Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Fyrir hvern er boðskapur Krists?

Þetta er spurning sem ég hef mikið verið að velta fyrir mér, hvar og hvenær og við hverja á að boða trú?

Ritað er sem er stundum kallað kristinboðsskipuninn:

Matteusarguðspjall 28:18-20
18 Og Jesús gekk til þeirra, talaði við þá og sagði: Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. 19 Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda, 20 og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.


Þessa skipun gaf Jesús rétt áður en hann steig upp til himna, og var honum fullalvara þegar hann sagði þetta. Kristnir menn í dag, eru sumir hverjir, ekki allir, svolítið einangraðir innan þægilegra kirkjuveggja og er ég sjálfur þar á meðal. Þessari einangrun verður að ljúka og verðum við sem höfum kærleiksboðskapinn að leiðarljósi að rísa upp úr kirkjusætunum og láta í okkur heyra.

Hvað skal þá gera?

evangelism.jpgTil eru margar leiðir til þessara verka, og eru margir miðlar sem má nýta í okkar tæknivædda samfélagi, karlinn á kassanum er ekki lengur í huga fólks, og er margar aðrar leiðir sem nýta má til þess að boða trú okkar, eins og til dæmis netið, útvarp, sjónvarp og prentmiðlar eins og dagblöð, bækur og tímarit. Ég kalla eftir vakningu meðal kristinna manna að nýta sér þá miðla sem ég taldi upp, því uppskeran er mikil og eru verkamenn fáir.

Það er einnig óþarfi að flækja okkur í kenningarfræði sem er oft erfitt að svara, og getum leyft ritningunni sjálfri að tala sínu máli, því ekki er algilt að fólk eigi biblíu til afnota.

Eins vitum við ekki alltaf hvar á að byrja að lesa í þessu stóra og merka riti, sem dæmi hef ég sjálfur lent á einhverjum ægilegum ættartölu upptalningum sem ég varla botnaði sjálfur í, og kemur það kærleiksboðskap Jesú lítið við. Þess vegna er mikilvægt að byrja á að lesa nýja testamentið áður en er lagt í gamla testamentisfræðin, þá verður skilningur manns meiri þegar byrjað er að lesa GT.

En svo er einnig spurningin hvort að trúboð sé viðeigandi á hverjum stað fyrir sig, það verður hver og einn að meta eftir sínu hjarta, því ritað er.

Matteusarguðspjall 9:13
Farið og nemið hvað þetta merkir: Miskunnsemi vil ég, ekki fórnir. Ég er ekki kominn til að kalla réttláta heldur syndara.“

Þessu megum við aldrei gleyma, það gagnast lítið að boða trú okkar meðal trúsystkyna okkar, og verðum við stundum að leita syndina/syndaranna uppi til þess koma boðskap okkar á framfæri. Við verðum að rísa upp úr hægindastólunum og boða Krist, það kostar stundum "álitshnekki" hjá sumu einföldu fólki, en það er tilgangurinn sem helgar meðalið.

Ég tek fram að hér eru aðeins um eigin vangaveltur að ræða og eru orð mín aðallega beind að systkini mínum í Kristi, sem ég veit og vona að taka áminningu minni vel, því ekki er ég sjálfur saklaus í gleyma þessum atriðum sem ég nefni.

Niðurstaðan er, að boðskapur Jesú Krists er til ALLRA, sama hver við erum eða hvað við heitum.

Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.

Bænagangan 2008

Tekið af Kristur.is (Leturbreytingar mínar)

Bænaganga verður farin frá Hallgrímskirkju laugardaginn 6. des. kl.12:00. Gengið verður niður Skólavörðustíg og niður á Austurvöll þar sem stutt dagskrá verður. Tilgangurinn er að biðja fyrir þjóðinni í göngunni.

Fyrir göngunni fara móturhjól og blásið verður í “sjófar”, sem er blásturshljóðfæri frá Ísrael. Margir kristnir aðilar standa að göngunni. Við hvetjum fólk til að vera með og klæða sig vel.

Hér eru nokkrar myndir frá göngunni í fyrra, sem ég fékk að láni frá Hvítasunnusöfnuðinum á Selfossi ég vona að þau fyrirgefi mér að ég birti þær svona í leyfisleysi:

97a59b6f-defc-4fce-a84c-83f4d44faf8f.jpg 011.jpg
baenaganga.jpg 7daf66ee-e68c-4dda-8fc2-d5843c868d02.jpg
1c7c2b17-5e0c-4234-a07c-db6384a92a3e.jpg

Svo er mynd sem formaður Vantrúar tók af mér í fyrra, þ.e.a.s. hann Mattías Ásgeirsson, hann var fyrir löngu síðan búin að veita mér góðfúslegt leyfi til þess að birta hana.

Myndin hans Matta

Þetta verður sannkölluð friðarganga, og verður beðið fyrir landi og þjóð, og hvet alla til þess að mæta sem vilja!  Smile Einnig væri gott að fólk hefði íslenska fánan með sér, sem og vasaljós eða ljós að einhverri sort, því ritað er:

Jóhannesarguðspjall 8:12
Nú talaði Jesús aftur til þeirra og sagði: Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins.

Gerum þessa göngu frábæra, og biðjum fyrir landi og þjóð! Cool


Ofbeldi eyðileggur málstaðinn!

davidsprayinghands.jpgÉg verð að fordæma aðgerðir þessa hóps sem velur sér þá leið að beita ofbeldi til þess að ná einhverju fram. Persónulega styð ég mótmælin heilshugar, en ef á að vera mark á okkur tekið þá er þetta EKKI rétta leiðin. Svona skrílslæti hjálpa hvorki málsstaðnum né styrkja hann, fjölmiðlar heimsins eru afar duglegir við að fjalla um mótmælin hér og er þetta virkilega sú mynd sem við viljum gefa af okkur?

Nei, ég trúi því varla, og bið þess bænar að svo breytist. Við getum eignað okkur mannorð fyrir að vera friðsöm við mótmæli okkar og þannig sýnt umheiminum hvað í okkur býr!

Ég var réttilega skammaður hér um daginn fyrir að vera of reiður í færslum mínum, og er það hárrétt að ég hef verið það. En nú eftir nokkra daga frí hef ég náð betur áttum og sé villu mína og hef iðrast, og bið ég fólk afsökunar á skapofsa mínum, því mikið hefur gengið á í mínu lífi undanfarnar vikur sem hefur tekið talsverðan toll af mér sem persónu og hefur það bitnað á skrifum mínum. En ég er bara mannlegur og er breyskur eins og hver annar, það sem ég gleymdi var að hafa Guð með í ráðum og lét reiði mína ná tökum á mér. Ég vil þakka söfnuði mínum kunningjum og vinum fyrir ótrúlegan stuðning, og fyrirbænir - ég veit ekki hvar ég væri án ykkar.

Ég bið þá sem trúaðir eru að biðja fyrir mér og stormurinn lægi sem fyrst í mínu lífi, og einnig að biðja gegn svona skrílslátum eins og við Seðlabankann!

Lengi lifi FRIÐSÖM mótmæli !!!

Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.


mbl.is Réðust inn í Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sál, Sál hví ofsækir þú mig ...

Í fyrsta lagi vil ég taka fram að ég er sammála þessum presti varðandi aðskilnaði ríkis og kirkju.

Hann segir:

„Sú lagaumgjörð sem er í gildi í dag um þjóðkirkju og önnur trúfélög út frá því, er hvorki í samræmi við ákvæði stjórnarskrár né í samræmi við grundvallaratriði þeirrar evangelísku lútherskutrúar sem þjóðkirkjan er sögð játa."

Þetta er rétt og er ég þessu að nokkru leyti sammála.

Það sem hann hefur að vísu sleppt er hinn almenni kristilegi kærleikur og meina ég að hann "fagnar" óförum "stóra bróður" (ef svo má að orði komast). Ég minni Hjört Magna á að um er að ræða systkini í Kristi og er sorglegt að sjá þessa hlökkun hans.

Ekki sé ég Gunnar í Krossinum eða Snorra í Betel fagna eins og Hjörtur Magni gerir. Ég minni hann Hjört Magna einnig á að trú er ekki pólitík né vinsældarkeppni, og þykir mér afar ósmekklegt að sjá þessa meintu ,,gleði" hans, það mætti halda að Hirti Magna sé meira í mun að lokka fólk í sinn söfnuð heldur en að leiða þau til Krists.

Því ritað er Matteusarguðspjall 23:1-12

Einn er yðar meistari
1 Þá talaði Jesús til mannfjöldans og lærisveina sinna: 2 „Á stóli Móse sitja fræðimenn og farísear. 3 Því skuluð þér gera og halda allt sem þeir segja yður en eftir breytni þeirra skuluð þér ekki fara því þeir breyta ekki sem þeir bjóða. 4 Þeir binda þungar byrðar og leggja mönnum á herðar en sjálfir vilja þeir ekki snerta þær einum fingri. 5 Öll sín verk gera þeir til að sýnast fyrir mönnum, þeir breikka minnisborða sína og stækka skúfana. 6 Ljúft er þeim að skipa hefðarsæti í veislum og æðsta bekk í samkundum, 7 láta heilsa sér á torgum og kallast meistarar af mönnum. 8 En þér skuluð ekki láta kalla yður meistara því einn er yðar meistari og þér öll bræður og systur. 

9 Þér skuluð ekki kalla neinn föður yðar á jörðu því einn er faðir yðar, sá sem er á himnum. 10 Þér skuluð ekki heldur láta kalla yður leiðtoga því einn er leiðtogi yðar, Kristur. 11 Sá mesti meðal yðar sé þjónn yðar. 12 Hver sem upp hefur sjálfan sig mun auðmýktur verða en sá sem lítillækkar sjálfan sig mun upp hafinn verða.  

Það má læra mikið af ofangreindum texta, sama hver við erum.


mbl.is Fagnar úrsögn úr þjóðkirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er Halloween?

Eigum við að hræðast svona?  ;)Halloween, eða "All Hallows eve" á sínar rætur að rekja til fornrar hátíðar Kelta, sem er þekkt sem "Shamhain". Shamhain hátíðin var einnig haldinn sem uppskeruhátíð meðal forn Gaulverja (Frakka) og í sumum tilfellum táknaði hún áramót.

Gaulverjar trúðu því, að á allra heilagamessu, hafi hliðin opnast sem héldu þeim dauðu í gröfum sínum. Óttuðust þeir um uppskeru sína og ættmenni sín vegna meints ágangs hinna dauðu.

Hátíðin var alltaf haldinn með glæsilegri brennu, og var fórnað sláturdýrum fleygt í hana til þess að sefa reiði guða þeirra. Búningar sem og grímur voru notaðar í þessu tilefni, og áttu þær að plata þá illu anda sem voru í loftinu og halda þeim frá fólkinu.

Á þessu kvöldi sögðu menn að ef að norn, sveiflaði dauðum svörtum ketti fyrir ofan á hausinn á sér, og færi með galdraþuluna frægu "Abrakadabra", eins og á að fara með hana, þ.e.a.s. 13 sinnum fyrir fullu tungli (fullt tungl var æskilegast, en ekki nauðsynlegt), þá gat hún einmitt vakið upp þá sem lágu í gröfum sínum. Þess vegna var mikill ótti sem greip lýðinn og menn leituðu logandi ljósi að nornum og drápu þær, ef grunur eða jafnvel orðrómur gengi um þær. Þetta gerist á myrkum miðöldum og útskýrir hvers vegna norna og galdra brennur voru.

Eftir einn, ei aki neinn ...Það sem ég á við með þessari grein, er að ég hef oft heyrt gagnrýni, sér í lagi frá guðleysingjum, að kristnir hafi staðið fyrir galdrabrennum og báru þar með ábyrgð á dauðum þúsunda. Það stenst ekki alveg, því hjátrúin var þegar til staðar, og byggðu menn á gömlum grunni.

Hins vegar er það rétt, að óprúttnir og gráðugir menn notuðu trúna sem skálkaskjól fyrir gjörðum sínum, það er ég ekki að afsaka. En vegna þessarar gömlu hjátrúar, og ótta þeirra við hana, þá frömdu menn voðverk í nafni Kristninnar sem var reyndar ekki trúnni sjálfri að kenna, heldur nokkrum hjátrúarfullum kjánum sem voru skíthræddir við sína eigin kjánalegu hjátrú. Þess vegna er ótti við nornir ekki kemur frá Kristninni, heldur er þetta eldri hjátrú sem var var allt of lengi að deyja út meðal breyskra manna. 

Guð blessi ykkur öll, og ekki missa ykkur í gamalli hjátrú í kvöld í áhorfi á gömlum hrollvekjum eins og fréttin fjallar um, og ég vona að mér sé fyrirgefið að hafa ekki fjallað efnislega um fréttina sjálfa! Wink


mbl.is 10 bestu hrollvekjurnar fyrir Hrekkjavöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er ást?

Ást... hún er faðir minn.

... hún er móðir mín.

... hún er systir mín.

... hún er maki minn.

... hún er dóttir mín.

... hún er fjölskylda mín öll.

... hún er vinur minn.

... hún er Jesús.

Alla þessa einstaklinga elska ég, hvern og einn á sinn hátt.

Undanfarna viku hafa fjölskylda mín og vinir stutt mig í gegnum mjög erfiða tíma. Allt þetta fólk hafa bjargað mér úr hyldýpinu. Ég er eilíflega þakklátur fyrir ykkur öll.

Ég er ekki kominn með vinnu, en leitin gengur vonum framar. Ég skulda lítið svo ekki fer ég mjög illa útúr þessari fjármálakreppu. Hafið því engar áhyggjur af mér, sinnið frekar þeim sem eiga um sárt að binda, gefum til góðgerðarmála eins og við mögulegast getum, því þar sem neyðin er, er lítið um ást. Sýnum að hjarta okkar er á réttum stað, réttum út neyðarhönd sem við á.

Höfum ávalt í huga: "Elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig" og mun þá Ísland breytast til hins betra.

Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.


Kærar þakkir íslendingar!

Verum stollt!Ég vildi bara þakka þeim fjölmörgu sem litu við á síðunni hjá mér í gær, og öllum þeim sem gerðu athugasemdir, sem innihéldu bæði góðar hugmyndir og góðan stuðning.

Sá hlýhugur sem mér hefur verið sýndur finnst ég varla eiga skilið, því ég er ekki sá eini sem er að lenda í svona hremmingum þessa daganna.

Ég finn til með þeim fjölmörgu sem eru í sömu stöðu og ég, við það fólk segi ég að eigi er kominn heimsendir, og er þetta aðeins fæðingarhríðir af upphafinu á nýju og betrumbættu samfélagi okkar íslendinga!

skjaldarmerki_m_skuggaÍ dag er ég stoltur að vera íslendingur, ég er stoltur af þeim samhug sem seinasta færsla mín sannar, ég er stoltur að tilheyra kraftmiklu samfélagi sem státar af jafn góðu fólki sem hefur verið í sambandi við mig síðast liðinn sólarhring í gegnum bloggið, tölvupóst og síma.

Samhugur þessi kom mér skemmtilega á óvart, því þótt við séum ósammála um margt, þá voru: guðleysingjar, múslímar, kristnir og öll flórann sem hafði samband á einn eða annan hátt og sýndi samhug í verki! Þetta er það sem gerir Ísland svo frábært og felldi ég þó nokkur tár bara við að lesa athugasemdir á bloggi mínu sem og tölvupóstinn minn! .... takk!

Þið verðið að fyrirgefa þessa þjóðrembu í mér, en undanfarinn sólarhringur hefur sannað og sýnt, að íslendingar eru miklu meira en "góðasta þjóð í heimi", við erum besta þjóð í heimi! 

Ég elska Ísland og látum ekki deigan síga þótt á móti blási! Verum stolt af því að vera: Íslendingar!


Sjónvarpsþáttur sem þið viljið ekki missa af, viðtal við mig og Skúla Skúlason

Ég og bloggarinn útlægi hann Skúli Skúlason verðum í viðtali hjá presti mínum Friðrik Schram um Íslam á sjónvarpsstöðinni Omega. Þátturinn er tekinn upp og framleiddur af Íslensku Kristskirkjunni, eða söfnuðinum sem ég tilheyri.

Hann verður sýndur í kvöld (föstudagskvöld) klukkan 19:30  og svo klukkan 13:00 á sunnudaginn kemur. Ekki missa af þessu! Smile

Fyrir ykkur sem eruð ekki á útsendingarsvæðum Omega, þá eru hér gagnlegar upplýsingar um hvernig megi horfa á þáttinn.

Satt að segja hef ég sjaldan verið jafn harðorður og einmitt í þessum þætti, og eigið þið eftir að sjá nýja hlið á mér þar sem ég segi allan hug minn um Íslam og þá hættu sem öfgamenn boða. Ég ítreka fyrir pólitískt rétthugsunarfólk að í þessum þætti er fjallað um ÖFGA arm Íslams þann pólitíska, ekki hin venjulega friðsama múslima sem vilja lifa lífi sínu í friði. Langt í frá, en ég verð að taka svona fram einmitt vegna þess að sumir viljandi eða eru einfaldlega ekki nógu vel gefnir til þess að skilja þann mikla mun sem er á þessu.

Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.

 


Nýtt og jákvætt klukk komið í gang ...

Linda!Nýtt klukk er komið í gang, og að þessu sinni er það með öðru sniði. Lindu vinkonu datt þetta í hug, og finnst mér þetta frábært hjá henni. Hún segir á bloggi sínu:

Ég veit að í allri þessari neikvæðni á þessum ögurtímum landsins okkar þá er stundum erfitt að sjá það góða í okkar umhverfi.  Svo ég ákvað að skella inn 10 blessunum í mínu lífi og þakka fyrir þær í leiðinni.


Tökum þetta á léttu nótunum eins og hún segir og þökkum fyrir það sem við getum verið þakklát fyrir og hér koma þær tíu blessanir sem ég er þakklátur fyrir í mínu lífi:  

  1. Yndisleg eiginkona mín, sem ég gæti ekki lifað án.
  2. Börnin mín, það er auður sem eigi er hægt að telja og ríkidómur sem enginn getur skákað.
  3. Trúin er mér stoð og stytta, og er ævinlega þakklátur Guði fyrir að hugsa um mig.
  4. Foreldrar mínir eru hreint frábær, sérstaklega á þessum erfiðu tímum.
  5. Vinir mínir sem og bloggvinir eru yndislegir og ég er svo þakklátur fyrir þá.
  6. Lífið sjálft sem Guð gaf mér, og er það mitt að gera það besta sem ég get með það líf.
  7. Að eiga á milli hnífs og skeiðar í hverjum mánuði.
  8. Systur mína, hún hefur alltaf alið mig upp og ég hana.
  9. Hvert einasta bros sem ég sé á förnum vegi gleður ætíð litla hjarta mitt.
  10. Þá sem nenna að leggja leið sína á þetta blogg mitt og lesa vælið í mér, sem mér að öllu óskiljanlegt!

Nóg um það, ég klukka:
Öddu í Laugatúni, Andrés Björgvin Böðvarsson, Ágúst Böðvarsson, Sigurð Þórðarson, Jóhönnu Magnúsar og Völudóttur, Svan Gísla Þorkelsson, Hippókrates, Valgeir Mattías Pálsson, Theódór Norðkvist og Svavar Alfreð Jónsson.

Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn! 

Guð blessi ykkur öll!


Við getum breytt þessu ástandi til hins betra!

fanar.jpgÍslenska fjármálakerfið er að fara í gegnum mikla endurnýjun, allt það sem undan hefur gengið hefur meira og minna mistekist. En er öll von úti, erum við kominn á heljarþröm? Nei.

Þrátt fyrir þessi gífurlegu lán sem næstu kynslóðir eiga eftir að borga af, fyrir tilstuðlan óábyrgrar efnahagsstjórnar undanfarna ára og nokkurra stuttbuxnadrengja. Þá höfum við enn tækifæri og þau eigum við að nýta.

Hvernig gerum við það? Hér eru nokkrar hugmyndir sem ég spann upp úr eigin höfði:

Verum öðrum fyrirmynd
Í heiftugum milliríkjadeilum eins og um daginn, þar sem við vorum sett í sama hóp og hryðjuverkamenn, þá opnast tækifæri fyrir okkur að sýna heiminum að við erum þeim betri. Hefnd er aldrei svarið. Og bið ég fólk að leggjast niður á sama plan og tjallarnir, því ef við sýnum þá fyrirmynd að beita ekki ofríki þeim sem eru af öðru þjóðerni. Ég er ekki að segja að við eigum að láta vaða yfir okkur, en mér ofbýður alveg þegar ég les um það í fréttum að íslendingum er mismunað vegna þjóðernis. Og spyr ég þá á móti, þurfum við virkilega að svara í sömu mynt?

Fjölskyldan hefur gleymst
caring.jpgÞað verður að segjast eins og er að við höfum ekki verið sérstaklega góð fyrirmynd undanfarinn ár. Við höfum alveg gleymt okkur í lífgæðakapphlaupinu og gleymt að hlúa að þeim sem eiga eftir að hugsa um okkur í framtíðinni. Allir hafa keppst við að eignast einhverskonar stöðutákn, í formi húsbíla, jeppa, flatsjáa eða jafnvel GSM síma. Allt hefur snúist um veraldlega hluti og eiga nóg af þeim.

Í öllu þessu hefur fólk verið of þreytt og sest fremur niður fyrir framan 40" flatskjáinn sinn og leigir sér mynd í gegnum ADSL tengingu sína eða horfir á fréttir í gegnum gervihnattardiskinn. Ef börnin eru ódæl og til ama þá hefur þeim verið plantað fyrir framan þessi sömu tæki og Playstationið eða Cartoon Network sett í gang. Allir eru hættir að talast við, og enginn hittir einu sinni nánustu fjölskyldumeðlimi lengur nema að dauðsfall beri að garði. Þessum getum við breytt og þarf ég ekki að tíunda upp hvernig!!

Veljum íslenskt
Veljum íslenskt og allir vinna!Þessi vísa er mjög oft kveðinn, enda er hún góð. Því þetta er alfarið á ábyrgð neytenda sem við getum lagað ástandið. Með því að velja íslenskt þá erum við ekki háð gjaldeyrisviðskiptum og sköpum störf hér innanlands sem og aflar hann gjaldeyris ef við flytjum vörurnar út. Með því að auka viðskipti með innlenda vörur getum við komið undir okkur stoðum sem hægt er að byggja á.

Söfnum fyrir hlutunum
Fáar þjóðir í heiminum lifa eins mikið á kredit reikningum eins og íslendingar. Reynum að spara og safna fyrir hlutunum til tilbreytingar! Þetta segir sig soldið sjálft ekki satt?

Endurnýjum hugarfarið og endurskoðum siðgæðismat okkar
jesus-crucified.jpgÍsland hefur verið byggt og mótað eftir hugmyndum kristindómsins í gegnum aldirnar. Við íslendingar höfum alltaf reynt að fara eftir boðskap biblíunnar: "elskaðu náungann eins sjálfan þig" eins og hægt er. En undanfarna áratugi hefur sá grunnur sem landið byggðist á verið kipptur undan okkur. Í dag er kalt lögmál Darwins orðið allsráðandi eða "sá hæfasti lifir af", og er bergmálað út af annað hvort trúleysingjum eða öðrum trúarbrögðum.

Þessir hópar hafa gagnrýnt kristni niður í kjölinn og telja sig hafa fundið fullkominn sannleika með því aðeins að stóla á sjálft sig. Í mínum bókum heitir það hroki, því enginn kemst hrakfallalaust í gegnum lífið án einhverrar aðstoðar. Trúin er ein af grunnþörfum mannsins, hvort sem þú trúir því að Guð sé til eða ekki. Því þarf mikla trú á báða vegu, þ.e.a.s. að afneita Guði eða fagna honum í líf sitt. Þá vel fremur seinni kostinn, því ófullkominn er ég, en reyni hvað ég get til þess að verða betri, það geri ég með því að leita náðar hjá fullkomleikanum, þ.e.a.s. Guði.

Við höfum nú tækifæri til þess að breyta þessu tilbaka eins og við vorum. Í stað kuldalegs hroka sem hefur einkennt landann undanfarinn ár, þá getum við snúið þessu uppí kærleika. Því kærleikurinn er sterkasta vopnið og er ekkert annað vopn sem er jafnvel brýnt og smýgur inní vitund allra sem verða á vegi þess. Ein lítil bæn getur breytt öllu.

Sýnum heiminum hvað í okkur býr, snúumst á veg kærleikans á ný, sinnum þeim fátæku og þeim sem eiga um sárt að binda. Við byrjum á okkur sjálfum og látum svo jákvætt hugarfar okkar smitast til annarra þjóða sem eiga eftir að taka okkur sem fyrirmynd.

Öll von er ekki úti þótt erfitt sé, elskum hvort annað - stundum þarf ekki meira til. Smile

Guð blessi ykkur öll og þakka ég fyrir lesturinn.


mbl.is Óska eftir 6 milljörðum dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 589030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband