, og útskýrir það mismuninn á mannflórunni. Sérstaklega hvað varðar húðlit og þjóðareinkenni. En ekki eru til biblíuleg rök fyrir þessu, og eru það aðeins hugrenningar mínar sem álykta þennan möguleika, og vil ég ekki ganga svo langt að fullyrða hvort er réttara.


Þetta er samt líklegast eitt af þeim hlutum sem Guð mun opinbera okkur þegar við förum aftur til hans á hinum efsta degi, þ.e.a.s. þetta er X-file sem hann upplýsirþá um og verðum við að vera þolinmóð þangað til.

Ég er ekki guðfræðingur og er leikmaður í þessu, þess vegna eru þetta bara eigin pælingar og ekkert annað. En ég vona að þetta svari spurningu þinni ... loksins.  ;)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.11.2007 kl. 09:57

12 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

skemmtileg færsla...Guð er hreinlega of stór fyrir mig ...en gama að þú nefnir pælingar Stebba frænda, Guðsteinn!  Sendi þér þær hér og óska þér alls góðs!

Aravísur

Hann Ari er lítill.
Hann er átta ára ,,trítill"
með augu svo falleg og skær.
Hann er bara sætur,
jafnvel eins, er hann grætur
og hugljúfur þegar hann hlær.

En spurningum Ara
er ei auðvelt að svara:
- Mamma af hverju er himininn blár?
- Sendir Guð okkur jólin?
- Hve gömul er sólin?
- Pabbi, því hafa hundarnir hár?

Bæði pabba og mömmu
og afa og ömmu
þreytir endalaust spurninga suð:
- Hvar er sólin um nætur?
- Því er sykurinn sætur?
- Afi, gegndu, hver skapaði Guð?
- Hvar er heimsendir amma?
- Hvað er eilífðin, mamma?
- Pabbi, af hverju vex á þér skegg?
- Því er afi svo feitur?
- Því er eldurinn heitur?
- Því eiga ekki hanarnir egg?

Það þykknar í Ara,
ef þau ekki svara
og þá verður hann ekki rór,
svo heldur en þegja,
þau svara og segja:
Þú veist það, er verðurðu stór.

Fyrst hik er á svari,
þá hugsar hann Ari
og hallar þá kannski undir flatt
og litla stund þegir,
að lokum hann segir:
- Þið eigið að segja mér satt.

      Stefán Jónsson

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.11.2007 kl. 11:00

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk innilega Anna, þetta er nákvæmlega það sem ég var að meina! Þetta ljóð er algjör klassík!  Guð blessi þig Anna mín!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.11.2007 kl. 12:27

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Takk fyrir að reyna kæri vin.  Þú skelltir mér ekki flötum og ekki opnuðust himnarnir fyrir mér og allt féll saman í órjúfanlegt samhengi og skilning á sannleikanum.    Ég veit þú meintir vel, en ég geri niðurlagið að Aravísum að orðum mínum. Þessar vísur eru alger snilld.

Annars hef ég orðið fyrir þeirri reynslu sem ég lýsi og allt datt á augabragði í samhengi. Svo blés eyðimörk mannlegrar kreddu yfir það með tímanum.  HÉR er færslan um það. Veit ekki hvort þú last hana einhverntímann.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.11.2007 kl. 17:48

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nei þessa hafði ég ekki lesið, en þú ert snilldarpenni kæri Jón Steinar, og kannt að koma hlutunum skemmtilega frá þér! En ég reyni að opna himnanna eins og ég get, hver nema ljósglæta opni augu þín. gguð blessi þig Jón Steinar.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.11.2007 kl. 18:54

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

"hver veit" átti þarna að standa! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.11.2007 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband