Hvað er fegurð?

Misjafnar eru skoðanir manna. Ég hef tekið eftir viðbrögum sumra við þessari frétt, það er eins og sýnd hafi verið mynd af Jenna Jameson frekar en Söndru Bullock. Ég persónulega set þetta ekki fyrir mér, líkamar bæði karla og kvenna eru stórkostleg sköpun Guðs, "Nakinn kom ég í heiminn og nakinn hverf ég þaðan aftur" sagði hin seinheppni Job.

Ég er trúaður, frelsaður og allt það, en ég sé ekki klám í hverju horni eins ogadam flest trúsystkyni mín. Þessi mynd af Söndu Bullock er afar falleg að mínu mati, enda er ég myndlistarskólagenginn (þið getið séð nokkur sýnishorn í myndamöppunni) og er kannski ekki eins viðkvæmur fyrir þessu, þar sem ég lærði anatómíu og fékk að byggja líkaman upp frá grunni, mar byrjaði að skyssa beinin, svo vöðvanna og síðan húðina. Þess vegna á ég bágt með að sjá klám ef sést í bert hold, fyrir mér er þetta bara líkami viðkomandi og ekkert athugavert við það.

En ég tek fram að Guð vandaði sig betur þegar hann gerði konuna, enda eru þær að ég held meistaraverk Guðs í allri sköpuninni. Hann bætti nefnilega við meiri kynþokka í konur, við karlarnir getum verið svo þurrir ... en hvað er kynþokki svo sem, ég segi fyrir mig, mér finnst hann koma innan frá meira heldur utan. Útlit er bara rós sem fölnar, sálin og andinn er það sem gefur frá sér. Þess veit ég ekki hvað á að segja um sjálfann mig hvað þetta varðar  ... ég held að ég sé ekkert augnakonfekt né kynþokkafullur ... en það er bara mín skoðun.

 


mbl.is Sandra Bullock leikur í kvikmynd á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég veit eignlega út á hvað þetta gengur, hef greinilega mist af einhverju, enn hvað um það.  Ef ég væri gaur eða lesbísk, þá væri ég skotin í Söndru, ekki spurning.  Þar sem ég er hvorugt þá finnst mér hún æðisleg og náttúrlegur kvennmaður sem við ættum allar að taka til fyrirmyndar, frekar enn þessar mjónur sem kallast mótel  og hananú.

linda (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 03:04

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ljós frá mér.

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.4.2007 kl. 04:36

3 Smámynd: halkatla

við skulum bæði panta okkur tíma hjá sóknarprestinum, hann getur ábyggilega losað okkur við þessar ruglhugmyndir að bert hold sé bara líkami og ekkert sóðalegt....

halkatla, 5.4.2007 kl. 13:13

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir inlitið stelpur, en nú þarf ég að fara til míns sókanrprests og gjöra iðrun !

Inga Brá hitti naglann á höfðuðið, sönn fegurð kemur að innan !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.4.2007 kl. 13:47

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þessi mynd af Söndru er álíka klámfengin og Smáralindarbæklingurinn. Sem sagt, klámfengin ef maður er sjúkur á geði.

Ingvar Valgeirsson, 5.4.2007 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 587745

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband