Laugardagur, 11. apríl 2009
Ég gerði myndband um Framsóknarflokkinn ...
Ég verð að segja, að ég er ekkert sérstaklega hrifinn af tillögum Framsóknarmanna. Sér í lagi vegna þess að seðlabankinn hefur reiknað út hvað þetta kostar og sýnt að tillaga þessi mun koma þeim ríku sérstaklega til góða, en ekki þeim fátæku. Persónulega líst mér þá betur á tillögu Lilju Mósesdóttur, frambjóðanda VG um að afskrifa rúmar 4. milljónir á mann. En sú leið er dýr líka.
Allt kostar þetta pening og hef ég persónulega áhyggjur af þeim fjármálafyrirtækjum sem þyrftu þá að "afskrifa" þessi 20%, ég nefni þó sérstaklega íbúðarlánasjóð (sem betur fer gat Jóhanna stoppað Sjallanna af þegar þeir vildu leggja hann niður!) sem ég er ekki viss um að hafi burðarþol í að afskrifa svona háar upphæðir. Sömu sögu er að segja um þá banka sem eru ennþá með íbúðarlánastarfssemi. Er ekki nóg að hafa eitt hrun á fjármálakerfinu?!
Kostirnir við þessar tillögur er að peningaflæðið fer vissulega að streyma á ný, en á kostnað hvers? Hver græðir mest á þessu? Af hverju á ég að veita gullrössum sem eiga kannski risastóra íbúð svona mikinn afslátt fram yfir mig? Það skortir réttlæti í þessum tillögum og get ég ekki samþykkt þær að neinu leyti fyrir vikið. Þess vegna tel ég kostina ekki nógu skýra og hægt er að finna aðrar leiðir til þess að auka peningaflæðið.
Framsóknarflokkurinn stjórnaði bankamálaráðuneytinu þegar bankarnir voru einkavæddir. Meira að segja Geir Haarde viðurkenndi að mikil mistök höfðu orðið í því söluferli eins og alþjóð veit.
Eins get ég illa treyst flokki sem ekki er tilbúin að opna bókhald sitt og sýna fram á hvaða styrki þeir hafa fengið í gegnum tíðina, þótt þeir leyti "samþykkis" hjá þessum aðilum, þá dreg ég í efa að þær tölur birtist fyrir kosningar. Eins eru það furðuleg rök miðað við að allir aðrir flokkar hafa birt sínar tölur blygðunarlaust, hvað hafa þeir að fela spyr ég nú bara!
Hér ber svo að líta myndband sem ég setti saman í forritinu "Adobe Flash", og einnig mynd sem ég hannaði út frá því:
Góðar stundir.
Framsókn leitar samþykkis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Mannréttindi, Viðskipti og fjármál | Facebook
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson
Athugasemdir
Flott hjá þér. Glæsilegt. Til hamingju með þetta... Gangi þér vel.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 17:26
Mögnuð tónlist undir haukur.
Karl jónas (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 17:40
Takk Valgeir Matthías -
Kalli - ég leitaði að drakúla tónlist og fann hana ... fannst það viðeigandi.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.4.2009 kl. 17:46
Sæll minn kæri
Þetta er magnað hjá þér. Svo þarftu að hanna eitthvað fyrir Samfylkinguna og Vinstri Græna þar sem þeir eru á beit út í haga hvort sem það eru hrútar eða ær :-)
Skilaboð bíða þín!!!
Vertu Guði falinn
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.4.2009 kl. 17:47
Helvíti er þetta gott hjá þér! Þú leynir á þér!!
Margt af þessu sem kom fram er rétt hjá þér, eins og það; Hvers vegna að skipta alltaf út merki?
Sveinn Hjörtur , 11.4.2009 kl. 17:49
Rósa - þeir eru næstir á listanum, ég er utan flokka og ætla taka sem flesta fyrir.
Sveinn - takk fyrir það, sannleikurinn er manna sárastur er stundum sagt.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.4.2009 kl. 17:54
Guðsteinn minn og þá auðvita manst að Vinstri grænir eru út í haga að bíta gras, bæði hrútar og ær.
Shalom/Rósa pólitískt viðrini :-)
Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.4.2009 kl. 18:01
Rósa - annað hvort það eða Goldfinger fyrir VG.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.4.2009 kl. 18:02
Það sem virðist ekki ná inn í umræðuna er það að það er búið að afskrifa þetta en á að láta okkur borga allan hlutann.
X fékk 1000 000 hjá gamla Y sem að fékk 1000 000 að láni hja td Deutse bank til að lana x. Gamla Y fór á hausinn og nýtt Y reis eins og fuglinn Fönix. 1000 000 sem sá gamli fékk lánaða frá DB var skilin eftir í gamla Y en nýi keypti 1000 000 skuld x af þotabúinu á ca 650 000 en ætlar að rukka X um 1000 000 + verðbólgu vegna skots sem að gamla Y orsakaði sjálft með því að fíflast í genginu samtals ca 1500 000 og Y ætlar sko ekki að gefa afslátt á því það má lengja í því borga það á biðreikning og hvað eina náttúrulega allt á vöxtum en X skal borga eða missa alt. Þess vegna aðhyllist ég 20% eða færslu vísiölu aftur til 1mars 2008 Því það er þegar búið að afskrifa þetta það á að nota þetta til að láta almúgann í landinu skjóta stoðum undir bankanna að nýju.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 11.4.2009 kl. 18:34
Þessar tilögur Framsóknarmanna þykir mér ágætar og myndu stórbæta hag margra en bókhaldið ber þeim siðferðisleg skylda til að birta opinberlega í samræmi við aðra flokka.
Hilmar Gunnlaugsson, 11.4.2009 kl. 19:16
Hræddur er ég um að þú hafir ekki sett þig inn í málið er varðar 20% leiðréttingu á yfirskoti vísitölunnar vegna hrunsins - það er að segja að vísitalan mælir ávöxtun fyrir fjármagnseigendur í stað þess að allar óverðtryggðar fjármuna-eignir taka á sig "kreppuleiðréttingu" . . sem verðtryggðu lánin eru ónæm fyrir.
hvet þig til að kíkja á röksemdir fyrir leiðréttingunni hér http://blogg.visir.is/bensi/2009/04/06/hagsmunir-heimilanna-og-lei%c3%b0retting-lana/
svo skulum við "rökræða" málið . . allt í heild. . .
Mesta áhættan er nefnilega að aðhafast ekkert til að lækka veðmörk eigna og létt á almennri greiðslubyrði heimilanna . . . það kostar nefnilega miklu meira en að leiðrétta fyrir vísitöluyfirskotinu . .
Benedikt Sigurðarson, 11.4.2009 kl. 20:14
Hæ Haukur, eins og ég sagði við þig í símanum sem ég endurtek ekki hér nema eitt, við munum komast undan þessu og þú veist hvað ég á við :). þú er snilli með videóið, verður fróðlegt að sjá töku þína á hinum flokkunum. Ahem.. Ég er ljósrauð áfram.
bæjó.
Linda, 11.4.2009 kl. 21:08
Haukur kæri vinur.óska þér og fjölsk þinni gleðilegra páska!
Adda Laufey , 11.4.2009 kl. 21:31
Þú ert hreinn snillingur Haukur!
Myndbandið þitt er alveg stórgott og hnitmiðað, tekur á kjarna málsins, lýðskruminu. Þetta minnir mig á bóndann sem skar skottið af hundinum sínum og gaf honum að éta.
Kæri vinur: Eigðu gleðilega páskahelgi með fólkinu þínu.
p.s. þú mátt hringja í mig við tækifæri út af öðru.
Sigurður Þórðarson, 11.4.2009 kl. 21:36
Ég er sammála þeim Jóni Aðalsteini og Benedikt hér að ofan. Jón Aðalsteinn takk fyrir að taka þetta svona skýrt saman. Ég vil samt frekar leiðréttingu á vísitölunni, heldur en 20% á veðlán. Þar ber ég aðalega hag lífeyrissjóðana fyrir brjósti. Þá lækka eignirnar og líka skuldirnar þeirra. Þannig að þetta yrði ekki eins þungur róður. Ég er tilbúin til að láta lækka mínar vertryggðu eignir, gegn þessu.
Elsa Margrét (mágkona Hauks) (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 22:02
Fólk er ekki alveg að fatta þetta út á hvað þetta gengur, það er/verður líklega afskrifaðar skuldir gömlu bankanna upp á 50% og Framsókn og fleiri eru að tala um að þeim finnst ekkert vera að því að skuldarinn fái 20% niðurfellingu af þessum lánum, svo hjól atvinnulífsins geti farið að snúast fram á við, ekki á aftur á bak.
Ægir Óskar Hallgrímsson, 11.4.2009 kl. 22:35
Ég þakka öllum afskaplega góð og málefnalegar athugasemdir. Ég er búinn að lesa allt sem hefur verið hér skrifað, og get ég alveg fallist á röksemdarfærslu sumra. En einu hefur ekki verið svarað, sem ég tel vera mikilvægasta þáttinn: Ef þessi leið verður farinn, hvernig getum við tryggt að sá ríkasti fái ekki stærsta bitann?
Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.4.2009 kl. 23:14
Látum Börnin Borga
er það ekki málið
Hugsið Málið
Við erum greinilega öll aumingjar
Kveðja
Æsir (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 23:26
Ég bara sé ekki yfir hverju sumir eru svona ánægðir með, og mér sýnist aðalmálið vera að sumir fái meira en aðrir. Hverju skiptir það þó þeir sem skuldi mest fái meiri afslátt. Allt væri þetta í prósentum, eins og td skattarnir, þar sem allir borga sömu prósentu en þeir sem hafa hærri laun borga HÆRRI krónutölu. Það sem þessi tillaga Framsóknar gengur út á er að lánadrottnar bankanna borgi þennan mismun, ekki bankarnir sem eru í gangi í dag heldur þeir sem lánuðu gömlu bönkunum svo hvað er svona slæmt við þetta?
Viðar (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 00:19
Guðsteinn, með þessu sem Framsóknarflokkurinn er að leggja fram, þ.e.a.s. 205 niðurfellingu á öllum skuldum, hljóti það að vera óumflýjanlegt að eftir því sem skuldin er hærri, þá verði niðurfellingin meiri, en þetta eru fyrirtæki á íslandi með starfsfólk í vinnu, sum þessarar fyrirtækja gætu bætt stöðu sína umtalsvert og gæti haldið öllu sínu starfsfólki og kannski gott betur, bætt kannski við sig, með því móti væri hægt að minnka þennan hnút sem þessi atvinnuleysi er orðið eitthvað, en að mínu viti snýst þetta ekkert um að einhver fái meiri niðurfellingu en annar, mín sýn er að Íslensk fyrirtæki, Íslensk alþýða komist sem best upp úr þessari stöðu sem við erum í, við eigum ekki á þessum tímamótum að vera að hnýtast, fólk á að koma með lausnir, en ekki hnýta í þá sem eru með lausnirnar, eins og Samfylkingin er ansi gjörn á.
Ægir Óskar Hallgrímsson, 12.4.2009 kl. 21:02
Mér fannst þessi 20% afskriftapæling ágæt að hluta til. Mér finnst samt að það ætti að vera hámark þar sem mér finnst hálfasnalegt að ríkissjóður (þ.e. við) séum að greiða niður 20% af 300 milljón króna einbýlishúsum á Arnarnesinu...
Ingvar Valgeirsson, 13.4.2009 kl. 13:11
Sammála síðasta ræðumanni.
Valsól (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 07:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.