Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Tveggja ára bloggafmæli

Í þessum mánuði, eða nánartiltekið í dag á ég tveggja ára bloggafmæli. Þessi tími hefur verið mér afar dýrmætur, ég hef fengið tækifæri að tjá mínar skoðanir nánast aðfinnslu laust. Og ber ég kærar þakkir til ritstjórnar blog.is sem og forritaranna, kerfisstjóranna og alla sem þar vinna. Cool

Takk fyrir mig segi ég bara! Smile

Hér er smá ágrip af bloggsögu minni og hvernig bloggið bókstaflega breytti lífi mínu:

Framtíðar fjölskyldulíf?  :-/Fjölmiðlar
Það hefur gengið á ýmsu þegar ég tjái mig, í ófá skipti hef ég ratað í blöðin, og á ég þá við prentmiðlanna. Ég birtist þó nokkrum sinnum í 24 stundum, og einu sinni í "Blaðinu" þegar góðærið stóð sem hæst. Eins hafa nokkrar greinar ratað í Morgunblaðið sjálft, mér til mikillar gleði. Ekki set ég út á að þeir birti greinar sem ég óska konum til hamingju með daginn á konudaginn, þegar ég bið fyrir ljósmæðrum, eða þegar ég stend fyrir kosningu um vinsælasta kristna bloggarann.

Eina sem er, að ég vissi aldrei af birtingu þessara greina, yfirleitt var það fjölskylda mín sem lét mig vita og það stundum nokkrum dögum eftir að greinin birtist. 

Mér tókst meira að segja að komast á vísi.is og Víkurfréttir þegar ég var með undirskriftarsöfnun handa sjómanni einum.

Ég vona bara að ég sé ekki fjölskyldu minni til skammar með þessum skrifum mínum. Shocking

Eins hef ég stundum ratað í aðra miðla en þennan í gegnum þetta blogg, eins og til dæmis þegar blogg Skúla Skúlasonar var lokað mótmælti ég hástöfum, og fyrir vikið endaði ég í viðtalsþætti á Útvarpi Sögu sem viðmælandi.  Eins hef ég nokkrum sinnum komið fram í þáttum Friðriks Schrams, prests kirkju minnar: ,,Um trúna og tilveruna" sem Omega sýnir fyrir kirkju mína. Fyrir allt þetta er ég Guði afar þakklátur, þvi enginn nema hann gat komið þessu svona til vegar.

Vantrúar ,,söfnuðurinn" Tounge (eða eins og ég kalla hann, ekki móðgast vantrúarmenn!)
Í gegnum allt þetta hefur lítill hópur manna sem kenna sig við guðleysingja félagsskapinn Vantrú oft fengið að tjá sig á bloggi mínu, sumum til mikillar gremju þar sem ég leyfi mönnum að tjá sig og koma sínu á framfæri. Oft hef ég verið gagnrýndur að sýna þessum mönnum linkind, en satt best að segja kann ég bara ekkert illa við þá, þótt ég telji þá stundum vera afar dónalega og aðgangsharða.

En ég trúi og veit að það borgar sig að leyfa fólki að tjá sig fremur en að þagga niður í þeim, því það er sjálfsagður réttur hvers einstaklings að fá að tjá sína skoðun, sama hversu vitlaus hún kann að vera, því það sem mér finnst kannski vitlaust finnst öðrum viturlegt, og enginn getur breytt því.

Ert þú háður?   ;)Ég er ekki sammála einu orði sem þeir segja um Guð eða kristni, en þegar til alls kemur, eru þetta alls ekki slæmir einstaklingar. Til dæmis hefur kærleiksmaðurinn Hjalti Rúnar, meðlimur þessa hóps gert þó nokkrar greinar um mig eða mín orð. LoL Eins gerðu þeir grín af mér þegar seinasta bænaganga var haldinn, og hafði ég reyndar lúmskt gaman að því. Tounge

Guð blessi ykkur kæru vantrúarmenn, og megi þið loka augunum í hvert sinn sem þulan á Rúv ber kross um háls sér! Wink

Fjölskyldu áhyggjur
N
okkrir í ættinni minni halda að ég sé kominn í einhvern ,,sértrúarsöfnuð", sem er aldeilis ekki rétt, því Hin Íslenska Kristskirkja, sem ég er meðlimur í, hét í gamla daga ,,ungt fólk með hlutverk" og var innan þjóðkirkjunnar. Í dag er sá söfnuður sjálfstæður, og er engan veginn ,,sértrúarsöfnuður" og er ósköp venjuleg Lútersk kirkja og er ég stoltur meðlimur hennar. Smile

En þið megið halda það sem þið viljið og hafið ekki áhyggjur af því að ég lendi í klónum á ofsatrúarmönnum. Ég er orðinn of sjóaður til þess eftir fjórtán ára trúargöngu. Cool

Listir og matargerð
Hér er lausnin!  :DGlöggir lesendur hafa tekið eftir því að ég er listamaður inn við beinið, og gerðist það meira að segja árið 2007 að ég og Steina H. Sigurðardóttir skipulögðum fyrstu bloggsamsýningu á verkum okkar, og tókst það ákaflega vel til! Einnig hef ég verið að gera grín af ráðamönnum þjóðarinnar með skopteikningum, sem ég vona að þið hafið notið.

Eins hef ég verið birta uppskriftir eftir mig (meira að segja án klæða! Blush) og vona ég að þið hafið notið.

Þá lýkur þessum langa annáli mínum yfir tveggja ára bloggferilinn minn, og vona ég að fái að njóta þess að vera með ykkur sem allra lengst.

Ég þakka öllum þeim fjölmörgu sem hafa lesið þessa pistla mína í gegnum þessi tvö ár, og Guð blessi ykkur öll!

 


Yndislegt lag frá bugaðri þjóð

Ég hef trú á því að þetta lag nái langt í Eurovision. Ég horfði reyndar ekki á keppnina sjálfa, því ég dreif mig á námskeið um spádóma biblíunnar hjá Aðventistum. Ég fór í boði Mofi/Halldóri Magnússyni til þess að fræðast enn frekar um skoðanir þeirra.

Ég var einn meðal allra þessara aðventista og spruttu upp allhressilegar umræður, sem allar voru málefnalegar og skemmtilegar þótt að ég væri á öndverðu meiði við þá alla. Það var bara gaman.

Þar fékk ég staðfestingu á að það voru alls ekki aðventistar sem gáfu út þennan bækling sem seinasta grein mín fjallar um, en það hefur greinilega vafist fyrir mörgum þrátt fyrir að ég hafi tekið það fram, og verð ég víst að ítreka það hér. En svo mikið er víst, að þeir eru sammála flestu því sem var í þessum bækling, nema að allir aðrir söfnuðir séu með merki dýrsins á sér sem betur fer! En  áskil ég mér samt þann rétt að vera ósammála þeim í öðrum efnum, og gagnrýni hispurlaust það sem situr eftir, þar verður enginn breyting á.

En batnandi mönnum er best að lifa og þakka ég aðventistum að taka vel á móti mér, þrátt fyrir meint "níðskrif" mín á hendur þeirra. Whistling

Sem er sannur kristilegur kærleikur svo ég tali nú vel um þá að þessu sinni.

eurovision.jpgEn þegar heim var komið sá ég sigurlagið á plúsnum, þ.e.a.s. Rúv plús á breiðbandinu. Konan mín fékk mig til þess að horfa á þetta, sem tókst þrátt fyrir mótmæli, hún sagði að ég væri erfiður karl, að vilja ekki horfa á þetta. Tounge

En þegar henni loks tókst að fá mig til þess að horfa á þetta, gat ég ekki annað en verið ánægður, því mér hefur alltaf þótt íslendingar með eindæmum smekklausir á hvaða lög eru send út.

Þarf ég að nefna Silvíu Nótt? Sick

En nú varð aldeilis breyting á! Við blasti alveg magnaður flutningur á lagi sem svo hugljúft að það á eftir að lýsa íslendingum sem bugaðri þjóð í norðurhöfum, og ekki sem hryðjuverkamönnum hans Gordons Browns og getur þetta kannski breytt því mannorði sem við höfum í útlöndum sem gjaldþrota þjóð og er um leið uppfull af óheiðarlegum útrásarvíkingum.  Hver veit, kannski hjálpar þetta!  Wink


mbl.is Lagið Is it true til Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðulegur bæklingur sjálfstætt starfandi aðventista

Það var nú meira furðuritið sem landanum barst inn um bréfalúguna um daginn. Þetta rit skreytti Barrack Obama, páfanum og einhverjum ESB körlum á forsíðunni. Það sem er ofar mínum skilningi við þetta rit er að þeir þykjast vera bræður í Kristi, og leyfa sér þvílíkar árásir á trúsystkini sín að þeir kalla einn arm kirkjudeildanna Antikristinn sjálfann!

heimsendir?Allt byrjaði þetta ágætlega hjá þeim, þ.e.a.s.  fyrsti kaflinn hef ég ekki mikið útá að setja. Annar kaflinn er árás á rómversk kaþólsku kirkjuna, lútersku kirkjuna, samkirkjuhreyfinguna, barnaskírn o. fl. Þriðji kaflinn er svo önnur árás á fyrrnefndar kirkjudeildir og aðrar fleiri fyrir að halda sunnudaginn sem vikulegan hvíldardag og ber mynd af innsigli sem ber tölu 666 yfir þá söfnuði sem halda uppá hvíldardaginn á sunnudögum. 

Ég ætla að aðeins að kryfja þetta rit þeirra, kafla fyrir kafla. Ja, nema fyrstu 2 bls. því það ótrúlega er að ég sé ekkert mikið að þeim boðskap.

Annar kaflinn: "Boðskapur fyrsta engilsins"

Fyrst er löng upptalning um að vera hlýðinn boðum Guðs, gott og vel, ég lítið andmælt því. Svo er afar loðinn spádómur sem er að "rætast" að þeirra mati. Og notast þeir við Dan 9:25 í þeim efnum, og telja einhverja 2300 frá orðum Daníels til tilskiparnar Artaxeres I þess efnis að endurreisa ætti Jerúsalem og svo einhver önnur della út frá útreikningum þeirra miklu reiknimeistara aðvent kirkjunnar sem endar á 1844, í einhverjum "friðþægingardegi á himnum" sem átti að hafa hafist það ár.

Þetta eru ekkert nema getgátur og fullyrðingar, og reyndar örþrifaráð til þess að bjarga aðvent presti sem spáði heimsendi fyrir 1844 og reyndist spádómur þess einstaklings auðvitað vera falskur. Þessu var bætt við seinna til þess að bjarga andliti Aðvent kirkjunnar, og hald þeir í sömu þvæluna enn þann dag í dag.

Í Markús 13:32-37 stendur:

32 En þann dag eða stund veit enginn, hvorki englar á himni né sonurinn, enginn nema faðirinn. 33 Gætið yðar, vakið! Þér vitið ekki nær tíminn er kominn. 34 Svo er þetta sem maður fari úr landi, skilji við hús sitt og feli þjónum sínum umráðin, hverjum sitt verk. Dyraverðinum býður hann að vaka. 35 Vakið því, þér vitið ekki nær húsbóndinn kemur, að kveldi, á miðnætti, í óttu eða dögun. 36 Látið hann ekki finna yður sofandi þegar hann kemur allt í einu. 37 Það sem ég segi yður, það segi ég öllum: Vakið!“ 

Það er út af þessu sem menn eiga að passa sig að vera með einhverjar fullyrðingar um komandi heimsendi og tímasetningar yfir höfuð, hann er vissulega í nánd, en leyfum Guði að ráða hvenær sá dagur kemur. Enda er það hann einn sem veit hvenær þessir atburðir gerast, við þurfum aðeins að vera meðvituð um það og vakandi. Það stendur að minnsta kosti í minni biblíu og furða ég mig á aðstöðu aðventista í þessum efnum.

Svo er rúsínan í pysluendanum hvað varðar þennan kafla, þeir fullyrða:

"Ef allir hefðu gefið sér tíma að tilbiðja Guð á þeim degi sem hann gaf til helgihalds, væru engir þróunarsinnar eða guðleysingjar til í dag."

Hehehe ... ég veit ekki hvað vantrúarmenn segðu við þessu. En þetta er svo geðveikisleg fullyrðing að hálfa væri hryllingur, það er greinilegt að aðvent telur Guð hafi sleppt því að gefa okkur frjálsan vilja ef þetta er málið.

Þriðji kaflinn:  "Boðskapur annars engilsins"

mosesÞarna er eytt heilmiklu púðri í að sanna að Kaþólska kirkjan sé skækjan mikla sem ritað er um í Opinberun Jóhannesar. Tekinn eru fyrir alls kyns atriði varðandi hve ill almenn altaris ganga sé, og að kaþólikkar séu sekir um að breyta boðorðunum, skírninni (barnaskírn sérstaklega) sem og hvíldardeginum.

Þeir ganga meira að segja svo langt að kalla þá söfnuði sem fara eftir regluverki Kaþólikka, eins og til dæmis þjóðkirkjan og reyndar flestar kirkjur hér á Íslandi þar með talið Hvítasunnu hreyfinguna Dætur hórkvenna, fyrir það eitt að halda uppá hvíldardaginn á sunnudögum og hafa heilagt sakramenti sem við gerum í minningu Jesú.

Ég segi fyrir mig, að ég veit vel að hvíldardagurinn var upprunalega á laugardegi, það er staðreynd. En ég sé ekki miklu máli skipta á hvaða degi það er, svo lengi sem við gerum það Drottni til dýrðar. Ég held því hvíldardaginn heilagann og brýt ekkert boðorð í þeim efnum, ég geri það bara á sunnudegi og tel mig ekki vera yfir aðra hafinn eins aðventistar í þeim efnum, nánar um það í næsta kafla.

Fjórði kaflinn:  "Boðskapur þriðja engilsins"

Í þessum kafla er gengið lengra enn í kaflanum á undan í fullyrðingum, og ber að líta mynd af innsigli sem á er ritað: "Hin falski hvíldardagur - Sunnudagur - Tákn fráfallinar kirkju - 666", hvernig dettur þeim í hug að dæma mig og reynda hálfa heimsbyggðina til helvítis vistar? Þeir saka aðrar kirkjudeildir um skírt brot á boðorðunum, en erum við ekki að halda hvíldardaginn heilagann? Erum við þá rétttrúnaðargyðingar og eigum að fara eftir bókstafnum eftir lögmálinu sem Jesús uppfylti með krossdauða sínum? Eigum við að hunsa þau orð sem hann gaf okkur um að öll fæða væri hrein og að mættum við ólíkt gyðingunum borða svínakjöt og skelfisk? Það virðist vera mikil byrði að vera aðventisti í dag og gamla lögmálið ennþá við lýði á þeim bænum. Ég ætla í messu á sunnudögum og jafnvel borða mína pörusteik um kvöldið! Wink

Þá lýkur upptalningu minni á þessum furðulega boðskap aðventista, ég vona að Mofi geti svarað einhverjum af þeim geðveikislegu fullyrðingum sem þarna eru settar fram. Því samkvæmt þeim eru allir nema aðventistar sem bera merki dýrsins á sér, og allir nema aðventistar hólpnir vegna þeirra breytinga sem þeir vilja gera á ritningunni og telja sálina ekki eilífa og önnur slík vitleysa.

Ég hvet ykkur til þess að kynna ykkur málin áður en þið dæmið og trúið þessum dæmalausa hræðsluáróðri aðventisa, og hvernig stendur á því að þeir haga sér svona gagnvart systkinum sínum í Kristi? Ég rita þessa grein sem andsvar því mér þykir svona lagað virka sem trúfæla en ekki trúboð, og vona ég að engan hafi ég sært með þessum pistli mínum.

Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn. 

P.s. að gefnu tilefni er þessi umjöllun ekki um aðvent kirkjunnar hér á Íslandi, heldur var um að ræða sjálfstætt framtak norsks Aðventista. Hann er ekki í aðvent kirkjunni og var þetta gert óþökk aðvent kirkjunnar hér á Íslandi.


Ég tók viðtal við Jón Val Jensson

Ég og Jón Valur á A. Hansen í blogghittingi trúaðra ..Í fyrsta sinn stjórnaði ég þættinum "Um trúna og tilveruna" í fjarveru Friðriks Schrams, forstöðumanns míns, þá tók ég viðtal við hinn umdeilda og margumtalaða vin minn: Jón Val Jensson.

Viðtalið var frumsýnt í dag á sjónvarpsstöðinni Omega, og fjölluðum við um stöðu hins kristna manns í okkar gjaldþrota samfélagi, bæði efnislegt sem og andlegt gjaldþrot þjóðar okkar. Við tökum á ýmsum þáttum þess út frá augum trúaðs fólks, en ég hvet fólk til þess að horfa á þáttinn sjálfan og dæma fyrir sig sjálft.

Mikilvægasti punkturinn í þessu viðtali er áhrif kristinna manna í pólitík, og er Jón með þó nokkrar góðar hugmyndir í þeim efnum.

Þeir hjá Omega sýna þessa þætti sem hin Íslenska Kristskirkja framleiðir, en þeir eru svo vinsamlegir að birta þá fyrir okkur:

Birtingin á þessum þætti er á þessa leið:

Mánudagur - 14:30
Þriðjudagur - 13:00
Fimmtudagur - 15:30
Föstudagur - 22:00
Sunnudagur - 13:00

Þeir sýna þáttinn á þessum tímum í endursýningu, og hvet ég alla til þess að kíkja á þetta.  Cool

Ps. myndin er tekinn af Lindu vinkonu, á blogghittingi sem var haldinn á A. Hansen í janúar síðast liðinn. Nánar um það hjá Vopna Rósu minni. Smile


Sannur náungakærleikur í verki

Þetta framtak starfsmanna Bylgjunnar hafa vakið heimsathygli. Og ekki að undra, því þetta er aðdáunarvert framtak sem Íslendingar sýnar þjóð sem beitti okkur þvílíkum órétti með hryðjuverkalögum, og má segja að þeir beri mikla ábyrgð á hvernig ástandið er orðið vegna þessa lagasetningar þeirra.

Hér eru nokkrir erlendir miðlar sem vísir.is bendir á:

Svona framtak er hreint æðislegt! Og kom þetta Bretum algjörlega í opna skjöldu að fá slíkar gjafir frá nánast gjaldþrota þjóð!

Matt 22:39
Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.

Eftir ofangreindu boðorði er greinilega farið á Bylgjunni, og er ég stoltur að kallast Íslendingur þegar menn framkvæma svo góðverk.


mbl.is Gefa breskum eldri borgurum íslenska ull
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð blessi Geir Hilmar Haarde

Mér var óneitanlega brugðið eins og öllum landsmönnum við tíðindin sem komu frá Geir Haarde í hádeginu. Ég vona bara að veikindi hans sem og Ingibjargar Sólrúnar, verði ekki svæsin, og bið ég Guð um að blessa Geir Hilmar Haarde í veikindum sínum, sem og Ingibjörgu Sólrúnu.

Ég fagna samt þessari niðurstöðu að kosið verði þann 9.maí næst komandi, og finnst þetta sjálfum viðunandi og sé ekki lengur ástæðu til þess að mótmæla. En það er bara ég.

Það verður fróðlegt að fylgjast með hver tekur svo við af honum, landsfundur Sjálfstæðismanna lýkur á afmælisdeginum mínum 29. mars næst komandi, og vonandi fæ ég þá góðan formann í afmælisgjöf frá Sjálfstæðismönnum.  Wink 

Megi almáttugur Guð lækna þau mein sem Geir Hilmar Haarde hefur, og bið ég einnig fyrir fjölskyldu hans og aðstandendum að styrkja þau í þessum erfileikum.


mbl.is Geir: Kosið í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Naumhyggja Richard Dawkins

Guðleysinginn Richard Dawkins og boðskapur hans hefur sett mark sitt á það þjóðfélag sem við búum við í dag. Með útgáfu bóka eins og "The God Delusion" hefur honum nánast tekist að sameina guðleysingja heims undir boðskap sinn, þar á meðal guðleysingjafélagið Vantrú hér á klakanum, sem virðast afskaplega hrifnir af Richard Dawkins og flestu því sem frá honum kemur.

Ég ætla því aðeins að fjalla um Dawkins og hans "boðskap", og mun reyna að fara ekki niður á hans plan, því hann kallar menn eins og mig ófögrum nöfnum.

Hugmyndafræði hans við afskrifa bókstaflega allt sem má gefa nafninu "andlegt" þykir mér persónulega einfeldningsháttur að verstu sort. Hvorki ég, né hann getum að fullu sannað tilvist Guðs, eina sem ég hef fyrir mér í því er eigin sannfæring og tilfinningar, en Dawkins afskrifar fólk eins og mig og kallar skoðun mína: "heimsku trúarnöttarans" eða eitthvað á þá leið.

Segir þetta ekki allt sem segja þarf?Skoðanir hans minna mig á fólk sem aðhyllist naumhyggju, eða minímalisma. Ég á þá við fólk sem er varla með húsgögn inni hjá sér og finnst ekkert annað fallegra. Kuldalegt yfirbragð slíkra heimila er ekki það sem ég myndi persónulega kalla heimili, en það er bara mín skoðun og ekki minn smekkur.

Með því að afskrifa ALLT sem gæti stutt tilvist Guðs, og setja öll slík viðhorf í vel læstan kassa, finnst mér vera naumhyggja Dawkins vera vottur um alvarlegan skort á víðtækri hugsun. Því hvorki ég né hann getum útilokað að annar okkar hafi rétt fyrir sér, en eftir lestur (sem mér loks tókst að klára) "The God Delusion" þá er auðséð að hann hafnar því alfarið að sá möguleiki sé fyrir hendi að hann sé sjálfur að fara með rangt mál. Hann er sannfærður um eigin getu um að gerast dómari og böðull yfir Guði hvað sem tautar og raular.

Dawkins notar rök gegn Guði sem einkennir marga guðleysingja, hann hamrar endalaust á því hvað Guð er "grimmur" og jafnvel kallar hann fjöldamorðingja. Sem er afspyrnu heimskulegt því eru það ekki mennirnir sjálfir sem framkvæma óhæfuverkin í nafni trúar? Í gegnum aldirnar hafa margir notað trúna sem hlífiskjöld við alls kyns viðbjóði, hvort sem það er Hitler, Saddam Hussein, George W. Bush eða jafnvel Guðmundur í Byrginu, þá er niðurstaðan alltaf sú að þessir aðilar voru menn, alveg eins og ég þú, og bera brennimerkta galla allra manna, sem er græðgin.

Dawkins segir að Guð hafi drepið hinn og þennan, en eins vel hann er að sér í guðfræði sem og sagnfræði, þá ætti hann að vita að það voru allt aðrar aðstæður fyrir hendi á þeim tíma sem þessi "morð" voru framinn.

Hverjar voru ástæðurnar? Til dæmis þá voru mannslíf ekki sérstaklega mikilvæg í huga bronsaldarmanna, og kom alltaf maður í manns stað í þeirra huga. Eins er vitnað um í GT um þær viðbjóðslegu athafnir sem mikið af því fólki sem var "myrt" framdi.

Sem voru sem dæmi:

  • Mannafórnir og þá sérstaklega barnafórnir
  • að rista á kvið þungaðra kvenna til fórnar goðs síns
  • sifjaspell
  • hofmeyjar og hofkarlar (eða á íslensku: hórur og hórkarlar)
  • kynlíf með dýrum
  • kynlíf með börnum
  • kynlíf með styttum á hátíðum

... og svona mætti lengi telja. Það því verið góðar gildar ástæður fyrir því að þessu fólki var útrýmt, því ekki myndir þú vilja svona lið fyrir nágranna þinn? Eða hvað? FootinMouth Ef svona tíðkaðist í dag, yrði þá ekki upplausn í samfálaginu? Væri þetta fólk ekki dregið fyrir rétt og jafnvel í sumum löndum drepið?

En rétt er að taka fram að Kristnir eru samt ekki alsaklausir, því krossfarir og nornabrennur er á höfði þeirra og er blóð á þeirra höndum sem það frömdu. Því neita ég ekki. En bendi á um leið að þarna voru menn á ferðinni, og af því mennsk hönd kom þarna við, þá má reikna með að spillingin og illskan sem fylgir manninum sé ávalt til staðar hvert sem hann fer. Svo einfalt er það.

Dawkins gerir heldur ekki ráð fyrir að Jesús er túlkunarlykillinn sem Kristnir menn nota, var það ekki hann sjálfur sem sagði:

Matteusarguðspjall 5:38-39
Þér hafið heyrt að sagt var: Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. 39 En ég segi yður: Rísið ekki gegn þeim sem gerir yður mein. Nei, slái einhver þig á hægri kinn þá bjóð honum einnig hina.


Jesús afnam með þessum orðum þetta gamla hefndarlögmál og vinsaði úr boðskapinn sem mennirnir sjálfir bættu inní lögmálið með eigin höndum og orðum.

Sjálfur get ég ekki sett alla hluti í lítinn kassa með því að ofureinfalda hlutina eins Dawkins gerir og notar Guð sem blóraböggul fyrir öll heimsins vandamál, það er til eitthvað meira og stærra hvað sem hann segir, þess vegna trúi ég á Guð og skammast mín ekkert fyrir það!

Þegar öllu er á botninn hvolft er það boðskapur Krists sem skiptir máli, og eftir því reyni ég eftir bestu getu að lifa. Ég sé engan boðskap nema kuldalega höfnun hjá Dawkins og lærisveina hans, og spyr þá ykkur í fávisku minni: Hvað hefur boðskapur Dawkins fram yfir kærleiks boðskap Krists? Dæmið þið sjálf um það fyrir ykkur persónlega, en ég veit hvað ég vel. Wink 

Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.


Til fyrirmyndar!

nativityscene.jpgÞað er gleðilefni að landsmenn eru farnir að nota reiðufé fremur en debet og kreditkort. Eru ekki gjöld til bankanna nógu há? Og enginn er þá að eyða um efni fram.

Annars vil ég nota tækifærið og óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Guð blessi ykkur og geymi um ókomna tíð.


mbl.is Jólin greidd út í hönd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttum út hjálparhönd

Ég tek ofan fyrir óeigingjörnu og ómetanlegu starfi Ásgerði Jónu Flosadóttur sem hún rekur í mynd Fjölskylduhjálparinnar. Það er sagt frá því í viðtengdri grein:

Hægt er að leggja inn á reikning Fjölskylduhjálpar: 101-26-66090, kt. 660903-2590. Einnig er hægt að koma með matargjafir á staðinn, Eskihlíð 2-4. Einnig er tekið við fötum, bæði notuðum og nýjum.

Ég hvet alla sem vettlingi geta haldið að gefa af alsnægtum sínum í þetta starf hennar Ásgerðar

Ritað er:

Síðara Korintubréf 8:2-3
2 Þrátt fyrir þær miklu þrengingar, sem þeir hafa orðið að reyna, hefur ríkdómur gleði þeirra og hin djúpa fátækt leitt í ljós gnægð örlætis hjá þeim.

3 Ég get vottað það, hversu þeir hafa gefið eftir megni, já, um megn fram. Af eigin hvötum.

Á þessum erfiðu tímum þá verðum við að standa saman um þjóð okkar, og hugsa um alla þegna landsins til jafns. Er ekki ritað:

Matteusarguðspjall 7:12
12 Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera. Því að þetta er lögmálið og spámennirnir. 

Ásdís bloggvinkona tók af skarið og sýndi rétt fordæmi skoraði á okkur að fylgja því. Reynum að lifa eftir ofangreindu versi og elskum náunga okkar eins hann/hún værum við sjálf. Heart

 


mbl.is Fólk grætur fyrir framan okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opið bréf til Páls Magnússonar! Vegna bænagöngunnar!

Ég vil byrja á því að hrósa mbl.is fyrir sína umfjöllun, því ég get ekki betur séð en þetta sé eina umfjöllunin sem gangan fékk í fjölmiðlum þessa lands.

Svona fór ekki framhjá morgunblaðinu, hvernig fór þetta svona framhjá ykkur? Ég er ekki að biðja um nema að taka frá að minnsta kosti 10 sek. af fréttatíma þegar svona gerist. Er það svona hrikalegt?

Hér kemur svo bréfið sem ég hef sent til Páls Magnússonar útvarpsstjóra:

Kæri Páll Magnússon,

Af hverju erum við að horfa uppá þá staðreynd í dag að sumar fréttir rata hreinlega ekki inná ykkar borð. Núna síðast liðinn laugardag voru 7 - 800 manns sem komu saman og báðu fyrir landi og þjóð, ég hefði haldið á krepputímum að jákvæðar fréttir eins og þetta væru af hinu góða.  En nei, á erfiðum tímum eins og þessum veljið þið fremur að sleppa því, morgunblaðið hafði þó sóma sinn að gera smá grein um þetta því þeir sendu ljósmyndara á staðinn ólíkt ykkur.

Þetta er ekki fyrsta skipti sem þetta gerist, í fyrra var haldinn mun fjölmennari ganga af kristnum mönnum, og fengum við sömu "fordóma" þá og núna í ár. Ég segi fordóma því það sú upplifun sem fæ af þessum vanflutningi ykkar. Erum við of áhættusöm í fréttum? Erum við annars flokks þegnar eða eitthvað því umlíkt? Hvað er málið?

Bænagangan er þverkirkjulegt átak meðal flest allra kristinna safnaða í landinu, og lofsvert framtak að hálfu þeirra sem standa að henni. En enginn egg eða málning var kastað, var það kannski það sem vantaði? Ekki nógu æsilegt fyrir stofnun ykkar? Hverju sem því líður þá hefði varla verið erfitt að minnast á þetta í nokkrum orðum, meira þurfum við ekki, því aðeins vildum við vekja athygli á að kristnu fólki stendur ekki á sama um land okkar, og viljum við því vel.

Mbk,

Guðsteinn Haukur

Enn og aftur brugðust fjölmiðlar (að frátöldu mbl.is ) og er greinilega verið að leita eftir ofbeldi og reiði til myndbirtingar, fremur en friðarboðskap Jesú Krists hjá Ríkissjónvarpinu, ég vona að ég hafi samt rangt fyrir mér í þeim efnum.

Jæja, sjáum til hvort ég fæ svar frá þessum ágæta manni, ég læt vita ef mér berst það.


mbl.is Báðu fyrir landi og þjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 588833

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband