Hugsum vel um verðandi mæður, og tökum okkur á!

Það sem þarf í þetta er breytt hugarfar, og þeir sem eiga meira fé á milli handanna séu duglegri að gefa til Kvennadeild Landspítalans, eða jafnvel Hjálparstofnun kirkjunnar og annarra hjálparsamtaka.

Við megum síst við því þegar landflótti er þegar byrjaður frá landinu að missa fleiri þegna. Þess vegna er mikilvægt að einmitt Kvennadeild Landspítalans verði ekki lömuð sökum niðurskurðar. Því það stendur jú í fréttinni:

Gert er ráð fyrir að þjónusta deildarinnar við fæðandi konur utan af landi aukist eftir 1. maí en þá verða vaktir fæðingar- og svæfingarlækna á sjúkrahúsunum á Selfossi og á Suðurnesjum lagðar niður.

Sem er þvílík þjónustuskerðing fyrir landsbyggðina ef svo fer sem horfir. Ef þessi skerðing verður að veruleika þá getum við að minnsta kosti sefað sársaukann sem henni fylgir.

Byrjum að elska aftur!En ef við eigum að geta hjálpað þeim, verðum við að gefa af allsnægtum okkar, og sér í lagi þeir sem eiga meira fé á milli handanna.

Til þess að dæmið gangi upp mættu t.d. fjölmiðlar leggja sitt af mörkum og hlífa öllum hjálparstofnunum sem þessum við öllum kostnaði á auglýsingum, ef út í auglýsingaherferð færi, sem væri mjög stór biti fyrir þau og ættu þessir aðilar þá auðveldara með að sinna sínu hlutverki.

Ef sameiginlegt átak færi af stað með þessu "hróa hattar" hugarfari þá getum við styrkt þessar stofnanir, og geta þær um leið sinnt þeirri aðstoð sem þjóðin þarfnast.

Endurvekjum eitt af grunngildum sem samfélag okkar var upphaflega byggt á, sem er: elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig. Þetta litla atriði gleymdist og varð undir  í græðgiskapphlaupinu eða "góðærinu" svokallaða, byrjum að nota það aftur, því nú er tækifærið! Cool


mbl.is Biðja líknarfélög um fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Líst vel á þennan Hróa Hattar hugsunarhátt!  ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.3.2009 kl. 13:46

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Glæsilegt Jóhanna!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.3.2009 kl. 14:19

3 identicon

Það er fáránlegt að heilbrigðisráðherra sjái ekki um þetta.Það er gott að líknarstofnanir styrki og gefi en að líknarfélög styrki ríkið er bara fáránlegt.Auðvitað á að hlú vel að verðandi mæðrum

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 14:40

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Einmitt Birna!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.3.2009 kl. 15:11

5 identicon

Mér finnst bara fáránlegt Guðsteinn Haukur að deildir innan Landspítalans þurfi að biðja um frjáls farmlög frá líknarfélögum og sjóðum. Þetta á náttúrulega bara að koma af fjárlögum þessir peningar. Ég meina ef við getum ekki rekið okkar eigið sjúkrahús vegna þess að græðgin og bruðlið er búið að vera svo mikið í þjóðfélaginu og útrásin svo mikil að þá er náttúrulega eitthvað mikið að.

Gangi þér vel Guðsteinn Haukur.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 16:29

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Valgeir Mattías - góður punktur, eins og talað frá mínu hjarta!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.3.2009 kl. 17:54

7 Smámynd: Linda

Ástandið er sláandi og hræðilegt, konur í auknu mæli fara í fóstureyðingu vegna kreppunnar, slíkt er í mínum huga óásættanlegt.  Ég ætla ekki að dæma þær, því þær verða að sjá um það sjálfar sem þetta gjöra, en þetta gefur okkur mjög svo góða innsýn inn í ástandið, við verðum að senda skilaboð út í samfélagið að engin mun svelta, að það séu hjálparstofnanir og kirkjur tilbúnar að hjálpa, knýið bara og það verður opnað. 

Munum að allt megnum við fyrir hann sem oss styrkan gjörir.

bk.

Linda.

Linda, 13.3.2009 kl. 22:18

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vel mælt Linda!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.3.2009 kl. 15:48

9 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Sammála þér Guðsteinn og ég þakka bloggvináttuna.

Hilmar Gunnlaugsson, 14.3.2009 kl. 17:49

10 identicon

Sæll Guðsteinn minn.

Veistu hvað kemur mikið af tækjum, tólum og peningum frá alls kyns líknar og stuðningsfélögum. Það væri sennilega fátæklegt inni á spítölum landsins af tækjunum ef félaganna nyti ekki við.

Ég hef mjög oft hugsað út í þetta og oft á tíðum eru þetta fullkomnustu og dýrustu tækin. Þetta vill oft gleymast, en ráðherrarnir gleyma ekki að þakka sér  fyrir það sem að aðrir gera.

Mér datt þetta í hug,þegar ég sá greinina þína !

 Kærleikskveðja til þín og allra þinna.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 04:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 587745

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband