Eru Mormónar Kristnir? Úttekt á kirkju þeirra og kenningum

Eru Mormónar kristnir? Þetta er jafnvel ráðgáta fyrir kristna jafn sem Mormóna. Mormónar segja að biblían sé ein af fjórum bókum sem þeir telja heilaga ritningu, og að trúin á Jesú sé þungmiðja trúar þeirra, sérstaklega þegar er litið til nafn söfnuðar þeirra; Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Ennfremur er Mormónakórinn heimsfrægur og hafa lög þeirra löngum heillað marga, fólk er almennt séð sátt við Mormóna vegna heilbrigðs lífernis þeirra og há siðferðisleg gildi sem þeir fylgja. En gerir þetta Mormóna Kristna?

Ef á að bera þetta saman á réttlátan og nákvæman hátt, þá verður að bera saman þrjár grunnkenningar frá Mormónum við sömu kenningar frá kristnum mönnum. Mormónar hafa löngum haft þrjár bækur sem birta þeirra kenningar og eru gefnar út af Mormónakirkjunni, ég þekki ekki hvort það séu til íslenskar útgáfur, en læt ensku útgáfurnar duga, og þær eru: Gospel Principles (1997), Achieving a Celestial Marriage (1976), and A Study of the Articles of Faith (1979) by Mormon Apostle James E. Talmage, as well as Doctrines of Salvation (3 vols.) by the tenth Mormon President and prophet Joseph Fielding Smith, Mormon Doctrine (2nd ed., 1979) by Mormon apostle Bruce R. McConkie and Teachings of the Prophet Joseph Smith.

kross1. Eru til fleiri en einn sannur Guð?
Biblían kennir að það sé einn lifandi Guð, þessu hafa rétttrúnaðar kristnir og kristnir trúað í gegnum aldirnar. (Önnur Mosébók 6:4; Jesaja 43:10,11; 44:6,8; 45:21,22; 46:9; Markús 12:29-34).
Mormónar kenna einmitt hið gagnstæða, þeir trúa að það séu til margir guðir (Book of Abraham 4:3ff) og að fólk sem fylgir Mormóna kenningum geta orðið guðir og gyðjur í himnaríki (Doctrine and Covenants 132:19-20; Gospel Principles, p. 245; Achieving a Celestial Marriage, p. 130). Þeir kenna einnig ef þér tekst að gerast guð, þá færðu andleg börn sem munu dýrka þig sem guð. (Gospel Principles, p. 302).

2. Var Guð maður eins og við?
Biblían kennir að Guð faðirinn sé lifandi og heilagur andi, þessu hafa rétttrúnaðar kristnir og kristnir trúað í gegnum aldirnar. (Jóh. 4:24; 1 Tím. 6:15,16) Hann er ekki maður (Fjórða Mosébók 23:19; Hósea 11:9; Róm. 1:22, 23), og hefur verið Guð frá eilífu – alvaldur, alvitur og er allsstaðar. Hér á ég við Guð faðirinn sem hluta af þrenningunni, ekki má gleyma að Jesús er Drottinn og kom í holdi sem maður, en það sem hér er um fjallað er af öðrum toga og fer ég í þrenningarkenninguna seinna í þessum pistli. Mormónar kenna að Guð hafi sjáfur átt föður, afa og svo framveigis. Bara eins og ég og þú. (Teachings of the Prophet Joseph Smith, p. 373; Mormon Doctrine, p. 577). Sem þýðir að þeir telja hann ekki eilífan Guð, fyrst hann átti föður sjálfur, ég tala nú ekki um afa og lang-afa.

3. Voru Jesús og Satan bræður?Jesús
Biblían kennir að Jesús hafi verið eingetinn sonur Guðs, hann hafi alltaf verið Guð og hluti af Guði eins faðirinn, þessu hafa rétttrúnaðar kristnir og kristnir trúað í gegnum aldirnar. (Jóh. 1:1, 14; 10:30; 14:9; Cól. 2:9). Hann lagði dýrð sína til hliðar og gjörðist maður til þess að frelsa okkur frá syndum okkar. (Jóh. 17:4, 5; Fil. 2:6-11) Hann var fæddur af hreinni mey og getinn af heilögum anda. (Matt1:18-23; Lúkas 1:34-35).
En Mormónar segja að Jesús hafi verið eins konar eldri bróðir sem tókst að gerast guð sjálfur með því að fylgja í bókstafinn Mormóna kenningarnar. Hann var víst fyrst skapaður af andlegri móður og andlegum föður á himni. Síðan fór faðirinn til jarðar og hafði líkamleg mök við Maríu mey. (Achieving a Celestial Marriage, p. 129; Mormon Doctrine, pp. 546-547; 742) kenningar Mormóna telja að Satan hafi verið bókstaflegur bróðir Jesú. (Gospel Principles, pp. 17-18; Mormon Doctrine, p. 192).

4. Er Guð þrenning?
Biblían kennir að faðirinn, sonurinn og heilagur andi séu ekki aðskildir guðir eða sitt hvorir einstakir hlutir, en eru ennfremur persónur innan þrenningarinnar sem birtir hinn eina sanna Guð. Í gegnum nýja testamenntið eru faðirinn, sonurinn og heilagur andi ávarpaðir sem sitt hvor hluturinn, (Sonurinn: Mark 2:5-12; Jóh. 20:28; Fil. 2:10,11; Heilagur andi: Post. 5:3,4; 2 Kor. 3:17,18; 13:14); en samt kennir ritningin að þeir séu eitt.)
Mormónar kenna hinsvegar að þessar persónur séu allir sjálfstæðir guðir (Teachings of the Prophet Joseph Smith, p. 370; Mormon Doctrine, pp. 576-577) einnig að sonurinn og heilagur andi er bókstafleg afkvæmi föðurins og konu hans sem bæði búa á himni og eru andaverur. (Joseph Fielding McConkie, Encyclopedia of Mormonism, vol. 2, p. 649).

Adam5. Voru mistök Adams blessun eða alvarleg synd?
Biblían kennir og hafa kristnir menn trúað að Adam syndgaði þegar hann og kona hans Eva vor tæld af Satani og átu af tré þekkingar góðs og ills. Synd kom þá fyrst í heiminn og er mannkyn allt undir bölvun dauðans, sem átti upphaflega aldrei að vera. Þess vegna eru allir menn fæddir með sama innræti og forfeður okkar, þ.e.a.s. með sama syndaeðli og þau og veðum dæmd af Guði sem einstaklingar þegar dagurinn kemur. (Esek. 18:1-20; Róm. 5:12-21).
Mormónar kenna hins vegar að synd Adams hafi verið nauðsynleg í áætlun lífsins og blessun fyrir gjörvalt mannkyn. (Gospel Principles, p. 33; Book of Mormon — 2 Nephi 2:25; Doctrines of Salvation, vol. 1, pp. 114-115).

6. Getum við gert okkur verðug frammi fyrir Guði?
Biblían kennir og hafa kristnir menn trúað í gegnum aldirnar að ef við tökum ekki tillit til krossdauða Jesú, þá erum við andlega dauð, (Efes. 2:1,5) við getum ekki bjargað okkur sjálf í eigin mætti, en fyrir náðina eina burtséð frá verkum, þá fyrirgefur Guð syndir okkar og um leið gerir okkur verðug til þess að komast til himnaríkis. (Efes. 2:8-9; Tít. 3:5-6). Okkar hlutverk er að halda í trúnna á Krist.
Mormónar haldi því fram að eilíft líf, sem er vist í himnaríki og að þeirra mati upphaf til "bústað heilgara", að eina leiðin til þess að öðlast þessa upphafningu er að hlýða öllum boðum Mormóna kirkjunnar í einu og öllu, og þar með talið Mormóna kirkjulegar athafnir sem eru aðeins ætlaðar útvöldum. Verkin sem menn gjöru er sem sé ein af ströngum skilyrðum fyrir að upphefjast til himna og gerast guð sjálf/ur. (Gospel Principles, p. 303-304; Pearl of Great Price — Third Article of Faith; Mormon Doctrine, pp. 339, 671; Book of Mormon — 2 Nephi 25:23).

7. Var krossdauði Krists einhvers verður?
Biblían kennir og Kristnir trúa að krossdauði Krists hafi verið ALGJÖR synda-aflausn fyrir mannkynið. Þeir sem hins vegar hafna náð Guðs í þessu lífi hafa ekki hlutdeild í himnavist á dómsdegi.
Mormónar hins vegar kenna að krossdauði Jesú hafi átt að skila endurreisn holdsins og eilíft líf til allra manna, það skiptir ekki máli hvort þau hafi heyrt um Jesú eða ekki og hvort þau trúi er aukaatriði. Krossdauðinn er sem sé bara lítill hluti af þeim kröfum til þess að komast til himna, það skiptir meira máli að hlýða kirkjunni og kenningum þeirra. (Gospel Principles, pp. 74-75; Mormon Doctrine, p. 669).

8.  Er ritningin orð Guðs?
Kristnir menn trúa á ritninguna sem heilagt orð Guðs. Það er óbreytanlegt, óhaggað og eilíft. (2 Tím. 3:16; Hebrea. 1:1,2; 2 Péturs 1:21. 1 Péturs 1:23-25)
Mormónar segja hins vegar að biblían sé spillt og skortir heilu kaflanna sem þeir telja mikilvæga, þess vegna getur það ekki verið nema hálft og spillt fagnaðarerindi. (Book of Mormon — 1 Nephi 13:26-29; Doctrines of Salvation, vol. 3, pp. 190-191).

passionNiðurstaða:
Mormónar geta því ekki talist Kristnir, þeir eru of langt frá kenningargrundvelli sem telst vera Kristið. Þar sem þeir telja ritninguna spillta og slæma, þá getur það dæmi ekki gengið upp. Til þess að vera kristinn þarf að trúa á Krist, það gera Mormónar ekki, heldur var hann aðeins peð í stóru tafli til þess að góðir Mormónar geti öðlast Guðdóm sjálfir. Sumir Mormónar segja jafnvel að guð okkar heims hafi verið fæddur á plánetu sem heitir Kolkoff, en ekki er það viðurkennt og eru Mormónar ósammála um það atriði.

Ég vona að þetta felli ljós á Mormóna og kenningar þeirra, allar þær bækur sem ég vitna í eru til hjá  Amazon.com eða sumar hverjar hjá Mormónum sjálfum.

 

Guð blessi ykkur öll og Jesús einn er Drottinn ! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

þetta er afar fróðlegt og þú gerir þessu góð skil.  þetta er það sem fólk er ekki að átta sig á.  Um leið og það kemur önnur ritning enn sú sem Jesú gaf okkur þá varar hann okkur við því að sú ritning sé ekki frá Guði komin.  Jesú uppfyllti allt sem sem Guð hafði lofað. Það er engin annar sem kom eftir hann, því hann sagði sjálfur þegar hann dó fyrir syndir okkar á krossinum "þetta er fullkomnað" hann sagði ekki þetta er "hálfnað" eða næstum því komið hann sagði "þetta er fullkomnað"  Það er engu við að bæta.  Dýrð sé Guði og lofa ég hann og þakka fyrir fórnina sem hann gaf okkur í syni sínum.

Linda, 12.7.2007 kl. 12:05

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það er hárrétt Gunnar. Brigham Young kom því á laggirnar í Salt Lake City á sínum tíma.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.7.2007 kl. 12:24

3 identicon

Ef ég vildi eignast margar konur og margar konur vildu eiga mig... er það ekki bara í lagi.... hmmm kannski ekki, viagra kostnaðurinn færi alveg með mig sko

P.S Ég þarf ekki á Viagra að halda en ég gæti þurft á því að halda ef ég ætti margar eiginkonur

DoctorE (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 14:06

4 Smámynd: Linda

Vissulega getur þú haft Guðs vilja fyrir okkur að háði, enn ert nokkuð bættari fyrir vikið að koma með slíkt inn í þessa umræðu

Linda, 12.7.2007 kl. 14:29

5 Smámynd: Mofi

Góð samantekt hjá þér Guðsteinn. 

Við meigum ekki vera hrædd" við að tjá okkur þegar við sjáum eitthvað sem við teljum vera rangt.  Að leyfa fólki að bara feta sinn veg jafnvel þótt við teljum veginn vera rangann er ekki kærleiksríkt.
Betra að tjá sig í kærleika til þeirra jafnvel þótt einhverjir gætu móðgast og hatað mann fyrir það.

Mofi, 12.7.2007 kl. 14:51

6 identicon

Linda þó, ekki vera svona hátíðleg

DoctorE (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 14:52

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þetta er feykifín úttekt hjá þér, Haukur - ég hélt að þú hefðir nappað þessu frá Bjarna - sem hlýtur að vera hæsta stigs hrós fyrir svona grein.

En fjölkvæni er, eftir því sem ég best veit, ekki leyfilegt hjá þeim lengur og hefur ekki verið í áratugaraðir. Enda stangast það á við landslög víðast hvar. Einhversstaðar í Mexíkó var fyrir einhverjum árum Mormónasöfnuður sem stundaði fjölkvæni, en ég veit ekki hvursu langt er síðan eða hvort það viðgengst ennþá.

En hver vill margar konur? Ég á fullt í fangi með að vera góður við þessa einu sem ég á og dugir hún ljómandi vel. Tel mig ekkert græða  á að bæta fleirum við.

Ingvar Valgeirsson, 12.7.2007 kl. 15:10

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir innlitinn Linda og Dokksi, þið getið útkljáð þetta ykkar á milli.

Skúli ég þakka linkinn sem þú settir inn, ég skoða hann um leið og ég kem heim frá vinnu.

Mofi, ég þakka stuðningin, en meining mín er einmitt eins og þú segir, ég er ekki hræddur við að tjá mig um það sem mér þykir rangt. Guð blessi þig Halldór.

Takk fyrir hrósið Ingvar, ég meina það - að líkja mér við Bjarna Randver er ekki lítið hrós. En mig minnti það sama og þú með fjölkvænið, mig minnir líka að þetta sé aflögð regla þess vegna var ég ekkert sérstaklega að minnast á það. En mig minnir líka að það eru einhverjir bæjir sem leyfa þetta ennþá, þetta er einhverjir uppreisnar bæjir hjá kananum og reyna þeir að halda þessu til streitu þótt óllöglegt sé.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.7.2007 kl. 15:22

9 Smámynd: Linda

awwwww Doksi, auðvitað verð ég að vera hátíðleg, ég er í hátíðlegu skapi

Linda, 12.7.2007 kl. 16:01

10 Smámynd: Linda

Hæ Skuli, ég skoðaði þetta video frá þér og það verður bara að segja eins og er, þetta er hnitmiðað af sorglegum staðreyndum í heiminum í dag og sem hefur verið síðustu 20 árin, hlutirnir eru ekki að batna. 

Linda, 12.7.2007 kl. 16:09

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég held þeir séu komnir niður í eina konu á mann, blessaðir.

Sjálfur hef ég kynnzt allvel mörgum mormónum, ljúflyndi þeirra, gestrisni, hjálpsemi, kurteisi og jákvæðum siðferðisaga.

En kenning þeirra, að því leyti sem hún er frábrugðin kristni, höfðar ekki til mín: hvorki það að bæta 19. aldar riti við Biblíuna né hitt, að setja Krist ofan, sjá hann ekki sem eilífan Guðs Son og manninn Jesúm, heldur sem engil (jafnvel Mikjál), sem merkir þá, að hann er gerður að skapaðri veru. Grundvallar-GUÐfræðin er æðiólík allri meginstraums-kristni, kannski jafnólík eða ólíkari henni en Islam, og er þá mikið sagt.

Því miður hef ég ekki haft tíma til að lesa þessa ýtarlegu úttekt þína yfir, Guðsteinn, fremur hlaupið hér á millifyrirsögnum, en það er gott hjá þér að leggjast í rannsóknir sem þessa. Frábært væri nú að fá einhvern mormónanna til að hefja hér samræðu við okkur, skýra betur sína afstöðu, rökræða og skiptast á sjónarmiðum um þessi mikilvægu mál. En þeim óska ég alls góðs eins og þér og lesendum þínum, Guðsteinn bloggvinur!

Jón Valur Jensson, 13.7.2007 kl. 01:54

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það væri óskandi að einhver mormónin svaraði hér, það væri barasta hollt. En takk fyrir innlitið Jón Valur, ég met það miklis. Guð geymi þig vinur.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.7.2007 kl. 02:15

13 Smámynd: Janus Hafsteinn Engilbertsson

Góð samantekt Guðsteinn.

Leyndardómurinn við fagnaðarerindið er að sjá guðdóm Jesú Krist, að hann er ímynd hins ósýnilega Guðs. Og að hann er vegurinn sannleikurinn og lífið, og að enginn kemst til Guðs nema í gegnum Jesú. Enda er það hið eilífa líf að þekkja hinn eina sanna Guð og þann sem hann sendi, Jesú Krist. Og að hann dó á krossinum fyrir syndir okkar mannanna. Sá sem trúir þessu er kristinn.

Drottinn blessi þig, Guðsteinn, áframhaldandi til góðra verka í Jesú nafni. Kær kveðja Janus.

Janus Hafsteinn Engilbertsson, 13.7.2007 kl. 03:17

14 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Góð vinna hjá þér Guðsteinn! Sammála þér í þessu. það þorir ekki nokkur votti eða mormóni á dyrnar hjá mér því ég tek svo vel á móti þeim og vil endilega ræða málin mormónar gáfu mér bók sem var augljóslega í mótsögn við Biblíuna, en þeir flagga Biblíunni og reyna að fá fólk sem þekkir ekki Biblíuna til þess að samþykkja þeirra útgáfu á Guði, en mormónar eru með sína eigin spámenn sem spá einhverju allt öðru en Biblían. 

Aumingja vottarnir fóru klyfjaðir frá mér af lesefni sem ég gaf þeim í staðinn fyrir það sem þeir gáfu mér! Þeir komu ekki aftur

Guðrún Sæmundsdóttir, 13.7.2007 kl. 10:45

15 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, Mormónarnir eru yfirleitt hið mestaágætisfólk. Nokkrir dvöldu lengi fyrir norðan, meðan ég var enn þar, og komu m.a.s. á KFUM-samkundur. Voru samt ekkert að troða sínu þar fram, en voru vel þekkjanlegir á drapplitu jakkafötunum og bakpokunum.

Eins er jú Mormónakórinn ekkert minna en frábær.

Guðrún - gott hjá þér. :) En ekki líkja Vottunum og Mormónunum saman - þó svo ég sé hróplega ósammála þeim hvað varðar trúmál mega Mormónarnir eiga það að þeir eru einhverjum ljósárum framar hvað varðar almenna kurteisi þegar þeir banka uppá.

Ingvar Valgeirsson, 13.7.2007 kl. 11:27

16 Smámynd: halkatla

á varla til orð fróðlegt og skemmtilegt hjá þér að vanda! En samt veit ég að fjölkvæni er ekki leyfilegt hjá þeim, það er bara þessi FLDS öfgahópur sem leyfir það.... og það er engin smá geggjun í gangi á þeim bæ, en aðrir mormónar ku vera mjög siðsamlegir, þ.e.a.s LDS gengið.

halkatla, 13.7.2007 kl. 12:11

17 Smámynd: Tryggvi Hjaltason

ef við tökum ekki tillit til krossdauða Jesú, þá erum við andlega dauð, (Efes. 2:1,5)  ---- Passaðu þig foli

Þetta er beinyrð fullyrðing og stenst ekki alveg við þennan ritningarstað sem þú setur fram.

Að öðru leyti er gaman að sjá þetta, alltaf gaman að kynna sér "útgreinar af Kristni" merkilegt líka hvernig svona hlutir þróast.

Vel rökstutt og góðar tilvitnanir í Biblíuna, færð plús fyrir að hafa fyrir því  að setja þetta alltaf með, styrkir mál þitt verulega! 49011

Tryggvi Hjaltason, 13.7.2007 kl. 13:18

18 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Mjög góð samantekt hjá þér. Takk

Margrét St Hafsteinsdóttir, 14.7.2007 kl. 00:54

19 identicon

Já amen!

Andri (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 17:15

20 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Góð umfjöllun hér og áhugaverður samanburður. Ég hef ekki séð svona samantekt áður og mér finnst þetta mjög athyglisvert! Takk for det! Kveðja milli fría !

Sunna Dóra Möller, 14.7.2007 kl. 17:25

21 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Ég nenni aldrei að lesa svona langar greinar og tilvitnanir.  Vissi fyrir löngu að Mormónar líta bara á Krist sem einn af spámönnunum. Horfði á ,,mormónaþáttaröð'' á stöð 2 í vetur. Maðurinn átti 3 eiginkonur og börn með þeim öllum.  Mjög erfitt hjá honum blessuðum og kolólöglegt.  Maður kynntist aðeins þeirra hugmyndafræði. Mikið karlaveldi mjög strangar reglur ens og alltaf þegar bókstafstrúin ræður.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 14.7.2007 kl. 21:02

22 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Guðsteinn minn!!!    KLUKK!    Ég var að KLUKKA þig    Sjá síðuna mína. Kveðja.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 15.7.2007 kl. 11:38

23 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Klukk líka frá mér

Sunna Dóra Möller, 15.7.2007 kl. 12:32

24 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

FYrirgefið hvað ég hef trassað að svara á þessum þræði, en það var komið svo mikið að ég hef lagt í það fyrr en nú.

Janus, þú talar alveg frá mínu hjarta. Guð blessi þig líka í þínum góðu störfum.

Guðrún, eins og alltaf kemur þú með góð ráð. Ég hendi í þá heil ósköp af lesefni næst þegar þeir banka uppá.

Takk fyrir innlitið Ingvar, jú Mormónakórinn er frábær, þegar ég bjó í Kanada var alltaf hefð hjá þeim að hlusta á um jólin.

Einmitt Anna Karen, ég þekki aðeins til þessa FLDS hóps og spyr á móti: Hvað er siðsamlegt við eiga margar konur? Mér finnst það vanvirðing við allar konur að slíkt sé leyft. Konur eru ekki verðlaunagripir sem á að safna, þeir lífförunautar og eiga ekki að standa í samkeppni sín á milli. EN þú ert yndi Anna Karen og takk fyrir innlitið.

Tryggvi, þú segir: "ef við tökum ekki tillit til krossdauða Jesú, þá erum við andlega dauð, (Efes. 2:1,5)  ---- Passaðu þig foli" hehehe ... ég skil alveg hvað þú átt við og fór ég þarna á ystu brún. En hvað þýðir þetta "4911" ?

Margrét, takk fyrir hrósið.

Andri, ég veit ekki hver þú ert en takk fyrir stuðingin annarsstaðar. Gott að hitta svona trúmann eins og þig.

Sunna Dóra, alltaf gott að fá hrós frá guðfræðingi, hafðu það gott í öllum fríunum !

Bára, já, satt er það. Svona gerist þegar bókstafurinn tekur yfir boðskapinn.

Inga Brá, þú sem ert held ég fyrsti bloggvinur minn! Takk fyrir þessar upplýsingar, þetta vissi ég ekki.

Sunna og Magga, takk fyrir "klukkið" ég er búinn að semja mitt.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.7.2007 kl. 17:21

25 identicon

Þessi mormónaumræða vatt meira upp á sig en mig grunaði .

Vonandi hefur þetta orðið til þess að stöðva einhvern framgang þessarar villu í landi voru .

Kær kveðja : enok from visir.is  

enok (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 587925

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband