Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Þegar aldurinn færist yfir ...

Tíminn líður hratt!Í dag, 29. mars fæddist ég fyrir 33 árum.

                                                                 



                                    

 

 

... ég hef ekki miklu við þetta að bæta ...

 

 

 

                                                ... nema  ...

 

                                                                                    *andvarp*

 

 

                                                        ... hvað tíminn líður hratt!! Gasp Pinch


Kristilegt siðgæði í hnotskurn

Samhjálp Hvítasunnumanna er að veita þá aðstoð sem kristilegt siðgæði byggist á: algeran óskilyrtan náunga kærleik. Svona á að gera þetta, það er greinilegt að við þurfum afturhvarf til okkar gamla góða kristilega siðgæðis til þess hlúa að heimilum landsins!  Cool

Í fréttinni stendur:

Í janúar síðastliðnum komu um 3200 manns á kaffistofuna og þar af komu rétt rúmlega 1.000 í mat. ,„Ef það heldur áfram að fjölga, sem nú lítur út fyrir, verða heimsóknirnar í ár um 38 þúsund. Árið 2007 voru heimsóknirnar á kaffistofuna 21 þúsund en í fyrra voru þær 27 þúsund,“ segir Heiðar í viðtali við mbl.is.

SamhjálpEf fer fram sem horfir er um að ræða næstum tvöfalda aukningu borið saman við árið 2007. Þetta segir sitt, og tek ég ofan fyrir Heiðari hjá Samhjálp, ég hvet fólk til þess að taka sér þessi samtök sér til fyrirmyndar, ég tek samt fram að ég er ekki að gera lítið úr öðrum sambærilegum samtökum, alls ekki. Ég vildi að vekja athygli á þessu góða starfi sem um er að ræða. 

Guð blessi ykkur öll og er ég sokkinn aftur ofan í lærdóminn. Shocking


mbl.is Metaðsókn hjá Samhjálp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er lögmálsbrot að halda uppá hvíldardaginn á sunnudegi?

ten-commandments4.jpgGóður vinur minn, hann Halldór Magnússon/Mofi heldur fast í þessa kenningu. Við sem höldum uppá hvíldardaginn á sunnudögum erum lögmálsbrjótendur og erum ekki skárri en heiðingjar eða guðleysingjar þegar að þessu atriði kemur samkvæmt honum og hans söfnuði. Undanfarið hefur Mofi verið að segja Gunnari í Krossinum til syndanna þar sem Mofi er að horfa á Omega og hneykslast stórum. Þessu verð ég að svara!

Eitt er víst er hin gyðinglegi hvildardagur er haldinn á laugardegi, og hefur það alltaf verið. En á þetta þá við hina kristnu kirkju og uppfyllti Jesús ekki lögmálið? En hann ekki herra hvíldardagsins? Það er stóra spurningin.

Lítum aðeins yfir söguna og aðrar heimildir:

Frumkirkjan sem og kirkjufeðurnir báru saman að blind hlýðni við hvíldardagsregluna væri sambærilegt við umskurnarreglu gyðinga. Frá þeim tíma hafa kristnir ekki umskorið sveinbörn sín vegna þess að kristinn kirkja er ekki háð lögmálsreglum gyðinga og var umskurn aflögð hjá flestum kristnum söfnuðum. (Gal. 5:1-6)

Páll segir í Galatabréfinu: "Ef þér látið umskerast, þá gagnar Kristur yður ekkert. Og enn vitna ég fyrir hverjum manni, sem lætur umskerast: Hann er skyldur til að halda allt lögmálið. Þér eruð orðnir viðskila við Krist, þér sem ætlið að réttlætast með lögmáli. Þér eruð fallnir úr náðinni".
Það sem Páll er að segja er að ef við ætlum að réttlætast einungis af verkum og athöfnum eins og umskurði, þá erum við fallin úr náðinni. Eins er með athafnir eins og hvíldardaga.

bible-blue1.jpgFyrir dauða og upprisu Krists réttlættust gyðingar fyrir trú, áður fyrr réttlættust þeir af verkum sínum. Gyðingar voru á þessum tíma lögmálsdýrkendur. Kristur kom til að leysa þá undan lögmálinu (tyftaranum) (Efesus 2:8-9). Sem sagt Jesús uppfyllti lögmálið í eitt skipti fyrir öll, fórnfærði sjálfum sér til þess að leysa okkur undan lögmálsverkunum. Sá eða sú sem leggur allt upp úr verkum, ónýtir því krossdauða Krists, það er hjartað sem skiptir máli ekki lagasetningar.

Mín skoðun er sú, að við höldum uppá sunnudaginn Guði til dýrðar, og finnst mér það nægja því ekki er ég gyðingur og háður lögmáli þeirra.

En hvað segir Jesús sjálfur um þetta?

Markúsarguðspjall 2:23-28
23 Svo bar við að Jesús fór um sáðlönd á hvíldardegi og lærisveinar hans tóku að tína kornöx á leiðinni. 24 Farísearnir sögðu þá við hann: „Lít á, hví gera þeir það sem er ekki leyfilegt á hvíldardegi?“ 25 Jesús svaraði þeim: „Hafið þið aldrei lesið hvað Davíð gerði er honum lá á þegar hann hungraði og menn hans? 26 Hann fór inn í Guðs hús þegar Abíatar var æðsti prestur og át skoðunarbrauðin, en þau má enginn eta nema prestarnir, og gaf líka mönnum sínum.“ 27 Og Jesús sagði við þá: „Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna og eigi maðurinn vegna hvíldardagsins. 28 Því er Mannssonurinn einnig Drottinn hvíldardagsins.“


Í ofangreindu versi brjóta lærisveinar Jesú hvíldardagslögmálið, og hvað gerir Jesús? Hann átelur þá fyrir að halda í mannasetningar, og ítrekar að það sé hann sjálfur sem er Drottinn Hvíldardagsins, því það er greinilegt að hann taldi hvíldardaginn vera kominn til vegna mannsins sjálfs, ekki vegna lögmálsins. Hann hafði þá umhyggju fyrir okkur að hann vildi eigi að við buguðumst vegna of mikillar vinnu. Það heitir kærleikur Jesú til mannanna, ekki kvöð Jesú til mannanna.

Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.


Endurvekjum siðgæði okkar!

Eyrir ekkjunnarÉg hvet alla landsmenn til þess að gefa til Rauða Krossins sem og Hjálparstarfs kirkjunnar. Sérstaklega þið sem eigið meira fé á milli handanna! En það sem er um að ræða hundrað krónur á mann, þá getur það varla komið að sök fyrir flest okkar.


Í viðtengdri frétt stendur:


Ef allir landsmenn standa saman ættu að safnast 32 milljónir króna til verkefna Rauða krossins og Hjálparstarfs kirkjunnar vegna efnahagsþrenginganna, að því er segir í tilkynningu.

Ég minni fólk á söguna um "Eyri ekkjunnar", sem er á þessa leið:

Markúsarguðspjall 12:41-44
41 Jesús settist gegnt fjárhirslunni og horfði á fólkið leggja peninga í hana. Margir auðmenn lögðu þar mikið. 42 Þá kom ekkja ein fátæk og lét þar tvo smápeninga, eins eyris virði.

43
Og hann kallaði til sín lærisveina sína og sagði við þá: Sannlega segi ég yður, þessi fátæka ekkja gaf meira en allir hinir, er lögðu í fjárhirsluna.

44
Allir gáfu þeir af allsnægtum sínum, en hún gaf af skorti sínum allt sem hún átti, alla björg sína.

Ekki er ég að biðja fólk um að gefa nema það sem það á efni á, því þessi söfnun er fyrir alla landsmenn, en þó sérstaklega þá sem eiga hvað erfiðast fyrir óháð öllum trúarskoðunum.

Munum svo eftir þessum orðum:

2. Korintubréf 9:7
Sérhver gefi eins og hann hefur ásett sér í hjarta sínu, ekki með ólund eða með nauðung, því að Guð elskar glaðan gjafara.

Það er mikilvægt að landsmenn standi bökum saman í þessum mögru árum sem við okkur blasa. Það er það sem hefur skort í þjóðfélag okkar undanfarinn ár, og þurfum við að blása lífi í það gamla góða kristilega siðgæði sem land okkar byggðist á og stendur á traustum stoðum ef leitum aðeins eftir því.

Sýnum kærleikann í verki og hjálpum náunga okkar, hringum í: 
9015 100 
Smile !


mbl.is Söfnun í þágu aðstoðar innanlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugsum vel um verðandi mæður, og tökum okkur á!

Það sem þarf í þetta er breytt hugarfar, og þeir sem eiga meira fé á milli handanna séu duglegri að gefa til Kvennadeild Landspítalans, eða jafnvel Hjálparstofnun kirkjunnar og annarra hjálparsamtaka.

Við megum síst við því þegar landflótti er þegar byrjaður frá landinu að missa fleiri þegna. Þess vegna er mikilvægt að einmitt Kvennadeild Landspítalans verði ekki lömuð sökum niðurskurðar. Því það stendur jú í fréttinni:

Gert er ráð fyrir að þjónusta deildarinnar við fæðandi konur utan af landi aukist eftir 1. maí en þá verða vaktir fæðingar- og svæfingarlækna á sjúkrahúsunum á Selfossi og á Suðurnesjum lagðar niður.

Sem er þvílík þjónustuskerðing fyrir landsbyggðina ef svo fer sem horfir. Ef þessi skerðing verður að veruleika þá getum við að minnsta kosti sefað sársaukann sem henni fylgir.

Byrjum að elska aftur!En ef við eigum að geta hjálpað þeim, verðum við að gefa af allsnægtum okkar, og sér í lagi þeir sem eiga meira fé á milli handanna.

Til þess að dæmið gangi upp mættu t.d. fjölmiðlar leggja sitt af mörkum og hlífa öllum hjálparstofnunum sem þessum við öllum kostnaði á auglýsingum, ef út í auglýsingaherferð færi, sem væri mjög stór biti fyrir þau og ættu þessir aðilar þá auðveldara með að sinna sínu hlutverki.

Ef sameiginlegt átak færi af stað með þessu "hróa hattar" hugarfari þá getum við styrkt þessar stofnanir, og geta þær um leið sinnt þeirri aðstoð sem þjóðin þarfnast.

Endurvekjum eitt af grunngildum sem samfélag okkar var upphaflega byggt á, sem er: elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig. Þetta litla atriði gleymdist og varð undir  í græðgiskapphlaupinu eða "góðærinu" svokallaða, byrjum að nota það aftur, því nú er tækifærið! Cool


mbl.is Biðja líknarfélög um fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draumur Davíðs ...

... er loksins orðinn að veruleika. Hann getur þá loksins andað rólega og tekið bláu höndina aftur úr hanskanum þar sem enginn er lengur til þess að skamma hann ... Davíð verður svo hæst ánægður að hann sendir út eftirfarandi tilkynningu til sinna samflokksmanna:

Það verður veglegt fyllirí í kvöld í Valhöll, í boði Davíðs Oddssonar, Björns Bjarnasonar og Geirs Haarde. Wizard Efnt verður til stórdansleiks þar sem Davíð mun leiða hópdans yfir gröf Baugsveldisins, Björn Bjarna verður á nikkunni og Geir verður veislustjóri.

Mbk,

Davið Oddsson - ellilífeyrisþegi

 Tounge ... tíhí ... Tounge

Sagt er á ensku:

"The swifter the climb,
the faster the fall".

Sem á sennilega vel við ofþenslufyrirtækið Baug.

En nú er spurningin, hvað verður þá um Bónus? FootinMouth


mbl.is Ósk um gjaldþrotaskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveggja ára bloggafmæli

Í þessum mánuði, eða nánartiltekið í dag á ég tveggja ára bloggafmæli. Þessi tími hefur verið mér afar dýrmætur, ég hef fengið tækifæri að tjá mínar skoðanir nánast aðfinnslu laust. Og ber ég kærar þakkir til ritstjórnar blog.is sem og forritaranna, kerfisstjóranna og alla sem þar vinna. Cool

Takk fyrir mig segi ég bara! Smile

Hér er smá ágrip af bloggsögu minni og hvernig bloggið bókstaflega breytti lífi mínu:

Framtíðar fjölskyldulíf?  :-/Fjölmiðlar
Það hefur gengið á ýmsu þegar ég tjái mig, í ófá skipti hef ég ratað í blöðin, og á ég þá við prentmiðlanna. Ég birtist þó nokkrum sinnum í 24 stundum, og einu sinni í "Blaðinu" þegar góðærið stóð sem hæst. Eins hafa nokkrar greinar ratað í Morgunblaðið sjálft, mér til mikillar gleði. Ekki set ég út á að þeir birti greinar sem ég óska konum til hamingju með daginn á konudaginn, þegar ég bið fyrir ljósmæðrum, eða þegar ég stend fyrir kosningu um vinsælasta kristna bloggarann.

Eina sem er, að ég vissi aldrei af birtingu þessara greina, yfirleitt var það fjölskylda mín sem lét mig vita og það stundum nokkrum dögum eftir að greinin birtist. 

Mér tókst meira að segja að komast á vísi.is og Víkurfréttir þegar ég var með undirskriftarsöfnun handa sjómanni einum.

Ég vona bara að ég sé ekki fjölskyldu minni til skammar með þessum skrifum mínum. Shocking

Eins hef ég stundum ratað í aðra miðla en þennan í gegnum þetta blogg, eins og til dæmis þegar blogg Skúla Skúlasonar var lokað mótmælti ég hástöfum, og fyrir vikið endaði ég í viðtalsþætti á Útvarpi Sögu sem viðmælandi.  Eins hef ég nokkrum sinnum komið fram í þáttum Friðriks Schrams, prests kirkju minnar: ,,Um trúna og tilveruna" sem Omega sýnir fyrir kirkju mína. Fyrir allt þetta er ég Guði afar þakklátur, þvi enginn nema hann gat komið þessu svona til vegar.

Vantrúar ,,söfnuðurinn" Tounge (eða eins og ég kalla hann, ekki móðgast vantrúarmenn!)
Í gegnum allt þetta hefur lítill hópur manna sem kenna sig við guðleysingja félagsskapinn Vantrú oft fengið að tjá sig á bloggi mínu, sumum til mikillar gremju þar sem ég leyfi mönnum að tjá sig og koma sínu á framfæri. Oft hef ég verið gagnrýndur að sýna þessum mönnum linkind, en satt best að segja kann ég bara ekkert illa við þá, þótt ég telji þá stundum vera afar dónalega og aðgangsharða.

En ég trúi og veit að það borgar sig að leyfa fólki að tjá sig fremur en að þagga niður í þeim, því það er sjálfsagður réttur hvers einstaklings að fá að tjá sína skoðun, sama hversu vitlaus hún kann að vera, því það sem mér finnst kannski vitlaust finnst öðrum viturlegt, og enginn getur breytt því.

Ert þú háður?   ;)Ég er ekki sammála einu orði sem þeir segja um Guð eða kristni, en þegar til alls kemur, eru þetta alls ekki slæmir einstaklingar. Til dæmis hefur kærleiksmaðurinn Hjalti Rúnar, meðlimur þessa hóps gert þó nokkrar greinar um mig eða mín orð. LoL Eins gerðu þeir grín af mér þegar seinasta bænaganga var haldinn, og hafði ég reyndar lúmskt gaman að því. Tounge

Guð blessi ykkur kæru vantrúarmenn, og megi þið loka augunum í hvert sinn sem þulan á Rúv ber kross um háls sér! Wink

Fjölskyldu áhyggjur
N
okkrir í ættinni minni halda að ég sé kominn í einhvern ,,sértrúarsöfnuð", sem er aldeilis ekki rétt, því Hin Íslenska Kristskirkja, sem ég er meðlimur í, hét í gamla daga ,,ungt fólk með hlutverk" og var innan þjóðkirkjunnar. Í dag er sá söfnuður sjálfstæður, og er engan veginn ,,sértrúarsöfnuður" og er ósköp venjuleg Lútersk kirkja og er ég stoltur meðlimur hennar. Smile

En þið megið halda það sem þið viljið og hafið ekki áhyggjur af því að ég lendi í klónum á ofsatrúarmönnum. Ég er orðinn of sjóaður til þess eftir fjórtán ára trúargöngu. Cool

Listir og matargerð
Hér er lausnin!  :DGlöggir lesendur hafa tekið eftir því að ég er listamaður inn við beinið, og gerðist það meira að segja árið 2007 að ég og Steina H. Sigurðardóttir skipulögðum fyrstu bloggsamsýningu á verkum okkar, og tókst það ákaflega vel til! Einnig hef ég verið að gera grín af ráðamönnum þjóðarinnar með skopteikningum, sem ég vona að þið hafið notið.

Eins hef ég verið birta uppskriftir eftir mig (meira að segja án klæða! Blush) og vona ég að þið hafið notið.

Þá lýkur þessum langa annáli mínum yfir tveggja ára bloggferilinn minn, og vona ég að fái að njóta þess að vera með ykkur sem allra lengst.

Ég þakka öllum þeim fjölmörgu sem hafa lesið þessa pistla mína í gegnum þessi tvö ár, og Guð blessi ykkur öll!

 


"Þið eruð ekki flokkurinn", segir Geir!

Það er alveg merkilegt hvað menn ætla koma sér undan ábyrgð, í fréttinni á eyjunni.is stendur:

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir harða gagnrýni á flokkinn, sem sett er fram í skýrsludrögum starfshóps endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins, ekki vera í nafni flokksins.

Þetta minnir nú bara ískyggilega á orð Ingibjargar Sólrúnar, þegar hún sagði "þið eruð ekki þjóðin", sem með þeim hrokafyllri yfirlýsingum sem ég hef heyrt frá stjórnmálamanni um ævina.

Hvernig væri að hæstvirtur fyrrverandi forsætisráðherra fari að játa á sig sakir eftir 18 ára valdasetu Sjálfstæðisflokksins, nú þegar þessi "endurreisnarhópur" gagnrýnir  forustuna sem og seðlabankann, þá er þeim hópi úthýst ekki sagður tala í nafni flokksins!

Geir bar fyrir sér að það væri "málfrelsi" í flokknum, þrátt fyrir að þessi hópur sé hluti af flokknum sjálfum. Það er hrein skömm af svona ummælum, svo mikið er víst!

Nú bætist það við að Ásta Möller, þingkona hefur beðist afsökunar á mistökum Sjálfstæðisflokksins, og ber henni sómi af slíku, en ekki var hún ráðherra eða bar eins mikla ábyrgð og Geir. Sjá hér:

 

Þurfum við kannski annað BBC viðtal til þess að fólk sannfærist? Biddu þjóðina þína afsökunar Geir, er ég virkilega að biðja um svo mikið?

Ég var í einhverri einkennilegri hægrisveiflu um daginn, og hef ég gert iðrun síðan þá, en eftir stendur að ég veit ekkert hvað á að kjósa í vor.


Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 588456

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband