Færsluflokkur: Lífstíll

Ég ætla að ganga til liðs við Frjálslynda!

xfUndanfarnadaga hef mikið íhugað hvar ég stend í pólitík, eftir viðræður við skynsama menn og eigin eftirgrennslan, þá hef ég áttað mig á villu minni og hef gjört iðrun (ekki reyndar hið snarasta, búið að taka smá tíma). Það er ekki von að ég passaði aldrei inn í vinstriflokkaflóruna, ég er hægri maður innst inn við beinið en það hefur tekið mig 31 ár að viðurkenna það. Frjálslyndum vantar örugglega hvort eð er vinstrimann innan sinna raða og hafa gott af aðhaldi.

kosningarÉg veit að þessi ákvörðun mín á eftir að vekja athygli hjá þeim sem þekkja mig, og sennilega hörð viðbrögð. En loksins hef ég fundið flokk sem berst gegn raunverulegu óréttlæti! Þ.e.a.s. kvótakerfinu, ég er Grindvíkingur og hef þannig góðan smjörþefinn af því hvernig þessum ófögnuði er háttað af eigin reynslu. Ég vona að þið virðið þessa ákvörðun mína og hlakka ég til að berjast á alveg nýjum vettvangi.

Ég er að vísu ekki genginn í flokkinn ennþá og vantar þar af leiðandi upplýsingar um hvernig ég ber mig að .... ekki finn ég þetta á xf.is ... þannig HELP! Er ekki til neitt online dót sem ég notað?Shocking

Munum svo að kjósa rétt í næstu kosningum! Kjósum X-F !!!

Að gefnu tilefni og fjölda fyrirspurna er ég EKKI á leið í framboð, en ég vil flokknum vel og reyni mitt besta sem almennur kjósandi að hafa áhrif. 


Bænagangan

Íslendingar safnast saman á ári hverju, í hverjum ágúst mánuði til þess að sýna minnihlutahóp stuðning og ganga niður Laugaveginn. Flestir gagnkynhneigðir berja sér á brjóst og monta sig af því að hafa farið í gönguna þeirra án fordóma. Sem er gott og vel og ekkert athugavert við það.

Nú er svo komið að annar "minnihlutahópur" er að fara halda svona göngu líka. Nú verður forvitnilegt að sjá hversu vel mætt verður í þetta, sérstaklega hvort fólk hafi hugreki til þess að sýna kristnum stuðning í verki. 

Ég sem sé skora á ykkur að mæta og fá að upplifa kærleika Krists og taka þátt í þessu þverkirkjulega starfi!

Ég veit að þetta hljómar einkennilega hjá mér að tala á þessa leið, en þetta er því miður staðreynd sem orðinn er að veruleika, og bið ég þess bænar að það lagist vonandi eða skáni með þessu glæsilega framtaki.

Dagskránna er að finna hér

Ég vil samt undirstrika eitt sem kemur fram á ofangreindri slóð. Þar stendur:

Ekki er leyfilegt að dreifa ritum í göngunni.

Áróðursspjöld, kröfuspjöld  eða spjöld sem auglýsa sérstakar kirkjudeildir eru ekki leyfð.  

Þátttakendur eru hvattir til að mæta með ljós í einhverri mynd og fána.


Sem er argasta snilld og kominn tími til að kristnir sameinast undir merkjum Krists og ekki safnaða sinna ! Ég vona að þið sjáið ykkur fært í að mæta í bænagöngunna!

Guð blessi ykkur öll !


Kristnir, sýnum umburðarlyndi !!

Í ljósi þeirra atburða sem hafa átt sér stað í dag, vil ég hvetja trúbræður mína og systur til umburðarlyndis. Sá atburður gerðist jú á prestastefnu þjóðkirkjunnar hafa valið auðveldu pólitísk réttu leiðina, fremur en Guðs orð.

Ég vil því hvetja trúsystkini mín að bíða og sjá Smile Ég minni á að Jesús var sjálfur meðal bersyndugra, og kannski er þetta leiðin sem við getum veitt til tækifæra.

Bíðum og sjáum hvað mun gerast, ég veit að sjálfur hef ég í reiði minni komið með ýmsar yfirlýsingar um bloggheima, og nú seinast hjá Jóni Val. En ég skrifaði það í reiði og var ekki með hugann við efnið, heldur bara hjartað.

Þjóðkirkjan er í eigu þjóðarinnar, sem setur hana í þá leiðu stöðu að geta ekki hafnað vilja safnaðarmeðlima sinna. Sér í lagi þar sem skattarnir flestra okkar borga undir hana.

Tillaga Sr. Karls Sigurbjörnssonar Biskups gekk útá að gera þetta að lagagjörningi og ekki trúarlegi athöfn, prestum hefur því verið veitt umboð til þess að ganga frá lagalegum skyldum hjóna/sambúðarfólks. Það er ekki verið að heita blessun Guðs yfir samkynhneigð, heldur aðeins að fást við formsatriði við fallega athöfn sem allir eiga skilið og rétt á.

Ég vek einnig athygli á að um heimsviðburð er að ræða í trúarsögunni. Íslenska þjóðkirkjan er sú eina sem hefur gengið svona langt til þess að þóknast safnaðarmeðlimum sínum.

Ég veit og skil hvað ritningin segir um þetta, ekki misskilja mig, ég er ekki að segja að við eigum að leggja blessun okkar yfir þetta og láta vaða yfir okkur!! Ég bið samt um umburðarlyndi og sjáum til hvað gerist!

Kristnir menn hafa í ca. tvö þúsund ár og gyðingar þar á undan haldið á lofti þeirri trú sinni um að samkynhneigð sé synd. Enginn ætti því að vera hissa á afstöðu kristinna til þessara mála. En það er greinilegt að pólitísk rétthugsun trompar skoðanir annarra. Allir eiga greinilega að vera steyptir í sama mót, og enginn má hugsa öðruvísi en hinn, allir eiga að vera sömu skoðunar og ef hann/hún dirfist að mótmæla því, þá er hann/hún úthrópaður(uð). Þess vegna fór þetta svona í dag og varð kristindómurinn undir í þeirri barráttu.

Ég veit það tekur á kæru trúsystkini, en sleppum öllum fordæmingum þar til allt kemur í ljós. Guð sagði aldrei að trúargangan yrði auðveld, þetta er bara eitt af þeim fjölmörgu dæmum sem trúaðir þurfa að ganga í gegnum. Það er það eina sem ég bið um er umburðarlyndi og við látum af öllum hamagangi og sleggjudómum.


mbl.is „Verum meðvituð um að niðurstaða er fengin og gleðjumst yfir því"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljóð í tilefni dagsins

Neðangreint ljóð er í tilefni kvennafrídagsins. Til hamingju með daginn allar konur! Heart
mbl.is Unga kynslóðin íhaldsöm og bakslag komið í valdahlutfall kynjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er kona?

Konan er stundum hvundagshetjan sem enginn tekur eftir.

Konan er sú sem veitir huggun við jafnvel dýpstu sárin.

Konan er vanmetinn og getur allt sem karlmenn geta og jafnvel betur.

Konan er eins og leirker sem leirkerasmiðurinn (Guð) vandaði smíðina hvað mest við.

Konan er yndi karlmannsins og kóróna lífs hans.

Konan er með fagrar ávalar útlínur og greina okkur karlmennina frá þeirri listasmíð sem þær eru.

Konan er sköpun Guðs til jafns við karlmanninn, saman eru þau eitt hold.



Karlmenn, tökum ekki neinu sem sjálfsögðum hlut - sérstaklega ekki konurnar okkar.

Karlmenn, virðum skoðannir hennar og eru þær stundum réttari en okkar eigin.

Karlmenn, lærum að hlusta - konan á ekki að vera rödd hrópandi í eyðimörkinni.

Karlmenn, segjum frá hvernig okkur líður - stelpurnar hafa betri skilning á tilfinningum en við.

Karlmenn, ástin er meira en blóm sem þarf að vökva, það þarf líka að reita eigin arfa.

Karlmenn, með umhyggju og virðingu þá mun kona þín elska þig meira.

Karlmenn, komið fram við þær eins og þær væru þið sjálfir.

red_rose2


Bryndís - ég elska þig. Heart

 


Bloggfrí

Farinn í bloggfrí, seinna í dag mun ég læsa blogginu til þess að ég falli ekki í freistni. En mun opna aftur von bráðar. Ég þarf að nálgast Guð enn á ný og endurnýja mig. Ég hef ekki lengur krafta til þess að svara fyrir trúna uppá eigin spýtur, ef ég hef ekki Guð með þá er þetta allt til einskins. Ég er hvort eð er hálf þunglyndur þessa daganna og megið þið alveg biðja fyrir mér.

Guð blessi ykkur á meðan.  Halo


Lækir lifandi vatns ...

Jæja þá minni ég ykkur á það að á laugardaginn næsta þann 20. október hittumst við í starfinu "Lifandi vatn" á Holtavegi 28 í KFUM & K húsinu. Klukkan 14:00-17:00   Að þessu sinni verðum við á neðri hæð hússins.  Nú við ætlum að fá okkur kaffi og með því, og þau sem vilja,  dansa línudans (sem er alveg rosalega skemmtilegur).  Nú við erum að fara á fullt í föndrið og handavinnuna, og auðvitað höldum við áfram með Manga teiknikennsluna.

Lifandi Vatn varð til hér á blogginu þegar að við nokkur sem að bloggum um kristileg málefni ákváðum að hittast og gera eitthvað saman, við leggjum mikið uppúr því að hafa samverurnar í afslöppuðum stíl og bjóðum öllum að taka þátt og hafa börnin  með. 

Það kostar ekkert að koma til okkar og taka þátt, eða bara fá sér kaffi og ætlar Guðrún Sæmunds að bjóða uppá gulrótartertuna sína sem er algjört sælgæti ! Kannski kemur Bryndís mín með eitthvað líka, en hún er rosalegur bakari.

Hvað varðar trúarlegu afstöðu okkar þá erum við ekki í neinum sértrúargír og líður afskaplega vel með okkar rólegheita afstöðu, sem byggist á kærleika Jesú Krists. Heart

Þú ert hjartanlega velkominHeart

Undirskriftarlisti til stuðnings bættum kjörum öryrkja og aldraðra! Skrifum undir! :)

Ég vil auglýsa undirskriftarlista til stuðnings bættum kjörum öryrkja.

Smellið hér fyrir listann

Ekki veitir af stuðningnum og hvet ég alla til þess að og skrifa undir! Smile


Við erum ekki undir lögmálið kominn heldur náð.

Ritað er:

Bréf Páls til Rómverja 6:1-4
1 Hvað eigum vér þá að segja? Eigum vér að halda áfram í syndinni til þess að náðin aukist? 2 Fjarri fer því. Vér sem dóum syndinni, hvernig ættum vér framar að lifa í henni? 3 Eða vitið þér ekki, að allir vér, sem skírðir erum til Krists Jesú, erum skírðir til dauða hans? 4 Vér erum því dánir og greftraðir með honum í skírninni, til þess að lifa nýju lífi, eins og Kristur var upp vakinn frá dauðum fyrir dýrð föðurins.

Hér notar Páll hina róttækustu samlíkingu á þeirri byltingu, sem fólgin er í því að frelsast fyrir trú á Jesú Krist. Hinn frelsaði maður er í raun og veru nýr maður. Fyrra líf hans, þ.e. það líf sem hann lifði fyrir frelsunina, var í raun dauði sem nú hefur verið greftraður, til þess að maðurinn lifi nýju lífi með og í Kristi Jesú.

Það kemur í ljós í 6. versinu, að þetta er alls ekki sársaukalaust fyrir einstaklinginn.

Bréf Páls til Rómverja 6:5-7
5 Því að ef vér erum orðnir samgrónir honum í líkingu dauða hans, munum vér einnig vera það í líkingu upprisu hans. 6 Vér vitum, að vor gamli maður er með honum krossfestur, til þess að líkami syndarinnar skuli að engu verða og vér ekki framar þjóna syndinni. 7 Því að sá, sem dauður er, er leystur frá syndinni.


krossPáll útilokar ekki, að hinn frelsaði maður geti fallið fyrir freistingum og fallið þar með í synd, en hann á ekki að geta þjónað syndinni sem lifandi trúaður maður -- lifað til lengdar í synd. Trúaður, kristinn maður á vakandi samvisku, sem lætur hann ekki í friði í syndinni. Hlýði maðurinn ekki samvisku sinni, er hætt við að hann falli frá trúnni. Heilbrigð samviska er oft talin vera rödd Guðs í hjarta mannsins.

En samviskusemin getur líka orðið sjúkleg. Það er samviskusemi sem getur valdið öðrum skaða, sérstaklega andlegum skaða. Það á kristinn maður að forðast. Trúaður maður þráir að lifa sem nánast í samfélaginu við Jesú Krist.


Bréf Páls til Rómverja 6:8    
Ef vér erum með Kristi dánir, trúum vér því, að vér og munum með honum lifa.

Hér er átt við hið daglega líf þ.e.a.s. að lifa með Jesú hvern dag. Sá maður sem lifir þannig með honum, er alltaf meira og minna með hugann hjá Jesú. Jesús er mælikvarði hans í öllu daglegu lífi.

Bréf Páls til Rómverja 6:9-11
9  Vér vitum að Kristur, upp vakinn frá dauðum, deyr ekki framar. Dauðinn drottnar ekki lengur yfir honum. 10 Með dauða sínum dó hann syndinni í eitt skipti fyrir öll, en með lífi sínu lifir hann Guði. 11 Þannig skuluð þér líka álíta yður sjálfa vera dauða syndinni, en lifandi Guði í Kristi Jesú.

Trúarlífið er líka stöðug barátta við syndugt mannseðlið, sem býr í hinum náttúrlega manni í okkur sjálfum. Á það bendir Páll í næstu þremur versum:

Bréf Páls til Rómverja 6:12-13
12 Látið því ekki syndina ríkja í dauðlegum líkama yðar, svo að þér hlýðnist girndum hans. 13 Ljáið ekki heldur syndinni limi yðar að ranglætisvopnum, heldur bjóðið sjálfa yður Guði sem lifnaða frá dauðum og limi yðar Guði sem réttlætisvopn.

Þær girndir sem hér er átt við eru ríkjandi girndir til syndar. Það gæti verið fjárgirnd, þ.e. auðsöfnum, ágirnd, hefnigirnd. Um kynferðislegar girndir gildir hið sama. Þær mega ekki heldur vera okkur að ranglætisvopnum, þ. e. ekki að misnota þær okkur né öðrum til skaða og láta þær ekki drottna yfir okkur, heldur að keppa eftir að drottna yfir þeim.

Bréf Páls til Rómverja 6:14    
Synd skal ekki drottna yfir yður, því að ekki eruð þér undir lögmáli, heldur undir náð.

Mikið hefur verið rætt um hér um bloggheima um: helgidaga, tíund og aðra hluti sem snúa mikið til að lögmáli gyðinga. Og margir vilja meina að við séum ennþá háð vissum þáttum lögmálsins bundinn. Þetta er mitt andsvar við þeim málflutningi. Munum að það er frelsi að tilheyra Kristi, ekki kvöð.

Guð blessi ykkur og þakka ég lesturinn. Halo

Skemmtilegir kokkabloggarar

Ég að kokka ...  :)Eins og margir sem þekkja mig vita er ég haldinn ólæknandi áhuga og ástríðu fyrir matargerð. Eins og von er að vísa hef rekist á nokkra góða einstaklinga sem halda úti uppskriftasíðum á bloggunum sínum.

Gamli skólabróðir minn Ragnar Freyr tekur þetta reyndar skrefinu lengra og bloggar einungis um mat, en ég þekki hann og veit að hann er bara að heilla kvenþjóðina með því! Wink hehe .. sorrý Ragnar, en einhver varð að segja sannleikann og veit ég að þú tekur því ekki illa, enda hefur þú alltaf verið sjarmur.  Tounge
Smella hér fyrir Ragga Frey

En aðrir áhugaverðir kokkar myndu t.d. vera Mattías Ásgeirsson formaður vantrúar, sem kallar ekki allt ömmu sína í eldhúsinu. Við Matti erum ekki sammála um margt, en ég verð að segja að hann er með þeim betri sem ég hef séð varðandi matargerð, og sannar bloggið hans þá staðreynd. En þetta sannar að þótt menn séu ósammála um einn málaflokk, þá þurfa þeir ekki endilega að vera svarnir óvinir. Við erum engir 'busom buddys' en þegar menn eiga hrós skilið, þá finnst mér að eigi að veita þeim það.
Smella hér fyrir Mattann.

Edda Ósk vinkona er líka mikil matarlistakona, hún er nánast með gagnagrunn sem er afar vel flokkaður á vefsíðu sinni. Ég mæli eindregið með flottum vef hennar!
Smella hér fyrir Edduna.

Ekki hef ég rekist á fleiri sem blogga um mat nema hann Ragga 'Sjarm' á moggablogginu. Whistling

Eru einhverjir fleiri? Getið þið hjálpað mér að finna þá? Ég er alltaf að leita eftir góðum uppskriftum!

P.s. í ljósi umræðurnar hér á undan, engar kattaruppskriftir takk!!  Sick


« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 589030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband