Færsluflokkur: Dægurmál

Kannski verður það Al Gore fyrir rest

Ég hef heyrt því fleygt í bandarískum fjölmiðlum, ef sátt næst ekki um þessa tvo frambjóðendur þá ákveði flokkurinn annan frambjóðanda. Þegar er svona mjótt á munum getur vel farið svo að allt annar maður verði fyrir valinu, og hafa háttsettir demókratar nefnt Al Gore í því tilfelli.

Það er meira að segja vilji innan demókrataflokksins að hann bjóði sig fram. Smella hér. 

Þetta vald hefur flokkurinn og er skráð í lög þess að megi beita í svona tilfellum, en aldrei hefur þurft ástæða að grípa inní fyrr en nú. En við sjáum til hvað setur í í þessu.

Að gefnu tilefni! Þetta er ekki aprílgabb! 


mbl.is Pelosi vill skjóta sátt um frambjóðanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mogginn bara í stuði ...

Enn eitt gabbið! Bílstjórar hefðu minnst á þetta ef þetta stæði til. Ég er nokkuð viss um að þeir vinni ekki bókstafleg spjöll á austurvelli með svona löguðu ... eða hvað?  Shocking
mbl.is Sturta möl fyrir framan Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð og slæm apríl göbb ...

Sum hver apríl göbbin er góð önnur ekki. Sérlega áberandi var Apríl gabb vísis sem sagði að Al Gore myndi gista í snekkju Saddams Husseins ... FootinMouth ... ég held að vísismenn haldi að við séum öll fæðingarhálfvitar! Pinch

Fréttablaðið auglýsti bensín lítrann á 103 kr. á einhverri bensínstöð, sem var aðeins trúanlegra og hefðu sennilega einhverjir hlaupið apríl við það.

Moggin er svo með frétt um að hægt sé að horfa á kvikmyndir á mbl.is .... það sem kemur upp það er að það er ekki hægt að blogga við fréttina og efast ég stórlega um þessa frétt. 

En vinninginn á öfgafemínistinn Sóley Tómasdóttir þar sem hún hvetur kynsystur sínar að bæta berar að ofan í sund kl. 17:00 í dag. hehehe ... ég held að það verði einungis karlmenn í sundi í dag vegna þessarar auglýsingar hennar! Tounge

Ég tek og fer úr að ofan fyrir þér Sóley, og ætla að stofna "Free Willy" samtökin sem mótvægi við þessu! Hvað segið þið strákar? Eruð þið til í það?? W00t Ég meina, ef þær mæta berar að ofan, þá mætum við bara berir að neðan! Við megum ekki leyfa þessum femínistum að komast upp með þetta einar, er það strákar?  Wink Sýnum þeim stuðning og frelsum spottanna okkar! þá verður þetta ekki eins neyðarlegt fyrir þær!  Grin (Nú verð ég drepinn af einhverjum konum ... biðjið fyrir mér)


Gamall og grár

Fyrir þremur áratugum og tveim einingum fæddist ég þann 29 mars ... ég er sem sé orðinn elliært gamalmenni sem enginn vill sjá lengur ... ég sé sjálfan mig fyrir sér einhvernvegin svona:

 

Ég í framtíðinni ....   :S
 
Biðjið fyrir mér ... mér hrörnar með árunum! Shocking

 


Glæsilegt!

Sama er mér þótt ég lendi í töfum vegna svona aðgerða, ég styð þetta heilshugar og finnst þetta vera hreint frábært framtak!

Það var kominn tími á að íslendingar stóðu upp og mótmæltu! Sérstaklega vegna þessarar soglegu fréttar:

Mótmælum svona kjaftæði! 


mbl.is Áframhaldandi „umferðarskærur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir ættu frekar að koma með afsökunarbeiðni!

Þeir eiga enga sök á þessu ... neeeiiii ... bara eftir meira en áratug í ríkisstjórn. Auðvitað standa núverandi stjórnvöld sig illa, ég tek fyllilega undir það sjónarmið. En mér finnst að Framsóknarmenn ættu fremur að sýna ábyrgð og sóma sinn að biðja íslendinga afsökunar á þessu öllu, því þeir eru samsekir ásamt Sjálfsæðisflokknum, sem og núverandi stjórnvöldum. Pinch
mbl.is Framsóknarmenn hafa áhyggjur af stöðu íslenskra heimila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhverju er erfitt að boða Kristna trú?

ban-road-crossesÞví Kristin trú segir ekki að þú sért fullkominn, heldur segir hún að þú meingallaður/gölluð og skortir á allt til þess að komast til himnaríkis. Ólíkt öðrum trúarbrögðum þá er venjulega frímiði og þarf einungis að treysta á eigið ágæti. Ólíkt öðrum trúarbrögðum þá er það trúin sjálf sem er gjöf til þín, þú ert ekki sjálf/ur gjöf til trúarinnar, á því liggur stór munur. 

Kristin trú dæmir hjarta og huga þinn, ekki bara verk þín og útlit. Þess vegna er hún umdeild, Jesús var ekki í neinni vinsældarkosningu þegar hann sagði fólki til syndanna! Whistling

Kristnin fullyrðir að það sé bara ein leið til himna. Hrokafullt segja sumir, en það er langt í frá. Við höfum okkar skoðun og þið ykkar. Ekki flóknara en það, þess vegna skil ég ekki í vantrúarmönnum að standa í sínu niðurrifi á hverjum einasta degi. Pinch Og heitir það að virða ekki skoðanir annara í sumum tilfellum hjá þeim, afhverju getum við ekki bara lifað í friði og hætt þessum skítkasti á hvort annað?

Við erum jafnvel talinn vera "hrokafull"  þegar við biðjum fyrir fólki, og segjum saklausa hluti eins og "Guð blessi þig". Woundering Ég hálf vorkenni fólki sem tekur þessu sem hroka, því er þetta í kærleika gert og ekki ein ill hugsun þar á bak við. Halo

Jesus_cross_crucifixionFólk í dag telur sig ekki að þurfa á Guði að halda lengur, menn hafa það svo gott að Guð gleymist alveg. Til hvers að flækja málin þegar allt er til alls? Vegna þess að efnislegir hlutir fylla aldrei það tómarúm sem er í hjarta þínu! Guð einn getur gert það.

Margir segja okkur kristna að við troðum uppá þá trúnna ... sem er lygi. Ég man ekki að hafa gert slíkt við nokkurn mann! Ef ég væri Búddisti til dæmis væri mér tekið opnum örmum, en af því ég kristinn þá er virði ég ekki skoðannir og stunda heilaþvott. Sjáið þið ekki kaldhæðnina í þessu?

Ofangreind eru bara örfá atriði sem setur stólinn við dyrnar að boða kristna trú, og skiljið þið vonanda betur hvað ég er að fara, og megi algóður Guð blessa ykkur margfladlega! 

 


Aðgerðir strax!

Í útvarpinu í morgun var hvatt til þess að kaupa og kaupa áður en verðhækkanir ALLRA verslanna gengu í garð. Eftir svakalegt fall gjaldmiðils okkar þá verða allar innfluttar vörur dýrari. Nú er um að gera að halda að sér höndum og kaupa helst bara íslenskt, sleppa öllum munaðarvörum og sýna skynsemi í innkaupum.

En bensínverð er annar kapítuli, þar geta stjórnvöld komið til móts við okkur í formi skattabreytinga á bensíni. En auðvitað er slíkt fast í einhverri nefnd sem aldrei skilar af sér.

Það stendur í fréttinni:

„Fjármálaráðherra er með nefnd til að yfirfara gjaldtöku á eldsneyti og samræma hana milli einstakra eldsneytistegunda. Vonandi kemur niðurstaða út úr því áður en langt um líður.“

*Andvarp* ... þetta kallast á mannamáli: eilíft tal og engar aðgerðir! Sem reyndar einkennir besservesíranna hjá Sjálfsæðisflokknum. GetLost
mbl.is Hagnast um 2,7 milljarða króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin Ótrúlegi Hulk - vonandi betri endurkoma!

hulkFyrir forfallinn teiknimyndaáhugamann eins og mig, mátti ég til. Cool

"The Hulk" kom fyrst fram á sjónarsviðið í sögunni "The Incredible Hulk #1" (Maí 1962), eftir höfundin: Stan Lee, meðhöfundur var: Jack Kirby sem og teiknaði hann fyrstur, og um skyggingu og frágang sá: Paul Reinman. Glöggir menn taka eftir að hann var grár og líkari "Frankenstein" en nokkru öðru.

Líftimi fyrstu ritanna var ekki langur, hann lifði bara sex teiknimyndablöð, en svo fóru aðdáendur að gera kröfu á endurkomu hans, og gerði hann það aftur í sínu eigin riti: "The Incredible Hulk" (1968) og var gefið út til ársins 1999, þá varð byrjað uppá nýtt undir sama nafni og er enn gefið út.

Og vona bara að þessi mynd verði nú betri en hin frá 2003, sem var alveg skelfileg og full af hrútleiðinlegri amerískri væmni.

Hér ber að líta fyrsta tölublað Hulk frá árinu 1962:

 

Hulk1

 

Ég vona að styrkleikur minn að vera samansafn af algjörlega gagnlausum upplýsingum hafi verið fræðandi. Góðar stundir og Guð blessi ykkur.  Joyful Halo


mbl.is Ný mynd um Hulk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá ráðherra!

Ekki er ég hrifinn af enn einu umhverfisslysinu í Helguvík, ég tala nú ekki um að ég er Grindjáni og þykir vænt um mín suðurnes! Angry

Þessi ráðagjörð Árna Vigfússonar finnst mér illa unnin og hefur hann varla haft neitt samband nokkurn nema hagsmunaaðila álversins, sem segir sína sögu.

Burt með álver í Helguvík! Og endurvinnum eins og við getum! Smile

 

Endurvinnum!

 


mbl.is Fagna gagnrýni umhverfisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband