Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

The Clone Wars sýnishorn



Ég segi fyrir mig, að ég er ekkert sérstaklega hrifinn af grafíkinni. Í fyrsta lagi eru allar persónur full spýtukarlslegar fyrir minn smekk, og sömuleiðis finnst mér það vera algjört klúður að vera blanda japönskum Anime/Manga stíl í gerð þeirra.

Sumt er aðeins viðeigandi á réttum stöðum og finnst mér að Goggi Lúkas hafa klúðrað þessu soldið. Shocking

 

Þetta er bara mín furðulega skoðun, því þessi stíll sem um er að ræða er svona elskar hann eða hatar hann stíll, og skil ég vel að enginn maður sé sammála mér, og verð ég að segja mér er alveg nákvæmlega sama um það! Tounge


mbl.is Klónastríðin hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmdarverk á meistaraverki ...

Berlusconi ætti að gera iðran hið snarasta! Því ítalski Giovanni Battista Tiepolo (F. Mars 5, 1696 -  D. Mars 27, 1770) var einn af færustu 'Fresco málurum' sem til voru. Mannlíkaminn er fegursta sköpun Drottins, og ekkert til þess að skammast sín fyrir, sérstaklega kvenlíkamann eins um ræðir í þessari frétt. En það sem mér þykir verst er að hann er að ritskoða gömul meistaraverk!  GetLost

Það góða er í þessu öllu saman að um er að ræða afrit og er þetta ekki frummyndin sem hefur verið breytt/eyðilögð. (*phew*) En samt sem áður finnst mér þetta algjör firra, því Berlusconi valdi þessa mynd sjálfur! Ekki vildi ég hleypa þessum manni með tússpenna í neitt listasafn að minnsta kosti! Gasp

Meira að segja Vatíkanið fordæmir þennan verknað, í fréttinni stendur:

Antonio Paolucci, forstjóri safna Vatíkansins var þó ekki skemmt, og sagði það löngu liðna tíð, jafnvel í Vatíkaninu, að list sem sýndi nakta líkama væri ritskoðuð.

Hér ber að lýta nokkrar myndir eftir Giovanni Battista Tiepolo:

493px-giovanni_battista_tiepolo_034.jpg487px-the_death_of_hyacinth.jpggiovannibattistatiepolo_2c1743_2ctheempireofflora.jpghagar.jpgnewtiepolo.jpgst-clement-giovanni_battista_tiepolo.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Brjóstamál Berlusconis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ásmundur Jóhannsson er hetja!

Ekki alls fyrir löngu stóð ég fyrir undirskriftarsöfnum til stuðnings Ásmundi Jóhannssonar. Ég er búinn að taka saman listann og senda til þingmanna Frjálslyndaflokksins sem og annarra. Ég rakst á frétt á DV.is sem segir eftirfarandi:

Ásmundur Jóhannsson, kvótalausi sjómaðurinn frá Sandgerði sem DV hefur greint frá undanfarið, hélt til veiða í dag. Samkvæmt upplýsingum dv.is hefur Ásmundur snúið bát sínum í land, en hann svaraði ekki kalli Landhelgisgæslunnar þegar afskipti voru höfð af ferðum hans.

Ásmundur hefur sagt kvótakerfinu stríð á hendur og á hann sér marga stuðningsmenn í aðgerðum sínum. Þá var hann hylltur sem hetja þegar hann sigldi í höfnina á Sandgerði um miðjan júlí síðastliðnum með 700 kílóa afla, en lögreglan og fulltrúar frá Fiskistofu tóku á móti honum í höfninni auk stuðningsmanna.

Lögreglan tók skýrslu af honum þann 16. júlí síðastliðinn, en þar áður höfðu Fiskistofa og Landhelgisgæsla Íslands ekki haft afskipti af honum áður.

Tilvitnun lýkur.

Nú er spurningin hver næstu skrefin verða, og vænti ég þess að heyra frá mínum mönnum von bráðar. Gaman væri að heyra ykkar álit á þessu máli.

 


Útvarp saga er flott stöð!

Í tilefni þess að Guðni Ágústsson rauk á dyr í þætti Sverris Stormskers núna nýverið, hefur gagnrýni komið fram sem ég er ekki alveg samála og er fremur ósáttur við að heyra.


Fullyrðing númer eitt: "Áróðursstöð fyrir Frjálslyndaflokkinn"

Þvílík vitleysa, allir flokkar hafa aðgang af þessari stöð og ber að nefna eftirfarandi nöfn sem Arnþrúður Karlsdóttir telur upp í athugasemd hjá JensGuð, hún segir að eftirfarandi þingmenn hafi aðgang að stöðinni:

"Skal í því sambandi nefna Jón Magnússon (F) Grétar Mar Jónsson (F) Óskar Bergsson (B) Birki Jón Jónsson (B) Birgi Ármannsson (D) Katrínu Júlíusdóttur (S) Ástu R.Jóhannesdóttur (S)Ágúst Ólaf Ágústsson (S)og  Ögmund Jónasson (VG). Það er nefnilega til fullt af góðu fólki."

Jafnvel heilu þættirnir eru helgaðir heilum flokkum alveg sér á partinn! utvarpsaga.pngSamfylkingin er t.d. með einn slíkan þátt! Þannig slíkar fullyrðingar eiga ekki rétt á sér og eru því ómarktækar. Eina sem er ánægjulegt við að fólk haldi þetta, er að fólk tekur greinilega meira eftir boðskap FF en hinna flokkanna!  ;)

Fullyrðing númer tvö: "útvarp Saga er með flissandi þáttastjórnendur"

Af eigin reynslu og hlustun get ég ekki tekið undir þetta. Ég var sjálfur í viðtali hjá Markúsi Þórhallssyni ásamt hinum víðfræga Skúla Skúlasyni í viðtali í Apríl síðast liðnum. Ekki var Markús flissandi eða neitt slíkt, hann tekur starfi sínu alvarlega og er verulega góður þáttastjórnandi !

Þetta er allavega mín reynsla af þessari góðu stöð, og er ég ekki tengdur henni á nokkurn hátt, þótt ég sé að verja hana.


 

Slæmir mannasiðir Íslendinga

peach-rose-macro-dsc01212_high.jpgÉg er alinn upp í öðru landi að hluta til, nánar tiltekið í Kanada. Þar vandist maður ákveðnar kurteiss venjur sem eru sumar hverjar óþekktar fyrir augum íslendinga, en ég ætla að lista nokkrar hér upp og vonandi tekur fólk þetta sér þetta til fyrirmyndar. Því mesta menningarsjokkið eftir að við fluttum heim eftir margra ára dvöl, var innilegur dónaskapur íslendinga, og hvað börnin voru óheft og leyft að gera og segja hvað sem er.

Tökum aðeins á venjulegri almennri kurteisi sem og tillitsemi:

  • Það er venja að þakka fyrir sig, þá meina ég á báðum tungumálum. Frasar eins og "you're welcome" og "have a nice day" eru ekki notaðir að ástæðulausu!
  • Karlmenn settust aldrei niður fyrr en þeir voru vissir um að kona þeirra væri búinn að koma sér vel fyrir, þeir halda oftast nær opna fyrir þær bílhurðina og styðja við stól þeirra er þær setjast á mannamótum.
  • Það þykir algjör svívirða að horfa fyrir neðan höku þegar talað er við konu, og mega konur gefa karlinum kinnhest ef þeir eru uppvísir um að horfa aðeins á það sem þeim þykir mest spennandi. Þú ert úthrópaður perri ef þú gjörir slíkt, konum á sýna virðingu sem persónur ekki sem einhverja sýningargripi!
  • Ef einhver er í vandræðum þá bjóða menn fram aðstoð sína, ekki bara ganga framhjá og telja þetta vera vandamál viðkomandi. Sama gildir í umferðinni. Íslendingar eru voðalegir með þetta.
  • Talandi um umferðina þá er mjög dónalegt og gerist varla nema í einstökum tilfellum að fólk sé ekki gefið tækifæri í umferðinni, að svína fyrir einhvern er óþekkt fyrirbrigði og tillit til náungans er mun meira ríkjandi. Þarna eru íslendingar afar aftarlega á merinni varðandi svo sjálfsagða hluti.
  • Eins stoppa íslendingar ca. 2 cm fyrir aftan mann á rauðu ljósi, meira að segja í brekkum! Slíkt er kallað "tailgating" og er afar óvinsælt að menn gjöri í flestum öðrum löndum, auk þess er svona lagað slysahætta.
Hvað getum við svo lært af ofanverðu? Ég tek fram að ég er ekki að rakka niður íslendinga, heldur er ég að áminna samlanda mína fyrir að vera illa uppaldir í heimi kurteisinnar. Margt má betur fara og fullyrði ég, ef samfélag okkar tæki uppá að taka upp jafnvel eina af ofangreindu, þá yrði mun þægilegra að búa í þessu yndislega landi sem heitir Ísland.

 

Guð blessi ykkur öll!


Mikil er dýrðarsköpun Drottins!

Ég er alltaf svo heillaður af svona náttúrufyrirbrigðum, og sólmyrkvi finnst mér alltaf mjög flottur. Sérstaklega í ljósi þess að þetta sannar enn og aftur hversu góður hönnuður Guð er, þegar hann skapaði þetta allt saman. Smile

Myndin er tekinn úr geimnum, og sýnir hvernig skuggi tunglsins fellur á jörðina. Stórkostlegt alveg! Cool

 

Sólmyrkvi

 

 

Dýrð sé öll sköpun Drottins! Halo Guð blessi ykkur öll og eigið þið góða verslunarmannahelgi! Joyful


mbl.is Tungl skyggir á sólu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 587805

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband