Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Þriðjudagur, 30. september 2008
Taedium apices bloggus ...
Afskapleg bloggþreyta hefur hrjáð mig undanfarið, og svo reyndar líka hreint tímaleysi að sinna þessum ágæta miðli.
En ég fer reyndar núna næst komandi fimmtudag í laseraðgerð á augum mínum. Og verð þar með sambandslaus í nokkra daga, því ég á eftir að fikra mig um með hvítan staf og verð fyrir vikið ólæs á tölvu í smá tíma.
En mikið verð ég nú feginn að losna við gleraugun fyrir fullt og allt!
Er ekki annars ritað:
Matt 15:13
"Ef blindur leiðir blindan, falla báðir í gryfju"
Ég hef ekkert vitrænt fram að bera eins og er, en er að undirbúa nokkrar greinar sem eiga eftir að vekja áhuga marga. Sé ykkur betur eftir nokkra daga!
P.s. fyrisögnin þýðir: "ég nenni ekki að blogga", en latínan er svo ryðguð hjá mér að það má endilega leiðrétta þetta ef vitlaust er. :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Miðvikudagur, 24. september 2008
Enn og aftur hækkun!
Ég vona bara að smærri olíufélögin sjái sóma sinn að hækka ekki sín verð.
Vona ég að minnsta kosti!
Eldsneyti hækkar um 3-6 krónur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 24. september 2008
Af hverju er árið 1844 svona mikilvægt?
Ég rak mig á svolítið undarlegt þegar ég fór að kynna mér söfnuði þeirra félaga.
Bahá'í trúin:
Heimildir teknar héðan
Þar stendur:
"Fyrir þá sem eru af kristnum uppruna, uppfyllir Bahá'u'lláh hin mótsagnakenndu fyrirheit um endurkomu Krists í dýrð föðurins og sem þjófur á nóttu. Upphaf trúarinnar 1844 tengist fjölmörgum kristnum spádómum. Þar má t.d. benda á að á árunum upp úr 1840 var Mið-Afríka loks opnuð fyrir kristni og var sá atburður mjög víða túlkaður sem uppfylling á fyrirheitinu um að Kristur myndi snúa aftur, eftir að Guðspjallið hefði verið prédikað öllum þjóðum. Í kenningum Bahá'u'lláh sjá átrúendurnir uppfyllingu loforðs Krists um að sameina allar þjóðir svo að það skuli verða ein hjörð og einn hirðir."
Og um gyðinga segja þeir á sömu síðu:
"Bahá'íar, sem áður voru gyðingar, líta á Bahá'u'lláh sem birtingu hins fyrirheitna Drottins herskaranna sem kemur niður með þúsundum dýrlinga, sem afkomanda Abrahams og græðling af rót ættartrés Jesse, föður Davíðs og að Bahá'u'lláh hafi komið til að greiða veg þjóðanna til að smíða plógjárn úr sverðum sínum. Margir þættir í nauðungarútlegð Bahá'u'lláh til Ísrael, ásamt öðrum sögulegum atburðum í lífi Bahá'u'lláh, eru taldir uppfylla fjölda spádóma í ritum gyðinga."
Hver er þá niðurstaðan? Eftir samtöl við fólk sem aðhyllist Bahá'í trúnni, þá segja þeir að það hafi orðið "andlegur heimsendir" árið 1844 og er það tengt við opinberunnar Bábbans á "fangaðarerindi" sínu.
Sem þýðir (út frá Kristnu sjónarhorni séð) að sá heimsendir sem boðaður er í biblíunni var lygi og rangur. Hvað varð þá um að himinn og jörð myndu farast? Að tunglið myndi verða blóðrautt og stjörnur himins mynda hrapa og að mannsonurinn myndi birtast í allri sinni dýrð og hvert mannsbarn myndi sjá hann!
Allt þetta hefur þá verið uppspuni samkvæmt Baháum, og kalla þeir það "mótsagnakennt".
Persónulega ætla ég að bíða þolinmóður eftir dóm Drottins og sleppa því að tengja hann við eitthvað sérstakt ár, allt mun koma í ljós og mun það gerast á þeim degi sem Guð hefur ætlað, hvenær sem það er.
Bíðum bara róleg og verum viðbúin endurkomu hans, sleppum öllum útreikningum og fullyrðingum um hvenær þetta verður.
Tölur eru teknar of alvarlega af sumum söfnuðum sem dæmi má nefna í þjóðsöng okkar: "Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár, og þúsund ár dagur ei meir." Sumir taka þessari samlíkingu fullalvarlega eins og t.d. góður vinur minn hann Mofi, sem heldur því fast fram að jörðin sé sex þúsund ára gömul og fer eftir þessu útí ystu æsar. Sem ég er ósammála.
Guð skapaði vissulega mannkynið og alla jörðina, en það tók lengra en sex þúsund ár, það er alveg á hreinu! Skoðum þá aðeins Aðventista út frá árinu 1844
Aðventistar:
Heimildir teknar héðan
Fyrir 1844 boðuðu aðventistar heimsendi sem átti að verða 1844. En augljóslega aldrei varð. Þeir fóru mikinn um að Kristnir ættu koma "út úr Babýlon" fyrir þetta skelfilega ár, og áttu þeir við alla Kristna söfnuði sem voru fastar í Babýlon samkvæmt þeim. Eftir að enginn heimsendir kom 1844 sögðu forsvarsmenn Aðventu kirkjunnar að 1844 hefði fremur verið það ár sem Jesús gekk inní: "hið allra helgasta á himnum", sem er líking við "hið allra helgasta" í musteri gyðinga þar sem sáttmálsörkin var geymd á sínum tíma, og aðeins æðsti presturinn átti aðgang að. Þetta var staðfest einhverjum árum seinna af Ellen G. White sem studdi þessa kenningu.
Þetta var þá greinilega merkilegt ár 1844 og er margt skrítið í kýrhausnum, en ég ætla persónulega að halda mig við að heimsendir sé óráðinn og alfarið höndum Guðs. Eða réttara sagt, hann kemur þegar hann kemur og vil ég sjálfur vera tilbúinn þegar sá dagur kemur, en þú?
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (95)
Föstudagur, 19. september 2008
Við karlarnir erum þá Narcissus-istar...
Það er nefnilega það, við karlarnir erum þá bara allir ríghaldnir ranghugmyndum um okkur sjálfa. Þrátt fyrir þá einföldu staðreynd að það þurfti nú ekki neina rannsókn til þess að komast að þessari einföldu niðurstöðu.
Flestir karlmenn eru þá kannski með Narcissus einkennið. Narcissus var rómverskur guð sem dýrkaði sjálfan sig svo mikið að hann varð alveg harmi sleginn eftir að hafa séð spegilmynd sína á stöðuvatni, þegar hann reyndi að kyssa spegilmyndina hvarf hún, og varð Narcissus fyrir fyrir svo mikilli höfnun og um leið áfalli að hann framdi sjálfsmorð.
(Myndin er af honum hér til hægri)
Ég er ekki að segja að karlmenn séu eins slæmir og Narcissus, langt í frá, en við berum samt allir vott af hans sjálfsdýrkun oft á tíðum. Er það ekki strákar? Allir karlmenn ættu að skilja hvað ég á við .. svona ef þeir eru heiðarlegir.
Niðurstaðan er sem sé sú að sumir karlar (og reyndar konur líka) sumir hverjir ofmeta jú bæði fegurð sína sem og persónutöfra rétt eins og Narcissus gerði. Svona hefur þetta nú verið frá upphafi alda og ætti ekki að koma nokkrum manni á óvart, því ég er sjálfur í þessum hópi, og ofmet sjálfan mig stundum stórlega, enda ekkert augnayndi og eigi maður fullkominn.
En það er svo margt sem bæði kynin ofmeta að þar er varla hægt að telja það upp og tel ég svona rannsóknir aðeins endurtaka það sem allir vita hvort eð er.
Karlar ofmeta persónutöfra sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Föstudagur, 19. september 2008
Óréttlæti
Á sama tíma og þau gleðitíðindi berast að ljósmæður hafi samið við ríkið kemur þessi sorgarfrétt. Þarna finnst mér, að forráðamenn þessarar þjóðar ættu að sýna fordæmi og neita taka við svona hækkun. Allt samfélagið er á heljarþröm og kreppan alsráðandi.
Aðgerðarleysi og gunguháttur núverandi ráðamanna er eitthvað sem ég er ekki til í að styrkja, þeir virðast vera áskrifandi af launum sínum því til engra aðgerða er gripið til þess að sporna við þenslunni. Kæruleysisleg svör þeirra þegar þeir lýsa yfir: "engra aðgerða er þörf" þegar þörfin er hvað mest er til háborinnar skammar.
Sumir kunna að telja að þeir eigi fullan rétt á þessu, gott og vel, hafið þá skoðun en eigi get ég tekið undir slík rök sökum úræðaleysis þeirra.
Góður bloggvinur Þórarinn Þ. Gíslason gerir einmitt stórgóð skil á þessu hróplega óréttlæti sem stjórnvöld gert að staðreynd í okkar samfélagi. Ég mæli eindregið með að lesið þann pistil!
Laun æðstu embættismanna hækkuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 15. september 2008
Bæn mín er hjá ljósmæðrum
Ég vona að bið fyrir því að þessari deilu ljúki sem fyrst og allir aðilar gangi sáttir frá borði. Sjálfur varð ég yfir mig hneykslaður þegar fjármálaráðherra hæstvirtur ætlar að stefna ljósmæðrum og þvinga þeim sem sögðu upp til vinnu aftur. Það er algjör skömm af fjármálaráðherra að mínu mati!
Í fáum tungumálum, nema íslensku er að finna jafn fagurt orð yfir þessa starfsstétt. Orðið ljósmóðir finnst mér afar fagurt sem lýsir þeirra göfuga starfi afspyrnu vel. Ef við berum þetta t.d. saman við ensku útgáfuna þá er að finna orðið "midwife" sem er ekki eins fagurt og íslenska útgáfan.
En ég lýsi yfir fullum stuðningi við ljósmæður, og hef þær konur sem eru óléttar núna í bænum mínum og bið þess að allt fari vel þrátt fyrir ljósmóðurskortinn.
Fundur að hefjast með ljósmæðrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 9. september 2008
Gott hjá henni!
Hér er smá myndbrot með henni:
Ég minni fólk á:
- Hún á rétt á því að gera það sem hún vill sjálf,
hennar líkami, hennar val. - Ef þetta er hennar afstaða þá ber að virða hana,
ekki blammera eins og Svanur læknir gerir um leið og hann lemur hausnum á sér í vegginn.
Það er ekkert leyndarmál að Kristnir boða skírlífi fyrir hjónaband, og hefur það verið þannig síðast liðinn tvö þúsund ár eða svo. Söngkonan og sigurvegari Ameríska Idol keppninnar 2007, Jordin Sparks er kristinnar trúar og hefur tekið sína ákvörðun, sem felur í sér fórn að hennar hálfu og virði ég það við hana, því þetta gerir hún Guði til dýrðar.
Þetta er ekkert nýtt undir sólinni að svona gerist, og skulu menn anda með nefinu áður en þeir boða endurkomu skírlífsbeltanna, sem er bara kjánalegt! Ég var gagnrýndur hér um daginn fyrir að hneykslast á skurðgoði, en fyrr má nú vera hvað svona kemur alltaf jafn mikið á óvart.
Hún á völina sjálf, hverju hún trúir og hvað hún gerir, ekki við. Virðum það.
Ekkert kynlíf fyrir hjónaband | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
Þriðjudagur, 9. september 2008
Líst vel á Sigurjón!
Mér líst vel á að Sigurjón bjóði sig fram til formanns.
Kraftur hans og metnaður á eftir að rífa flokkinn upp úr lægð sem hefur gengið í gegnum undanfarið. Ég styð Sigurjón Þórðarson fyllilega til þess að leiða þennan góða flokk.
Sjá nánar:
Jens Guð og Halla Rut hafa einnig lýst yfir stuðningi við hann, og er ég þeim sammála.
Vilja að Sigurjón gefi kost á sér sem formaður Frjálslynda flokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 7. september 2008
Vinsælasti kristni bloggarinn 2008 er ...
... Halldór Magnússon/Mofi! Annað árið í röð. Þessi gallharði aðventisti hafði betur enn einu sinni og óska ég honum til hamingju með .. ömm ... titilinn ...
Svona féllu atkvæðin:
Rósa Aðalsteinsdóttir - 13% (5 atkvæði) 3. sæti
Theodór Norðkvist - 8% (3 atkvæði)
Bryndís Böðvarsdóttir - 8% (3 atkvæði)
Andrés Böðvarsson - 5% (2 atkvæði)
Ingvar Valgeirsson - 2% (1 atkvæði)
Jón Valur Jensson - 16% (6 atkvæði) 2. sæti
Haraldur Davíðsson - 5% (2 atkvæði)
Tryggvi Hjaltason - 0% (0 atkvæði)
Mofi / Halldór Magnússon - 36% (13 atkvæði) 1. sæti
Svavar Alfreð Jónsson - 2% (1 atkvæði)
Ég vildi bara að það hefði verið betri þátttaka ...
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 19:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Föstudagur, 5. september 2008
Ósmekklegt með meiru!
Er ég öfgamaður að finnast þetta rangt? Í þessu sérstaka tilfelli finnst mér það ekki. Á undanförnum áratugum hefur Kristur verið vanvirtur á ýmsa vegu, og ekki hafa Kristnir hótað stríði né hryðjuverkum vegna svona mála. Þetta er alls ekki nýtt af nálinni og má nefna Piss Christ (búinn til árið 1989) eftir Andres Serrano sem vakti álíka viðbrögð á sínum tíma alveg eins og þessi stytta sem fréttin er um.
En lítum aðeins á þetta, og horfum á þá vanvirðingu sem Kristi er sýndur með þessari svokölluðu "list". Sú fína lína sem listamenn hafa til þess að vekja viðbrögð er stundum auðvelt að fara yfir. Og verða þeir að gæta þess, sem og ávalt að hafa í huga að særa sem fæsta með verkum sínum.
Því tilfelli eins og þetta skilar nákvæmlega engu til manns nema viðbjóði og reiði, að minnsta kosti í mínu tilfelli. Ef einhver annar tilgangur væri á bak við þetta þá myndi málið kannski horfa öðruvísi við, en svo er ekki, þetta er skítkast og ekkert annað.
Ég sagt með fullri reisn að mér ofbauð þetta og vona að svona"listamenn" hugsi sinn gang áður en þeir gera svona, því ef þetta væri Múhameð, væri sennilega brostinn út styrjöld eða eitthvað annað eins. Eins og t.d. þessi frétt sannar vegna dönsku skopteikninganna sem himinn og haf skilja á milli hvað siðferði listamanna varðar:
Hóta hryðjuverkum í Danmörku
Kallið mig öfgamann ef þið viljið, en svei hvað mér þykir þetta ósmekklegt! En hvað veit ég, ég er bara listamaður ....
Málsókn út af dónalegum Kristi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt 12.9.2008 kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (173)
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson