Undirskriftarlisti til stuðnings bættum kjörum öryrkja og aldraðra! Skrifum undir! :)

Ég vil auglýsa undirskriftarlista til stuðnings bættum kjörum öryrkja.

Smellið hér fyrir listann

Ekki veitir af stuðningnum og hvet ég alla til þess að og skrifa undir! Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Nei, Guðstein nú er öllu lokið....

Við eigum að berjast fyrir auknum tækifærum öryrkja, það skal ég skrifa undir. Kjör öryrkja má sjálfsagt bæta en heilt yfir hafa þeir það ekki svo slæmt. Hins vegar hafa öryrkjar öflugan grátkór sem hefur hátt. Þar fara fremstir menn eins og Ögmundur J.

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 17.10.2007 kl. 18:46

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Einmitt Eiríkur - reynd þú að lifa af launum þeirra.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.10.2007 kl. 20:10

3 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Já ég gæti það vel. Ekki gleyma að þetta er minn field of expertise. Það er ekkert að okkar tryggingakerfi. En það vilja allir meira alltaf það er mannlegt. Veist þú hvað 18 ára unglingur er að fá á mánuðu?

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 17.10.2007 kl. 21:29

4 identicon

Auka tækifæri öryrkja er gott en eins og það leit út hjá mér þegar ég veiktist skyndilega og fékk blóðtappa í heilan hefði ég ekki haft nein tækifæri. En á þau í dag. Ekki T.R. að þakka heldur Guði.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 21:38

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég skil þig ekki Eiki minn, þekkir þú engan sem er öryrki? Ertu virkilega að bera saman 18 ára ungling sem hefur ENGAR ábyrgðir?? Ekki þarf hann að sjá fyrir bíl, börnum, húsnæði og rekstri - ég trúi varla að þú sért að bera þetta saman!! 

Wake up and smell the coffee! Talaðu við þetta fólk, og spurðu þau hvernig þau láta 115 þús. (hámarksörorkubætur) og greiðir rándýra húsaleigu og rekstur í þessu "ódýra" landi!!

Svo ber að nefna að sumir sem lenda í slysum og verð öryrkjar og eru með lán á bakinu (LÍN, húsnæðislán o.s.f.v.) Eða heldur þú að allt þetta fólk sé skuldlaust og þurfa ekki bíl eða neitt??

Eruð þið sjálfstæðismenn svo veruleikafirrtir að viljið ekki einu sinni viðurkenna galla á ykkar alheilaga tryggingakerfi?? Sem þjónar engum nema að gera ríka fólkið ríkari?

Ég bið fyrir þér Eiki minn. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.10.2007 kl. 21:41

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Amen Birna ! Takk fyrir þetta!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.10.2007 kl. 21:42

7 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Hér er höggið nærri mínu skinni.

Hér er mitt kaffi. Sonur minn veiktist af krabbameini fyrir 3 árum hann er nú bundin við hjólastól lamaður fyrir neðan nafla. Engar eru batahorfurnar. Dóttir mín er með Pertes. Pertes er alvarlegur bein hrörnunarsjúkdómur. Hvernig líkar þér kaffið mitt Guðsteinn?

Ég er svo sáttu við minn Guð að hafa blessað mig með tveimur heilbrigðum börnum. Og tryggingarkerfi sem stendur við bakið á mér. En ég er líka sáttu við minn Guð í fátækt minni að ég get skilað honum tíund og fæ í staðin þessa blessanir. Hvað er betra en það trygginga kerfi. Karl Steinar er ekki sjálfstæðismaður. Hann var þingmaður Alþíðuflokksins síðar Samf. Dóttir hans Guðný Karlsdóttir er varaþingmaður Samf. Ég sé ekki rökin í þessu hjá þér "gera ríka fólkið ríkara." Við hjótum að fagna því að fólki gangi vel, er það ekki?

En með þessar 115.000 hvað eru margir á þessari greiðslu? Enginn. Þú verður að skoða húsaleigu uppbót. Fyrir þá sem eru í eingin húsnæði eða leigubætur fyrir hina. Hvað með aðrar uppbætur....reiknaðu þetta til enda og ekki hlusta á vælið og neikvæðnina. Síðan kemur að því að öryrkjar eru mjög of fjármagns tekju fólk. Um það snérist þessi frægi Dómur. Það sem öryrkjar þurfa eru aukin tækifæri til náms, vinnu eða leiks svo ég tali nú ekki um þá sem eru hnígandi.

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 17.10.2007 kl. 22:05

8 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég skrifaði undir þetta og mér finnst þetta framtak stórkostlega frábært! Gott að vekja sem mesta athygli á þessu!

Sunna Dóra Möller, 17.10.2007 kl. 22:12

9 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég stíg hingað inn svolítið hikandi í þetta skiptið. Vegna þess að ég skil ekki alveg rökin, og ég veit að maður á vanalega ekki að hætta sér útá hvítan ís á skautum...

-Er ekki Guðsteinn að reyna að beita sér fyrir auknum réttindum öryrkja og þeirra sem minna mega sín?

Eiríkur, mér þykir sárara en tárum taki að heyra um veikindi barna þinna. Það hlýtur að vera erfitt fyrir þig vinur, virkilega. Get varla set mig í þín spor. Getum við samt ekki reynt að hjálpa hvort öðru pínulítið með því að setja okkur inní aðstæður  og bara vera til staðar? Vera vinir. Þó við þekkjumst ekki neitt.

Á einum tímapunkti las ég skrif frá vinum sem ég hafði aldrei séð, og það huggaði hjartað mitt meira en orð frá fólki sem ég þekkti meira.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.10.2007 kl. 02:25

10 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Fyrirsögnin eru bæt kjör...Síðan er talað um 115.000

Er hægt að skilja þetta á annan veg? Við borgum okkur ekki frá þessu það þarf tækifæri til atvinnuþátttöku og náms.

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 18.10.2007 kl. 07:51

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nú skil ég betur rök þín Eiki og er hræðilegt að heyra hvernig ástandið er. Þú varpaðir góðu ljósi á afstöðu þína og átt þú minn stuðning og bænir í þessari barráttu.  Tek ég auðvitað undir að veita auknum tækifærum, en ég er samt forvitinn hvernig á að útfæra það, þú hefur nefnt tækifæri til náms en ekkert meir. Ég minni samt á, einstæða forledra sem eiga varla milli hnífs og skeiðar, það er það fólk sem ég vil styðja við.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.10.2007 kl. 09:25

12 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Ég er ekki að bera harm minn á torg. Og það er ekkert hræðilegt við mína stöðu. En ég gæti auðveldlega farið í þann pakka. En ég vel að standa við bakið á mínu fólki án þess að mögla.

Það eru til Öryrkjar og síðan öryrkjar og síðan eru menn sem yrkja bara hratt. Þeir sem eru öryrkjar af vali eru þeir sem vilja meira og eru stöðugt vælandi, stundum kallaðir kerfisfræðingar. Síðan eru það Öryrkjar sem þrá það eitt að verða samfélagsþegnar og sækja sína vinnu eða nám. Þeim er það meinað oft á tíðum af félagslegum ástæðum eða umhverfis ástæðum.  Það er það sem ég styð. Við erum með góða tekjutryggingu fyrir þá sem vilja spjara sig en það verður að gefa þeim tækifæri. Ég get nefnt Janus endurhæfing. Það sem þau eru að gera er að taka Öryrkja og gera þá á að nýtum þegnum aftur vegna slys eða þunglindi. Þetta er það sem við þurfum að berjast fyrir það eru úrræði. Það er ásetningur hluta af vinstri manna að halda öryrkjum í fátækt. Er það gert að mínu mati vegna atkvæða. Þetta er stór hópur og vigtar þungt í kosningum. Ég fékk þetta staðfest í síðustu kosningum bæði frá Ögmundi og Steingrími.

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 18.10.2007 kl. 11:59

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir þetta Eiríkur og er ég þér sammála að mestu leyti. Góð lýsing þar sem þú kallar suma hverja "kerfisfræðinga"! En hvar fékkstu þetta staðfest frá Ögmundi og Denna J ?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.10.2007 kl. 12:12

14 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Þeir sendu bréf til öryrkja.

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 18.10.2007 kl. 12:59

15 Smámynd: Linda

115.000kr eru hámark Eiríkur fyrir að vera 75% öryggi, þetta er með tekjutryggingu og öðrum bótum sem tengjast fullum launum TR.  Láttu mig vita það, ég var hress, svo varð ég veik þar með þurfti ég að banka á dyr TR.  Svo 115.000 góði er hámark, mínar skuldir hurfu ekki þó að ég hafi mist heilsuna, oh nei..þær eru enn til staðar, sjáðu til engin á von á því að missa starfsgetur.  Svo ég veit nákvæmlega hvað ég er að tala um, og veistu það lifir engin á þessu nema með aðstoð aðstandenda og kirkju. Fólk má ekki vinna sér inn auka krónur án þess að fá það litla sem það á tekið af þeim, hvað er réttlátt við það, hvað er réttlátt við það að mega ekki vinna þó það sé ekki nema nokkrir tímar á vikur bara til þess að auka möguleika á heilsu og samskipti við fólk, hvað er að því að eiga sparnað, eiga öryrkjar ekki rétt á því að eiga smá sparnað?  Mig dauðlangar að prufa að vinna, enn ég þori ekki út á vinnu markaðinn því ég má ekki við að tapa einni krónu af þessum pening, mig sárnar afstaða þín skelfilega

Linda, 18.10.2007 kl. 15:22

16 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Það er sárt að særa, og það að særa vegna þess að ég vill berjast fyrir tækifærum Öryrkja er með öllu óskiljanlegt. En mér er skylt að biðjast afsökunar á því að særa þig. Það breytir minni afstöðu í málinu hins vegar ekki, sem þú lýsir sem "skelfilega"...Ég held samt áfram að berjast fyrir málstað barnanna minna, þó að sú barátta særi þig. Sér í lagi því að það sem þú ert að segja í þínum texta er skortur á tækifæri til að fara að vinna aftur...Þú nefnir líka skuldir. Það vantar tækifæri til þess að þú kljúfir þær með hjálp frá hinu opinbera. Mér er þetta illskiljanlegt.

Ég í mínu fyrirtæki hef tekið úr Janus verkefninu menn til starfa. Þeir virðast standa sig vel þegar út á vinnumarkaðinn er komið.

115.000 eru ekki hámarks bætur, það verður að leggja alla þættina saman. Hvað með lífeyrisjóðsgreiðslur, barnabætur, húsaleigubætur o.f.?

Það að taka frumkvæði af fólki með því að halda þeim á bótum er manndrepandi og er ekki sæmandi velferðarsamfélagi.

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 18.10.2007 kl. 19:28

17 Smámynd: Linda

ég hef ekki krónu umfram 115.000 kr góði, og við erum mörg þannig, ég hef ekki baranbætur, þar sem mér hefur ekki tekist að framlæða krakka fyrir ríkið svo ég fái þann styrk, ég borga mitt eigið húsnæði ég fæ engar bætur fyrir það. Ég hef ekki styrk úr lífeyrisjóði frekar enn margur.

 Þú veist því miður ekki eins mikið og þú telur þig halda er varðar þessi málefni.  Það er sorglegt með börnin þín og þeirra mál, enn það gerir það ekki að verkum að ég get sagt þér nákvæmlega hver þeirra hagur er og á hverju þau eiga að geta lifað vegna þess að ég skil og hefr reynslu af mínum aðstæðum.

Ég stórlega efast um að þú getur lifað á þessum pening prúttó, og hvað þá að þú værir sáttur ef það ætti að skerða laun þín, sakir þess að þú fékst pening að gjöf, eða átt pínu sparnaðð.  NEI!  þÚ VEIST NÁKVÆMLEGA EKKERT UM HVAÐ ÞÚ ERT AÐ TALA Í ÞESSU TILFELLI! OG ÉG ER BÖLVANDI REIÐ!  það er nánast ekkert sem færi mig til að bölva enn þér hefur tekist að koma ....skoti nálægt því.

Við erum að fara fram á mannsæmandi réttindi, ekkert annað.

Linda, 18.10.2007 kl. 19:38

18 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

það er margt sem ég þarf að bera í þessar umræðu. Særa þig og láti þig Bölva. Ég ætlaði mér ekki að eignast minn fyrsta bloggóvin. Það vantar takka fyrir það, væntanlega við hliðin á Blogg vini. En ég get ekki borið ábyrgð á þinni líðan og þínum tilfinningum. Mér er það gjörsamlega ómögulegt, ég á nóg með mig og mínar tilfinningar.

Að vita hvað maður nákvæmlega talar um...Ég er alltaf að læra. Ég veit ekki allt en ég get allt.

En hvernig má það vera að mín skoðun og reynsla reiti þig til reiði. Sér í lagi vegna þess að "við erum bæði að fara fram á mannsæmandi réttindi, ekkert annað"?

Fyrirgefðu

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 18.10.2007 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband