Færsluflokkur: Lífstíll

Til hamingju með daginn konur!

311135_red_rose.jpgÞað er enginn lygi þegar karlmenn eru spurðir um "betri helminginn" þegar konurnar okkar eru fjarri góðu gamni. Þið eruð allar yndislegar með tölu!

Líf mitt er uppfullt af yndislegum konum, eiginkonu minni, móður minni, systur, frænkum, vinkonum og allar þær í tengdafjölskyldunni. Svo að ég minnist nú ekki á allar þær yndislegu bloggvinkonur sem ég hef eignast í gegnum tíðina.

Ég lít á ykkur allar sem Guðs blessun, hafið þið flestar blessað líf mitt á einhverja vegu, og er ég afar þakklátur ykkur öllum og er mér sannur heiður að fá að kynnast ykkur.

En ekkert væri ég án eiginkonu minnar svo mikið er víst.  Ég elska hana afar heitt og er hún mér betri á flestum sviðum. Lífið væri einskinsvert án hennar, og þeirri fyrirmynd sem hún gefur að vera góð manneskja, það er sú fyrirmynd sem ég sæki í, ásamt trú okkar á Jesúm Krist og þeirri fyrirmynd sem hann gaf, sem er kærleikur í sinni tærustu mynd.

Að lokum ...

 

 

 

 

 

 

 

... Bryndís - ég elska þig! Heart

P.s. mér til mikillar furðu þá birtist þessi grein í prentútgáfu morgunblaðins í dag! Pouty


Frönsk lauksúpa

LauksúpaÉg er búinn að stunda tilraunir í eldamennsku svo lengi, að ég má til með að deila með ykkur nokkrum uppskriftum í viðbót. Að þessu sinni er það Frönsk lauksúpa sem verður fyrir valinu. Hún er afar holl og einföld, hún hentar hvort sem það er forréttur eða sem aðalréttur.

Hráefni:
2 msk. smjör
2 msk. hveiti
4 laukar
2 tsk. sítrónu ólívuolía
2 - 4 hvítlauksgeirar
1 tsk. sykur
1/2 teskeið garðablóðberg eða 'Thyme'
1/2 bolli hvítvín
8 bollar vatn
1 - 2 teningar af kjúklingakraft
2 tsk. Brandý
Salt og pipar eftir smekk
Rifinn parmesan ostur eftir þörfum

Aðferð:
Mýkið laukinn fyrst í pottinum í heitri olívuolíunni, setjið laukinn í skál takið til hliðar. Bræðið smjör og bætið hveiti útí til þess að gera smjörbollu, bætið við vatni, hvítvíni og súputeningum. Kryddið erftir smekk og að lokum er skelltdálitlu af Brandý útí og rifinn ostur stáldrað yfir.

Verði ykkur að góðu.  Cool


Furðulegur bæklingur sjálfstætt starfandi aðventista

Það var nú meira furðuritið sem landanum barst inn um bréfalúguna um daginn. Þetta rit skreytti Barrack Obama, páfanum og einhverjum ESB körlum á forsíðunni. Það sem er ofar mínum skilningi við þetta rit er að þeir þykjast vera bræður í Kristi, og leyfa sér þvílíkar árásir á trúsystkini sín að þeir kalla einn arm kirkjudeildanna Antikristinn sjálfann!

heimsendir?Allt byrjaði þetta ágætlega hjá þeim, þ.e.a.s.  fyrsti kaflinn hef ég ekki mikið útá að setja. Annar kaflinn er árás á rómversk kaþólsku kirkjuna, lútersku kirkjuna, samkirkjuhreyfinguna, barnaskírn o. fl. Þriðji kaflinn er svo önnur árás á fyrrnefndar kirkjudeildir og aðrar fleiri fyrir að halda sunnudaginn sem vikulegan hvíldardag og ber mynd af innsigli sem ber tölu 666 yfir þá söfnuði sem halda uppá hvíldardaginn á sunnudögum. 

Ég ætla að aðeins að kryfja þetta rit þeirra, kafla fyrir kafla. Ja, nema fyrstu 2 bls. því það ótrúlega er að ég sé ekkert mikið að þeim boðskap.

Annar kaflinn: "Boðskapur fyrsta engilsins"

Fyrst er löng upptalning um að vera hlýðinn boðum Guðs, gott og vel, ég lítið andmælt því. Svo er afar loðinn spádómur sem er að "rætast" að þeirra mati. Og notast þeir við Dan 9:25 í þeim efnum, og telja einhverja 2300 frá orðum Daníels til tilskiparnar Artaxeres I þess efnis að endurreisa ætti Jerúsalem og svo einhver önnur della út frá útreikningum þeirra miklu reiknimeistara aðvent kirkjunnar sem endar á 1844, í einhverjum "friðþægingardegi á himnum" sem átti að hafa hafist það ár.

Þetta eru ekkert nema getgátur og fullyrðingar, og reyndar örþrifaráð til þess að bjarga aðvent presti sem spáði heimsendi fyrir 1844 og reyndist spádómur þess einstaklings auðvitað vera falskur. Þessu var bætt við seinna til þess að bjarga andliti Aðvent kirkjunnar, og hald þeir í sömu þvæluna enn þann dag í dag.

Í Markús 13:32-37 stendur:

32 En þann dag eða stund veit enginn, hvorki englar á himni né sonurinn, enginn nema faðirinn. 33 Gætið yðar, vakið! Þér vitið ekki nær tíminn er kominn. 34 Svo er þetta sem maður fari úr landi, skilji við hús sitt og feli þjónum sínum umráðin, hverjum sitt verk. Dyraverðinum býður hann að vaka. 35 Vakið því, þér vitið ekki nær húsbóndinn kemur, að kveldi, á miðnætti, í óttu eða dögun. 36 Látið hann ekki finna yður sofandi þegar hann kemur allt í einu. 37 Það sem ég segi yður, það segi ég öllum: Vakið!“ 

Það er út af þessu sem menn eiga að passa sig að vera með einhverjar fullyrðingar um komandi heimsendi og tímasetningar yfir höfuð, hann er vissulega í nánd, en leyfum Guði að ráða hvenær sá dagur kemur. Enda er það hann einn sem veit hvenær þessir atburðir gerast, við þurfum aðeins að vera meðvituð um það og vakandi. Það stendur að minnsta kosti í minni biblíu og furða ég mig á aðstöðu aðventista í þessum efnum.

Svo er rúsínan í pysluendanum hvað varðar þennan kafla, þeir fullyrða:

"Ef allir hefðu gefið sér tíma að tilbiðja Guð á þeim degi sem hann gaf til helgihalds, væru engir þróunarsinnar eða guðleysingjar til í dag."

Hehehe ... ég veit ekki hvað vantrúarmenn segðu við þessu. En þetta er svo geðveikisleg fullyrðing að hálfa væri hryllingur, það er greinilegt að aðvent telur Guð hafi sleppt því að gefa okkur frjálsan vilja ef þetta er málið.

Þriðji kaflinn:  "Boðskapur annars engilsins"

mosesÞarna er eytt heilmiklu púðri í að sanna að Kaþólska kirkjan sé skækjan mikla sem ritað er um í Opinberun Jóhannesar. Tekinn eru fyrir alls kyns atriði varðandi hve ill almenn altaris ganga sé, og að kaþólikkar séu sekir um að breyta boðorðunum, skírninni (barnaskírn sérstaklega) sem og hvíldardeginum.

Þeir ganga meira að segja svo langt að kalla þá söfnuði sem fara eftir regluverki Kaþólikka, eins og til dæmis þjóðkirkjan og reyndar flestar kirkjur hér á Íslandi þar með talið Hvítasunnu hreyfinguna Dætur hórkvenna, fyrir það eitt að halda uppá hvíldardaginn á sunnudögum og hafa heilagt sakramenti sem við gerum í minningu Jesú.

Ég segi fyrir mig, að ég veit vel að hvíldardagurinn var upprunalega á laugardegi, það er staðreynd. En ég sé ekki miklu máli skipta á hvaða degi það er, svo lengi sem við gerum það Drottni til dýrðar. Ég held því hvíldardaginn heilagann og brýt ekkert boðorð í þeim efnum, ég geri það bara á sunnudegi og tel mig ekki vera yfir aðra hafinn eins aðventistar í þeim efnum, nánar um það í næsta kafla.

Fjórði kaflinn:  "Boðskapur þriðja engilsins"

Í þessum kafla er gengið lengra enn í kaflanum á undan í fullyrðingum, og ber að líta mynd af innsigli sem á er ritað: "Hin falski hvíldardagur - Sunnudagur - Tákn fráfallinar kirkju - 666", hvernig dettur þeim í hug að dæma mig og reynda hálfa heimsbyggðina til helvítis vistar? Þeir saka aðrar kirkjudeildir um skírt brot á boðorðunum, en erum við ekki að halda hvíldardaginn heilagann? Erum við þá rétttrúnaðargyðingar og eigum að fara eftir bókstafnum eftir lögmálinu sem Jesús uppfylti með krossdauða sínum? Eigum við að hunsa þau orð sem hann gaf okkur um að öll fæða væri hrein og að mættum við ólíkt gyðingunum borða svínakjöt og skelfisk? Það virðist vera mikil byrði að vera aðventisti í dag og gamla lögmálið ennþá við lýði á þeim bænum. Ég ætla í messu á sunnudögum og jafnvel borða mína pörusteik um kvöldið! Wink

Þá lýkur upptalningu minni á þessum furðulega boðskap aðventista, ég vona að Mofi geti svarað einhverjum af þeim geðveikislegu fullyrðingum sem þarna eru settar fram. Því samkvæmt þeim eru allir nema aðventistar sem bera merki dýrsins á sér, og allir nema aðventistar hólpnir vegna þeirra breytinga sem þeir vilja gera á ritningunni og telja sálina ekki eilífa og önnur slík vitleysa.

Ég hvet ykkur til þess að kynna ykkur málin áður en þið dæmið og trúið þessum dæmalausa hræðsluáróðri aðventisa, og hvernig stendur á því að þeir haga sér svona gagnvart systkinum sínum í Kristi? Ég rita þessa grein sem andsvar því mér þykir svona lagað virka sem trúfæla en ekki trúboð, og vona ég að engan hafi ég sært með þessum pistli mínum.

Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn. 

P.s. að gefnu tilefni er þessi umjöllun ekki um aðvent kirkjunnar hér á Íslandi, heldur var um að ræða sjálfstætt framtak norsks Aðventista. Hann er ekki í aðvent kirkjunni og var þetta gert óþökk aðvent kirkjunnar hér á Íslandi.


Til hamingju kæru Íslendingar!

Spillingarbákninu hefur verið bolað frá! Nú verður forvitnilegt að sjá hvað gerist á næstu klukkutímum!

Þeir ábyrgu eru loksins farnir frá, nú vona ég að okkur verðið boðið uppá skárri kosti en hafa verið hingað til. Persónulega er ég ekki viss lengur hverja eiga að styðja.

Til hamingju kæru íslendingar, með háværum búsáhöldum hafa spilltum stjórnvöldum verið vikið frá! Cool


mbl.is Stjórnarsamstarfi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er afleitur bloggari ... en boða endurkomu bráðlega ..

Ég verð að játa sekt mína og viðurkenna uppá mig hrikalega bloggleti. Enda hef ég varla kveikt á tölvu síðan rétt fyrir áramót. Ég hef ætíð unnið við tölvur og vildi kynnast því á ný að lifa án þeirra. Sem var reyndar ágætis upplifun og nýt ég mín ágætlega sem heimavinnandi húskarl! Cool

En ég er að undirbúa nokkrar greinar og eiga þær eftir að vekja upp umræðu þegar að því kemur að ég birti þær. Ég er því fjarri hættur að blogga, það eina sem hefur hrjáð mig undanfarið er alveg hrikaleg leti, og viðurkenni ég það fúslega. Ég vona samt að einhver þarna úti hafi saknað mín að einhverju leyti! Crying Wink 

En ég kem tíefldur til baka mjög fljótlega!  


Fyrir hvern er boðskapur Krists?

Þetta er spurning sem ég hef mikið verið að velta fyrir mér, hvar og hvenær og við hverja á að boða trú?

Ritað er sem er stundum kallað kristinboðsskipuninn:

Matteusarguðspjall 28:18-20
18 Og Jesús gekk til þeirra, talaði við þá og sagði: Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. 19 Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda, 20 og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.


Þessa skipun gaf Jesús rétt áður en hann steig upp til himna, og var honum fullalvara þegar hann sagði þetta. Kristnir menn í dag, eru sumir hverjir, ekki allir, svolítið einangraðir innan þægilegra kirkjuveggja og er ég sjálfur þar á meðal. Þessari einangrun verður að ljúka og verðum við sem höfum kærleiksboðskapinn að leiðarljósi að rísa upp úr kirkjusætunum og láta í okkur heyra.

Hvað skal þá gera?

evangelism.jpgTil eru margar leiðir til þessara verka, og eru margir miðlar sem má nýta í okkar tæknivædda samfélagi, karlinn á kassanum er ekki lengur í huga fólks, og er margar aðrar leiðir sem nýta má til þess að boða trú okkar, eins og til dæmis netið, útvarp, sjónvarp og prentmiðlar eins og dagblöð, bækur og tímarit. Ég kalla eftir vakningu meðal kristinna manna að nýta sér þá miðla sem ég taldi upp, því uppskeran er mikil og eru verkamenn fáir.

Það er einnig óþarfi að flækja okkur í kenningarfræði sem er oft erfitt að svara, og getum leyft ritningunni sjálfri að tala sínu máli, því ekki er algilt að fólk eigi biblíu til afnota.

Eins vitum við ekki alltaf hvar á að byrja að lesa í þessu stóra og merka riti, sem dæmi hef ég sjálfur lent á einhverjum ægilegum ættartölu upptalningum sem ég varla botnaði sjálfur í, og kemur það kærleiksboðskap Jesú lítið við. Þess vegna er mikilvægt að byrja á að lesa nýja testamentið áður en er lagt í gamla testamentisfræðin, þá verður skilningur manns meiri þegar byrjað er að lesa GT.

En svo er einnig spurningin hvort að trúboð sé viðeigandi á hverjum stað fyrir sig, það verður hver og einn að meta eftir sínu hjarta, því ritað er.

Matteusarguðspjall 9:13
Farið og nemið hvað þetta merkir: Miskunnsemi vil ég, ekki fórnir. Ég er ekki kominn til að kalla réttláta heldur syndara.“

Þessu megum við aldrei gleyma, það gagnast lítið að boða trú okkar meðal trúsystkyna okkar, og verðum við stundum að leita syndina/syndaranna uppi til þess koma boðskap okkar á framfæri. Við verðum að rísa upp úr hægindastólunum og boða Krist, það kostar stundum "álitshnekki" hjá sumu einföldu fólki, en það er tilgangurinn sem helgar meðalið.

Ég tek fram að hér eru aðeins um eigin vangaveltur að ræða og eru orð mín aðallega beind að systkini mínum í Kristi, sem ég veit og vona að taka áminningu minni vel, því ekki er ég sjálfur saklaus í gleyma þessum atriðum sem ég nefni.

Niðurstaðan er, að boðskapur Jesú Krists er til ALLRA, sama hver við erum eða hvað við heitum.

Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.

Sál, Sál hví ofsækir þú mig ...

Í fyrsta lagi vil ég taka fram að ég er sammála þessum presti varðandi aðskilnaði ríkis og kirkju.

Hann segir:

„Sú lagaumgjörð sem er í gildi í dag um þjóðkirkju og önnur trúfélög út frá því, er hvorki í samræmi við ákvæði stjórnarskrár né í samræmi við grundvallaratriði þeirrar evangelísku lútherskutrúar sem þjóðkirkjan er sögð játa."

Þetta er rétt og er ég þessu að nokkru leyti sammála.

Það sem hann hefur að vísu sleppt er hinn almenni kristilegi kærleikur og meina ég að hann "fagnar" óförum "stóra bróður" (ef svo má að orði komast). Ég minni Hjört Magna á að um er að ræða systkini í Kristi og er sorglegt að sjá þessa hlökkun hans.

Ekki sé ég Gunnar í Krossinum eða Snorra í Betel fagna eins og Hjörtur Magni gerir. Ég minni hann Hjört Magna einnig á að trú er ekki pólitík né vinsældarkeppni, og þykir mér afar ósmekklegt að sjá þessa meintu ,,gleði" hans, það mætti halda að Hirti Magna sé meira í mun að lokka fólk í sinn söfnuð heldur en að leiða þau til Krists.

Því ritað er Matteusarguðspjall 23:1-12

Einn er yðar meistari
1 Þá talaði Jesús til mannfjöldans og lærisveina sinna: 2 „Á stóli Móse sitja fræðimenn og farísear. 3 Því skuluð þér gera og halda allt sem þeir segja yður en eftir breytni þeirra skuluð þér ekki fara því þeir breyta ekki sem þeir bjóða. 4 Þeir binda þungar byrðar og leggja mönnum á herðar en sjálfir vilja þeir ekki snerta þær einum fingri. 5 Öll sín verk gera þeir til að sýnast fyrir mönnum, þeir breikka minnisborða sína og stækka skúfana. 6 Ljúft er þeim að skipa hefðarsæti í veislum og æðsta bekk í samkundum, 7 láta heilsa sér á torgum og kallast meistarar af mönnum. 8 En þér skuluð ekki láta kalla yður meistara því einn er yðar meistari og þér öll bræður og systur. 

9 Þér skuluð ekki kalla neinn föður yðar á jörðu því einn er faðir yðar, sá sem er á himnum. 10 Þér skuluð ekki heldur láta kalla yður leiðtoga því einn er leiðtogi yðar, Kristur. 11 Sá mesti meðal yðar sé þjónn yðar. 12 Hver sem upp hefur sjálfan sig mun auðmýktur verða en sá sem lítillækkar sjálfan sig mun upp hafinn verða.  

Það má læra mikið af ofangreindum texta, sama hver við erum.


mbl.is Fagnar úrsögn úr þjóðkirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er Halloween?

Eigum við að hræðast svona?  ;)Halloween, eða "All Hallows eve" á sínar rætur að rekja til fornrar hátíðar Kelta, sem er þekkt sem "Shamhain". Shamhain hátíðin var einnig haldinn sem uppskeruhátíð meðal forn Gaulverja (Frakka) og í sumum tilfellum táknaði hún áramót.

Gaulverjar trúðu því, að á allra heilagamessu, hafi hliðin opnast sem héldu þeim dauðu í gröfum sínum. Óttuðust þeir um uppskeru sína og ættmenni sín vegna meints ágangs hinna dauðu.

Hátíðin var alltaf haldinn með glæsilegri brennu, og var fórnað sláturdýrum fleygt í hana til þess að sefa reiði guða þeirra. Búningar sem og grímur voru notaðar í þessu tilefni, og áttu þær að plata þá illu anda sem voru í loftinu og halda þeim frá fólkinu.

Á þessu kvöldi sögðu menn að ef að norn, sveiflaði dauðum svörtum ketti fyrir ofan á hausinn á sér, og færi með galdraþuluna frægu "Abrakadabra", eins og á að fara með hana, þ.e.a.s. 13 sinnum fyrir fullu tungli (fullt tungl var æskilegast, en ekki nauðsynlegt), þá gat hún einmitt vakið upp þá sem lágu í gröfum sínum. Þess vegna var mikill ótti sem greip lýðinn og menn leituðu logandi ljósi að nornum og drápu þær, ef grunur eða jafnvel orðrómur gengi um þær. Þetta gerist á myrkum miðöldum og útskýrir hvers vegna norna og galdra brennur voru.

Eftir einn, ei aki neinn ...Það sem ég á við með þessari grein, er að ég hef oft heyrt gagnrýni, sér í lagi frá guðleysingjum, að kristnir hafi staðið fyrir galdrabrennum og báru þar með ábyrgð á dauðum þúsunda. Það stenst ekki alveg, því hjátrúin var þegar til staðar, og byggðu menn á gömlum grunni.

Hins vegar er það rétt, að óprúttnir og gráðugir menn notuðu trúna sem skálkaskjól fyrir gjörðum sínum, það er ég ekki að afsaka. En vegna þessarar gömlu hjátrúar, og ótta þeirra við hana, þá frömdu menn voðverk í nafni Kristninnar sem var reyndar ekki trúnni sjálfri að kenna, heldur nokkrum hjátrúarfullum kjánum sem voru skíthræddir við sína eigin kjánalegu hjátrú. Þess vegna er ótti við nornir ekki kemur frá Kristninni, heldur er þetta eldri hjátrú sem var var allt of lengi að deyja út meðal breyskra manna. 

Guð blessi ykkur öll, og ekki missa ykkur í gamalli hjátrú í kvöld í áhorfi á gömlum hrollvekjum eins og fréttin fjallar um, og ég vona að mér sé fyrirgefið að hafa ekki fjallað efnislega um fréttina sjálfa! Wink


mbl.is 10 bestu hrollvekjurnar fyrir Hrekkjavöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítil bæn getur breytt mörgu ... hefjum upp bænaherferð fyrir Íslandi!

Svona mætti taka upp hér á Íslandi eins og þessi þýski prestur gefur fordæmi fyrir, afmarkaður staður þar sem t.d. væri boðið uppá fyrirbæn eða fólki veitt friður til þess að leita Guðs og náðar hans fyrir fólk í fjárhagserfileikum. Því ekkert sem ég veit um getur hjálpað manni í gegnum erfileika og bæn til Drottin, það er ekki mikið sem þarf til þess að gera manns eigið líf og annarra þolanlegri á krepputímum.

Í fréttinni stendur:

Jeffrey Myers, sem eitt sinn vann í banka í Kansas City í Bandaríkjunum, hefur tekið frá eitt horn í kirkjunni þar sem fjármálamenn geta sest niður, beðist fyrir og kveikt á kerti.

Lifandi vatn Guðs getur tendrað bál !Eins og sést berlega í þessari frétt þá þarf ekki meira en eitt lítið horn. Og ég sem sjálfur er að lenda í þessum hörmungum alveg eins og allir aðrir landsmenn, megum ekki gefa upp vonina.

Ég bið ykkur í einlægni um að gleyma ekki þeim sem minna mega sín, þeim sem eiga virkilega eiga um sárt að binda og þarfnast hjálpar miklu meira heldur en aðrir, því næstu mánaðarmót verða mörgum þung og er ekki víst að allir eigi fyrir skuldum sínum eftir öll þessi áföll.

Ég ítreka ég orð mín við öll trúsystkini um gjörvalt Ísland, að biðja fyrir lausn á þessari kreppu, því "sameinaðir stöndum vér, og sundraðir föllum vér" eins og Jón Forseti sagði forðum. Biðjum fyrir þessari þjóð!

Því ritað er og gleymum ekki:

Mat 18:20
"Því að hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra." 

Ef Jesús er sjálfur mitt á meðal okkar eins og í ofangreindu versi, þá skaltu vita að bæn þín er ekki einskinsverð og hún virkar ennþá í dag! Það þarf ekki meira til og hvet ég ykkur til þess að leita náðar Guðs á þessum erfiðu tímum.

Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.


mbl.is Biður fyrir bankamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað segir Biblían um hagfræði á þessum mögru árum?

Sagt hefur verið að Salómon konungur hafi verið ríkasti maður fornaldar og sá vitrasti (fyrsta konungabók 4:31). Þess vegna er ekki vitlaust að sjá hvað hann segir um hagfræði og þætti tengda því, sérstaklega á þessum erfiðu krepputímum sem Ísland og heimurinn er að ganga í gegnum.

Ritað er:

Orðskviðirnir 5:9
Sá sem elskar peninga seðst aldrei af peningum og sá sem elskar auðinn hefur ekki gagn af honum.

Er þetta sem bíður okkar? NEI !!!
Að eltast endalaust við peninga getur verið varasamt, sumir eyða ævinni í að eignast meira og meira og halda það allan tímann að það veiti þeim ánægju, en svo þegar öllu er á botninn hvolft þá er sú ánægja innantóm og skammvinn.

Sönn ánægja kemur að mínu mati frá Guði og kærleika hans. Það er alltaf hægt að fylla í fjársjóðskistur, því matarlyst þeirra er mikil og óseðjandi, en þegar Guð fyllir hjarta þitt, þá er það til frambúðar, nema þú veljir sjálf/ur að hysja honum út.

Sönn ánægja kemur ekki frá því að eignast flottasta húsið eða flottasta bílinn, heldur er fjölskyldan og vinir sem er sannur fjársjóður, sá allra mesti er reyndar persónulegt samband Guð og felst mesti gróðinn í því, en þú færð aldrei að kynnast því ef þú reynir það aldrei.

Orðskviðirnir 11:2
Skiptu hlutanum sundur meðal sjö eða jafnvel átta því að þú veist ekki hvaða ógæfa bíður landsins.

Dreifðu eignum þínum í marga hluta, og ekki fjárfesta öllu þínu í eina eign og treysta henni einni. Því þar liggur áhættan og ef einn hlutur bregst, þá standa hinir kannski betur að vígi og þú tapar ekki öllu.

Orðskviðirnir 11:4
Sá sem sífellt gáir að vindinum sáir ekki og sá sem sífellt horfir á skýin uppsker ekki.

Mannfólk er alltaf að bíða eftir rétta augnablikinu, og oft er það svo að sá sem bíður of lengi glatar tækifærum. Það er í eðli okkar sem menn að vilja útiloka alla áhættuþætti, en málið er að sama hvað við reynum getum við aldrei útilokað alla áhættu, en það er ógerlegt. Þannig grípum gæsina þegar hún gefst, en alltaf að vel ígrunduðu máli og ekki í fljótfærni, biðin má nefnilega ekki vera of löng.

Orðskviðirnir 10:10
Sé öxin orðin sljó og eggin ekki brýnd, þá verður maðurinn að neyta því meiri orku. Það er ávinningur að undirbúa allt með hagsýni.

Í okkar samfélagi þarf að brýna hugann svo hann geti tekið skynsamlegar ákvarðanir byggð á hagsýni fremur en fljótfærni. Í því felst hvíld! Ofþreyta er orðinn erkióvinur nútímamannsins og sinnum við ekki þessum mikilvæga þætti nógu vel. Þetta segir soldið sjálft að við verðum að sinna okkur sjálfum stundum og reyna eftir fremsta megni að ná góðri hvíld. Vinnum því að meiri ráðdeild fremur en útkeyra okkur sjálf.

Höldum einnig ró okkar á þessum erfiðu tímum, og reynum að vinna okkur út úr þessari kreppu með jákvæðu hugarfari, þannig næst árangur og góð uppskera.

Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn. 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 588365

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband