Hvað er ást?

Ást... hún er faðir minn.

... hún er móðir mín.

... hún er systir mín.

... hún er maki minn.

... hún er dóttir mín.

... hún er fjölskylda mín öll.

... hún er vinur minn.

... hún er Jesús.

Alla þessa einstaklinga elska ég, hvern og einn á sinn hátt.

Undanfarna viku hafa fjölskylda mín og vinir stutt mig í gegnum mjög erfiða tíma. Allt þetta fólk hafa bjargað mér úr hyldýpinu. Ég er eilíflega þakklátur fyrir ykkur öll.

Ég er ekki kominn með vinnu, en leitin gengur vonum framar. Ég skulda lítið svo ekki fer ég mjög illa útúr þessari fjármálakreppu. Hafið því engar áhyggjur af mér, sinnið frekar þeim sem eiga um sárt að binda, gefum til góðgerðarmála eins og við mögulegast getum, því þar sem neyðin er, er lítið um ást. Sýnum að hjarta okkar er á réttum stað, réttum út neyðarhönd sem við á.

Höfum ávalt í huga: "Elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig" og mun þá Ísland breytast til hins betra.

Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert svo frábær. Er fegin að systir mín á jafn heilsteyptan mann og þig.

Baráttukveðja,

Elsa

Elsa Margrét (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 17:37

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður kæri Guðsteinn

Hún er bróðir minn, fyrir okkur sem eigum bræður

Hún er sonur minn

Hún er vinkona mín  (Ha eru ekki konur menn = vinir - vinur)

Yndislegt í þér hljóðið og svo hvetur þú fólk að hjálpa þeim sem minna mega sín. Lýsir þér einstaklega vel.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.10.2008 kl. 17:50

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Elsa -  .... mágkona ....  takk!

Rósa - jú það er aðeins bjartara yfir mér. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.10.2008 kl. 17:55

4 identicon

Þú verður ekki lengi að finna góða vinnu.Treystu Guði og hann fer fyrir þér.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 19:05

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Amen Birna! Það mun gjöra.  :)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.10.2008 kl. 19:07

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það mun ég gjöra vildi ég sagt hafa!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.10.2008 kl. 19:07

7 Smámynd: Sigurður Rósant

Já, þessi kreppa er ekkert grín. Vonandi tekst flestum að þreyja Þorrann.

Sigurður Rósant, 29.10.2008 kl. 19:20

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Einmitt Rósant.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.10.2008 kl. 19:33

9 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.10.2008 kl. 23:03

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég elska óvini mína heitt og innilega. (Nei smá djók)

 Hafðu það sem allra best kæri vinur og megi þér auðnast að lifa í sátt og elsku við Guð og menn. 

Sigurður Þórðarson, 29.10.2008 kl. 23:26

11 identicon

Talað frá mínu hjarta. Ég vildi óska þess að fólk gæti í alvöru verið  heiðarlegt og látið hjartað sitt ráða . Hætti að vera hrætt við sleggjudóma og almannaróm .Látið hjartað ykkar ráða og finnið hve auðvelt það er og hve mikill léttir það er að segja sannleikann sama hve erfiður hann er. Ljúgir þú einhverntíma eða gerir eitthvað á annan hlut þá færðu það margfalt til baka það er karma.Látið mig vita það hef marg oft reynt það. Mín skilaboð til ykkar eru þau segið satt og látið gott af ykkur leiða þá verður lífið ljúft. kkv fiska.

Sigurlína ólafsdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 23:48

12 Smámynd: kiza

Haukur, þú ert það frábær og einlægur einstaklingur að ég hef í raun engar áhyggjur af þér ;)

En hugsa til þín og þinnar fjölskyldu og vona að allir séu heilbrigðir og ánægðir þrátt fyrir allt þetta þjóðfélagsrugl :P   Þekki þau þónokkur sem hafa misst vinnuna nýlega (bæði innan banka og utan), nú er einmitt tíminn til að standa saman og bakka hvort annað upp (sama hvaða lífsskoðanir fólk aðhyllist)

-Jóna Svanlaug.

kiza, 30.10.2008 kl. 01:26

13 identicon

Já, sæll Guðsteinn minn.

Flottur pistill.já, það er alveg í lagi að segja hann sé flottur.Innihaldsríkur af Kærleik. Og hvað biður fólk um meira ?

Kærleikskveðjur.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 03:57

14 Smámynd: persóna

Þú ert falleg sál.

persóna, 30.10.2008 kl. 11:02

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Anna B og Siggi - takk!

Jóna Svanlaug - þú ert yndi. :) 

Þórarinn - hafðu kærar þakkir.

Blaðakona - takk!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.10.2008 kl. 11:53

16 identicon

Hvað er ást?

Heimspekingurinn Haddaway orðaði það best.

http://www.youtube.com/watch?v=nsCXZczTQXo

Karma (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband