Hugleiðing um syndina og lögmálið

KrossHvað er synd?

Það skiptir engu máli fyrir Guði hver syndin er. Synd er synd fyrir Guði. Hvergi í allri biblíunni er talað um stóra synd eða litla synd. Slíkt mat er mannaverk, en ekki Guðs.

Hjá Guði er náð að finna fyrir blóð Jesú Krists, bæði fyrir mig og þig. Allir, sem eru í Kristi, skírðir og frelsaðir eiga aðgang að náð Guðs. Bænin stígur upp til Guðs, en náðin stígur niður frá Guði.

Þegar þú hefur gefist Jesú, mátt þú taka þessa kveðju til þín biðja um náðina og friðinn og taka við náðinni og friðnum, sem gjöf frá Guði fyrir Jesú Krist og friðþæginarverk hans fyrir þig, persónulega. Þá átt þú líka fyrirgefningu allra þinna synda.

Fyrra Tímóteusarbréfið vers 8-11

Vér vitum að lögmálið er gott, noti maðurinn það réttilega
og viti, að það er ekki ætlað réttlátum, heldur lögleysingjum og þverbrotnum, óguðlegum og syndurun, vanheilögum og óhreinum föðurmorðingjum, manndrápurum,
frillulífsmönnum, mannhórfum, mannaþjófum, lygurun, meinsærismönnum og hvað það er nú annað, sem gagnstætt er hinni heilnæmu kenningu.
Þetta er samkvæmt fagnaðarerindinu um dýrð hins blessaða Guðs, sem mér var trúað fyrir.
(V.8-11.)

mosesÍ þessum versum dregur Páll fram í grófum dráttum hverjum lögmálið var og er ætlað, en tekur um leið fram að lögmálið sé gott, noti menn það réttilega. Þannig á hinn kristni maður að nota lögmálið - nota það til áminningar og leiðbeiningar um hvað er rétt og rangt og hvað er synd gegn Guði.

Allt sem brýtur gegn boðorðunum er synd. Það þarf kristinn maður að vita. En hann þarf líka að vita, að frelsun hans er ekki fólgin í því að fullnægja kröfum lögmálsins og boðorðanna, heldur í einlægri trú á frelsarann Jesú Krist. Samfélagið við hann veldur því, að hinn kristni, trúaði maður keppir í einlægni eftir því að breyta ekki í neinu gegn boðorðunum tíu.

Boðorðin eru mönnunum gefin fyrst og fremst til þess að syndarinn sjái og viðurkenni brot sín gegn heilögum Guði og snúi sér svo til Jesú Krists, sem dó fyrir syndir hans, játi syndir sínar fyrir honum og treysti á náð hans og fyrirgefningu. Svo einfalt er það. Halo

Guð blessi ykkur öll og ég þakka lesturinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Amen og þó þurfum við að muna þetta.

Jóhannesarguðspjall 14:2121Sá sem hefur boðorð mín og heldur þau, hann er sá sem elskar mig. En sá sem elskar mig, mun elskaður verða af föður mínum, og ég mun elska hann og birta honum sjálfan mig."Æðisleg grein hjá þér.  Þúsund þakkir.

Linda, 31.7.2007 kl. 15:48

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki er ég sammála þessu hjá, þér Guðsteinn: "Hvergi í allri biblíunni er talað um stóra synd eða litla synd." -- Um stóra synd er t.d. talað í I. Mós. 20.9, II. Mós. 32.21 og 30 og 31, en í I. Sam. 2.17 er talað um "mjög mikla" synd. Ég hef enga trú á því (með fullri virðingu fyrir því góða í grein þinni -- og fyrir Jak.2.10), að allar syndir séu jafnar -- ekki fremur en öll góð verk séu jafngóð.

"Ef einhver sér bróður sinn drýgja synd, sem er ekki til dauða, þá skal hann biðja, og Guð mun gefa honum líf, þeim sem ekki syndgar til dauða. Til er synd til dauða. Fyrir henni segi ég ekki að hann skuli biðja. Allt ranglæti er synd, en til er synd, sem ekki er til dauða. Vér vitum, að hver sem af Guði er fæddur syndgar ekki, sá sem af Guði er fæddur varðveitir hann og hinn vondi snertir hann ekki."

Með bróðurkveðju,

Jón Valur Jensson, 31.7.2007 kl. 18:41

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Sá sem af Guði er fæddur" (I. Jóh. 5.18) = Jesús, sonur Guðs, sbr. I. Jóh. 3.8, segir í neðanmálsgrein við Biblíuna 1981.

Jón Valur Jensson, 31.7.2007 kl. 18:45

4 Smámynd: Jóhann Helgason

Hey flott hjá þér ég er 100 % sammála þér góð grein 

Jóhann Helgason, 31.7.2007 kl. 19:01

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jón Valur, þetta er hárrétt hjá þér. En greinin er meira almenns eðlis fremur nákvæm útlisting. :) 

En þetta samt rétt sem þú segir, það er meira að segja til ein synd sem ekki er fyrirgefinn, og hún er að hryggja heilagann anda. Þannig takk fyrir góð rök Jón Valur og leiðréttist þetta hér með.

Jói, takk fyrir hrósið. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.7.2007 kl. 20:22

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rétt hjá þér, Guðsteinn, með syndina gegn Heilögum Anda, ég var líka með hana í huga, en var að flýta mér. Bið þér og þínum náðar, styrks og blessunar.

Jón Valur Jensson, 31.7.2007 kl. 20:47

7 Smámynd: halkatla

ja ég er nú alveg svona bara þokkalega sammála þessu

halkatla, 31.7.2007 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 587810

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband