Hefur einhver heyrt þetta lag?

Þessi frétt er afar innihaldslaus, sérstaklega þegar er litið til þess að hvorki lag né text fylgja. Hefur einhver heyrt þetta lag eða séð textann einhversstaðar?
mbl.is Krefjast banns á svissneska Evróvisjónlagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Ekki ég ... ég er ekki það fanatískur aðdáandi þessarar keppni, verð ég að játa.

Spurning samt hvað þessum samtökum fannst um drýslana Lordi ...

Þarfagreinir, 5.4.2007 kl. 00:36

2 identicon

Ég hef heyrt lagið, hægt að fara á www.eurovision.tv og sjá mynbandið þar.. eða bara hlusta á lagið. Allt í lagi lag svosem, betra en mörg önnur í keppninni í ár ;)

Rósa (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 03:11

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk Rósa, ég mun skoða þennan link, þá get ég dæmt um sjálfur hvort þetta er "satanískt" eða ekki.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.4.2007 kl. 13:49

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Sama hversu klístrug fingraför skrattans eru á laginu - alfáránlegt að fara fram á bann. Svoleiðis kröfur sjálfumglaðra sjálfsskipaðra siðapostula gera ekkert annað en að vekja athygli á laginu og samúð með flytjanda og höfundi. Eftir ár man enginn eftir laginu hvort eð er - nema fyrir það að eitthvað ofsatrúarhyski í útlöndum var að rífa kjaft út af því.

Við þyrftum þá að banna allt rokk þyngra en Iron Maiden, banna Drakúlabækur og myndir, frjálsa hugsun og málfrelsi í leiðinni.

Ef boð og bönn verða lenska er bara tímaspursmál hvenær okkur, sem ástundum trúarbrögð af einhverjum toga, verður bannað að ástunda trú okkar opinberlega, tala um hana eða skrifa.

Ingvar Valgeirsson, 5.4.2007 kl. 17:06

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Amen Ingvar !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.4.2007 kl. 18:07

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Svo má jú benda á að keppnin um fyndnasta mann landsins fékk gríðargóða fullkomlega fríkeypis auglýsingu þegar prestur einn, sem oft mætti ætla að væri kaþólikki frá miðöldum, fór að kvabba yfir því að lokakeppnin færi fram á föstudaginn langa. Þetta er milljón dollara auglýsing fyrir keppnina.

Ingvar Valgeirsson, 5.4.2007 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 587837

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband