Vaknið íslendingar !

Í ljósi hrottalegra atburða seinustu daga hef ég hugsað með mér að íslendingar hafa alvarlega misstigið sig. Þar á ég við að það er ekki lengur til neinn Guðsótti í þessu landi, menn gera það sem þeim sýnist án þess svo sem að spá í afleiðingar gjörða sinna. religionKross

Ef íslendingar myndu standa undir nafni sem þjóð með níutíu og eitthvað prósent kristinna, þá myndu þessir voða atburðir ekki gerast. Allt sem heitir náungakærleikur er farinn fyrir bí, það er ráðist á gamalmenni á stæðstu götu Reykjavíkur eins og ekkert væri sjálfsagðara. Fólk í hjólastólum er barið og stolið frá þeim. Svo er ráðist á aðra um hábjartann dag án þess að nokkur skipti sér af og komi til hjálpar. Dýrum er eitrað fyrir og skotinn niður í tilgangsleysu, allt er þetta skortur á Guðsótta að þakka.

Sum ykkar kannski telja mig einfelding að segja þetta vera niðurstöðuna, en hugsið aðeins útí það, ef það væri til raunverulegur Guðsótti hér á fróni, þá myndu allir hugsa útí afleiðingar gjörða sinna. Ég reyni í mínum auma mætti að gera það sem er Guði þóknanlegt, því ég hugsa alltaf með mér: "Hvernig hefði Jésús brugðist við þessu?" Það tel ég vera Guðsótta, að hugsa hvað er náungakærleikur og hvað ekki, að hugsa ekki endilega hvað er best fyrir mig heldur fyrir náunga minn.

Þess vegna er einlæg bæn mín að það verði vakning í þessu landi! Það verður til þess að menn fara að leita kærleikans og kannski haga sér samkvæmt honum. Því gleymum því ekki að Guð er kærleikur, ef þú leitar hans þá bankar hann á dyr hjarta þíns. Í hverjum manni er tómarúm sem aðeins ást Guðs getur uppfyllt, þess vegna eru svo margir leitandi í trú sinni.

Sönn og góð vinkona mín var svo góð að gefa mér bókina "Ómar frá hörpu Davíðs" eftir Sr. Sigurbjörn Einarsson í afmælisgjöf. Mér finnst þetta viðeigandi á þessum dimmu dögum, þar sem kærleikurinn er hafður að spotti.

Þetta er úr fyrsta Davíðssálmi:
"Sæll er sá maður, er eigi fer að ráðum óguðlegra,
eigi gengur á vegi syndaranna
og situr í hópi þeirra, er hafa Guð að háði,
heldur yndi af lögmáli Drottins
og hugleiðir lögmál hans dag og nótt.

Hann er sem tré, gróðursett hjá rennandi lækjum,
er ber ávöxt sinn á réttum tíma,
og blöð þess visna ekki.
Allt er hann gjörir lánast honum.

Svo fer eigi hinum óguðlega,
heldur sem sáðum, er vindur feykir.

Þess vegna munu hinir óguðlegu eigi standast í dóminum
og syndugir eigi í söfnuði réttlátra.
Því að Drottinn þekkir veg réttlátra,
en vegir óguðlegra endar í vegleysu.
 

Með ofangreindu versu til stuðnings þá segi ég að það vanti guðsótta í land og þjóð. Þess vegna bið ég þess heitt að vakning verði í þessu fallega landi ! Guð blessi ykkur öll !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Amen.  Stöndum saman í þessu.

linda (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 23:31

2 Smámynd: halkatla

"Sum ykkar kannski telja mig einfelding að segja þetta vera niðurstöðuna, en hugsið aðeins útí það, ef það væri til raunverulegur Guðsótti hér á fróni, þá myndu allir hugsa útí afleiðingar gjörða sinna."

Ég mun aldrei segja þig einfeldning, svo einfalt er það nú. Þú hittir naglann á höfuðið í þessari grein, það er enginn guðsótti lengur innifalinn í uppeldi og slíku. Sorglegt Það þarf einhver að tala um þetta. Takk zeriaph, þú hefur allan minn stuðning! 

Ég sendi þér góðar hugsanir

Ég og Linda erum ábyggilega þær fyrstu af MÖRGUM sem munu taka undir þetta. 

halkatla, 4.4.2007 kl. 00:02

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir undirtektirnar stelpur, en þetta hefur legið á hjarta mínu sökum atburða seinustu daga. Mér fannst ég verða að koma þessu að.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.4.2007 kl. 00:15

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

takk fyrir góð og þörf orð, ljós til þín og orða þinna

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 4.4.2007 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 587905

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband