Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Er vinaleiðin sú besta?

Ekki get ég sagt að ég sé fullkomlega sammála þessari vinaleið þjóðkirkjunnar. Ég er sammála henni efnislega séð, þ.e.a.s. að börnin fái kristinfræðikennslu, en ég er ekki sammála að þvinga henni uppá fólk. Það verður að vera til val í þessum efnum eins og í öllu öðru til þess að jafnvægis sé gætt. Ég er sem sé sammála vinaleiðinni efnislega séð en ekki framkvæmdarlega séð, Ísland eins og önnur lönd er að smátt og smátt að breytast í fjölmenningarsamfélag.

Það væri rangt og hrokafullt af okkur að reyna sporna við því. Það er trúfrelsi í landinu og það má ekki gleymast, auðvitað myndi ég vilja sjá alla menn Kristna en við verðum að bera virðingu fyrir skoðunum náungans.

Mín skoðun er sú að það eigi að efla kristinfræði/trúarbragðasögu kennsluna og sleppa engu. Þá yrði farinn hin gullni meðalvegur og börn geta ákveðið sig sjálf seinna meir hvað þau gera í afstöðu sinni. Það er á ábyrgð okkar kristinna að koma út boðskapnum um Jesú Krist. Ekki kennara sem hafa misjafnar skoðannir á þessum málum. Prestar og aðrir ábyrgðarmenn fyrir fagnaðarerindinu - eiga fyrst og fremst að sjá um þessa hluti, eins er með alla trúaða einstaklinga.

Alveg eins og mörgum finnst algebra tilgangslaus og heimsk, ætti ekki að banna að þvinga henni uppá börn þar sem algebra er afar sjaldan notuð? Þetta er hluti af rökum þeirra hjá siðmennt að minnsta kosti. Sem ég hef heyrt munnlega frá meðlimum siðmenntar.

En ég vona að verði sátt um þetta án einhverja dómsleiða, það er hægt að ræða alla hluti og komast að niðurstöðu.

Niðurstaðan er: Vinaleiðina verður að endurskoða, hún er góð og gild fræðilega séð, en framkvæmdin verður að að vera öðruvísi.


mbl.is Mannréttindadómstóll gagnrýnir kristinfræðikennslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvað, á að vorkenna honum?

Ég er búinn að skrifa um þetta áður og vísa til greinar minnar um vísindakirkjuna hans Tóma Crús.

En rétt er það sem mér hefur bent á, þetta er mismunun á háustigi vegna trúar hans. Ég myndi í það minnsta ekki vilja vera stoppaður svona af vegna trúar minnar.


mbl.is Cruise aftur meinaður aðgangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegt á því herrans ári 2007

Það er árið 1207 hjá sumum múslimaríkjum, svona slæmt hef ég ekki séð hjá neinni vestrænni þjóð. Ég vona og bið þess bænar að fólk átti sig þarna ! Úfff ... jæja, fréttin svo sem segir sig sjálf.

mbl.is Kvenréttindakona dæmd til hýðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfrí

Ég ætla í nokkra daga bloggfrí, miðað við þær sprengjur sem ég hef varpað hér undanfarið, þá hef ég ekki tíma til þess að svara öllu því sem er kommentað hjá mér. En ég sný aftur eftir nokkra daga hvíld, ég ætla ekki láta af þeirri rannsóknarblaðamennsku sem ég hef stundað undanfarið. Tounge

Kristnigeirinn er ekki yfir gagnrýni hafinn og ætla ég að halda áfram að benda á þau mein og kýli sem er innan kristnageirans. Það er til þess gert að vara fólk við alls kyns villum og beina brautina að konungi lífsins, Jesú. Þeir sem halda að ég sé að skrifa neikvætt um önnur trúarbrögð hafa svo sannarlega rangt fyrir sér. Mér finnst betra að vara fólk við, en að horfa uppá fólk hverfa í vafasaman félagsskap. Það er alltaf betra að kynna sér hlutina fyrst, áður en ákvörðun er tekinn, fólk gerir svo hvað það vil sjálft, ég hef þó reynt mitt til þess að vara við villunni. Eftir helgi sný ég aftur og megið þið vænta jafn hressilegra greina og hingað til !

Ég ætla útá land um helgina og ætla að hafa það gott með fjölskyldu minni.

Guð blessi ykkur öll !  Halo


Hvað er Ómega að boða?

William BranhamÍ ljósi umræðna um sjónvarpsstöðina Ómega og stjórnenda hennar, þá vildi ég koma á framfæri nokkrum atriðum sem ekki hafa legið ljós fyrir. Sumir menn hjá Ómega trúa og fylgja kenningum manns sem heitir William Branham (1909-1965). Í fyrstu var hann mikill Guðs maður og gerði mörg kraftaverk, þegar tímanum leið þá fór að halla á villu hjá honum.

Branham og konur
Viðhorf hans til kvenna var ekki bara karlrembulegt heldur stórhættulegt. Hann kenndi lengi vel um "sæði snáksins" eða "The serpants Seed". Hann alvarlega snéri út úr Genesis 3:13, þar segir Eva:

Fyrsta bók Móse 3:13
Þá sagði Drottinn Guð við konuna: ,,Hvað hefir þú gjört?" Og konan svaraði: ,,Höggormurinn tældi mig, svo að ég át.``

Hann tók þetta vers eiginlega skrefinu lengra, hann lagði mikla áherslu á að höggormurinn/Satan hafi tælt Evu kynferðislega ! Og að sonur hennar Kain, sé afkvæmi þeirra tælingar. Þetta eru þau rök sem hann notar til þess að sanna hversvegna "hið illa" kom í heiminn, þetta var allt saman Evu að kenna og afkvæmi Satans séu frá Kain og Evu kominn vegna áðurnefndar tælingar. Og í dag eigi Satan og Eva, öll þau illu börn sem eru í heiminum. Sömuleiðis segja sumir eftirmenn Brahams að snákurinn hafi átt mök við Evu öðru sinni og getið af sér svertingja. Sem er mesti rassisataháttur sem ég hef sjálfur heyrt.

Branham var mjög duglegur að kenna Evu og allri kvenþjóðinni um allt illt. Hann jafnvel gekk svo langt að fullyrða að konur væru ekki þess virði að skjóta niður.

Eitt sagði hann:"THEY'RE NOT WORTH A GOOD CLEAN BULLET TO KILL THEM WITH IT.' That's right. And I hated women. That's right. And I just have to watch every move now, to keep from still thinking the same thing."


Jeff JenkinsHann sem sé bókstaflega hataði konur, þessar kenningar eru enn við líði í dag við söfnuðinn "Believers Christian Fellowship" sem Jeff Jenkins nokkur veitir forstöðu og er oft sýndur á sjónvarpsstöðinni Ómega. Jeff er á myndinni hér til hægri.

"Prosperity teaching"
Jeff Jenkins trúir því og predikar að ef þú ert ekki með fullkomna heilsu, fullkomið hús, fullkominn maka og allt átti að vera fullkomið, ef svo er ekki, þá er eitthvað að þér í trúar lífinu. Hann settur trú manna á vogarskálar og kennir fólki um að trúa ekki nóg ef það fékk ekki það gull og grænu skóga sem þau vildu. Fólk var gert brottrækt sem fátækt var og eftir sat rjóminn eða þotuliðið af söfnuðinum. Þessu fólki vill Jeff aðeins eiga samskipti við.

Dauði Branhams og eftirmáli þess
Branham lést í bílslysi 1965. Eftir dauða hans þá voru margir sem töldu hann vera Elía spámaður endurborinn, aðrir töldu hann vera fæddan af hreinni mey og í dag trúir söfnuður hans að hann sé erkilengill Guðs og sögðu hann vera engil Laodicea safnaðarins úr opinberunar bókinni, þetta er það sem stendur meira að segja á leggsteini hans. Það voru jafnvel margir sem biðu við gröf hans í 3 daga og 3 nætur, afþví þeir væntu þess að hann myndi upprísa eins og Kristur gerði forðum.

Þetta eru bara örfá dæmi um kenningar Branhams, öll saga hans er afar merkileg og vert að skoða og reyndar varast.

Heimildin sem ég hef fyrir mér í þessu er hér um William Branham

Heimildin sem ég hef um trú þeirra hjá Ómega er hér

Jesús er konungur lífsins og enginn annar ! Og hananú!


Ég er ekki að mæla með því að fólk hætti að horfa á Ómega, það sem ég er að benda á er að mínu mati, mein innan kristnageirans sem verður að stinga á annars lagið. Þess vegna er ég að þessu, ég er ekki herför gegn Ómega sem slíkri, heldur villunni sem þeir boða stundum. En þeir mega samt eiga það, að þrátt fyrir sínar eigin skoðanir, þá hleypa þeir öðrum að til þess tjá sinn boðskap, og það úr öllum kirkjudeildum. 


Úrdráttur um vísindakirkjuna, hver er hún?

Tommi Kristur ! :)Var það ekki? Mig minnir að ekki alls fyrir löngu þá hafi þessi vísindakirkja slegið honum Krists nafnbót. Ef hann er Jesús ætti hann ekki að vera í neinum vandræðum með þjóðverjanna. Tounge

Gaurinn er frægur fyrir að hringja í fólk lon og don, til þess að lokka það í söfnuðinn sinn. Hann eltir fólk á röndum og hoppar í sófum í viðtölum, hann hefur tapað allri þeirri litlu glóru sem hann hafði, mann greyið. Whistling

Ég sem ætlaði að hætta að blogga um stjörnur, en þegar vísindakirkjan er annarsvegar, get ég ekki þagað.

Hér er smá fróðleikur um þessa kirkju hans,
fyrir þá sem vita ekkert um hana og hafa bara heyrt um hana:

Vísindakirkjan er með Mr. David Miscavige í forstöðu, hann og Tom Cruise eru miklir mátar.

Orðið "Scientology" þýðir "rannsókn á sannleika". Það á uppruna sinn að rekja til Lateneska orðsins "scio" og þýðir "að vita fyrir allgjöra fullvissu" og gríska orðið "logos" sem getur þýtt "að læra af". Sem endar í "Scientology".

Vísindakirkjan trúir EKKI á nútíma læknavísindi, þeir vilja halda öllu náttúrulegu og eru öll lyf og læknaheimsóknir bannaðar. Þetta flækti málin mjög þegar Tom og Kate áttu sitt fyrsta barn.

Auk þess er strangt eftirlit með söfnuðinum, þeir nota aðferð sem Kaþólikkar hafa notað í árhundruð og kallast hún "auditing" hjá vísindakirkjunni, hún fer þannig fram að einhver hærra settur úr kirkjunni hlustar á safnaðameðlimi játa syndir sínar. Þeir vilja meina að slíkt hreinsi sálina af óvelkomnum viðbjóði. Þeir eru með geðsveiflu rit sem segir þeim allt um líðan safnaðarmeðlima, það tæki sem er notað þessar sveiflur er einnig notað á "auditing sessions" hjá hinum óbreytta safnaðarmeðlim.  Þetta gerir hærra settum safnaðarmeðlimum kleift að meta ástand sjúklingsins, og gefur svo skýrslu svo um til sinna yfirmanna. Allt er loggað og skráð til þess að hafa góðar gætur á öllu.

Þeir trúa ekki á persónulegan Guð, en trúa á æðri mátt. Þeir segja að þú sem sál ert eilíf/ur og líkaminn hylki sem geymir anda og sál. Ekki alls fyrir löngu slógu þeir Tom Cruise til Jesú tignar, og segja hann endurfæddan frelsa sem ber út boðskap þeirra.

Hin rétti Jesú !

Að lokum vil ég aðeins segja, þar sem ég er ekki alveg hlutlaus, að Jesús er Drottinn og enginn kemur í staðinn fyrir hann, og þá á ég ekki við Tom Cruise, heldur Guð ritningarinnar og kristinna manna !

Ritað er:

Jóhannesarguðspjall 14:6
,,Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig.

Guð blessi ykkur öll og ég þakka lesturinn. Halo


mbl.is Þjóðverjar banna Cruise
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Páfa-gaukurinn er bilaður !

Ég skil ekki alveg hvað honum gengur til með þessu , en er þá ekki synd að kaupa sér flatskjá, tölvu, jeppa og svona mætti lengi telja! Páfi er sennilega að vitna til páls bréfanna, þegar hann segir svona. Samkvæmt því þá er hin 98% af hinum vestræna heimi á leiðinni beint til vítis !

Fyrra bréf Páls til Korintumanna 6:12
Allt er mér leyfilegt, en ekki er allt gagnlegt. Allt er mér leyfilegt, en ég má ekki láta neitt fá vald yfir mér.


Þetta stendur skýrt, allt er leyfilegt svo lengi sem það nær ekki vald yfir þér og stjórnar lífi þínu! Og auðvitað verður að velja og hafna hvað er rangt og rétt í þessu, Guð gaf mönnum sjálfstæðan vilja til þess að velja þar á milli. Mér finnst svona lagað rangt og Páfi er ekki Guð sem getur ákveðið hvað er synd og hvað ekki !

Ég sé ekki neitt af því að menn fái sér svona bíl, með fullri virðingu fyrir kaþólikkum, þá gerði Páfi rangt með þessu! Og hann er ekki yfir gagnrýni hafinn eins og annað fólk. 


mbl.is Synd að kaupa Ferrari?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiríkur og Ómega klúðrið

Ég er ekki sáttur við Eirík á Ómega þessa daganna, hann sendir út bréf til þess að fá peninga fyrir stöðina sína sem inniheldur merkispjald sem þú getur tékkað við það sem þú vilt biðja fyrir, nýjan bíl, húsnæði, vinnu o.s.f.v.

Sorrý, mér finnst þetta rangt. Þetta virkar á mig eins Eiríkur hafi Guð í vasanum og geti veri milliliður um að veita hvaða bænheyrslu sem er. Því sem verra er að hann gefur ranga mynd af kristindómnum, það að höfða til efnishyggju fólks til þess að verða sér út um peninga finnst mér fyrir neðan allar hellur. Veit ég vel að það megi biðja fyrir svona, það eigum við líka að gera, en eigum að gera það á réttum forsendum ! Guð gefur okkur góðar gjafir í gegnum lífið, það er ekki endilega það flottasta og nýjasta en við eigum að vera þakklátt fyrir það sem við eigum og ekki endalaust fara fram á meira eins og hér er gert.

Auðvitað eru þetta bænarefni sem þarf að biðja fyrir, en það er ekki sama hvernig staðið er að því.

Ritað er:
Lúkasarguðspjall 12:22-24
22 Og hann sagði við lærisveina sína: ,,Því segi ég yður: Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar, hvað þér eigið að eta, né heldur um líkama yðar, hverju þér eigið að klæðast.
23 Lífið er meira en fæðan og líkaminn meira en klæðin.
24 Hyggið að hröfnunum. Hvorki sá þeir né uppskera, eigi hafa þeir forðabúr eða hlöðu, og Guð fæðir þá. Hve miklum mun eruð þér fremri fuglunum!

Sem þýðir að við eigum ekki að velta okkur uppúr einhverju sem Guð veitir okkur hvort eð er. Hann sér okkur fyrir þeim nauðsynjum sem við þurfum.

og einnig:

Matteusarguðspjall 6:1-8

1 Varist að iðka réttlæti yðar fyrir mönnum, þeim til sýnis, annars eigið þér engin laun hjá föður yðar á himnum.
2 Þegar þú gefur ölmusu, skaltu ekki láta þeyta lúður fyrir þér, eins og hræsnarar gjöra í samkunduhúsum og á strætum til þess að hljóta lof af mönnum. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið út laun sín.
3 En þegar þú gefur ölmusu, viti vinstri hönd þín ekki, hvað sú hægri gjörir,
4 svo að ölmusa þín sé í leynum, og faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér.
5 Og þegar þér biðjist fyrir, þá verið ekki eins og hræsnararnir. Þeir vilja helst standa og biðjast fyrir í samkundum og á gatnamótum, til þess að menn sjái þá. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið út laun sín.
6 En nær þú biðst fyrir, skaltu ganga inn í herbergi þitt, loka dyrunum og biðja föður þinn, sem er í leynum. Faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér.
7 Þegar þér biðjist fyrir, skuluð þér ekki fara með fánýta mælgi að hætti heiðingja. Þeir hyggja, að þeir verði bænheyrðir fyrir mælgi sína.
8 Líkist þeim ekki. Faðir yðar veit, hvers þér þurfið, áður en þér biðjið hann.


Allir þessir hlutir skipta máli, ég geri ekki lítið úr því, en mér finnst það bara ekki rétt að merkja við á einhverju spjaldi og senda ásamt fjármunum til Ómega að mig langi í 7 herbergja íbúð og 15 milljón króna jeppa! Ég veit líka hvernig þessu er háttað hjá trúfélögunum, það er hægt að skrifa niður bænarefni á blað og það er svo borið til forstöðumannsins og beðið fyrir því. Ég hef ekkert útá það að setja. En það sem mér finnst rangt við þetta er að Eiki tekur sér bessaleyfi og ákveður hvað það er sem á að biðja fyrir.

Fólk þarf ekki tilsögn í bænarefnum, það veit vel hvað þarf að biðja fyrir í sínum lífum.

Eins og ég lærði að unga aldri, þá á að blessa til þess að vera blessun, en ekki blessa til þess að vera blessaður/uð. Á þessu liggur mikill munur! og þetta hafa þeir hjá Ómega misskilið! 

Ekki samt misskilja mig, ég tel Ómega vera mjög góðan kristilegan miðil, hann hefur náð undraverðum árangri miðað við það litla fé sem þeir hafa haft á milli handanna. Það er þörf fyrir kristilega stöð hér á klakanum og eiga þeir hrós skilið fyrir það. En þetta er með því fáu sem ég hef á móti þeim. 


Heilög þrenning – Er Jesús Guð?

krossÞetta atriði hafa margir velt fyrir sér. Getur það verið að mennsk vera sé Guð Almáttugur? Það kann að vera erfitt að gleypa slíkri kenningu, því allir hafa sína mynd af Guði.

En er Jesús Guð? Afhverju halda kristnir því fram að svo sé? Er þetta ekki sami Guðinn og í Íslam og öðrum trúarbrögðum?

NEI !

Það er langt í frá að svo sé.

Ritningarlega séð er afar auðvelt að sanna að Jesús sé Guð. Ef tökum Jóh. 1:1-18 t.d.

Jóhannesarguðspjall 1:1-18.

1 Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð.
2 Hann var í upphafi hjá Guði.
3 Allir hlutir urðu fyrir hann, án hans varð ekki neitt, sem til er.
4 Í honum var líf, og lífið var ljós mannanna.
5 Ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið tók ekki á móti því.
6 Maður kom fram, sendur af Guði. Hann hét Jóhannes.
7 Hann kom til vitnisburðar, til að vitna um ljósið, svo að allir skyldu trúa fyrir hann.
8 Ekki var hann ljósið, hann kom til að vitna um ljósið.
9 Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, kom nú í heiminn.
10 Hann var í heiminum, og heimurinn var orðinn til fyrir hann, en heimurinn þekkti hann ekki.
11 Hann kom til eignar sinnar, en hans eigin menn tóku ekki við honum.
12 En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim, er trúa á nafn hans.
13 Þeir eru ekki af blóði bornir, ekki að holds vild né manns vilja, heldur af Guði fæddir.
14 Og Orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð, sem sonurinn eini á frá föðurnum.
15 Jóhannes vitnar um hann og hrópar: ,,Þetta er sá sem ég átti við, þegar ég sagði: Sá sem kemur eftir mig, var á undan mér, enda fyrri en ég.``
16 Af gnægð hans höfum vér allir þegið, náð á náð ofan.
17 Lögmálið var gefið fyrir Móse, en náðin og sannleikurinn kom fyrir Jesú Krist.
18 Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð. Sonurinn eini, Guð, sem er í faðmi föðurins, hann hefur birt hann.

Málið er einfalt. Jesús er Guð. Þetta er ekki sami Guð og í t.d. Íslam eða Búddisma. Hann er orðið, eins og hugsun verður að orðum, þá var hann í upphafi það fyrsta sem Guð gerði, það var að tala. Fyrir mátt orða hans urðu allir hlutir til. “Verði ljós” sagði Drottinn, og það varð ljós. Orðið var nú fætt og hlýddi Guði, hann var sem sé til fyrir alla sköpun.

Þarf meira?

Ritningin segir:

Jóhannesarguðspjall 8:56-58

56 Abraham faðir yðar vænti þess með fögnuði að sjá dag minn, og hann sá hann og gladdist.``
57 Nú sögðu Gyðingar við hann: ,,Þú ert ekki enn orðinn fimmtugur, og hefur séð Abraham!``
58 Jesús sagði við þá: ,,Sannlega, sannlega segi ég yður: Áður en Abraham fæddist, er ég.``

KrossÞarna Guðlastar Jesús allverulega við gyðinga. Hann notar háheilagt nafn Guðs, eða “ég er sá sem ég er”, sem útlistist “Jahve” og stundum ranglega stafsett “Jehóva” sem samtíningur af nöfnunum “El-Shaddai (sem þýðir Guð Almáttugur)” og “Jahve”.

En nafn Guðs mátti enginn nefna á tímum Jesú. Það var á svo heilagt að prestar á þessum tíma þorðu jafnvel ekki að nota það. Nafnið sem Jesús notaði um sjálfan sig var: “Yod-Hei-Vav-Hei eða YHVH”, sem er varla framburðarhæft lengur, og hefur fallið í gleymsku vegna ótta gyðinga við að nota það. Þess vegna grýttu gyðingar Jesú þegar hann sagði þetta um sjálfan sig. Hann setti sig ekki bara til jafns við Guð, heldur sagði hann sjálfan sig vera Guð í bókstaflegri merkingu.

Jesús er Drottinn og það verður hann um aldir alda. Þess vegna er ekki hægt að segja að grimmur og miskunnarlaus Guð Íslams, og ópersónugerður Guð Búddista eða annara trúarbragða, sé sami Guðinn. Það er bara ekki hægt.

Guð blessi ykkur öll og ég vona að þið sjáið ykkur fært að biðja einnar bænar sem gæti hæglega breytt lífi ykkar. Halo


Kominn í frí og fer í Skálholt

Ég verð fjarri góðu gamni um helgina. Konan er draga mig á málþing í Skálholti ég mun gefa skýrslu um það þegar ég kam aftur. Ég verð að segja að ég er forvitinn um hvernig svona guðfræðilegt málþing fer fram. Ég hef aldrei farið á slíkt og hlakka bara til! Hver veit nema ég komi betri maður til baka ! Wink

Guð blessi ykkur öll á meðan !


« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 7
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 589045

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband