Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Er Jesús og faðirinn eitt?

Margir velta þessari spurningu fyrir sér og ætla ég að gera heiðarlega tilraun til þess að lýsa því sem mér finnst um þetta sjálfum. Jésús er sonur Guðs sem hluti af þrenningunni, Faðirinn, sonurinn og heilagur andi. Faðirinn er honum æðri og þess vegna er hann sonur hans.

Eins og ritað er,

Jóhannes 1:1

"Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð."


Seinna í sama kafla kemur fram:

Jóhannes 1:14
"Og Orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð, sem sonurinn eini á frá föðurnum."


Eins má skoða versinn:

Jóhannesarguðspjall 10:30
Ég og faðirinn erum eitt.

Jóhannesarguðspjall 17:22
Og ég hef gefið þeim þá dýrð, sem þú gafst mér, svo að þeir séu eitt, eins og við erum eitt.
Þannig er Jésús Guð.

Samstofna guðspjöllin styðja Guðdóm Jesú líka:

Lúkasarguðspjall 7:48
Síðan sagði hann við hana: ,,Syndir þínar eru fyrirgefnar."

Markúsarguðspjall 2:5
Þá er Jesús sér trú þeirra, segir hann við lama manninn: ,,Barnið mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar.``

Matteusarguðspjall 9:2
Þar færa menn honum lama mann, sem lá í rekkju. Þegar Jesús sá trú þeirra, sagði hann við lama manninn: ,,Vertu hughraustur, barnið mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar."


Því gleymum ekki:

Markúsarguðspjall 1:22
Undruðust menn mjög kenningu hans, því að hann kenndi þeim eins og sá er vald hefur, og ekki eins og fræðimennirnir.


Á mörgum stöðum um ritninguna er undrast að Jesús skuli taka uppá þessu. Hann framkvæmir hroðalegt guðlast fyrir augliti þeirra og fyrirgefur syndir. Það er ljóst að enginn nema Guð hefur það vald að fyrirgefar syndir mannanna.

Jóhannesarguðspjall 8:58

Jesús sagði við þá: ,,Sannlega, sannlega segi ég yður:
Áður en Abraham fæddist, er ég."


Jesús notar nafn Guðs yfir sjálfan sig, hann er næstum grýttur eftir þessa yfirlýsingu. Heilagt nafn Guðs mátti varla nefna á meðal gyðinga á tímum Jesú, og var það talið guðlast og dauðsynd að nefna nafn hans. Þess vegna var "syndin" þvíþætt hjá Jesú, hann nefndi nafn Guðs, og hann taldi sig Guði jafnan! Ritingin er skýr og Jesús er Guð.


Jokulsa-i-Loni-solsetur
Annað einfaldara dæmi:
Allir eru sammála að hlutir eins og sólin séu einn hlutur, sem það er. Samt er hægt að flokka hann niður í t.d. þrjá hluta; hiti, ljós og massa. Eins er með þrenninguna, Faðirinn er massinn eða efnið, Jésús er ljósið og heilagur andi er hitinn. En þetta er bara minn skilningur á þessu og mér finnst hann nógu einfaldur til þess að jafnvel ungt barn gæti skilið það.


Hugleiðing um syndina og lögmálið

KrossHvað er synd?

Það skiptir engu máli fyrir Guði hver syndin er. Synd er synd fyrir Guði. Hvergi í allri biblíunni er talað um stóra synd eða litla synd. Slíkt mat er mannaverk, en ekki Guðs.

Hjá Guði er náð að finna fyrir blóð Jesú Krists, bæði fyrir mig og þig. Allir, sem eru í Kristi, skírðir og frelsaðir eiga aðgang að náð Guðs. Bænin stígur upp til Guðs, en náðin stígur niður frá Guði.

Þegar þú hefur gefist Jesú, mátt þú taka þessa kveðju til þín biðja um náðina og friðinn og taka við náðinni og friðnum, sem gjöf frá Guði fyrir Jesú Krist og friðþæginarverk hans fyrir þig, persónulega. Þá átt þú líka fyrirgefningu allra þinna synda.

Fyrra Tímóteusarbréfið vers 8-11

Vér vitum að lögmálið er gott, noti maðurinn það réttilega
og viti, að það er ekki ætlað réttlátum, heldur lögleysingjum og þverbrotnum, óguðlegum og syndurun, vanheilögum og óhreinum föðurmorðingjum, manndrápurum,
frillulífsmönnum, mannhórfum, mannaþjófum, lygurun, meinsærismönnum og hvað það er nú annað, sem gagnstætt er hinni heilnæmu kenningu.
Þetta er samkvæmt fagnaðarerindinu um dýrð hins blessaða Guðs, sem mér var trúað fyrir.
(V.8-11.)

mosesÍ þessum versum dregur Páll fram í grófum dráttum hverjum lögmálið var og er ætlað, en tekur um leið fram að lögmálið sé gott, noti menn það réttilega. Þannig á hinn kristni maður að nota lögmálið - nota það til áminningar og leiðbeiningar um hvað er rétt og rangt og hvað er synd gegn Guði.

Allt sem brýtur gegn boðorðunum er synd. Það þarf kristinn maður að vita. En hann þarf líka að vita, að frelsun hans er ekki fólgin í því að fullnægja kröfum lögmálsins og boðorðanna, heldur í einlægri trú á frelsarann Jesú Krist. Samfélagið við hann veldur því, að hinn kristni, trúaði maður keppir í einlægni eftir því að breyta ekki í neinu gegn boðorðunum tíu.

Boðorðin eru mönnunum gefin fyrst og fremst til þess að syndarinn sjái og viðurkenni brot sín gegn heilögum Guði og snúi sér svo til Jesú Krists, sem dó fyrir syndir hans, játi syndir sínar fyrir honum og treysti á náð hans og fyrirgefningu. Svo einfalt er það. Halo

Guð blessi ykkur öll og ég þakka lesturinn.

Stórmerkilegur kristinn bloggari

Hann Jóhann Helgason er með þeim merkustu kristnu bloggurum sem ég hef séð í langan tíma.

Hjá honum eru að finna greinar um kristni sem fáir hafa þorað að tjá sig um. 


Gott hjá þeim Páfagarði !

Þeir eiga hrós skilið fyrir þetta framtak hjá Páfagarði, þeir eru hættir að hugsa um hina vondu illu Ferrari bíla og farnir hugsa eins og menn. Íslamsríki hafa ætíð lokað á önnur trúarbrögð í sínum löndum, þeir leyfa hvorki trúboð né neinar byggingar á flestum löndunum. Afhverju ætti þá vestræn menning að opna dyrnar fyrir þeim? Þeir hafa allt önnur gildi en vestur-evrópubúar og getur stundum orðið kalt þar á milli. Þess vegna finnst mér Páfagarður sýna hugrekki með þessu! 
mbl.is Ritari páfa segir íslam ógna evrópskri sjálfsímynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilaðu kveðju

Ég veit ekki hvað ég á að segja um þessa prinsessu, ég var sjálfur skyggn og hef aldrei setið á svumbli með englum. En ég hef oft gert annað eins með aðra hluti. Ég tek þessari konu með hæfilegum fyrirvara og hvet aðra til að slíkt hið sama.


mbl.is Prinsessa kennir fólki að tala við engla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drepið mig líka, ég er skopmyndateiknari !

Ég fékk hroll þegar ég sá þetta, ef múslimar fá að ráða þá endum við skopteiknararnir í útrýmingarbúðum! Myndin sýnir að ég er ekki að grínast með að vera skopmyndateiknari, enda er þetta sjálfsmynd sem ég nota á MSNinu.

Skyssa ..

Í fréttinni stendur meðal annars:

„Við viljum sjá blóð þeirra renna niður götur Bagdad,“ sagði hann.

Einnig:

Abdul Muhid er sagður hafa verið leiðtogi mótmælendanna. Hann hrópaði „Sprengjum Bretland“ og veifaði skiltum sem á stóð „Gjöreyðum þeim sem móðga íslam“.

Mennirnir neituðu því að þeir væru öfgasinnaðir og að þeir hefðu einfaldlega verið hluti af mótmælendunum en ekki verið forsprakkar þeirra.

Fyrir þá sem eiga eftir að saka mig um eitthvert kynþáttahatur og fordóma, þá vísa ég því til föðurhúsanna, því fréttin segir sig sjálf !! Þetta er hættan við öfgar, sama hverjar þær eru!


mbl.is Fjórir dæmdir í fangelsi vegna skopmyndamótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru Mormónar Kristnir? Úttekt á kirkju þeirra og kenningum

Eru Mormónar kristnir? Þetta er jafnvel ráðgáta fyrir kristna jafn sem Mormóna. Mormónar segja að biblían sé ein af fjórum bókum sem þeir telja heilaga ritningu, og að trúin á Jesú sé þungmiðja trúar þeirra, sérstaklega þegar er litið til nafn söfnuðar þeirra; Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Ennfremur er Mormónakórinn heimsfrægur og hafa lög þeirra löngum heillað marga, fólk er almennt séð sátt við Mormóna vegna heilbrigðs lífernis þeirra og há siðferðisleg gildi sem þeir fylgja. En gerir þetta Mormóna Kristna?

Ef á að bera þetta saman á réttlátan og nákvæman hátt, þá verður að bera saman þrjár grunnkenningar frá Mormónum við sömu kenningar frá kristnum mönnum. Mormónar hafa löngum haft þrjár bækur sem birta þeirra kenningar og eru gefnar út af Mormónakirkjunni, ég þekki ekki hvort það séu til íslenskar útgáfur, en læt ensku útgáfurnar duga, og þær eru: Gospel Principles (1997), Achieving a Celestial Marriage (1976), and A Study of the Articles of Faith (1979) by Mormon Apostle James E. Talmage, as well as Doctrines of Salvation (3 vols.) by the tenth Mormon President and prophet Joseph Fielding Smith, Mormon Doctrine (2nd ed., 1979) by Mormon apostle Bruce R. McConkie and Teachings of the Prophet Joseph Smith.

kross1. Eru til fleiri en einn sannur Guð?
Biblían kennir að það sé einn lifandi Guð, þessu hafa rétttrúnaðar kristnir og kristnir trúað í gegnum aldirnar. (Önnur Mosébók 6:4; Jesaja 43:10,11; 44:6,8; 45:21,22; 46:9; Markús 12:29-34).
Mormónar kenna einmitt hið gagnstæða, þeir trúa að það séu til margir guðir (Book of Abraham 4:3ff) og að fólk sem fylgir Mormóna kenningum geta orðið guðir og gyðjur í himnaríki (Doctrine and Covenants 132:19-20; Gospel Principles, p. 245; Achieving a Celestial Marriage, p. 130). Þeir kenna einnig ef þér tekst að gerast guð, þá færðu andleg börn sem munu dýrka þig sem guð. (Gospel Principles, p. 302).

2. Var Guð maður eins og við?
Biblían kennir að Guð faðirinn sé lifandi og heilagur andi, þessu hafa rétttrúnaðar kristnir og kristnir trúað í gegnum aldirnar. (Jóh. 4:24; 1 Tím. 6:15,16) Hann er ekki maður (Fjórða Mosébók 23:19; Hósea 11:9; Róm. 1:22, 23), og hefur verið Guð frá eilífu – alvaldur, alvitur og er allsstaðar. Hér á ég við Guð faðirinn sem hluta af þrenningunni, ekki má gleyma að Jesús er Drottinn og kom í holdi sem maður, en það sem hér er um fjallað er af öðrum toga og fer ég í þrenningarkenninguna seinna í þessum pistli. Mormónar kenna að Guð hafi sjáfur átt föður, afa og svo framveigis. Bara eins og ég og þú. (Teachings of the Prophet Joseph Smith, p. 373; Mormon Doctrine, p. 577). Sem þýðir að þeir telja hann ekki eilífan Guð, fyrst hann átti föður sjálfur, ég tala nú ekki um afa og lang-afa.

3. Voru Jesús og Satan bræður?Jesús
Biblían kennir að Jesús hafi verið eingetinn sonur Guðs, hann hafi alltaf verið Guð og hluti af Guði eins faðirinn, þessu hafa rétttrúnaðar kristnir og kristnir trúað í gegnum aldirnar. (Jóh. 1:1, 14; 10:30; 14:9; Cól. 2:9). Hann lagði dýrð sína til hliðar og gjörðist maður til þess að frelsa okkur frá syndum okkar. (Jóh. 17:4, 5; Fil. 2:6-11) Hann var fæddur af hreinni mey og getinn af heilögum anda. (Matt1:18-23; Lúkas 1:34-35).
En Mormónar segja að Jesús hafi verið eins konar eldri bróðir sem tókst að gerast guð sjálfur með því að fylgja í bókstafinn Mormóna kenningarnar. Hann var víst fyrst skapaður af andlegri móður og andlegum föður á himni. Síðan fór faðirinn til jarðar og hafði líkamleg mök við Maríu mey. (Achieving a Celestial Marriage, p. 129; Mormon Doctrine, pp. 546-547; 742) kenningar Mormóna telja að Satan hafi verið bókstaflegur bróðir Jesú. (Gospel Principles, pp. 17-18; Mormon Doctrine, p. 192).

4. Er Guð þrenning?
Biblían kennir að faðirinn, sonurinn og heilagur andi séu ekki aðskildir guðir eða sitt hvorir einstakir hlutir, en eru ennfremur persónur innan þrenningarinnar sem birtir hinn eina sanna Guð. Í gegnum nýja testamenntið eru faðirinn, sonurinn og heilagur andi ávarpaðir sem sitt hvor hluturinn, (Sonurinn: Mark 2:5-12; Jóh. 20:28; Fil. 2:10,11; Heilagur andi: Post. 5:3,4; 2 Kor. 3:17,18; 13:14); en samt kennir ritningin að þeir séu eitt.)
Mormónar kenna hinsvegar að þessar persónur séu allir sjálfstæðir guðir (Teachings of the Prophet Joseph Smith, p. 370; Mormon Doctrine, pp. 576-577) einnig að sonurinn og heilagur andi er bókstafleg afkvæmi föðurins og konu hans sem bæði búa á himni og eru andaverur. (Joseph Fielding McConkie, Encyclopedia of Mormonism, vol. 2, p. 649).

Adam5. Voru mistök Adams blessun eða alvarleg synd?
Biblían kennir og hafa kristnir menn trúað að Adam syndgaði þegar hann og kona hans Eva vor tæld af Satani og átu af tré þekkingar góðs og ills. Synd kom þá fyrst í heiminn og er mannkyn allt undir bölvun dauðans, sem átti upphaflega aldrei að vera. Þess vegna eru allir menn fæddir með sama innræti og forfeður okkar, þ.e.a.s. með sama syndaeðli og þau og veðum dæmd af Guði sem einstaklingar þegar dagurinn kemur. (Esek. 18:1-20; Róm. 5:12-21).
Mormónar kenna hins vegar að synd Adams hafi verið nauðsynleg í áætlun lífsins og blessun fyrir gjörvalt mannkyn. (Gospel Principles, p. 33; Book of Mormon — 2 Nephi 2:25; Doctrines of Salvation, vol. 1, pp. 114-115).

6. Getum við gert okkur verðug frammi fyrir Guði?
Biblían kennir og hafa kristnir menn trúað í gegnum aldirnar að ef við tökum ekki tillit til krossdauða Jesú, þá erum við andlega dauð, (Efes. 2:1,5) við getum ekki bjargað okkur sjálf í eigin mætti, en fyrir náðina eina burtséð frá verkum, þá fyrirgefur Guð syndir okkar og um leið gerir okkur verðug til þess að komast til himnaríkis. (Efes. 2:8-9; Tít. 3:5-6). Okkar hlutverk er að halda í trúnna á Krist.
Mormónar haldi því fram að eilíft líf, sem er vist í himnaríki og að þeirra mati upphaf til "bústað heilgara", að eina leiðin til þess að öðlast þessa upphafningu er að hlýða öllum boðum Mormóna kirkjunnar í einu og öllu, og þar með talið Mormóna kirkjulegar athafnir sem eru aðeins ætlaðar útvöldum. Verkin sem menn gjöru er sem sé ein af ströngum skilyrðum fyrir að upphefjast til himna og gerast guð sjálf/ur. (Gospel Principles, p. 303-304; Pearl of Great Price — Third Article of Faith; Mormon Doctrine, pp. 339, 671; Book of Mormon — 2 Nephi 25:23).

7. Var krossdauði Krists einhvers verður?
Biblían kennir og Kristnir trúa að krossdauði Krists hafi verið ALGJÖR synda-aflausn fyrir mannkynið. Þeir sem hins vegar hafna náð Guðs í þessu lífi hafa ekki hlutdeild í himnavist á dómsdegi.
Mormónar hins vegar kenna að krossdauði Jesú hafi átt að skila endurreisn holdsins og eilíft líf til allra manna, það skiptir ekki máli hvort þau hafi heyrt um Jesú eða ekki og hvort þau trúi er aukaatriði. Krossdauðinn er sem sé bara lítill hluti af þeim kröfum til þess að komast til himna, það skiptir meira máli að hlýða kirkjunni og kenningum þeirra. (Gospel Principles, pp. 74-75; Mormon Doctrine, p. 669).

8.  Er ritningin orð Guðs?
Kristnir menn trúa á ritninguna sem heilagt orð Guðs. Það er óbreytanlegt, óhaggað og eilíft. (2 Tím. 3:16; Hebrea. 1:1,2; 2 Péturs 1:21. 1 Péturs 1:23-25)
Mormónar segja hins vegar að biblían sé spillt og skortir heilu kaflanna sem þeir telja mikilvæga, þess vegna getur það ekki verið nema hálft og spillt fagnaðarerindi. (Book of Mormon — 1 Nephi 13:26-29; Doctrines of Salvation, vol. 3, pp. 190-191).

passionNiðurstaða:
Mormónar geta því ekki talist Kristnir, þeir eru of langt frá kenningargrundvelli sem telst vera Kristið. Þar sem þeir telja ritninguna spillta og slæma, þá getur það dæmi ekki gengið upp. Til þess að vera kristinn þarf að trúa á Krist, það gera Mormónar ekki, heldur var hann aðeins peð í stóru tafli til þess að góðir Mormónar geti öðlast Guðdóm sjálfir. Sumir Mormónar segja jafnvel að guð okkar heims hafi verið fæddur á plánetu sem heitir Kolkoff, en ekki er það viðurkennt og eru Mormónar ósammála um það atriði.

Ég vona að þetta felli ljós á Mormóna og kenningar þeirra, allar þær bækur sem ég vitna í eru til hjá  Amazon.com eða sumar hverjar hjá Mormónum sjálfum.

 

Guð blessi ykkur öll og Jesús einn er Drottinn ! 


Hugleiðing

Af öllum sálmunum, þá er þessi án efa uppáhalds sálumurinn minn, enda er hann afar nákvæmur spádómur um afdrif Jesú, og skrifaður mörg hundruð árum fyrr. Cool

Sálmarnir 22:

Til söngstjórans. Lag: Hind morgunroðans. Davíðssálmur.

2 Guð minn, Guð minn, hví hefir þú yfirgefið mig? Ég hrópa, en hjálp mín er fjarlæg.
3 ,,Guð minn!`` hrópa ég um daga, en þú svarar ekki, og um nætur, en ég finn enga fró.
4 Og samt ert þú Hinn heilagi, sá er ríkir uppi yfir lofsöngvum Ísraels.
5 Þér treystu feður vorir, þeir treystu þér, og þú hjálpaðir þeim,
6 til þín hrópuðu þeir, og þeim var bjargað, þér treystu þeir og urðu ekki til skammar.
7 En ég er maðkur og eigi maður, til spotts fyrir menn og fyrirlitinn af lýðnum.
8 Allir þeir er sjá mig gjöra gys að mér, bregða grönum og hrista höfuðið.
9 ,,Hann fól málefni sitt Drottni. Hann hjálpi honum! hann frelsi hann,
því að hann hefir þóknun á honum!``
10 Já, þú leiddir mig fram af móðurlífi, lést mig liggja öruggan við brjóst móður minnar.
11 Til þín var mér varpað frá móðurskauti, frá móðurlífi ert þú Guð minn.
12 Ver eigi fjarri mér, því að neyðin er nærri, og enginn hjálpar.
13 Sterk naut umkringja mig, Basans uxar slá hring um mig.
14 Þeir glenna upp ginið í móti mér sem bráðsólgið, öskrandi ljón.
15 Mér er hellt út sem vatni, og öll bein mín eru gliðnuð sundur;
hjarta mitt er sem vax, bráðnað sundur í brjósti mér;
16 gómur minn er þurr sem brenndur leir, og tungan loðir föst í munni mér. Og í duft dauðans leggur þú mig.
17 Því að hundar umkringja mig, hópur illvirkja slær hring um mig, hendur mínar og fætur hafa þeir gegnumstungið.
18 Ég get talið öll mín bein _ þeir horfa á og hafa mig að augnagamni,
19 þeir skipta með sér klæðum mínum og kasta hlut um kyrtil minn.
20 En þú, ó Drottinn, ver eigi fjarri! þú styrkur minn, skunda mér til hjálpar,
21 frelsa líf mitt undan sverðinu og sál mína undan hundunum.
22 Frelsa mig úr gini ljónsins, frá hornum vísundarins. Þú hefir bænheyrt mig!
23 Ég vil kunngjöra bræðrum mínum nafn þitt, í söfnuðinum vil ég lofa þig!
24 Þér sem óttist Drottin, lofið hann! Tignið hann, allir niðjar Jakobs!
Dýrkið hann, allir niðjar Ísraels!
25 Því að hann hefir eigi fyrirlitið né virt að vettugi neyð hins hrjáða og eigi hulið auglit sitt fyrir honum, heldur heyrt, er hann hrópaði til hans.

Og allt þetta rættist fyrir 2007 árum síðan.
Guð blessi ykkur öll.  Halo

Hvað er fyrirgefning?

Margir hafa gagnrýnt kristna fyrir að vera yfirlætisfullir í fyrirgefningu, sumir segja að við fyrirgefum alla skapaða hluti án þess að hugsa okkur tvisvar um.
Þetta er algjör misskilningur. Við fyrirgefum jú eftir boði Krists,  það stendur ritað:

Matteusarguðspjall 18:21-22
21 Þá gekk Pétur til hans og spurði: ,,Herra, hve oft á ég að fyrirgefa bróður mínum, ef hann misgjörir við mig? Svo sem sjö sinnum? 22 Jesús svaraði: ,,Ekki segi ég þér sjö sinnum heldur sjötíu sinnum sjö.

Það stendur einnig ritað: 

Lúkasarguðspjall 10:10-12
10 En hvar sem þér komið í borg og eigi er við yður tekið, þá farið út á strætin og segið: 11 ,Jafnvel það dust, sem loðir við fætur vora úr borg yðar, þurrkum vér af oss handa yður. Vitið samt þetta, að Guðs ríki er komið í nánd. 12 Ég segi yður: Bærilegra mun Sódómu á þeim degi en þeirri borg.

Sem þýðir að við eigum ekki að láta allt yfir okkur ganga. Við eigum jú alltaf að fyrirgefa, en við erum ekki ósjálfstæðar heilaþvegnar verur eins og margir halda. Allir hafa sín mörk, og þess vegna sagði Jesús þessi orð sem ber að líta hér ofar.
Þar stendur einnig ritað:

Bréf Páls til Efesusmanna 4:26
"Ef þér reiðist, þá syndgið ekki. Sólin má ekki setjast yfir reiði yðar."

Þarna liggur munurinn, við eigum ekki að hætta að fyrirgefa, langt í frá, en við þurfum ekki alltaf að gera það munnlega. Það sem ég á við er að stundum er betra að fyrirgefa í hljóði í hjarta sér, og ekki básúna það um allan bæ. Sem kristnir einstaklingar eigum við að hafa kærleikann innbyggðan í hjarta okkar, en ekki hatur og ófyrirgefningu.

Sönn fyrirgefning kemur aðeins frá hjartanu, ekki frá munninum.

Eða eins og ritað er:

Bréf Páls til Kólossumanna 3:12-13
12 Íklæðist því eins og Guðs útvaldir, heilagir og elskaðir, hjartans meðaumkun, góðvild, auðmýkt, hógværð og langlyndi. 13 Umberið hver annan og fyrirgefið hver öðrum, ef einhver hefur sök á hendur öðrum. Eins og Drottinn hefur fyrirgefið yður, svo skuluð þér og gjöra.

En sum tilfelli er bara ekki hægt að fyrirgefa í okkar mannlega mætti, en allt er hægt með ást Krists að leiðarljósi. Af því í honum er fólginn skilningur á mannlega breyskleika okkar. Þess vegna skilur Jesús jafnvel erfiðustu málin sem er eins og krabbamein á hjarta okkar.

Guð blessi ykkur.


Hvað með pýramídanna?

Afhverju eru þeir ekki á þessum lista? Það er sannað að þetta var mesta afrek fornaldar og mér finnst að þeir eigi heima á þessum lista.
mbl.is Tilkynnt um ný sjö undur heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 589042

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband