Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Sunnudagur, 9. desember 2007
Það drynur neðarlega í UPPtyppingum
Ég stóðst ekki mátið! Þessi frétt og nafnavalið á þessum stað eru hreint frábærar!
Í fréttinni STENDUR:
Skjálftahrinur hafa komið við Upptyppinga öðru hvoru frá því í lok febrúar sl. og hafa jarðeðlisfræðingar sagt að þær stafi líklega af kvikuhreyfingum í neðri hluta jarðskorpunnar.
En ekki hvað? Ég veit að allir karlmenn skilja hvað ég meina, við berjumst jú allir við upptyppinga annars lagið! Hvað kemur þá næst? Lesum við um snjóflóð í brjóstagjá kannski?
Skjálftavirkni við Upptyppinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Miðvikudagur, 5. desember 2007
Er einhver hissa á að Kalli sé pirraður?
Þar stendur:
1. Afnema þarf lög um guðlast
Í 125. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 segir:
Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða [fangelsi allt að 3 mánuðum].1) Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara.
Hmmm ... ég sé ekki tilganginn með afnema þetta, þarna eru þeir að bjóða hættunni heim. Í þessum lagadálk eru ÖLL trúfélög (lögleg) vernduð, þar á meðal þeir sjálfir. Þetta heitir að skjóta sig í fótinn!
Áfram halda þeir:
Trúarleg innræting eða ,,siðferðiskennsla" tengd ákveðnum trúarbrögðum ætti aldrei að eiga sér stað í opinberum skólum eins og dæmin sanna því miður að nú er gert. Hér er gefið í skyn að umburðarlyndi, lýðræði og siðferði séu sérstaklega kristileg fyrirbæri. Það er auðvitað ekki rétt. Erfitt getur verið fyrir þá sem ekki eru kristnir (trúlausir eða annarrar trúar) að hlusta á og sætta sig við slíkan boðskap í ríkisreknum skólum.
Þarna eiga þeir sennilega við vinaleið þjóðkirkjunnar, og verð ég að játa að ég er sammála að vissu leiti Siðmenntarmönnum, ég er jú sammála innihaldi vinaleiðarinnar, en ekki framkvæmd hennar. En það breytir því ekki að trúarbragðasaga/kristinfræði er og verður aldrei 'trúboð'. Þetta er almennur skyldu áfangi sem öll verða að taka.
Því þeir halda áfram á sama stað og segja:
Í sömu námsskrá kemur fram að nemendur eigi að gera sér:
...grein fyrir því hvaða þýðingu krossdauði Jesú og upprisutrúin hefur fyrir kristna einstaklinga andspænis dauðanum og þá von sem henni tengist.
Á að kenna þetta í skólum? Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir trúlausa og þá sem eru annarar trúar?
Samkvæmt námsskrá er tilgangur kristnifræðslunnar:
[efla] trúarlegan... þroska [nemenda]
Í námsskrá grunnskólans kemur fram að kenna eigi börnum bænir og sálma auk þess sem því er haldið blákalt fram að ýmsar goðsögur kristinnar trúar, þ.m.t. að meyfæðing og upprisa Jesú, séu sagnfræðilegar staðreyndir.
Ömmm ... kemur þetta svona á óvart að krossdauði Jesú er kennt? Við búum í kristnu samfélagi og ekkert er óeðlilegt við það, þeir sem eru annarar skoðunnar hafa gott að því að vita hver skoðun megin hluta landsmanna er.
Þeir segja svo áfram:
Mörg dæmi eru um að heilu skóladögunum sé eytt í að kenna börnum að semja og fara með kristnar bænir og stundum kemur fyrir að farið er með börn í messur á skólatíma og þá jafnvel án leyfis foreldra.
Jafnframt kemur fyrir að fermingarfræðslunni svokölluðu sé komið fyrir inni í miðri stundaskrá nemenda þannig að ferming lítur út fyrir að vera hluti af eðlilegu skólastarfi. Til að mynda eru farnar dagsferðir með krakkana á skólatíma fyrir fermingarfræðslu. Þetta er bæði óréttlátt og líklegast brot á grunnskólalögum sem kveða á um fjölda kennsludaga.
Þetta er nú það sem menntamálaráðherra var að leiðrétta um daginn, fermingarfræðslan er ekki hluti af skólastarfi og hefur aldrei verið. Þetta vita kirkjunnarmenn mæta vel og finnst mér þessi gagnrýni hálf kjánaleg. Sérstaklega í ljósi þess að þeim finnst allt í lagi að fá frí vegna íþróttaviðburða, skólaferðalaga og annara hluta sem eru hluti af 'stundaskrá' nemenda og kemur niður á fjölda kennsludaga. Ótrúlegt alveg.
Svo níðast þeir á ríkisútvarpinu:
Eðlilegt er að fjölmiðill í eigu almennings gæti fyllsta hlutleysis. Þetta á ekki síst við þegar fjallað er um trúarbrögð. Því er ekki viðeigandi að á dagskrá ríkisfjölmiðils sé predikun eða annar einhliða trúaráróður. Því er mælst til að allt trúboð verði tekið af dagskrá ríkisfjölmiðla. Sérstaklega eru gerðar athugasemdir við trúarboðskap í ýmsum barnaþáttum á vegum Ríkisútvarpsins. Trúaruppeldi á alfarið að vera á ábyrgð foreldra en ekki ríkisins.
Ja hérna, þarna fór Jólamessan! Ég bendi á að það eru til trúaðir sem hreinlega komast ekki í messu, kannski vegna heilsu eða staðsetningu. Eiga þeir þá ekki rétt á að heyra messunni útvarpað þegar þau engan veginn komast á staðinn? Ef menn eru svona viðkvæmir þá er til: "Off" takki á útvarpinu, eða jafnvel skipta um stöð. Mér finnst þetta halllærislegt barráttumál að þeirra hálfu.
Eins vilja þeir banna þingmönnum að sækja messu þegar þing er sett. Þeir segja:
Alþingi allra Íslendinga hefst með messu og bænagjörð
Það er ekki hlutverk alþingismanna að hlusta á predikanir um gildi kristninnar og fara með bænir. Alþingi á að vera veraldleg stofnun en ekki kirkjuleg. Þeim sem ekki tilheyra kristnum trúarbrögðum líður stundum eins og annars flokks þegnum. Er þetta ein ástæðan. Það er nánast gefið í skyn að þingmenn geti ekki verið annarrar trúar eða trúleysingjar.
Ég held að alþingismenn hafi gott af því að það sé predikað og beðið fyrir þeim miðað við verk sumra þeirra . Og ef þeir eru eitthvað óssáttir, hver er að pína þá til að mæta? Er einhver að merkja í kladdann hjá þeim? Seinast þegar ég tékkaði er að geta VALIÐ frelsi, og finnst mér að þeir séu að fjarlægja það val.
Svona má halda lengi áfram, er þá einhver hissa á að Kalli biskup sé pirraður útí þetta fólk?
Og því til rökstuðnings birti ég tvær nýlegar kannanir um trúmál íslendinga. Spurningarnar í þeim eru sitt hvorar og öðruvísi en byggir á sama grundvallarniðurstöðu að meirihlutinn er sáttur við siðinn í landinu.
Ég birti hér tvær kannanir sem birta ótvírætt vilja þjóðarinnar og skoðun:
Á að afnema siðferðisregluna um kristilegt siðgæði úr grunnskólalögum?
Nei: 8206 atkvæði eða 90.3%
Já: 868 atkvæði eða 9.6%
Hlutlaus: 9 atkvæði eða 0.1%
Fjöldi kjósenda:
: 9083
Fyrst kosið:
: föstudagur, 30 nóvember 2007 11:58
Síðast kosið:
: mánudagur, 03 desember 2007 09:40
Hér er svo önnur könnun sem fréttablaðið stóð fyrir:
Ert þú fylgjandi trúarlegu starfi presta í leikskólum?
Já 61,8%
Nei 38,2%
Fréttablaðið, laugardagur 1. des. 2007 - Smella hér fyrir heimild
Það sem ég meina að það er skýrt hver meirihlutinn er, og er kristni ekki á undanhaldi sem betur fer.
(Þetta var nú meira bloggfríið hjá mér! )
Krefjast afsökunarbeiðni frá biskupi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (76)
Fimmtudagur, 29. nóvember 2007
Gott framtak og vaknaðu Sóley!!
Þið megið ásaka mig um að vera karlremba ef þið viljið, sama er mér, en ég hef bara ekki gaman af því að þvælast mikið í búðir, konan mín virðist hafa meiri áhuga/þolinmæði fyrir þessu. Mér finnst því þetta vera fyrirmyndarframtak, því það er afar algengt meðal okkur karlþjóðarinnar að hafa hreint ekki áhuga fyrir svona löguðu. Ekki eru allir karlmenn svona auðvitað, en að minnsta kosti mjög, mjög margir.
Þetta hlutverk á auðvitað engan veginn að falla sjálfkrafa í hlut konunnar, langt í frá - en það á að falla í hendur þess sem hefur meira gaman að þessu. Það eru vissir hlutir sem kona mín drepleiðist að versla, og það sé ég um. Eins er með mig. Þessu á að vera jafnt skipt, ekki bara á hendur annars aðilans.
Þess vegna á Sóley Tómasdóttir að VAKNA þegar kemur að einföldum staðreyndum. Kynin ERU og VERÐA alltaf öðruvísi og getur hún ekki breytt því, sama hversu mikið hún vælir og vælir um ósýnilegt kynjamisrétti, eins og þetta. Hún er hvort er að boða neitt jafnrétti, heldur öfgakvenréttindi.
Einu sinni var tíðin að ég gat stolltur kallað mig feminista, en nú er öldin önnur með tilkomu öfgakvenna sem hafa hent út þeim gömlu gildum sem voru upphaflega hjá feministum, og það var "jafnrétti". Nú er öldin önnur og berst Sóley og félagar fyrir öfga-kvenrétti en nokkru öðru!
Ég geng aftur til liðs við feminsta þegar þær fara að berjast fyrir JAFNRÉTTI á báða vegu, en ekki bara á aðra vegu!!
Pabbar í pössun í Hagkaupum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 12. nóvember 2007
Ég ætla að ganga til liðs við Frjálslynda!
Undanfarnadaga hef mikið íhugað hvar ég stend í pólitík, eftir viðræður við skynsama menn og eigin eftirgrennslan, þá hef ég áttað mig á villu minni og hef gjört iðrun (ekki reyndar hið snarasta, búið að taka smá tíma). Það er ekki von að ég passaði aldrei inn í vinstriflokkaflóruna, ég er hægri maður innst inn við beinið en það hefur tekið mig 31 ár að viðurkenna það. Frjálslyndum vantar örugglega hvort eð er vinstrimann innan sinna raða og hafa gott af aðhaldi.
Ég veit að þessi ákvörðun mín á eftir að vekja athygli hjá þeim sem þekkja mig, og sennilega hörð viðbrögð. En loksins hef ég fundið flokk sem berst gegn raunverulegu óréttlæti! Þ.e.a.s. kvótakerfinu, ég er Grindvíkingur og hef þannig góðan smjörþefinn af því hvernig þessum ófögnuði er háttað af eigin reynslu. Ég vona að þið virðið þessa ákvörðun mína og hlakka ég til að berjast á alveg nýjum vettvangi.
Ég er að vísu ekki genginn í flokkinn ennþá og vantar þar af leiðandi upplýsingar um hvernig ég ber mig að .... ekki finn ég þetta á xf.is ... þannig HELP! Er ekki til neitt online dót sem ég notað?
Munum svo að kjósa rétt í næstu kosningum! Kjósum X-F !!!
Að gefnu tilefni og fjölda fyrirspurna er ég EKKI á leið í framboð, en ég vil flokknum vel og reyni mitt besta sem almennur kjósandi að hafa áhrif.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (80)
Föstudagur, 9. nóvember 2007
Hver segir að konur kunna ekki að leggja bílum?
Eftir þessa þungu trúarumræðu ákvað ég lyfta þessu aðeins upp. Hér er myndband sem auglýsir Mözdu5 (er sjálfur Mözdu eigandi) og úrræðagóða konan þarna er stórbrotinn, en það er betra að hafa hljóðið á við áhorfið.
Fimmtudagur, 8. nóvember 2007
Bænagangan
Íslendingar safnast saman á ári hverju, í hverjum ágúst mánuði til þess að sýna minnihlutahóp stuðning og ganga niður Laugaveginn. Flestir gagnkynhneigðir berja sér á brjóst og monta sig af því að hafa farið í gönguna þeirra án fordóma. Sem er gott og vel og ekkert athugavert við það.
Nú er svo komið að annar "minnihlutahópur" er að fara halda svona göngu líka. Nú verður forvitnilegt að sjá hversu vel mætt verður í þetta, sérstaklega hvort fólk hafi hugreki til þess að sýna kristnum stuðning í verki.
Ég sem sé skora á ykkur að mæta og fá að upplifa kærleika Krists og taka þátt í þessu þverkirkjulega starfi!
Ég veit að þetta hljómar einkennilega hjá mér að tala á þessa leið, en þetta er því miður staðreynd sem orðinn er að veruleika, og bið ég þess bænar að það lagist vonandi eða skáni með þessu glæsilega framtaki.
Dagskránna er að finna hér
Ég vil samt undirstrika eitt sem kemur fram á ofangreindri slóð. Þar stendur:
Ekki er leyfilegt að dreifa ritum í göngunni.
Áróðursspjöld, kröfuspjöld eða spjöld sem auglýsa sérstakar kirkjudeildir eru ekki leyfð.
Þátttakendur eru hvattir til að mæta með ljós í einhverri mynd og fána.
Sem er argasta snilld og kominn tími til að kristnir sameinast undir merkjum Krists og ekki safnaða sinna ! Ég vona að þið sjáið ykkur fært í að mæta í bænagöngunna!
Guð blessi ykkur öll !
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.11.2007 kl. 19:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (109)
Fimmtudagur, 1. nóvember 2007
Lifandi vatn
Samvera Lifandi vatns verður næstkomandi laugardag frá kl 14:00-17:00 hjá KFUM & K á neðri hæð Holtavegs 28. Við munum læra kortasaum í umsjón Kristínar Ólafsdóttur og einsog venjulega kenni ég að teikna Manga, Elínóra sér um línudansinn og Tzige og Haili verða með hugvekju. Kjartan ætlar að bjóða uppá sitt alkunna túnfisksalat og Guðrún og Bryndís lumum örugglega á einhverju gómsætu
En okkur hlakkar til að sjá ykkur sem flest og munið að það kostar ekkert að vera með En ég ítreka það að við verðum á neðri hæð hússins, það er bæði hægt að ganga niður frá aðalhæð eða ganga niður fyrir húsið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Föstudagur, 26. október 2007
Þvílíkt rugl! Og hvað gerir íhaldið?
Þeir sitja með puttanna uppí ra****u á sér og telja auranna sína!
Þessi einokunarstefna Rúv er einum of langt genginn. Það er varla til maður sem hlustar á þessa risaeðlu lengur og nú eru þeir farnir að handrukka rútufyrirtæki!
Hvar eru íhaldsdelarnir núna? Afhverju er ekki búið að klára að einkavæða þetta eins og allt annað? Þetta er eina fyrirtækið sem ég styð að sé einkavætt, þeir hefðu gott af því að fara á frjálsann markað og þurfa að berjast eins og aðrir fyrir auglýsingatekjum. Og um leið losna landsmenn við þá byrði að borga þessi blessuðu afnotagjöld sem landinn er þvingaður til þess að borga.
Þetta er í fyrsta sinn sem ég hljóma eins og frjálshyggjumaður, og eina atriðið sem ég er sammála þeim í. Ég skora á þingmenn til þess að finna einhverja lausn á þessu óréttlæti og það strax!
RÚV má innheimta afnotagjöld af útvörpum í atvinnubílum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 25. október 2007
Kristnir, sýnum umburðarlyndi !!
Í ljósi þeirra atburða sem hafa átt sér stað í dag, vil ég hvetja trúbræður mína og systur til umburðarlyndis. Sá atburður gerðist jú á prestastefnu þjóðkirkjunnar hafa valið auðveldu pólitísk réttu leiðina, fremur en Guðs orð.
Ég vil því hvetja trúsystkini mín að bíða og sjá Ég minni á að Jesús var sjálfur meðal bersyndugra, og kannski er þetta leiðin sem við getum veitt til tækifæra.
Bíðum og sjáum hvað mun gerast, ég veit að sjálfur hef ég í reiði minni komið með ýmsar yfirlýsingar um bloggheima, og nú seinast hjá Jóni Val. En ég skrifaði það í reiði og var ekki með hugann við efnið, heldur bara hjartað.
Þjóðkirkjan er í eigu þjóðarinnar, sem setur hana í þá leiðu stöðu að geta ekki hafnað vilja safnaðarmeðlima sinna. Sér í lagi þar sem skattarnir flestra okkar borga undir hana.
Tillaga Sr. Karls Sigurbjörnssonar Biskups gekk útá að gera þetta að lagagjörningi og ekki trúarlegi athöfn, prestum hefur því verið veitt umboð til þess að ganga frá lagalegum skyldum hjóna/sambúðarfólks. Það er ekki verið að heita blessun Guðs yfir samkynhneigð, heldur aðeins að fást við formsatriði við fallega athöfn sem allir eiga skilið og rétt á.
Ég vek einnig athygli á að um heimsviðburð er að ræða í trúarsögunni. Íslenska þjóðkirkjan er sú eina sem hefur gengið svona langt til þess að þóknast safnaðarmeðlimum sínum.
Ég veit og skil hvað ritningin segir um þetta, ekki misskilja mig, ég er ekki að segja að við eigum að leggja blessun okkar yfir þetta og láta vaða yfir okkur!! Ég bið samt um umburðarlyndi og sjáum til hvað gerist!
Kristnir menn hafa í ca. tvö þúsund ár og gyðingar þar á undan haldið á lofti þeirri trú sinni um að samkynhneigð sé synd. Enginn ætti því að vera hissa á afstöðu kristinna til þessara mála. En það er greinilegt að pólitísk rétthugsun trompar skoðanir annarra. Allir eiga greinilega að vera steyptir í sama mót, og enginn má hugsa öðruvísi en hinn, allir eiga að vera sömu skoðunar og ef hann/hún dirfist að mótmæla því, þá er hann/hún úthrópaður(uð). Þess vegna fór þetta svona í dag og varð kristindómurinn undir í þeirri barráttu.
Ég veit það tekur á kæru trúsystkini, en sleppum öllum fordæmingum þar til allt kemur í ljós. Guð sagði aldrei að trúargangan yrði auðveld, þetta er bara eitt af þeim fjölmörgu dæmum sem trúaðir þurfa að ganga í gegnum. Það er það eina sem ég bið um er umburðarlyndi og við látum af öllum hamagangi og sleggjudómum.
Verum meðvituð um að niðurstaða er fengin og gleðjumst yfir því" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
Fimmtudagur, 25. október 2007
Fyndnar auglýsingar
Mr. Sheen stendur alltaf fyrir sínu !!
Hér er mjög góð hvatning til þess að hætta reykja þegar mar sér þennan!
Með þeim betri leikfimisauglýsingum sem ég hef séð!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 588421
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson