Bænagangan

Íslendingar safnast saman á ári hverju, í hverjum ágúst mánuði til þess að sýna minnihlutahóp stuðning og ganga niður Laugaveginn. Flestir gagnkynhneigðir berja sér á brjóst og monta sig af því að hafa farið í gönguna þeirra án fordóma. Sem er gott og vel og ekkert athugavert við það.

Nú er svo komið að annar "minnihlutahópur" er að fara halda svona göngu líka. Nú verður forvitnilegt að sjá hversu vel mætt verður í þetta, sérstaklega hvort fólk hafi hugreki til þess að sýna kristnum stuðning í verki. 

Ég sem sé skora á ykkur að mæta og fá að upplifa kærleika Krists og taka þátt í þessu þverkirkjulega starfi!

Ég veit að þetta hljómar einkennilega hjá mér að tala á þessa leið, en þetta er því miður staðreynd sem orðinn er að veruleika, og bið ég þess bænar að það lagist vonandi eða skáni með þessu glæsilega framtaki.

Dagskránna er að finna hér

Ég vil samt undirstrika eitt sem kemur fram á ofangreindri slóð. Þar stendur:

Ekki er leyfilegt að dreifa ritum í göngunni.

Áróðursspjöld, kröfuspjöld  eða spjöld sem auglýsa sérstakar kirkjudeildir eru ekki leyfð.  

Þátttakendur eru hvattir til að mæta með ljós í einhverri mynd og fána.


Sem er argasta snilld og kominn tími til að kristnir sameinast undir merkjum Krists og ekki safnaða sinna ! Ég vona að þið sjáið ykkur fært í að mæta í bænagöngunna!

Guð blessi ykkur öll !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Einhvers staðar heyrði ég að þessi ganga væri til stuðnings þunglyndrar og fórnalamba þeirra.  Mér sýnist það vera rangt.  Gangi ykkur vel.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 8.11.2007 kl. 13:28

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nei það er rétt Nanna, smelltu hér til þess að sjá það. Það stendur neðst á plakatinu.  :)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.11.2007 kl. 13:47

3 identicon

Þetta samkurl er að krefjast aðgangs að börnum okkar og skólum
http://visir.is/article/20071108/FRETTIR01/71108010

Ég hafði ekkert út á þessa göngu að setja en hér sjáum við enn og aftur virðingarleysi trúaðra, mjög svo spælandi framkoma

DoctorE (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 13:51

4 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

 Ég er reyndar sammála DoctorE, þó mér finnst óþarfi að kalla þetta samkuurl. Fólk á að fá að velja hvort það fer eða ekki.  Sama gildir auðvita um börn.  En málefnið gott

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 8.11.2007 kl. 13:56

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Guðsteinn, þakka þér fyrir þessar upplýsingar. Ég sá í sjónvarpinu tvo unga menn sem höfðu villst af leið, það snerti mig. Innilega sammála að málefnið er gott og sjálfsagt að styrkja þetta góða framtak hvort sem við erum kristin eða ekki.

Sigurður Þórðarson, 8.11.2007 kl. 14:40

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir það Sigurður og Guð blessi þig.

Nanna, já samkurl er ekki rétta orðið, en að þetta skuli koma Dokksa á óvart er mér óskiljanlegt. Við höfum rifist um þetta atriði lengi, og furða ég mig ofsóknaræði hans rétt eina ferðina á hendur kristinna, þetta á síst af öllum að koma honum á óvart af öllu fólki. Við höfum margsinnis og ítrekað tekist á um þetta á öðrum vettvangi en blogginu, þ.e.a.s. á vísis spjallinu. Og að hann skuli vera á hissa á þessu eftir að hafa skrafað við trúaða menn á vísis spajllinu í þennan tíma, kemur mér verulega á óvart.

Ég er sammála efnisinnihaldi þessarar vinaleiðar, en ekki framsetningunni. Það á ekki að pína fólk til neins og er þetta spurning um val. Vinaleiðin er alls ekki röng en hvernig hún er borinn fram er annað mál. Síðan er spurning sú hve mikinn "skaða" okkar kynslóð varð fyrir að vera í þessum voðalega áfanga "kristinfræði".

Sem var skylda og hefur ætíð verið þangað til þeir breyttu því í "trúarbragðasögu" eða e-ð þvíumlíkt. Sem er gott og gilt, sérstaklega í þessu "politicly correct" samfélagi. En ekki varð ég fyrir skaða af þessu, þótt skylda væri - og finnst mér menn gera allt of mikið úr þessu.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.11.2007 kl. 14:52

7 identicon

Ég vasast ekki í annarra málum ef þeir vasast ekki í mínum málum
Kristnum einstaklingum er í lófa lagt að setja sín börn í einhverja trúarskóla utan reglulegs skóla, mér er alveg sama svo lengi sem börn bíða ekki skaða af.
Alls ekki ofsóknaræði í mér, bara að benda á yfirgengilega frekju og vanvirðingu við skoðunum annarra.
Prófið að setja ykkur í sömu spor: ef ég færi fram á að það yrði kennt í skólum að öll trú væri ömurleg.
Hvernig sem á það er horft þá er þetta óréttmæt krafa frá kristnum og er þeim til vansa.

My 2

DoctorE (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 15:02

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ekki ofsóknaræði nei, útskýrðu þá þessar færslur þínar:

http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/359376/

http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/358538/

http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/358467/

http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/356786/

http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/356709/

http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/353580/

http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/353538/

http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/353363/

http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/352537/

http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/351513/

Þetta er tekið af 2 síðum frá þér sjálfum og mætti lengi telja, þarna ertu að gagnrýna trúarbrögð, ákveðnar kirkjur, biskup og göngu trúðra. Allt þetta á örfáum dögum. Síðan get ég svo sem sett inn vísis komment en ég nenni ekki að leita þau uppi. Eins sé ég þig allsstaðar sem fjallað er um trúmál og gerir þú eftir bestu getu lítið úr þeim. Það er eitt að vera á móti einhverju, sem þú hefur fyllilega rétt á, en stutt er öfgarnar. Þetta heitir einu nafni Dokksi, ofsóknaræði. Mér leiðist að ráðast svona að þér persónulega, en þetta er bara staðreynd og mín upplifun á þér. Sorrý kall, þú mátt alveg vera á móti trúarbrögðum fyrir mér, en CHILL !

Btw, við erum frekar sammála með vinaleiðina, og höfum alltaf verið - enda er ég orðinn hundleiður á þeirri umræðu. Reyndu bara að bera virðingu fyrir skoðunum annara, ég skal þá gera það sama við þig.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.11.2007 kl. 15:13

9 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Mér finnst öll börn eigi að fá að kynnast öllum trúarbrögðum og einning þeirri hugmynd um engin trúarbrögð og fá svo að velja.

Efast um að kristnir yrðu sáttir ef kennd væri islams-trú í skólum og börn hvött til að trúa því sem þeirri trú fylgir. 

En gangan sjálf á alveg rétt á sér, bara ekki vera blanda börnum með ómótaðar skoðanir inn í hana.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 8.11.2007 kl. 15:17

10 identicon

Ég er að gagnrýna trúarbrögð já, enda engin vanþörf á.
Ég er alveg örugglega chillaðri en allt þetta lið því ekki fæ ég þær ranghugmyndir í höfuðið að það beri að boða trúleysi í skólum, ég er bara að fara fram á að trúaðir haldi sig á mottunni og bori sér ekki yfir allt og alla með sínar skoðanir
Ég verð að setja þetta í dæmisetningu svo sumir sem vilja ekki sjá sannleikann sjái hann undir öðrum formerkjum.

"Hópur Islamskra trúfélaga sem stendur fyrir svokallaðri bænagöngu á laugardag hefur sent alþingismönnum og sveitarstjórnarmönnum bréf þar sem farið er fram á það að islömskfræðikennsla verði efld í grunnskólum og að islamskt siðferði fái aukið vægi í menntun og uppeldi komandi kynslóða"

Ef þið skiljið þetta ekki þá er useless að reyna að koma vitinu fyrir ykkur

DoctorE (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 15:22

11 identicon

Annars hlýtur þú Guðsteinn að vera að misskilja mig, ég hef ekkert á móti þessari göngu, bara alls ekki neitt, ég er að tala um kröfur frá þeim sem standa að göngunni með að efla kristinfræði í skólum

Allir mega ganga um allt í bænagöngu fyrir mér, mér er alveg sama um það

Tata

DoctorE (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 15:26

12 identicon

Ekki ætla ég að blanda mér í  deilur af neinu tagi.  En vil þó segja eitt að hólpnir verða þeir sem ganga með réttu hugafari. Og svo hefur hver SITT HUGARFAR.  ÉG GENG meðan ég dreg fæturnar.Guð blessi ykkur.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 15:37

13 Smámynd: halkatla

mikið vildi ég geta verið með í bænagöngunni - það verður bara að skipuleggja aðra áður en ég kem næst í bæinn!

en jamms, leiðinlegt að göngufólkið þurfi akkúrat að draga fram einhverjar óskir um meiri trúarinnrætingu í skólum núna, rétt fyrir gönguna, og gefa þannig ofstopafullum vörgum einsog okkar ástkæra dokksa () þannig vopn í stríð sitt gegn trúarbrögðum. Kirkjurnar eiga bara að efla tengsl við fjölskyldur og foreldra og hafa sunnudagaskóla fyrir þá sem vilja, það yrði blessun, vinaleið hefur bara verið deiluefni og ekkert annað og ætti að leggjast á hilluna. 

Hinsvegar er staðreynd að það þarf að verða vakning á meðal uppalenda fyrir því að börn (og þeir sjálfir) þurfa andlega næringu. Hvort sem hún kemur frá húmanisma eða kristni, mér er sama, en fólk verður að gera sér það ljóst að hlutirnir hafa ekki alltaf verið svona einsog þeir eru í dag, það er kannski hægt að laga þetta en við vitum ekki hversu lengi okkur stendur það til boða. 

halkatla, 8.11.2007 kl. 15:52

14 identicon

Það að Doktor E er nafnlaus bloggari segir allt sem segja þarf um blogg hans eða hennar. Getur ekki feisað það sem hann/hún dæmir og segir.hehehehehehe Gangan er fín og gömlu góðu gildin eiga heima inn í öllum skólum.Og öllum heimilum. Agi og virðing. Ekki stjórnleysi og siðleysi.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 17:02

15 identicon

Svo vil ég benda Doktor E á að lesa bls 30 í Séð og Heyrt. Þar er viðtal við tvær 15 ára stelpur sem eru að frumflytja lag á þessum tónleikum. Lag sem var samið í minningu sonar míns sem dó á síðasta ári. Þú heldur að þú vitir svo mikið um alla hluti en veist svo ósköp  fátt.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 17:17

16 Smámynd: Linda

Birna þakka þér fyrir að minna á þetta og það verður yndislegt að fá að upplifa þetta lag.

Haukur þakka þér fyrir að minna á þetta, við stöndum saman og núna göngum við saman, til að biðja fyrir landi og þjóð og öllum sem eiga bágt hér á landi, það gerum við með glöðu geði.

Kristinn, því miður er ekkert hægt að segja neitt við þínum orðum, þau dæmi þig sjálf.  Þú ert hinsvegar fyrirbænar efni

Anna þú verður með okkar í anda er sko alveg viss um það. 

 DrE er bara sá sem hann er ófullkomin og breyskur eins og við öll.  Guð blessi hann og vaki yfir honum.

Linda, 8.11.2007 kl. 18:15

17 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Ætlaði ekki að taka þátt í þessari umræðu en eftir að hafa lesið sum comment hérna þá er ég tilneyddur að leggja hér orð í belg.

Svona ganga á alveg rétt á sér og það að allur áróður í form dreifirita,kröfuspjalda eða auglýsinga er stranglega bannaður er bara hárrétt ákvörðun,ég kemst ekki í þessa göngu því miður en óska ykkur sem standið að henni góðs gengis.

Doctor E:Hvað hefur þú á móti trúmálum?Mér þykir málflutningur þinn á köflum æði tilviljanakenndur og oft ekki heil brú sem þar er oft að finna,ertu kanski trúleysingi?spyr sá sem ekki veit.

Kristinn: Hvað er svona viðbjóðslegt við kristni og hvers vegna í ósköpunum ætti að halda henni frá börnum?
Hafa kristnir menn gert þér eitthvað?og hvaða trú aðhyllist þú?

Að lokum þetta: Upp með vinaleiðina,höldum hátt á lofti kristna trú.
Ég styð þig í baráttunni Guðsteinn.

Magnús Paul Korntop, 8.11.2007 kl. 18:18

18 Smámynd: halkatla

dokksi má athuga að "ofstopafullir vargar" átti að vera innan gæsalappa hjá mér, það gleymdist en hefur nú verið leiðrétt - ég var bara að herma eftir sannkristni og hans ómetanlegu frösum (samt tekst mér aldrei að ná frösum annarra )

halkatla, 8.11.2007 kl. 19:22

19 identicon

Ég samhryggist þér vegna sonar þíns Birna en ég get ekki sé að það breyti neinu með að trúarbrögð eiga ekki heima í skólum.
Þetta eru nákvæmlega sömu rök og einn trúarforkólfur kom með í usa eftir sept 11, að nú ætti að fara að biðja í skólum og þá lagaðist allt og bænaleysið í skólum þar væri ástæðan fyrir árásunum.

Ég alveg frábið mér að fólk noti sorg til þess að koma einhverjum trúarskoðunum yfir á allt og alla, það er bara sorglegt og ég verð bara leiður og fúll að hlusta á þannig rök.

Ég  er ekki að ráðast á trú ykkar ég er að ráðast að yfirgangi og virðingarleysi ykkar við aðra, ég hef alltaf sagt að ég  sjái ekkert að því að fólk hafi sína persónulegu trú.
Ég geri mér alveg fulla grein fyrir því að trúaðir vilja eiga allan heimin og vilja að allir verði alveg eins og þeir með góðu eða illu en það er einmitt hluturinn sem mun verða þeim að falli á endanum.

Lifið heil og gangi ykkur vel í göngunni en illa með að troða ykkur inn í skóla landsins.

DoctorE (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 19:52

20 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Birna mín, með fullri virðingu og samúð, þá sé ég engin rök í orðum þínum, sem réttlæta mega þessa fabúluinnrætingu í skólum. Það er alltaf spurning með hverju agi og virðing er fengin fram; hvort það er með ótta og valdi eða elsku og gagnkvæmni.  Ég held að trúarbrögðin standi fyrir hinu fyrra.  Þeir sem andmæla þessari ríkisvernduðu innrætingu, eru ekki að hafna eðliulegum manngildum og dyggðum, að sjálfsögðu er innræting góðra gilda góð og gild, en ég vil benda á að þau eru ekki uppfundin af trúarstofnunum né eiga þær stofnanir einkarétt á slíku. Þessi gildi og dyggðir kallast einfaldlega skynsemi.  Eða eins og ég vil kalla það: Eigingjörn óeigingirni, þar sem góð gildi eins og hjálpsemi virðing og kærleikur skila sér í hinu sama til baka.

Þetta hefur ekkert með trúarsetningar að gera, heldur er þetta fundið út af mannkyni af árþúsunda reynslu um hvernig haga má sambýli og samneyslu best, því án samvinnu, myndum við ekki lifa af. Ef menn halda að án trúarbragða, hverfi þessi gildi, þá get ég uppfrætt ykkur um að sennilega hefði mannkyn aldrei komist á legg.  Reynið nú að sýna smá rökhyggju og skynsemi og kasta þessum skelfingarótta við harðstjórann á himnum fyrir róða.  Þið eruð mikilfenglegri verur en svo að þurfa að sýna einhverju ósýndu og ósönnuðu þrælslund.

Þeir sem hafna trúarbrögðum eru einmitt að berjast gegn þeirri ómenningu, sem hrært er saman við hin góðu gildi í trúarsetningunum. Þá aðskilnaðaráráttu og mannamun, fordæmingu og óttaprangi sem í þessu kennisetningum felst.

Svo varðandi bænagöngu og hina launfordæmandi grein hér að ofan, þá vil ég nú benda á orð krists um að bera ekki trú sína á torg og biðja og á torgum og í musterum, heldur að fara inn í herbergin ykkar og biðja í leyndum.  Semsagt: Keep it to your self.  Hættið þessu jarmi og skelfingarprangi, peningaplokki og fordæmingaráróðri. Þá verður friður á jörðu.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.11.2007 kl. 20:42

21 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kæri "Doctor" ég man nú ekki eftir neinum heilaþvotti eða innrætingu í tengslum við biblíusögukennslu þegar ég var í barnaskóla.   Mér finnst næstum eins og þú sért að tala um muslimskan trúarskóla. Ert þú ekki að gera úlfalda úr mýflugu? Ég átti tvær ömmur sem ég hugsa með hlýhug til. Önnur kenndi mér kristnar bænir en hin fórnaði til álfa og vætta. Báðar voru þær góðar manneskjur, sem mannbætandi var að alast upp hjá.

Sigurður Þórðarson, 8.11.2007 kl. 20:47

22 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Íslenska Lýðveldið er lýðræðissamfélag þar sem ríkir trúfrelsi, ekki satt?

Ef trúarsöfnuður er rekinn á ríkisgrundvelli er ekki um trúfrelsi að ræða.

Ef trúarkennsla í ríkisreknum skólum hyglir einum trúarbrögðum fram yfir önnur, er ekki um trúfrelsi að ræða.

Mörgum finnst að kirkju og ríki eigi að aðskilja, og þar á meðal yðar einlægum, til þess að sýna fram á hvort að kristin kirkja sé eins máttug á Íslandi og haft er uppi. Smærri kristnir söfnuðir kæmu til með að hagnast á þessu. Eins kæmi íhaldssamari vængur núverandi ríkiskirkju vel útúr þessu því þá þyrftu sá vængur ekki að fara eftir jafnræðisreglu Stjórnarskrár Íslenska Lýðveldisins og gifta homma og lesbíur. 

Ríkisreknir skólar eiga, verða og skulu fylgja íslenskum lögum, þar sem kveðið er á að Ísland skuli trúfrjálst lýðræðisríki og skulu því ekki standa í trúboði á neinn máta, án þess að gera öllum jafn hátt undir höfðu.

Múslimar, allar útgáfur Kristinna manna og Gnostískra, Heiðnir, Hindúar, Búddhistar, Satanistar,Zen Búddhistar, Daoistar... ÖLLUM yrði að vera boðið að gera slíkt hið sama.

Það er einfalt mál. Ef ekki er Íslenska Lýðveldið unnið fyrir gíg og orðið að kristinni miniútgáfu af Íranska klerkaveldinu.

Ef þetta fer af stað ætla ég, J.E.V.Bj.Maack þegn Íslenska Lýðveldisins númer #2610815989 að segja ríkisvaldinu stríð á hendur, hætta að borga skatta og fara í víking gegn þessari hræsni og þessum heilaþvætti.

Teljið þið veg kristninnar og getu svo litla að hún haldi ekki velli án þess að vera niðurgreidd af ríki og innrætt í ungviðið?

Eru þetta trúarbrögð ykkar sem eru svo mikil hjábára að þau standast ekki tímans tönn nema þið berjið Biblíunni á borð hvers skattgreidds skólabarns?

Hingað og ekki lengra takk. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 8.11.2007 kl. 21:48

23 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

PS.  Siggi Þ. það kemur mér á óvart að þú, maður sem setið hefur í stjórn Ásatrúarfélagsins sért virkilega sammála trúarbragðainnrætingu kristinna á skólabörnum í ríkisgreiddum grunnskólum.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 8.11.2007 kl. 21:49

24 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nanna - við erum að tala sama tungumálið. Ég er alveg á sömu skoðun og finnst þetta spurning um val.

Dokksi - ég skil hvað þú átt við, en leyfum kristnum að njóta stundarinnar núna því ekki erum við að gera þetta í illum tilgangi. Og ef ég sé fleiri komment um þessa vinaleið, þá mun ég hiklaust eyða þeim út! Greinin fjallar ekki um hana á nokkurn hátt og mun ég blogga um hana síðar! Þá geta menn deilt eins og þei vilja um hana, en þetta kemur bænargöngunni nákvæmlega EKKERT við. Til að mynda er ekki minnst á vinarleiðina í fréttinni sem Dokksi vísaði í, heldur sagt að kristnir vilja efla kristinfræðikennslu í skólum, kom þetta öllum í opna skjöldu að við viljum slíkt? Jeminn eini !

Þórarinn - mikið er ég sammála þér með hugarfarið!

Anna Karen - að venju talar þú út frá hjarta mínu, og er ég þér fullkomlega sammála!

Birna Dís - gott skot á Dokksa ! :D Ég hef margoft beðið hann um að koma sér útúr skápnum.  ;) Ég reyndar vissi þetta með son þinn og átt þú alla mína samúð með það.

Kristinn Haukur - ég ætlaði að eyða kommentinu þínu út, því smekklaust og virðingarlaust er það! En þar sem margir aðrir eru búnir að vitna í það, þá læt ég það standa. Ef þú ætlar að tjá þig hér, sýndu þá almenna kurteisi og virðingu, ég lýð ekki svona talsmáta hér!!

Linda - takk fyrir dýrmætan stuðning.

Magnús Paul - þú komst úr óvæntri átt, og þakka ég mikið vel orð þín og stuðning! Guð blessi þig Maggi!

Dokksi - ef það er vinaleiðin, þá eru það peningar, ef það eru ekki peningar, þá eru það ósýnilegir kallar, ef það eru ekki ósýnilegir kallar, þá er það biskup ... þú ert farinn að verða eins Sannkristinn, þú veðrur að setja nýja plötu á fóninn!

Jón Steinar - þessi "launfordæmandi" grein mín átti að höfða til samvisku manna, en ég sé það hefur lítil áhrif á þig, en ég hef von fyrir þér og bið fyrir þér í völd fyrir háttinn.

Sigurður Þórðarson - þú ert skemmtilegur karakter, sem oft hefur mótmælt málflutningi mínum, en ekki að þessu sinni, þú reyndar sagðir það sem ég sagði hér ofar við Nönnu, glæsilegt framtak!

J. Einar valur Bjarnason Maack
- takk fyrir þitt innlegg, þótt ég sé engan veginn sammála neinu sem þú sagðir þá átt þú fullan rétt á stríði þínu við þetta voðavald sem er kirkjan. Vegni þér vel í þeirri barráttu og mun ég biðja fyrir þér líka.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.11.2007 kl. 22:43

25 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ég bara verð að tjá mig smá,hef verið að lesa innlegg fólks hér og auðvitað eiga allir rétt á skoðun sinni.Ég er kannski stórfurðulegur en varðandi þau ykkar sem ekki trúa á Jesú eða Guð lendið þið aldrei í aðstæðum sem ekki verða skýrðar út nema fyrir eitthvað yfirnátturulegu valdi.

Eða er ég kannski svona frábrugðinn að ég hreinlega fynn fyrir guði sem og illum vættum og þær eru allt um kring.Getur verið að þið séuð bara svona blokkeruð af skít að þið hreinlega finnið ekki neitt nema þetta eina sanna ég.

Varðandi gönguna þá er þetta ganga til góða og góðra verka og margt fólk vill og þráir að byðja og hvað er að því,ég er alveg hættur að skilja hvað fólk vill með að virða ekki að sumir hafa áhuga á guði sér og sínum til heilla og ekkert í Jesú er eitthvað til að hæðast að né lítilsvirða.Ég ætla mér að mæta í gönguna hvað sem aðrir gjöra enda geng ég þar með og fyrir guð minn Jesú.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 8.11.2007 kl. 23:04

26 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég verð að segja að framkoma hins svokallaða "DoctorsE" er argasti dónaskapur. Hann talar um virðingarleysi kristinna, en vanvirðir hér kristið fólk með dónaskap á þræði sem er settur fram til að auglýsa friðsamlega bænagöngu.

Að vera að blanda þessari fyrirhuguðu bænagöngu við vinaleiðina, þjóðkirkjufyrirkomulagið eða réttmæti kristinnar trúar miðað við aðra átrúnaði eða lífsskoðanir er bara ósmekklegt, jafnvel þó það sé gert undir fullu nafni.

Hér er verið að fjalla um ákveðið kristilegt átak, þverkirkjulegt og mjög göfugt. Ef menn vilja fá útrás fyrir sína eigin gremju og dónaskap ættu þeir að gera það á öðrum vettvangi en þessum.

Þessi vitnisburður Baldurs Freys hefur snortið mig og að ég hygg flesta sem hann hafa heyrt.  Hann er gott dæmi um hvað máttur kærleika og fyrirgefningar Krists er mikill.

Ef þessi ungi maður fær stuðning frá góðu trúuðu fólki þá er ég viss um að hann getur orðið mikill safnaðarleiðtogi og verkfæri Guðs hér á landi og um allan heim þess vegna.

Theódór Norðkvist, 8.11.2007 kl. 23:29

27 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

a) Ég á ekki í stríði við kirkjuna heldur gegn því hugarfari að ríki og trú fari saman.

b) Ertu gjörsammála ósammála öllu? Þ.a.m. því að trúfrelsi eigi að lýðast hér á landi í samræmi við Stjórnarskrá Íslenska Lýðveldisins og Mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna? Ertu þá nokkuð betri en Ayatollarnir í Íran? Eigum við bara að kippa okkur úr sambandi við lýðræðislegan rétt okkar og skyldur við samfélag þjóðanna og rífa þessa grein úr Stjórnarskránni?

Það gera bara landráðamenn, og ef kirkjunar menn vilja vera slíkir, þá verður það bara að vera svo.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 8.11.2007 kl. 23:37

28 Smámynd: Jón Valur Jensson

Merkileg umræða! Eins og þessi bænarganga er jákvæð og mikið vonarefni. Hafðu heilar þakkir, Guðsteinn Haukur, fyrir þessa vefgrein þína og góða frammistöðu. Ég get tekið undir með ýmsu kristnu fólki hér, t.d. þeim ágæta Theódór Norðkvist og öllu innleggi hans -- ég hreifst líka af vitnisburði ungu mannanna tveggja í Kastljósi í gærkvöldi. En efnishyggjan vill fyrir hvern mun ekki þurfa að horfa upp á né kannast við kraft Heilags Anda verða að veruleika í lífi manna, þeim til hjálpræðis og frelsunar frá jafnvel miklu fastari fjötrum en menn almennt hafa reynslu af fram undir þetta. Eins og Kristur hefur endurreist marga frá alkóhólisma, frá synd og ömurlegum aðstæðum, þannig er hann einnig farinn að vinna verk sitt í hópi þeirra, sem verið hafa í eiturlyfjum og við dauðans brún. Þess eru reyndar dæmin mun eldri en þessi og frá öðrum heimsálfum, þar sem trúin varð eina frelsisleiðin frá ópíum-ánauðinni.

Guð blessi ykkur öll, kristnu vinir, og alla þá, sem þarfnast lausnar og friðar inn í sitt líf. Tökum sem flest þátt í bænagöngunni. Ykkar í Kristi,

Jón Valur Jensson, 8.11.2007 kl. 23:59

29 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég þarf engar fyrirbænir minn kæri og slík svör bera oflæti ykkar skýrt vitni.  Þú hefur ekkert vald til að breyta nokkrum hlut né hafa áhrif á nokkurn htt ýlut með orðagjálfri ofan í bringu.  Hins vegar geturðu breymsu með framkomu og gjörðum.  Megi það verða þér að leiðarljósi.

Til hver þú sérð ástæðu til að biðja fyrir mér lýsir einnig eðli málsins.  Væntanleg er það svo ykkar algóði Guð ljósti mig ekki eldingu eða sendi mig í brennisteinsgúlagið sitt á efsta degi.  Það er annað hvort eða er það ekki?

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2007 kl. 00:10

30 identicon

Sæll Guðsteinn Haukur.

Þú stendur þig vel. Sendi þér orð úr Biblíunni okkar. 2. Tím. 1.7-8.

Ekki gaf Guð oss anda hugleysis, heldur anda máttar og kærleiks og stillingar. Fyrirverð þig því ekki fyrir vitnisburðinn um Drottinn vorn.

Passar vel fyrir þig. Þú vitnar um Jesú Krist af krafti.

Smá viðbót:1. Kor.1.18. Orð krossins er heimska þeim, er glatast, en oss, sem hólpnir verðum, er það kraftur Guðs. 

Róm. 6.23. Laun syndarinnar er dauði, en náðargjöf Guðs er eilíft líf í kristi jesú, Drottni vorum.

Guð verndi þig frá vörgunum.

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 00:11

31 Smámynd: Benna

Þessir menn eru búnir að vera að mæta í skólana bara menntaskólana snýst þetta þá um að þeir vilji þá líka mæta í grunnskólana?

Annars langar mig ekki að mæta í þessa göngu sem er að mér skylst hálfgert mótsvar við praypride eða það sagði einn af forsprökkum hennar hann Baldur Freyr svona í leiðinni og hann kallaði samkynhneigða sora.

Benna, 9.11.2007 kl. 00:24

32 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hafið fyrirbænir fyrir fólki, vonið á hið góða, hjálpið og styrkið þá í verki, sem eiga um sárt að binda, fyrir alla muni...gerið þetta bara ekki á torgum úti og svo allir sjái til að hljóta aðdáun.  Það er gegn ykkar orði.  Hættið að fara með skrúðmælgi og réttlæta ykkur fyrir augum manna, látið fólk í friði með ritningarstaglið komið saman tveir eða þrír og ræðið andans mál.  Gerið eins og Kristur kennir ykkur (for crying out loud. )

Takið ykkur ekki vald í hendur og gerið mannamun fyrir sannfæringu ykkar.  Það er sjálftekið vald og engum gefið. Gerið ykkur ekki mynd af Guði né berið tákn og myndir.  Sérðu virkilega ekki hvað ég er að benda ykkur á?  Afneitarðu þeim skaða sem þetta sjálftekna vald í nafni trúarbragðanna hefur haft á líf manna?

Fyrirgefðu ef þér ofbýður málflutningur minn, en mér lýst bara ekkert á hvernig trúarbrögð eru að þróast í heiminum og þarf ekki langt að líta til að sjá illskuna og forheimskunina í nafni þessa greinasafns, sem þið kallið Bók Bókanna.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2007 kl. 00:28

33 identicon

Sælt veri fólkið.

Fáein vers úr Orðskviðum:

6.12. Varmenni, illmenni er sá sem gengur um með fláttskap í munni.

Varðmenni grefur óheillagröf, og á vörum hans er sem brennandi eldur.

24.8. Þann sem leggur stund á að gjöra illt, kalla menn varmenni.

Svo stendur líka í Biblíunni, Matt. 5.44: "Elskið óvin yðar, og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður." Úff, úff.

Róm. 3.4. Guð skal reynast sannorður, þótt sérhver maður reynist lygari.

Almáttugur Guð varðveiti okkur sem viljum þyggja varðveiðslu hans. Kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 00:40

34 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvernig væri að nýta sér eigin hugsun, skynsemi og orð Rósa mín í stað þess að stagla þetta veruleikafirrta hjal?  Þetta hefur ekkert innihald nema orðin ein og gefa þér ekkert vald né trúverðugleika. Þvert á móti.

Hvað er þetta í samhengi umræðunnar? ;24.8. Þann sem leggur stund á að gjöra illt, kalla menn varmenni.

6.12. Varmenni, illmenni er sá sem gengur um með fláttskap í munni.

Varðmenni grefur óheillagröf, og á vörum hans er sem brennandi eldur.

Ertu að kalla mig nöfnum fyrir að vera á annarri skoðun en þú?

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2007 kl. 00:58

35 identicon

Sælt veri fólkið.

Látum orð Guðs tala: Matt.14.-16. Þér eruð ljós heimsins. Borg sem á fjalli stendur, fær ekki dulist. Ekki kveikja menn heldur ljós og setja undir mæliker, heldur á ljósastiku, opg þá lýsir það öllum í húsinu. Þannig lýsi ljós yðar meðal mannanna, að þeir sjái góð verk yðar og vegsami föður yðar, sem er á himnum.

Róm: 1. 16.- 17. Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið. Það er kraftur Guð til hjálpræðis hverjum þeim sem trúir, Gyðingum fyrst en einnig Grikkjum. Því að réttlæti Guðs opinberast í því fyrir trú til trúar, eins og ritað er: "Hinn réttláti mun lifa fyrir trú."

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 01:03

36 identicon

Sælt veri fólkið.

Við Jón Steinar erum enn vakandi. Ég skrifaði upp úr heilagri ritningu ýmis vers. Þau hljóta að geta útskýrt sig sjálf. Þú ræður Jón Steinar hvað þú lest úr versunum. En eitt vil ég biðja þig að gera. Þó þú sért á annarri skoðun en einhver annar hér þá þarftu ekki að tala eins og álfur út á hól.

Góða nótt. Dreymi þig Guð englana og mig.

Kveðja/Rósa

Ég hvet alla sem geta að mæta í bænagönguna og alls ekki vera í neinum feluleik.  

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 01:11

37 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvað er svo trú...? Er það að vera í klúbbi, sem hefur pyntingartæki að logói eða er það að ganga lífsveginn í góðum dyggðum og réttlæta ekki sjálfan sig né kasta syndugur grjóti?  Vona á gott og hljóta gott og þegja svo þunnu hljóði þegar álits þíns á lögmálum veraldarinnar er ekki óskað?

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2007 kl. 01:12

38 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú er ég álfur út úr hól Rósa?  Fyrirgefðu ef ég hef tekið tilvitnanirnar til mín, ég áttaði mig ekki á að hér hafi verið um almennar upplýsingar að ræða mönnum til fróðleiks á borð við: Tunglið er hnöttótt, Jörðin er ekki flöt, á morgun kemur nýr dagur etc.

Þakka því fróðleikinn, þótt ég haldi að hann komi mér nú skammt, nema að kenna mér að draga fólk í dilka, eins og trúaðra er kækur.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2007 kl. 01:17

39 identicon

Sælt veri fólkið.

Í Jóhannesarguðspjalli 8 kafla getum við lesið um konu sem farísear og fræðimenn komu með til Jesú. Þeir sögðu að hún hafi drýgt hór. Þeir bentu á lögmálið og sögðu að þar stæði að það ætti að grýta slíkar konur. Þeir voru að reyna Jesú svo þeir hefðu eitthvað til að ákæra Jesú fyrir. Guði sé lof fyrir nýja sáttmálann Jesús svaraði þeim (vers 7, seinnihluti) "Sá yðar sem syndlaus er, kastið fyrstur steini á hana." Enginn kastaði steini og þeir fóru. Jesús spurði konuna hvort enginn hafi sakfellt hana. Enginn hafði sakfellt hana. Það er nefnilega enginn syndlaus. Vers 11. (seinnihluti) Jesús mælti: "Ég sakfelli þig ekki heldur. Far þú. Syndga ekki framar." Þetta á við okkur öll. Engin er syndlaus.

Myndin af þér Jón Steinar minnir mig á álf og myndirn er ljót. Ég setti þetta í smá stíl og vonaði að þú myndir fatta djókið. Sjáðu bara þegar maður notar sín eigin orð. Betra að nota Biblíuna því heilög ritning er viskubrunnur. Í Biblíunni getum við lesið um að Guð gefi okkur visku ef við biðjum hann. Jak. 1.5. Ef einhvern ykkar brestur visku, þá biðji hann Guð, sem gefur öllum örlátlega og átölulaust, og honum mun gefast.  Mun ræða betur við þig síðar þegar ég hef beðið Guð um meiri visku og hef fengið bænasvar.

Guð gefi öllum góða nótt.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 01:36

40 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Einar, ég hef aldrei dregið dul á það að ég er ásatrúar og hef raunar verið það frá barnsaldri. Mér rann því blóðið til skyldunar að leggja hönd á plóginn við stofnun félagsins. Okkur Sveinbirni varð fljótlega gott til vina og af því leiddi að ég var í stjórn frá upphafi og hef kannski setið (eða öllu heldur starfað) lengur en flestir aðrir, þó nokkurt hlé hafi orðið á því allra síðustu ár, þá hef á af alúð unnið félaginu allt það gagn sem ég hef getað. Hinu er ekki að neita að kristilegur kærleiksboðskapur höfðar til mín og ég get með engu móti séð að biblíusögukennsla í grunnskólum hafi skaðleg áhrif. Ég hef aldrei staðið í vegi fyrir því að börnin mín læri kristnar bænir eða kristinfræði þannig að þau fái sjálf að velja. Ég vona að ég verði ekki verri ásatrúarmaður fyrir það.

Sigurður Þórðarson, 9.11.2007 kl. 01:44

41 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vissir þú Rósa að þessi saga sem þú vitnar í er hvergi til í frumritum?  Hún kemur fyrst fram á 10. öld og er því fabúla eins og margt annað í þessu tilviljanakennda greinasafni.  Lestu þig til, ef afneitunin er ekki alger.

Með vinsemd og virðingu engu að síður.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2007 kl. 02:11

42 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Er bænagangan aðeins fyrir kristna?  Sér kristin ganga semsagt?

Mér er alveg sama þótt fólk fari í þessa göngu, en forsendurnar fyrir því gætu farið fyrir brjóstið á mér.

Ég er alfarið á móti trúboði hverskonar í skólum. Skólar snúast um vísindi og þekkingu en ekki trú. Það má kenna trúarbragðasögu punktur.

Ég hefði viljað að svona bænaganga væri með þeim formerkjum að krefjast lausna fyrir þá sem er illa farið með í þjóðfélaginu, eins og öryrkja, aldraða, fanga og fleiri. 

Einhverjar hallelúja samkomur sem skila bara trúarvímu eiga ekki upp á pallborðið hjá mér. Ég vil að fólk láti verkin tala.

Kveðjur. 

Margrét St Hafsteinsdóttir, 9.11.2007 kl. 02:26

43 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nafni minn Ragnarsson er gersamlega laus við að vera fræðimaður í Biblíufræðum og fór hér með staðlausa stafi um þann þátt af hórseku konunni (fremst í 8. kafla Jóhannesarguðspjalls) sem hann kallaði "fabúlu" frá 10. öld (sic!!!). En fjöldi Biblíuhandrita miklu eldri geymir þennan þátt, m.a. hið stórmerka handrit Codex Bezæ Cantabrigiensins (á gríska frummálinu) frá 6. öld og þýðingar ýmsar frá 4.-5. öld (og alls ekki allar frá sömu löndum), m.a. latínuþýðing Hieronymusar, þ.e. Vulgata (4. öld), sýrlenzkar og koptískar þýðingar, sem til eru í frumritum frá 5. öld, auk fleiri handrita frá 6. öld, og get ég talið allt þetta upp hér síðar.

Jón Valur Jensson, 9.11.2007 kl. 03:54

44 Smámynd: Linda

sæl Margrét- þess bænaganga er til þess að biðja fyrir landi og þjóð, biðja fyrir  öllum sem eiga bágt, sem eru háðir, neysluefnum, sem eru veikir bæði á sál og líkama öllum, engin er útundan og allir eru velkomnir til þess að biðja með okkur, lestu það sem er skrifað á www.baenagnga.com nákvæmlega það sem þú ert að tala um. 

Varðandi´athugsemd um að við ættum að biðja og tala við faðirinn í launi, þá bið ég viðkomandi að vera ekki að snúa út úr, Jesú hélt stærstu bænasamkomur og kennslu samkomur sem sögur fara af frá þessu ´tímabili, auk þess þegar hann kom ríðandi á asna þá var fólks fjöldi þar sem tilbað hann og ekki hafði hann eitt vont orð að segja um það.  Þessi bænarganga er kærleikur, ekkert má auglýsa ekkert  má taka frá bæninni og lofgjörðinni, til dýrðar Drottni ekki okkur sjálfum.

Sigurður þakka þér fyrir þín fallegu orð og stuðninginn og kærleikann.

Þetta er ekki pólítík, ég bið fólk um að gera ekkert slíkt úr þessu, ég vona að sérhver persóna óháð því hver þú ert í þjóðfélaginu að þú komir og takir þátt,engin fyrirdæming, við erum öll jöfn fyrir Guði, engin betri en næsta persóna eða verri.

Með Guðs blessun.

Linda.

Linda, 9.11.2007 kl. 06:06

45 identicon

Ég enda þetta á að segja að ég HEF EKKERT Á MÓTI ÞESSARI BÆNAGÖNGU þó sumir hér virðist hengja sig á að ég sé á móti henni.
Ég er Á MÓTI ÞVÍ AÐ ÞIÐ KREFJIST AÐGANGS AÐ SKÓLUM OG BÖRNUM

Vonandi er þetta alveg klárt

DoctorE (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 07:34

46 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

a) Þetta er pólítík. Allt er pólítískt, sérstaklega hvað kemur að frelsi.

b) Ég og dr.E erum um það sammála að þessi ganga er lítilvæg og skiptir sama og einu, það er aðgangur að börnum í ríkisreknum skólum sem er út fyrir velsæmismörk.

c) Siggi, það má vera að þetta sé ekki skaðlegt í þínum augum, og í sjálfu sér er þetta það ekki ef þetta er kennt á þeim forsendum að þetta séu sögur en ekki heilagur sannleikur, sem þetta er kennt sem, yfirleitt af kristnum kennurum sem geta enganvegin verið hlutlausir hvað varðar þessa kennslu. Þessvegna er þetta trúboð og þarna gengið á rétt barna til frelsis frá slíku.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 9.11.2007 kl. 08:16

47 Smámynd: Jón Valur Jensson

Dæmisögur Jesú geta að vísu kallazt 'sögur', þær eru t.d. ekki atburðir, en margar hverjar mjög lærdómsríkar og hafa átt sinn þátt í því að gefa fagra fyrirmynd og skapa mannúðlegt samfélag, t.d. dæmisagan af miskunnsama Samverjanum, af tollheimtumanninum og faríseanum o.m.fl. Samt er það svo, að afar mikið af 'Biblíusögunum', eins og þær kölluðust áður fyrr í þessu námsefni (en nú kristin fræði), eru beinlínis frásagnir af sögulegum atburðum, vottfestum og trúverðugum, t.d. um útbreiðslu kirkjunnar í kristniboði Páls, um ofsóknir á hendur frumsöfnuðinum í Jerúsalem, um krossfestingu Jesú og boðunarstarf hans, nýnefnd frásögn af mildri og fyrirgefandi afstöðu hans til hórseku konunnar o.m.fl. Það er í hæsta máta eðlilegt, að fólk hér á landi alist upp í nokkurri meðvitund um þessa sögulegu og trúarlegu arfleifð. Það er í sjálfu sér ekki trúboð -- enda eru kennarar almennt ekki kristnir trúboðar í eðli sínu né hneigðir til slíks.

Jón Valur Jensson, 9.11.2007 kl. 09:11

48 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Theódór Norðkvist, 8.11.2007 kl. 23:29
Að vera að blanda þessari fyrirhuguðu bænagöngu við vinaleiðina, þjóðkirkjufyrirkomulagið eða réttmæti kristinnar trúar miðað við aðra átrúnaði eða lífsskoðanir er bara ósmekklegt, jafnvel þó það sé gert undir fullu nafni.

Það vill bara þannig til að sömu aðilar og standa að þessari bænagöngu hafa einnig sent frá sér ályktun þar sem þeir hvetja til þess að kristnifræðikennsla verði aukin í skólum þrátt fyrir að hún fái heilmikið pláss nú þegar.  Eða eins og segir í frétt á vísir.is

 Hópur kristinna trúfélaga sem stendur fyrir svokallaðri bænagöngu á laugardag hefur sent alþingismönnum og sveitarstjórnarmönnum bréf þar sem farið er fram á það að kristinfræðikennsla verði efld í grunnskólum og að kristið siðferði fái aukið vægi í menntun og uppeldi komandi kynslóða.

Matthías Ásgeirsson, 9.11.2007 kl. 09:22

49 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sú kristnifræðikennsla er nefnilega heldur bágborin víða, að manni skilst.

Íslenzka ríkið er heldur ekki hlutlaust gagnvart kristindómnum (sjá stjórnarskrána) og á ekki að vera það; hér er um andleg verðmæti þjóðar að ræða, og önnur trúarbrögð en kristin, þótt fullt frelsi hafi hér til iðkunar og boðunar trúar, hafa ekkert betra að bjóða okkur -- og þeim mun síður heiftarlegur hatursáróður Vantrúarmanna, sem stuðlar aðeins að sundrungu og misklíð, þar sem vera ætti samstaða þjóðar og samvinna.

Jón Valur Jensson, 9.11.2007 kl. 09:47

50 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Vill einhver benda JVJ á að athugasemd hans tengist minni varla á nokkurn hátt, ég var að svara tilteknu atriði hjá Theódór Norðkvist.

Matthías Ásgeirsson, 9.11.2007 kl. 09:50

51 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jón Steinar:
...gerið þetta bara ekki á torgum úti og svo allir sjái til að hljóta aðdáun.

Góði besti HVER ER AÐ ÞVÍ? Höfum við nokkurn tíma gert svona áður? Mér er sama hvað þú segir og mun biðja fyrir þér, og þú getur trútt um talað að saka okkur um að vera oflætisfull, talar niður til allra trúbræðra og systra!

Magga mín, þú ert innilega velkominn í þessa göngu, það er ekki verið að upphefja neina vinaleið í þessu, því vinaleiðin er á vegum þjóðkirkjunnar, það sem beðið er um er að efla kristinfærðikennslu, eða það sem í dag heitir "trúarbragðafræði".

Bróðir Jón Valur - ég þakka innlega dýrmætan stuðning!

Linda og Rósa - sama segi ég við ykkur!

Dokksi - ég veit þú hefur ekkert á móti göngunni, ég er nú farinn að þekkja þig eftir allan þennan tíma, ég vona að fólk átti sig eftir seinasta innlegg þitt.

J. Einar Maack - ég ítreka, gqangi þér vel í þessari barráttu þinni.

Mattías - AFHVERJU KEMUR ÞAÐ SVONA Á ÓVART að kristnir fara fram á slíkt???? Eru allir allt í einu ekki læsir eða hvað? Eða eru 2 + 2 orðnir 5 eða eitthvað ... sheeeesh! Ég bara spyr, því það hefði frekar komið á óvart hefðum við ekki farið fram á svona! Þú af öllum ættir að skilja þetta, eftir að hafa rifist við trúaða í mörg ár.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.11.2007 kl. 10:21

52 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Guðsteinn, þarf ég að endurtaka þau orð Theódórs sem ég var að svara?

 Að vera að blanda þessari fyrirhuguðu bænagöngu við vinaleiðina, þjóðkirkjufyrirkomulagið eða réttmæti kristinnar trúar miðað við aðra átrúnaði eða lífsskoðanir er bara ósmekklegt, jafnvel þó það sé gert undir fullu nafni.

Hvernig getur það verið ósmekklegt að "blanda" þessari bænagöngu saman við "vinaleiðina, þjóðkirkjufyrirkomulagið eða réttmæti kristinnar trúar" þegar það er nákvæmlega það sem aðstandendur göngunnar hafa verið að gera, a.m.k. hvað varðar fyrsta og síðasta atriðið?

Þetta kemur mér nákvæmlega ekkert á óvart - hvar lestu það úr orðum mínum? 

Matthías Ásgeirsson, 9.11.2007 kl. 10:39

53 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég reyndar sé það ekki sem ósmekklegt að blanda þessu í umræðurnar, en við erum hér fjalla um Bænargönguna og ekki vinaleiðina, hvar í pistli mínum sérð þú mig minnast á vinaleiðina? Hvergi.

Ég mun reyndar blogga um það síðar, og lít á það sem sér umræðu sem þarf að tækla á eins efnislegan máta og hægt er. Því þetta er hitamál og verður að vanda til verka. Ef þetta væri inná vantrú Matti, þá værir þú búinn að eyða mörgum kommentum hér út, því þessi vinaleiðarumræða má bíða seinni tíma og kemur grein minni ekkert við!

Þetta kemur þá öllum þetta á óvart nema þér Matti, en miðið við viðbrögðin hér ofar þá eru menn og konur greinilega mjög hissa á að kristnir vilji efla kristnikennslu.

En vinaleiðina mun ég taka síðar, og væri einmitt fínt að fá komment frá þér þegar það gerist Mattías, því ég veit þú hefur ýmislegt til málanna að leggja í þeim efnum. Ef þú hefðir lesið komment mín hér ofar þá sérðu að ég er ekki fullkomlega sáttur við þessa vinaleið, ég er reyndar sáttur við efnisinnihaldið, en ekki framkvæmdina. Þannig á þessu verður tekið síðar og bið ég menn að kommenta á innihald greinarinnar og halda þessari vinaleiðar umræðu lokaðri. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.11.2007 kl. 11:16

54 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Göngum í ljósi og kærleika..  

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 9.11.2007 kl. 11:24

55 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Amen Jóhanna! Það er nú einu sinni meiningin!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.11.2007 kl. 11:27

56 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Jón Steinar minn...eins og þú ert yndisleg manneskja, ertu í virkilega vondum félagsskap hér!  Flestir hér neita að nota eigin hugsun og troða skít á aðra...Jón Valur er á vísri leið til heljar, en vill draga sem flesta með sér... Jón Steinar, mínar kærleikskveðjur til þín og friður til allra!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.11.2007 kl. 12:06

57 Smámynd: halkatla

Sigurður Þórðarson!!!!

annars bara vó, þetta er nú meiri umræðan, kúl en allrosaleg (mikið ofstæki á báða bóga, þó ekki hjá öllum sem taka þátt)

p.s Jón Steinar, þú hefur nú alveg dregið fólk í dilka líka, það höfum við öll gert (nema að 7.dags aðventistar og "rugludallar" séu ekki fólk í þínum augum? ) Anna Benkovic, þetta er ekki bloggið hans Jón Steinars heldur Guðsteins, þannig að þetta er vettvangur Guðsteins fyrir sínar hugsanir og etv það sem sumir kalla skít (af því að það tengist hans kristnu trú). Það er dáldið gróft að saka alla aðra en þá sem maður er sammála um að vera hugsunarlaust troðandi skít yfir á aðra, ekki satt?

halkatla, 9.11.2007 kl. 12:23

58 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Anna Benkovic, ég bið þig um að halda þig við efni greinarinnar, ef þú hefur ekkert betra til málanna að leggja þá bið ég þig um að kommenta ekki hér framar.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.11.2007 kl. 12:31

59 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk innilega fyrir stuðningin Anna Karen, hann er mér dýrmætur.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.11.2007 kl. 12:32

60 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ok Guðsteinn...fair enough!...þótt það eigi greinilega ekki við um alla hérna að eiga halda sig við efni greinarinnar!  Allavega er bænagangan svokallaða ekkert nema hið allra besta mál og vona ég innilega að sem flesti mæti í anda heilbrigðrar skynsemi. 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.11.2007 kl. 12:58

61 Smámynd: Flower

Það er nú svo fyndið að ég hef oft velt því fyrir mér hvernig viðbrögðin yrðu ef gengin yrði einhver svona trúarleg ganga. Nú er það að verða að veruleika hehehe. Megi blessun Drottins ríkja yfir þessu hjá ykkur, ég mun biðja þess.

Flower, 9.11.2007 kl. 13:00

62 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Anna Benkovic, eina sem ég bið um gagnkvæm virðing og sjálfsögð kurteisi, sem þú hefur ekki beinleinis sýnt, mér finnst ég ekki hafa "skitið" á einn ne´neinn með trú minni og ef fólk er svona viðkvæmt fyrir því, þá á það ekkert erindi inná mína síðu!

En sammála er ég að fólk haldi sig efni greinarinnar, því einn kaus að bendla vinaleiðinni í þetta sem er seinni tíma vandamál. En ég vona að ég hafi leiðrétt það hér með.

Flower - Nákvæmlega ! Úffff ....  

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.11.2007 kl. 13:38

63 identicon

Sælt veri fólkið. Guð gefi ykkur góðan dag.

Aðeins út fyrir efnið. Þegar ég var í skóla elskaði ég að læra Biblíusögur. Mikil meiri hluti þjóðarinnar lætur skíra börn sín sem þau síðan staðfesta 14 ára gömul. Ég tók aftur á móti niðurdýfingarskírn 14 ára. Það er alveg sjálfsagt að kenna börnum biblíusögur og trúarbragðafræði. Þetta er jú kristin þjóð.

Þvílík forréttindi að hafa kynnst Jesú Kristi og gert hann að leiðtoga sínum aðeins 14 ára gömul. Það er toppurinn. Það er kúl

Jeremía 1. 17. og 19. En gyrð þú lendar þínar, statt upp og tala til þeirra allt, sem ég býð þér. Vertu ekki hræddur við þá, til þess að ég gjöri þig ekki hræddan frammi fyrir þeim.  19. Og þótt þeir berjist gegn þér, þá munu þeir eigi fá yfirstigið þig, því ég er með þér til þess að frelsa þig - Drottinn segir það.

Því miður hefur íslensk þjóð fjarlægst Guð og kristin gildi. Því miður virkar boðskapur Biblíunnar heimska fyrir mörgum. En náð Guðs er ný á hverjum degi og við höldum áfram að berjast og biðja fyrir löndum okkar.  Hlakka til þegar Guðsteinn um fjalla um málefni sem hafa borið hér aðeins á góma en þarf sérstaka umfjöllun.

Guð blessi þig Guðsteinn og alla sem heimsækja þig hér á blogginu.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 13:44

64 identicon

Ef er verið að ásaka mig fyrir að nefna vinaleið þá nefndi ég hana í framhaldi af því að þessi hópur sem stendur fyrir göngunni tók upp á því að skrifa alþingismönnum ofl og fara fram á hitt og þetta eins og aðgengi að börnum og grunnskólum.
Ef þetta hefði ekki verið gert þá hefði ég í mesta lagi sagt: Gangi ykkur vel og í versta falli hefði ég ekki sagt orð.

DoctorE (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 13:46

65 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ég verð að segja að mér finnst Doctor E ekkert eini sem er dónalegur.  Allir eiga rétt á sinni trú og skoðunum.  Það þarf ekki að biðja fyrir manni ef maður er ekki sammála.  Það er skítkast finnst mér að halda því fram að maður sé minni maður eða týndari bara afþví maður trúir ekki því sama. 

Auðvita á ekki að troða trúarbrögðum upp á börn eða skoðunum.  Börn eiga að fá að kynnast sem flestu, fá allar hliðar á sem flestum málum og svo taka ákvarðanir sjálf. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 9.11.2007 kl. 13:48

66 identicon

Kæri DoctorE.

Guðsteinn er búinn að skrifa að hann ætlar að skrifa um vinaleiðina fljótlega. Fylgstu með og þá geta orðið fjörugar umræður um vinaleiðina. Bless í bili/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 13:50

67 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Kæra Rósa, Doctor var að benda á að mögulega á að láta börn í skólum taka þátt í göngunni.  Það er það sem hann var að gagnrína.

"

mynd

Hópur kristinna trúfélaga sem stendur fyrir svokallaðri bænagöngu á laugardag hefur sent alþingismönnum og sveitarstjórnarmönnum bréf þar sem farið er fram á það að kristinfræðikennsla verði efld í grunnskólum og að kristið siðferði fái aukið vægi í menntun og uppeldi komandi kynslóða."

Þú hlýtur að sjá að þetta tengist... 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 9.11.2007 kl. 13:58

68 Smámynd: halkatla

ég nefndi líka vinaleiðina - ekki grýta mig - hehe

halkatla, 9.11.2007 kl. 14:09

69 identicon

Hæ stelpur.

Ég hef ekki heyrt að það eigi að smala börnum í gönguna. Gangan verður á laugardaginn og þá er enginn skóli. Vonandi getur einhver svarað þessu fyrir ykkur, einhver af þeim sem eru að skipuleggja gönguna. Sjáumst svo aftur í umræðum um vinaleiðina.

Þið munið eftir versinu í Biblíunni: Matt.19.14. "Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því slíkra er himnaríki."

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 14:26

70 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Well minnir að Michael jackson hafi sagt eitthvað svipað, ekki ætla ég nú samt að láta barnið mitt til hans.

Textinn sem ég setti inn er úr frétt á visir.is og það var Doctor E sem setti link þanngað.  Þannig byrjaði þessi umræða. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 9.11.2007 kl. 14:34

71 Smámynd: Gísli Ásgeirsson

Ég get ekki að því gert en mér dettur Katanesdýrið í hug.

Gísli Ásgeirsson, 9.11.2007 kl. 14:39

72 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gott og vel Dokksi, en ég hef ítrekað sagt að tækla þetta SÍÐAR!!! Og þá tökum við þá umræðu. Og takk fyrir blessunaróskirnar, því ég veit þú meinar það. :)

Nanna - er ég svona illur að biðja fyrir manni sem kann að vera ósammála mér? Ef það er illska þá hefur þú ekki hugmynd hvað illska er! Ef það er "skítkast" þá veistu heldur ekki hvað það er. Ég sagðist ætla að biðja fyrir honum því ég hef von fyrir hann, og virti hans skoðun og gerði ekki lítið úr henni, rosalega illt það!??? Nú ert þú að dirfast stilla mér upp sem einhverjum skítkastara fyrir vikið!!! Líttu í eigin barm vina!

Auðvita á ekki að troða trúarbrögðum upp á börn eða skoðunum.  Börn eiga að fá að kynnast sem flestu, fá allar hliðar á sem flestum málum og svo taka ákvarðanir sjálf.

EINMITT!!!!! Þarf ég virkilega að endurtaka sama hlutinn í sí og æ, og vísa ég til skrifa minna hér ofar!!!  Sheeesh!

Kæra Rósa, Doctor var að benda á að mögulega á að láta börn í skólum taka þátt í göngunni.  Það er það sem hann var að gagnrína.

Nei það er algjörlega kolrangt hjá þér Nanna, fréttinn sem Dokksi vísar í fjallar um að aðstandendur göngunnar munu senda stjórnvöldum áskorun um að efla Kristnifræði kennslu í grunnskólum! Þetta kemur því engan veginn við að troða börnum í gönguna! EKki á nokkurn hátt.

Hópur kristinna trúfélaga sem stendur fyrir svokallaðri bænagöngu á laugardag hefur sent alþingismönnum og sveitarstjórnarmönnum bréf þar sem farið er fram á það að kristinfræðikennsla verði efld í grunnskólum og að kristið siðferði fái aukið vægi í menntun og uppeldi komandi kynslóða."


Þú hlýtur að sjá að þetta tengist...

HVER ER AÐ NEITA ÞESSARI TENGINU??? Ja hérna! Lestu betur sjálf það sem þú setur inn, þarna er ekki innst einu orði á að troða börnum í gönguna! Hvað ég að þurfa að endurtaka þetta oft! Ég tek á þessu vinaleiðarbulli síðar í ANNARI grein!!! Þá er ykkur frjálst að rífast eins og þið viljið, en það kemur efnisinnihaldi greinarinnar hér ofar EKKERT við! Þú fyrirgefur hvað ég er hvass, en ég er orðinn hundleiður á að endurtaka sama hlutinn! Ég á ekki til orð yfir ykkur!

Anna Karen - þú ert óhult! ;) 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.11.2007 kl. 14:51

73 identicon

Hæ Nanna Kristín.

Ég get alls ekki sett samasem merki á milli Jesú Krist og Michael Jackson. Michael Jackson er maður sem þarf að kynnast Jesú Kristi og fá fyrirgefningu synda sinna eins og við öll hin þurfum á að halda.

Guð veri með þér/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 15:03

74 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Guðsteinn ég var ekki að tala um þig, varðandi að biðja fyrir einhverjum sem er ósammála.

Það er þessi setning sem fór í mig; 

"Kristinn, því miður er ekkert hægt að segja neitt við þínum orðum, þau dæmi þig sjálf.  Þú ert hinsvegar fyrirbænar efni "

Með öðrum augum, þú ert of vitlaus til að hafa skoðanir og það sé hlusta á þig. Þú ert brjóst umkennalegur. 

Auðvita tengist þetta.  Sami hópur sem fer fram á þessa tvo hluti, ásamt penningaframlagi og fleirru.  Mögulega sérðu ekki tenginguna því þetta er svo nálægt þér og þú ert sáttur við að börn þín fái kristnikennslu, þannig ég fyrirgef þér hvað þú ert hvass. 

HVER ER AÐ NEITA ÞESSARI TENGINU??? 
Held að þitt sjónarmið sé komið fram en það eru fleirri sem hafa kommentað en þú. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 9.11.2007 kl. 15:03

75 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Með öðrum augum, þú ert of vitlaus til að hafa skoðanir og það sé hlusta á þig. Þú ert brjóst umkennalegur.

Ertu til í að útskýra þessa yfirlýsingu nánar Nanna, þú notar karlkynsendingu í "brjóst umkennalegur", ertu að beina þessu til mín eða Lindu?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.11.2007 kl. 15:16

76 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Nanna ég tek undir orð þín og meinti einmitt þetta ..."bið fyrir þér"kjaftæði, sem skítkast.  Hinsvegar er gay pride mér hjartfólgin og ég hef oft reynt að nálgast rökræðu við Jón Val (sem útskýrir hversu hvöss ég er orðin við hann)... en það er ekki hægt!

Bendi öllum á að kíkja á þennan hlekk!

http://www.youtube.com/watch?v=ReYfDlIa-Z8

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.11.2007 kl. 15:20

77 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hvað meinið þið með það sé skítkast að biðja fyrir einhverjum? Þið hafið greinilega ekki hugmynd hvað þið eruð að tala um!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.11.2007 kl. 15:23

78 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Við höfum hugmynd um hvernig það lætur okkur líða!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.11.2007 kl. 15:27

79 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Okey þetta var ekki nógu skýrt hjá mér. 

"Kristinn, því miður er ekkert hægt að segja neitt við þínum orðum, þau dæmi þig sjálf.  Þú ert hinsvegar fyrirbænar efni

Linda  gæti alveg eins sagt við Kristinn

"þú ert of vitlaus til að hafa skoðanir og það sé hlusta á þig. Þú ert brjóst umkennalegur."

átti að vera með öðrum orðum ekki augum:p 

Mér finnst gangan mjög falleg og gaman að henni.  Vona virkilega að sem flestir mæti. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 9.11.2007 kl. 15:27

80 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Við höfum hugmynd um hvernig það lætur okkur líða!

Nú já, ertu með reynslu sem sé? Ekki veit ég hver bað fyrir þér, en ég mun gera það og lofa því og heiti að þér mun ekki líða illa. Guð blessi þig Anna B.

Nanna, það er gott að þér þyki gangan falleg og allt það, en Linda meinti þetta í góðu, og er fyrirbæn ekkert nema Guðs gjöf. Þetta var ekki meint sem illt þótt við tölum svona, ég segi svona líka oft á tíðum, og erum við ekki meina það í háðungartóni. En ég veit að þú og Linda eru ekkert sérstaklega góðar vinkonur Nanna, og bið ég fyrir því að það lagist! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.11.2007 kl. 15:35

81 Smámynd: Mofi

Nanna: Það þarf ekki að biðja fyrir manni ef maður er ekki sammála.  Það er skítkast finnst mér að halda því fram að maður sé minni maður eða týndari bara afþví maður trúir ekki því sama. 

Viðkvæmasta fólkið sem maður rekst á virðast vera trúlausir. Að halda að biðja fyrir fólki er skítkast. Í öllum kirkjum landsins er oftar en ekki beðið fyrir forsetanum og forsetisráðherranum og fólkinu í landinu. Þeir sem standa manni nálægt biðja mann stundum um að hafa sig í bænum sínum. Ef einhver biður um að það sé ekki beðið fyrir honum þá á svo sem auðvitað að virða þá ósk, eða minnsta kosti hafa hljótt um hana.

Nanna: Auðvita á ekki að troða trúarbrögðum upp á börn eða skoðunum.  Börn eiga að fá að kynnast sem flestu, fá allar hliðar á sem flestum málum og svo taka ákvarðanir sjálf. 

Alveg hjartanlega sammála þér. Fræðsla, ekki heilaþvottur. Þú ert þá vonandi sammála því að guðleysi á ekki að kenna sem heilagann sannleika í skólum, well, ég geri bara ráð fyrir því.

Mofi, 9.11.2007 kl. 15:35

82 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Guðleysi á ekki að kenna í skólum frekar en trúarbrögð, en það á að kenna börnum gagnrýna og heilbrigða hugsun.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.11.2007 kl. 15:42

83 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Guðsteinn, ég er ekki að andmæla þessari göngu sem slíkri enda er fólki að sjálfsögðu frjálst að tjá sig hér  á landi og halda göngur, jafnvel þótt þær beri í nafni sínu tilvísun í það sem það fordæmir sjálft af einhverri undarlegri kaldhæðni finnst mér.  Ég er hinsvegar að gagnrýna þann taglhnýting, sem aðstandendurnir hafa gefið þessu framtaki í kröfum um hertari innrætingu bíblíufræða í skólum, sem er ekkert annað en afturhvarf til tíma hjátrúar og forpokunnar, óttaprangs, helberrar lygi og heilaþvottar.  Einnig er ég að benda kurteislega á að slíkar samkomur gætu hugsanlega ekki samræmst boðun Krists í einu og öllu.  Bendi þar á augljósa ritningarstaði, sem ég hefði kannski átt að númera fyrir ykkur eins og þið gjarnan gerið.

Nafni minn Valur: Víst er ég gersamlega laus við að vera biblíufræðingur eins og þú svo þóttalega nefnir.  99.99% okkar eru það ekki heldur. Upplýsingarnar um bersyndugu konuna hef ég úr riti sem þú þekkir og einnig úr riti sem skrifað er til andmæla því riti, svo ég er nú að reyna.

Hvort upplýsingar þínar eru betri, veit ég ekki, enda hef ég ekki þessar gömlu skruddur við hendina.  4. eða 6. öld færir þetta ekki nær trúverðugleikanum, þótt sagan sé góð og þörf sem dæmisaga. Meining hennar vill þó oft gleymast í orðræðu  ykkar. 

Verandi ekki biblíufræðingur frekar en flestir, þá er það blóðugt að þurfa að beygja sig undir túlkanir breyskra manna á þessum tyrfna texta, sem á sér svo afstæða túlkun að þið trúaðir kallið hver aðra hástöfum villutrúarmenn af því að þið getið ómögulega sammælst um innihald bókarinnar.  Það væri betra ef þetta væri skýrara og kæmi jafnvel beint úr munni almættisisns. 

Ef almættið birtist mér og les yfir hausamótunum á mér svona in person, þá er ég að sjálfsögðu tilbúinn til að endurskoða afstöðu mína.  En ykkar misvísandi túlkanir og ritningastagl eru ekki til að vekja traust.  Mér erð eðlilegra að taka lífinu eins og það er og hafa uppi gildi, sem þjóna öðrum og um leið mér til farsældar.  Ég get hugsað um svefn án þess að gera mér mynd af Óla lokbrá eða hjálpað konu yfir götu án þess að hugsa um skeggjaðan mann á sandölum, né neitt, sem ég þarf að óttast eða lúta í þrælslund.

Ég sé hið góða í manneskjunni og utan allra merkimiða um stöðu, stétt, skoðanir eða uppruna þá held ég að sama sálin búi að baki í öllum, sam-viskan.  Það skal ég gútera og bera virðingu fyrir ykkur sem væruð þið ég og vis versa.  Ég get hins vegar ekki fallist á margt í kenningunum, sem réttlæta gjörðir andhverfar lífinu og framgangi þess og þið blessunarlega skautið oftast hjá þótt ykkur sé uppálagt að akta samkvæmt því líka. (eins og að grýta homma og þá sem vinna á sunnudögum)  Samkvæmt´ví, þá skal ég ekki afslá að lenda í debatt við almættið sjálft ef það birtist mé, því margt er þarna, sem misbýður skynsemi minni og gæskueðli og er hreinlega í þversögn við sjálft sig.

Guðsteinn, mér þykir nú bara fjandi vænt um þig og finns þú oftast kurteis og umburðarlyndur fram yfir marga trúbræður þína.  Jafnvel þótt að ég sé að prakkarast og láta illa.  En í guðs bænum hættið nú að móðgast svona sinkt og heilagt við öllu. Það er of billeg leið til að koma sér hjá svörum og svo ofnotuð að hún er að verða móðgandi í sjálfri sér.

Fariða annars í Guðs friði, hvernig sem þið svo sjáið hann fyir ykkur.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2007 kl. 15:48

84 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Mofi;  "Að halda að biðja fyrir fólki er skítkast." Það er spurning hvernig fólk segir hlutina. 

Mér finnt kristnatrú mjög falleg og skemmtileg og eiga rétt á sér eins og önnur trúarbrögð.  Ég bið oft bænirnar eins, þó ég sé ekki bókstafatrúar og fyrir mér vefjast oft margir hlutir.  Presturinn í mínu starfi vinnur frábært og mjög óeigingjarnt stað og ég vill halda í þjóðkrikjuna á mörgum ástæðum.  Auðvita á að kenna kristnitrú í skólum, ásamt öðrum trúarbrögðum.  

Mér finnst móðgandi þegar fólk setur sig á æðri pall, óháðtrúarbrögðum eða öðrum skoðunum.  Allir hafa rétt á sinni skoðun og ef einhver velur að vera ekki trúaður þarf ekkert að biðja fyrir því að hann breytir skoðun sinni.

Guðsteinn Haukur / Zeriaph:  Það er rétt hjá þér varðandi Jónu. Við erum engar vinkonur.  Hún gekk yfir stikið einu sinni að mínu mati.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 9.11.2007 kl. 15:57

85 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Trúarbrögð á að kenna í sínu sögulegu samhengi, og þá líka kristni auðvitað, enda stór þáttur í Íslandssögunni og mannkynssögunni.

Jón Steinar, gott að sjá þína hugsun og  og guðsfriðarbænir!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.11.2007 kl. 16:02

86 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Guðsteinn, ég er ekki að andmæla þessari göngu sem slíkri enda er fólki að sjálfsögðu frjálst að tjá sig hér  á landi og halda göngur, jafnvel þótt þær beri í nafni sínu tilvísun í það sem það fordæmir sjálft af einhverri undarlegri kaldhæðni finnst mér. 

Þú ert sennilega að vísa til þess að ég skuli kalla þetta "Pray Pride", það er mín eigin kaldhæðni og hefur ekkert með göngunna að gera. Ég var eins og ég sagði áður að vísa til samvisku manna. Sem hefur greinilega borið árangur.

Ég er hinsvegar að gagnrýna þann taglhnýting, sem aðstandendurnir hafa gefið þessu framtaki í kröfum um hertari innrætingu bíblíufræða í skólum, sem er ekkert annað en afturhvarf til tíma hjátrúar og forpokunnar, óttaprangs, helberrar lygi og heilaþvottar.  Einnig er ég að benda kurteislega á að slíkar samkomur gætu hugsanlega ekki samræmst boðun Krists í einu og öllu.  Bendi þar á augljósa ritningarstaði, sem ég hefði kannski átt að númera fyrir ykkur eins og þið gjarnan gerið.

Það sem þú kallar "helbera lygi" tel ég vera sannleika, en þar liggur munurinn á mér og þér. Hver og einn verður að gera það upp við sig hvað hann/hún velur, þetta er persónubundinn ákvörðun og upplifuninn eftir því. Enginn er eins í þeim efnum. Þess vegna teljum við Kristnifræði ekki skaðlega, því gildin sem eru innan kristninar eru öll góð. Enginn getur borið mikinn skaða af því, eða ert þú kannski illa farinn eftir krisnifræði í grunnskóla??

Þú hefur fullan rétt á þinni skoðun, og finnst mér miður að vera sakaður um af fólki sem þekkir mig ekki neitt, að ég sé "þvinga" einhverjum skoðunum á fólk. Þannig er ég bara ekki, en ég stend á mínu þegar til þarf.

Ritað er (man ekki hvar): "Sæll er sá sem trúir, og hefur ekki séð". Orð Jesú til efasemda Tómasar höfðu ákveðna meiningu, það tekur tíma að geta gert slíkt, það mig sjálfan mörg ár að trúa slíku. En trú er persónuleg upplifun og persónan verður að hafa þann þroska sem til þarf til þess að taka við henni. Þess vegna er mér illa við að börn séu notuð eins og í þessari skelfilegu mynd; 'Jesus Camp'.

Guðsteinn, mér þykir nú bara fjandi vænt um þig og finns þú oftast kurteis og umburðarlyndur fram yfir marga trúbræður þína.  Jafnvel þótt að ég sé að prakkarast og láta illa.  En í guðs bænum hættið nú að móðgast svona sinkt og heilagt við öllu. Það er of billeg leið til að koma sér hjá svörum og svo ofnotuð að hún er að verða móðgandi í sjálfri sér.

Takk fyrir þessi orð Jón Steinar, og skaltu vita að ég ber líka virðingu fyrir þér. En eins og áður sagði þá er trú persónuleg og þess vegna "móðgumst" við og "ofnotum" þessar frasa okkar. Hin trúaði heimur er doldið frábrugðinn hinum venjulega heimi hvað þetta varðar. Þess vegna sagðist ég ætla að biðja fyrir þér hér ofar, því ég vildi ekki gera lítið úr þínum skoðunum sem eru ekkert æðri né lægri en mínar. Þess vegna talaði Linda eins og hún gerði hér ofar og fær skammir fyrir, sem hún á engan veginn skilið. Þetta "lingó" okkar liggur ekki alltaf á borðinu, og þarf stundum að útskýra, ég vona að þetta hreinsi upp þann misskilning.

Guð blessi þig Jón Steinar og mun ég biðja fyrir þér án afláts.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.11.2007 kl. 16:12

87 identicon

Carl segir hlutina betur en flestir aðrir including trúarrit
http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/360494/

DoctorE (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 16:15

88 Smámynd: Linda

Elsku Haukur ekki blanda mér í umræðuna þarna, mér er alveg nákvæmlega sama hvað Nanna telur eða hugsar hverju sinni, hún hefur sína skoðun, og viti menn hún  hefur nákvæmlega engin áhrif á mig. (geysp)Vona henni liði vel, bara ekki hægt að óska henni neins nema það sem gott er. 

Varðandi þessa umræðu, hún er í raun komin út í hræsni, og í því er hægt að lesa mikinn húmor, ef fólk gefur skít í mína trú þá gerir það   og ekki ætla ég að velta mér neitt frekar upp úr því, enda er vantrú þeirra og háð og já orð þeirra, eitthvað sem dæmir þau, og í þessu tilfelli er þetta áfellisdómur sem kallast götu fordómar.

Ég bið alla bara að anda rólega, vel að lifa og hætta þessar bansettu móðursýki.

Knús Haukur minn.

Linda, 9.11.2007 kl. 16:22

89 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nanna:

Allir hafa rétt á sinni skoðun og ef einhver velur að vera ekki trúaður þarf ekkert að biðja fyrir því að hann breytir skoðun sinni.

Nanna, rétt er það, allir hafa rétt á sinni skoðun, og við höfum líka þann rétt að vilja að allir gerist kristnir. Þess vegna biðjum við fyrir því. Þú mátt ekki gleyma að við höfum réttindi líka, og erum alls ekki að "setja okkur á æðri pall" með orðum okkar, þetta er meint í kærleika. En hún heitir Linda og ekki Jóna. Ég mun samt biðja fyrir því að þið sættist, sama hvað þú eða hún segið!

Jón Steinar, gott að sjá þína hugsun og  og guðsfriðarbænir!
Anna B - Ömmm ... Jón Steinars fan klúbbinn finnur þú hér! hehehe .. sorrý, en ég bara varð!

Mofi, takk fyrir frábært innlegg!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.11.2007 kl. 16:23

90 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir þetta Linda mín, en ég var bara að reyna verja þig í mínum veika mætti ... þær voru óréttlátar fannst mér. öööö ... knús? Til þín líka! ;)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.11.2007 kl. 16:25

91 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég get bara alls ekki aðhyllst göngu sem er farin með því hugarfari á einhvern hátt að auka trúboð í skólum og svo sem einhvers konar mótvægi við Gay Pride gönguna. Þannig að stór hluti þess fólks sem tekur þátt í svona göngu er með það hugarfar að samkynhneigð sé ógeðfelld synd. Fólk sem er svona þenkjandi getur ekki beðið fyrir neinum málefnum af einlægni þar sem "kærleikur" þeirra er skilyrtur og það telur sig hafa það vald og þroska til að vera búið að höndla sannleikann af því það trúir á biblíuna.

Ég get bara alls ekki trúað á guð sem mismunar fólki á einn eða neinn hátt. Hrokinn í mörgum kristnum er svo yfirþyrmandi og dónalegur þegar út í það er farið að það er með ólíkindum. 

Hvernig væri að fara göngu óháða trúarbrögðum, þar sem mannúð væri sett á oddinn?  Óskilyrt mannúð?

Margrét St Hafsteinsdóttir, 9.11.2007 kl. 16:27

92 Smámynd: Mofi

Jón Steinar: Ég er hinsvegar að gagnrýna þann taglhnýting, sem aðstandendurnir hafa gefið þessu framtaki í kröfum um hertari innrætingu bíblíufræða í skólum, sem er ekkert annað en afturhvarf til tíma hjátrúar og forpokunnar, 

Þar sem stærsti hluti mannkyns er trúaður að einhverju leiti og að mínu mati eru guðleysingjar alveg jafn trúaðir og t.d. kristnir, þá er það lykilatriði í menntun almennings að skilja trúmál. Ef sá skilningur vantar þá skilur fólk ekki þann heim sem það lifir í, það skilur ekki hvernig arabar hugsa, hvernig sú þjóð sem ræður mestu í heimnum hugsar og svo framvegis.  Svo vanþekking á trúmálum er eitthvað sem maður ætti að hafa áhyggjur af. En hérna er ég auðvitað að tala um fræðslu en ekki trúboð þar sem að ég vil alveg eins og þú vil ekki að prestar þjóðkirkjunnar stundi trúboð í skólum.

Nanna: Mér finnst móðgandi þegar fólk setur sig á æðri pall, óháðtrúarbrögðum eða öðrum skoðunum.  Allir hafa rétt á sinni skoðun og ef einhver velur að vera ekki trúaður þarf ekkert að biðja fyrir því að hann breytir skoðun sinni.

Það er alltaf mjög andkristilegt að setja sig á æðri stall. Jesús sagði að sá sem vill vera mestur í himnaríki geri sig að þjóni allra og gaf fordæmi með þvo fætur lærisveina sinna sem var vægast sagt eitthvað sem enginn kongur eða ríkur maður hefði gert. En ef einhver setur ekki sitt traust á Jesús Krist þá á það að vera kristnum manni áhyggjuefni ef hann yfirhöfuð þykir eitthvað vænt um viðkomandi einstakling.

Mofi, 9.11.2007 kl. 16:38

93 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Margrét það er ein svoleiðis ganga árlega.  Friðargangan.  Því miður virðast færri mæta í hana hvert ár.

Égvar ekki búin að heyra að þessi ganga væri mótvægi við Gay Pride, getur það verið?

"En eins og áður sagði þá er trú persónuleg og þess vegna "móðgumst" við og "ofnotum" þessar frasa okkar........."

"...Þess vegna talaði Linda eins og hún gerði hér ofar og fær skammir fyrir, sem hún á engan veginn skilið."

Þetta nátturulega snýr í báðar áttir, skoðanir og trúarbrögð eru alltaf persónuleg,  það þýðir ekki að það sé í lagi hella sér yfir og segja hvað sem er við þá sem trúa ekki á það sama. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 9.11.2007 kl. 16:41

94 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Jón Valur, ef þetta eru ekki sögur, hvað eru þá sögur?

Guðsteinn, þú hefur ekki svarað einni einustu af spurningum mínum. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 9.11.2007 kl. 16:41

95 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Magga mín:

sem einhvers konar mótvægi við Gay Pride gönguna

Það er MÍN kaldhæðni þarna á verki, og sannar þú einmitt því sem ég var að halda fram.  

Hvernig væri að fara göngu óháða trúarbrögðum, þar sem mannúð væri sett á oddinn?  Óskilyrt mannúð?

Nú? Það er ekki flókið, settu saman "húmanistagöngu", ætti ekki að vera mikið mál.  ;) 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.11.2007 kl. 16:42

96 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

J. Einar - ég hef ekki haft tíma, en ég svara þér í kvöld þegar ég kem heim.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.11.2007 kl. 16:44

97 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Égvar ekki búin að heyra að þessi ganga væri mótvægi við Gay Pride, getur það verið?

Nanna, nei - svo er ekki. Það er bara gálgahúmorinn í mér sem gerði þetta af verkum. Ég tek það út til þess að forðast frekari misskilning.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.11.2007 kl. 16:47

98 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

J. Einar Valur Bjarnason Maack: Þó svo þetta séu sögur, geta þær verið sannar eða ósannar.  Fólk má trúa á hvaða sögu sem er, svo lengi sem það skaðar ekki aðra.

Það sem maður trúir er bara satt og engin getur tekið það frá manni.  Mér finnst ekki rétt að taka trúanna sjálfa fyrir.  

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 9.11.2007 kl. 16:52

99 Smámynd: Linda

Það er nú þannig í þessum heimi að fólk verður undir, minnihluta hópar verða undir og baráttu mál þeirra oft á tíðum höfð að háði, svo kemur á daginn að þessir hópar fá nóg og láta heyra í sér, og fólk tekur eftir, í þessum hópur er iðulega fólk sem þorir að segja skoðun sína, standa fremst og taka við barsmíðum orða og skoðana.

'I dag er hópur fólks sem hefur verið undir í samfélaginu sakir vímuefna og tengsla við undirheima, þetta fólk hefur gert undursamlega hluti, það er orðið sterkt í trú, það er bænheitt og svo heilt að það nær að sameina aðra hópa sem ekki hafa verið samstíga í sameiginlegu málefni.

Við sem trúum horfum á þetta og sjáum undur og gleðjumst yfir þessum sigrum sem þetta fólk er að vinna, í þessu fellst stuðningur okkar við bænagönguna, við erum glöð og viljum koma saman að þakka fyrir okkur, að biðja fyrir landi, fólki,þjóð og ríki, þeim sem eru veikir svona mætti endalaust telja.

Haukur, skrifar um þetta af einstökum kærleika, og fólk bregst við með því að snúa út úr og gera lítið úr, bölvandi og með skítkasti (sumir).

Þetta er víst í lagi í okkar samfélagi,en, þegar betur er að gáð, þá eru háðsfuglarnir þeir sömu og alltaf, þeir rembast við að gera lítið úr trú okkar, en, við stöndum á kletti og erum ígrunduð í Kristi.  Við verðum ekki hrist af þessum kletti. Jesú er einfaldlega stærri en við öll. 

Ég bið ykkur friðar, ég vona að lífið leiki við ykkur, að hver dagur sem fram undan er verði sem blessun fyrir ykkur, EKKI hata ég eitt einasta ykkar, langt því frá, jú jú pirrast af og til, en ég ber engan kala.  Ég get ekki blessað nema með Guðs blessun og því breyti ég ekki út af þrátt fyrir ykkar skoðanir.  Guð blessi ykkur og varðveiti.

Linda

Linda, 9.11.2007 kl. 16:58

100 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir þetta Linda og er ég þér sammála. Ég ætla samt að fara slútta þessari umræðu, ég bíð í nokkrar mín. eftir að hann opnist meira að segja! úfff ... auk þess hef ég ekki undan að svara öllu.

En ég lofaði hr. Maack svörum, og hér koma þau:

Íslenska Lýðveldið er lýðræðissamfélag þar sem ríkir trúfrelsi, ekki satt?

Jú.

Ef trúarsöfnuður er rekinn á ríkisgrundvelli er ekki um trúfrelsi að ræða.

Nei, þess vegna á að aðskilja ríki og kirkju hið snarasta.

Ef trúarkennsla í ríkisreknum skólum hyglir einum trúarbrögðum fram yfir önnur, er ekki um trúfrelsi að ræða.

Satt.

Mörgum finnst að kirkju og ríki eigi að aðskilja, og þar á meðal yðar einlægum, til þess að sýna fram á hvort að kristin kirkja sé eins máttug á Íslandi og haft er uppi. Smærri kristnir söfnuðir kæmu til með að hagnast á þessu. Eins kæmi íhaldssamari vængur núverandi ríkiskirkju vel útúr þessu því þá þyrftu sá vængur ekki að fara eftir jafnræðisreglu Stjórnarskrár Íslenska Lýðveldisins og gifta homma og lesbíur.

Þetta er ekki spurning sem ég get svarað, heldur yfirlýsing frá þér. Sem þú átt rétt á.

Ríkisreknir skólar eiga, verða og skulu fylgja íslenskum lögum, þar sem kveðið er á að Ísland skuli trúfrjálst lýðræðisríki og skulu því ekki standa í trúboði á neinn máta, án þess að gera öllum jafn hátt undir höfðu.

Kristnifræði/trúarbragðasaga er ekki trúboð. Þetta er áfangi eins og Danska. Vinaleiðin er trúboð, en það er önnur saga.

Múslimar, allar útgáfur Kristinna manna og Gnostískra, Heiðnir, Hindúar, Búddhistar, Satanistar,Zen Búddhistar, Daoistar... ÖLLUM yrði að vera boðið að gera slíkt hið sama.

Þess vegna er þetta kallað trúarbragðasaga.

Það er einfalt mál. Ef ekki er Íslenska Lýðveldið unnið fyrir gíg og orðið að kristinni miniútgáfu af Íranska klerkaveldinu.

Þarna ertu með hræðsluáróður.

Ef þetta fer af stað ætla ég, J.E.V.Bj.Maack þegn Íslenska Lýðveldisins númer #2610815989 að segja ríkisvaldinu stríð á hendur, hætta að borga skatta og fara í víking gegn þessari hræsni og þessum heilaþvætti.

Ég segi enn og aftur, gangi þér vel.  :)

Teljið þið veg kristninnar og getu svo litla að hún haldi ekki velli án þess að vera niðurgreidd af ríki og innrætt í ungviðið?


Nei, ég er ekki mjög hlynntur vinaleiðinni. En það er bara ég.

Eru þetta trúarbrögð ykkar sem eru svo mikil hjábára að þau standast ekki tímans tönn nema þið berjið Biblíunni á borð hvers skattgreidds skólabarns?

Sjá svör ofar. Vona að þetta nægi J. Einar Maack

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.11.2007 kl. 17:21

101 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Takk.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 9.11.2007 kl. 17:46

102 Smámynd: Benna

Nanna og Guðsteinn víst var hugmyndin að þessari göngu sú að hafa hana sem mótsvar við gaypride eða það sagði Baldur Freyr sem er forsprakki göngunnar í viðtali á Omega og var þessi ganga þá ekki orðinn veruleiki, sagði hann í leiðinni að samkynhneigir væru sori..

Finnst þetta alltaf jafn hrokafullt og leiðinlegt þegar trúað fólk lætur svona hluti út úr sér og talar svo um í sömu andrá að það dæmi engann og sýni öllum kærleika.

Linda: Af hverju þurfið þið sem hafið verið lengi í trúnni alltaf að ýta undir einhverja dýrkun á fólki sem nær sér upp úr eiturlyfjum eða öðrum erfiðaleikum?

Benna, 9.11.2007 kl. 18:34

103 Smámynd: Benna

Orðaði þetta kannski ekkki rétt síðustu málgrein mína, það sem ég meina er að þeir sem eru trúaðir gera í því að ýta undir egó hjá sumum þeirra sem hafa náð sér upp úr eiturlyfjafíkn..og þá yfirleitt bara hjá þeim sem eru trúaðir...

Þeir verða frábærir sterkir og miklir og allir vilja allt fyrir þá gera og helst er reynt að gera sem mest úr þessum einstaklingum af trúfélögunum, þeim er ýtt út í að segja fjölmiðlum skoðun sína og svo framvegis og þeir kvattir áfram að gera eitthvað til aðhjálpa öðrum....og oft er þetta fólk edrú í einhvern tíma oftast stuttan tíma og falla svo og fallið verður hátt og þá heyrist ekkert í þeim trúuðu,,

Benna, 9.11.2007 kl. 18:40

104 Smámynd: Benna

Ekki skoðun sína heldur sögu sína..

Benna, 9.11.2007 kl. 18:57

105 identicon

Sælt veri fólkið.

Hér fyrir neðan er skáletruð skrif frá Jóni Steinari. 

Til hver þú sérð ástæðu til að biðja fyrir mér lýsir einnig eðli málsins.  Væntanleg er það svo ykkar algóði Guð ljósti mig ekki eldingu eða sendi mig í brennisteinsgúlagið sitt á efsta degi.  Það er annað hvort eða er það ekki?

Sæll Jón Steinar. Ég sagðist vilja eiga við þig orð aftur þegar ég væri búin að biðja himnaföðurinn um visku. Ég er með grein hér fyrir ofan sem þú skrifaðir. Mér alveg ofbauð orðbragðið. Við erum ekki sammála en að nota þessi ljótu orð er alveg hræðilegt. Ertu að reyna að ögra Guði og kalla reiði Guðs yfir þig. Ég bið þig að lesa orðin sem ég ætla að skrifa hér fyrir neðan og ég bið þig að hætta að nota þessi orð bæði þín vegna og einnig mín vegna því mér er ekki sama um þig. (má ég skrifa ljóti álfurinn minn? )

 

Matt. 12. 30-32. Hver sem er ekki með mér, er á móti mér, og hver sem safnar ekki saman með mér, hann sundurdreifir. Þess vegna segi ég yður: Hver synd og guðlöstun verður mönnum fyrirgefin, en guðlast gegn andanum verður ekki fyrirgefið. Hverjum sem mælir gegn mannssyninum, verður það fyrirgefið, en þeim sem mælir gegn heilögum anda, verður ekki fyrirgefið, hvorki í þessum heimi né í hinum komanda.

 

Datt líka í hug orð Jesú Krists á krossinum: Lúkas 23.34. Þá sagði Jesús: “Faðir fyrirgef þeim því að þeir vita ekki, hvað þeir gjöra.”

 

Læt þetta nægja. Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 18:58

106 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég vil þakka öllum þessa umræðu. Þetta er orðið ágætt og þessi færsla er orðinn ALLT of löng, af þeim sökum hef ég ákveðið að loka fyrir hana. En sjáumst aftur síðar !  Guð blessi ykkur.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.11.2007 kl. 19:10

107 Smámynd: Theódór Norðkvist

Til Matthíasar og fleiri: Í frétt Vísis, sem áður hefur verið vitnað til segir:

Hópur kristinna trúfélaga sem stendur fyrir svokallaðri bænagöngu á laugardag hefur sent alþingismönnum og sveitarstjórnarmönnum bréf þar sem farið er fram á það að kristinfræðikennsla verði efld í grunnskólum og að kristið siðferði fái aukið vægi í menntun og uppeldi komandi kynslóða.

Þarna stendur ekkert um að bænagangan sjálf eigi að snúast um kröfur um aukna kristnifræðikennslu, heldur að hópur trúfélaga sem standa að bænagöngunni hafi sent þetta bréf. Á heimasíðu bænagöngunnar er ekkert talað um aukna kristnifræðikennslu.

Frétt Vísis um þetta mál er mjög villandi og auðvelt að draga þá niðurstöðu að það sé samband á milli  tilkynningar trúfélaganna um aukinn þátt kristnifræðikennslu og bænagönguna, þó þetta séu í raun tvær aðskildar og ótengdar (eða ekki) fréttir.

Vitanlega snýst bænagangan um að Jesús Kristur sé vegurinn, sannleikurinn og lífið og enginn afsláttur gefinn með það atriði.

Enn vitlausara er að tengja gönguna vinaleiðinni svokölluðu við vinaleiðina, þar sem þjóðkirkjan, sem stendur fyrir því fyrirtæki, er aðeins einn af fjölmörgum trúfélögum sem standa að bænagöngunni og á sennilega minnsta þáttinn í henni.

Ég hef ekkert á móti því að ræða söguna endalausu, vinaleið þjóðkirkjunnar, en bið ykkur um að gera það á öðrum þræði. 

Theódór Norðkvist, 9.11.2007 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 587745

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband