Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Nóg komið af þessu!

Endilega Jón Gnarr, skiptum nú um gír og höfum annað þema, þetta trúarþema þitt er orðið vel þreytt.

Annars fannst mér þú koma með gullna setningu í þessu viðtali:

„Ég held að kaþólskir leikmenn viti ekkert hvað trúaðir geri. Maður er kominn á vafasama braut þegar maður segir hvað trúaðir gera og hugsa,“

LÆRUM af þessum orðum Jóns, því ófáir eru fyrirfram búnir að dæma trúaða með alls kyns skoðanir sem eiga stundum ekki við stoðir að styðjast!

Eina sem ég undra mig á eru þessi hörðu viðbrögð Kaþólikka fyrir gagnrýni, persónulega finnst mér þau allt of hörð við umrædda auglýsingu. Það er frekar að svara gagnrýninni eins og Kaþólikkinn Magnús Ingi hefur gert og ræða málin, ekki fara bara í fýlu. Þetta er bara grín auglýsing, ekki uppreisn!

En jæja ég vona að þessu máli fari að ljúka! 


mbl.is Lengi tekist á við húmorsleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vissi þetta!

Svona mál vekja undantekningarlaust heimsathygli, og er mannorð Íslendinga ekki nógu slæmt fyrir?

Menn verða að læra að hugsa fyrst um afleiðingar gjörða sinna áður en þeir taka í gikkinn! Angry


mbl.is Hvítabjarnarmál vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðlast?

... ööö .... nei.

Hins vegar er þetta trúarlega þema hans Jóns Gnarrs alveg orðið ágætt, þetta var broslegt í fyrstu umferð, en nú er komið nóg. Nú tala ég ekki af trúarlegum ástæðum heldur aðeins smekk, góð vísa getur stundum verið of oft kveðinn. 

Kristni er ekki yfir gagnrýni hafin, en grínið er það. En það er bara ég.


mbl.is Segja upp viðskiptum við Símann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvert er heimurinn að fara?

Stórhættulegur bolur!Nú er mér öllum lokið, samkvæmt þessari frétt frá BBC þá er maður einn stöðvaður fyrir það eitt að vera "Transformers" stuttermabol!

Hættan sem stafaði af þessum einstakling var að Transformerinn var með byssu í hendinni og var það talið ógn af starfsmönnum Heathrow flugvallar. Eftir að hann skipti um þennan stórhættulega bol þá var honum hleypt í gegn.

Er pólitískur rétthugsunarháttur alveg gengin útí öfgar?? Hvurslags er þetta eiginlega! Pouty

 

Þetta eru þeir sem stafar svona mikil ógn af:

 

Optimus Prime sem ég gerði eitt sinn
 
Megatron blekteikning

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stórhættulegt alveg! Ninja

Ég sem teiknaði þessar 2 stórhættulegu myndir ætti að sitja inni fyrir það!! Police


Grimmilegt!

Mikið ósköp er ég sammála þessum Agli, auðvitað átti að reyna önnur ráð. Þeir hefðu átt að rýma þetta svæði og einangra björnin frá mannsjöldanum!

Eða jafnvel skotið í hann með deyfilyfi í stað þess að fórna lífi þess. Þetta hefði auðvitað kostað að flytja það, en svona jákvæð fjölmiðla umfjöllun í meðferð dýra hefði verið snilldar auglýsing fyrir Íslendinga! Líf eru heldur ekki metinn í fjár!

Svona gera menn ekki!

 

Angry

 

 


mbl.is „Hefði átt að loka veginum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað kom fyrir heimsóknarteljarann?

Minn sýnir 2 heimsóknir í dag, en  þessi tala var MUN hærri núna í morgun ...  ? og ekki bara það, heldur er "Frá upphafi" greinilega verið núllstillt líka! Og ekki líst mér það!

Ég er búinn að blogga hérna í meira en ár, og væri mjög sárt að tapa þessum tölum.

 

teljari
 
Hvað er í gangi? FootinMouth Allavegna, ég vona að tæknigúrúar blog.is lagi þetta og endurheimti þessa tölfræði.  Cool
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Smá update:

 

bilun
 
Allt að gerast! Cool (Vona ég allavegna)

 

 


Rabbabaraís

P6010145Bryndís kona mín bakaði snilldar eplapæ um helgina, sem hún segir frá bloggi sínu. Ég tók mig til og gerði soldið sérkennilegan ís með herlegheitunum. Eins furðulega og það hljómar þá gerði ég rabbabaraís, og birti ég þessa uppskrift til þess að fullkomna uppskrift eiginkonu minnar.

Rabbabaraís

Hráefni:
3 eggjarauður
80 grömm sykur
1 peli rjómi
1 líter af Nýmjólk
1 stk. Vanillubaun
Rabbabari nokkur stk.


Aðferð:

Hrærið eggjarauður og sykur saman þar til það er orðið létt og fölt. Kljúfið vanillubaun og látið fræin útí. Blandið svo rólega saman mjólk og rjóma á meðan hrært er. Skerið rabbabarann smátt niður og setjið útí. Setjið svo allt í ísvél eða frysti, ef ísvél er notuð er ísinn tilbúinn eftir 30 mín eða svo. Ef þetta er sett í frysti verður að hræra í þessu með gafli á minnst klukkutíma fresti í ca. 4 tíma. Þá myndast ekki kristallar og verður ísinn silkimjúkur.

Verði ykkur að góðu.  Smile


« Fyrri síða

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 587871

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband