Ásmundur Jóhannsson er hetja!

Ekki alls fyrir löngu stóð ég fyrir undirskriftarsöfnum til stuðnings Ásmundi Jóhannssonar. Ég er búinn að taka saman listann og senda til þingmanna Frjálslyndaflokksins sem og annarra. Ég rakst á frétt á DV.is sem segir eftirfarandi:

Ásmundur Jóhannsson, kvótalausi sjómaðurinn frá Sandgerði sem DV hefur greint frá undanfarið, hélt til veiða í dag. Samkvæmt upplýsingum dv.is hefur Ásmundur snúið bát sínum í land, en hann svaraði ekki kalli Landhelgisgæslunnar þegar afskipti voru höfð af ferðum hans.

Ásmundur hefur sagt kvótakerfinu stríð á hendur og á hann sér marga stuðningsmenn í aðgerðum sínum. Þá var hann hylltur sem hetja þegar hann sigldi í höfnina á Sandgerði um miðjan júlí síðastliðnum með 700 kílóa afla, en lögreglan og fulltrúar frá Fiskistofu tóku á móti honum í höfninni auk stuðningsmanna.

Lögreglan tók skýrslu af honum þann 16. júlí síðastliðinn, en þar áður höfðu Fiskistofa og Landhelgisgæsla Íslands ekki haft afskipti af honum áður.

Tilvitnun lýkur.

Nú er spurningin hver næstu skrefin verða, og vænti ég þess að heyra frá mínum mönnum von bráðar. Gaman væri að heyra ykkar álit á þessu máli.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Verst að menn byrjuðu ekki fyrr á að mótmæla svona. Þetta er samt frábært hjá honum og vonandi er hægt að laga skaðann af þessu kerfi.

Mofi, 6.8.2008 kl. 14:37

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nákvæmlega Dóri minn.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.8.2008 kl. 14:48

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn minn.

Vona að þetta verði til góðs.

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.8.2008 kl. 15:48

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hann á stuðning minn vísann.. ég veit ekki hversu mikils virði það er.. en þessar aðgerðir styð ég því ég vil gefa krókaveiðar frjálsar

Óskar Þorkelsson, 6.8.2008 kl. 16:21

5 identicon

Tek undir af öllu hjarta....  K.kv. E.

Edda (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 23:18

6 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Ég styð Ásmund heils hugar.  Það er þó galli á allri umræðunni að menn nota úthlutunarregluna til að gagnrýna kvótakerfið.   Það er ljóst að einhver veiðistjórnun þarf að vera, en það er ámælisvert hvernig kvótanum er úthlutað, réttara sagt gefinn til velvalinna velunnara Flokksins (D).   Hér þarf að breyta kerfinu svo nýir geti komist að, og allir standa jafnir gagnvar úthlutun.   Það er hæpið að sjálfstæðismenn og framsóknar menn munu nokkurn tímann leifa samkeppni þarna frekar enn í landbúnaði.  Þeir hafa alltaf verið í hagsmuna gæslu fyrir sýna.

Kristinn Sigurjónsson, 7.8.2008 kl. 08:02

7 Smámynd: Dunni

Það er notalegt að vit til þess að nú er Ási stýrimaður í Grindavík orðinn hetja í Sandagerði. 

Ég skil baráttu hans en ekki vopnaburðinn.  Er svo innilega sammála Kristni í að ekkert breytist í aflaúthlutun meðan Sjálfstæðisflokkur og Framsókn sitja að kjötkötlunum, hvor í sínu lagi eða saman.

Það þarf nefnilega heiðarlega stjórnmálaflokka til að leiðrétta óréttinn sem hagsmunasamtökin, kennd við sjálfstæði og framsókn, leiddu yfir þjóðina í frumatvinnugreinunum.

Dunni, 7.8.2008 kl. 08:45

8 Smámynd: Birna M

Auðvitað styð ég kallinn. Þetta kvótagreifakerfi á engan rétt á sér.

Birna M, 7.8.2008 kl. 10:01

9 Smámynd: Mama G

Hvað með þá reglu að maður eigi ekki að stela? Eða er þetta kannski ekki þjófnaður?

Mama G, 7.8.2008 kl. 10:07

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ætli það sé ekki frekar þjófnaður þegar nokkrir ríkisstjórnir landsins og þeirra einkavinir stálu fiskinum í sjónum frá íslenskum sjómönnum.

Theódór Norðkvist, 7.8.2008 kl. 10:49

11 Smámynd: Mama G

Þannig að þegar dómsdagur rennur upp gætum við hugsanlega sloppið frá refsingu fyrir þjófnað, þar sem ekki er skilgreint nógu vel í boðorðinu hvað teljist til þjófnaðar - sweet

Mama G, 7.8.2008 kl. 15:48

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Alls ekki Mama G, ég lít ekki á þetta sem þjófnað. Alls ekki. Þetta er sameign þjóðarinnar, og er hann aðeins að taka sinn hlut.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.8.2008 kl. 15:52

13 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Hvða þá með það þegar hann seldi bátinn sinn og veglegan kvóta með fyrir nokkrum árum - var hann þá ekki búinn að taka sinn hlut og selja hann? Tók hann þá ekki fullan þátt í glæpnum?

Ingvar Valgeirsson, 7.8.2008 kl. 19:44

14 Smámynd: Sigurður Þórðarson

X-F

Sigurður Þórðarson, 9.8.2008 kl. 21:59

15 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

X-JESÚ

Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.8.2008 kl. 22:57

16 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

X-MEN!

Ingvar Valgeirsson, 9.8.2008 kl. 23:36

17 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

X-WOMEN

Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.8.2008 kl. 00:13

18 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

X-ÁSMUNDUR

Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.8.2008 kl. 00:24

19 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Nei, ekki X-Ásmundur. Að selja kvóta sinn og fara svo seinna að veiða kvótalaus til að mótmæla er bara asnalegt. Ég trúi ekki að fullorðið fólk og viti borið dáist að svona hræsnara, sem mótmælir kvótakerfinu sem hann sjálfur hagnaðist á í denn. Skil alveg að menn mótmæli kvótakerfinu, en hann hefur fyrirgert rétti sínum til þess með kvótasölunni.

Aumkunarverður sirkus.

Ingvar Valgeirsson, 10.8.2008 kl. 15:12

20 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Ingvar Valgeirsson.

Endilega lestu athugasemd nr. 2 á bloggi Gísla Freys. Nýjasti pistill.

http://gislifreyr.blog.is/blog/gislifreyr/entry/610045/#comments

X-INGVAR VALGEIRSSON

Guð blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.8.2008 kl. 16:41

21 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Búinn. Breytir ekki neinu - var ekki á þessum tíma óheimilt að elja kvótann einan og sér, svo menn seldu bara skipin, yfirleitt á uppsprengdu verði ef kvóti fylgdi með?

Bottom line - hann fékk úthlutað kvóta og seldi hann. Þetta er ekki flókið.

Ingvar Valgeirsson, 11.8.2008 kl. 15:07

22 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæll Ingvar Valgeirsson.

Ekki sammála. Vona að þú hafir séð Kastljós. Velkominn á síðuna mína. Magnaður pistill þar eftir Ásdísi Sigurðardóttir

X-GRÉTAR MAR.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.8.2008 kl. 21:31

23 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Voðalega er þetta orðin furðuleg umræða!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.8.2008 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 587871

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband