Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Góð ókeypis vírusvörn

xpviruseditionEftir að AVG hætti að vera ókeypis þá fór ég á stúfanna og kynnti mér annað sem var í boði. Fyrir valinu varð Avast vírusvörnin og er hún ókeypis. Cool Allt er til staðar sem til þarf að halda netnotkun öruggri, og menn verða að fikta sig áfram í þeim efnum.

Ég reyndar skora á Friðrik Skúlason að gera mér betra tilboð í þessum efnum, enda er hans vírusvörn alveg afspyrnu góð en kostar peninga sem nörd eins og ég er ekki tilbúinn að greiða. Whistling Við erum jú vanir að downloada öllu og ef það er krakkað eða ókeypis þá notum við það frekar. Bandit

Ég setti inn í gamni þessa vafasömu mynd sem mér fannst ákaflega viðeigandi og fyndin! Tounge


Gleðilegan þjóðhátíðardag !

Kæru íslendingar, innilega til hamingju með þennan merka dag í sögu okkar!

image

Guð margfalt blessi land og þjóð! 


Leyfum nú vesalings dýrinu að lifa!

Ekki nema að einhver hafi gert umrædda "neyðaráætlun", ekki nema fólkið sem var svo kátt að sjá þann seinasta drepinn vilji myrða mannorð okkar á heimsvísu einu sinni enn!

Lengi lifi ísbirnir! 


mbl.is Ísbjörn í æðarvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harmleikur

Eina sem ég get sagt er að allir bænir mínar eru hjá aðstandendum þessarar fjölskyldu. Ósköp er sorglegt að lesa svona fréttir, ég fékk í magann þegar ég ímyndaði mér að þarna væri dóttir mín á ferðinni, og get sennilega aldrei sett mig í þau spor sem þessi fjölskylda er í.
mbl.is Drukknaði í heitum sjónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já en til hvers Vantrú !

Ég veit ekki alveg hvað þeir eru að hugsa með þessu gríni sínu, en kannski eru þeir allir gengnir í þennan söfnuð, eða "The Church of the Jedi"!  Tounge Nei ég veit ekki, en skondið var þetta, og verst var að sjá ekki Svarthöfða spila Bingó! Joyful

En svona leit þessi furðulegi gjörningur út:

darthVader

Ég veit að þetta var í gríni gert ... en afhverju? Hvað græða þeir á svona uppákomum? Woundering

 Vantrú: May the force be with you! hehehe ...


mbl.is Svarthöfði á vegum félagsmanna í Vantrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hmmm ... stenst þetta?

Í alvöru stelpur? Stenst þessi rannsókn? Ég er ekki viss um að kona mín sé sammála þessu, við erum alltaf svefnþurfi og samt ákaflega hamingjusöm ....  ??? Hvað finnst þér Bryndís? InLove
mbl.is Nærir svefninn hamingjuna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er svínakjötsát synd?

Samkvæmt góðvini mínum Mofi þá er það bannað. En ég er ekki alveg sammála því. Skoðum þetta aðeins, því ritað er og segir Jesús sjálfur:

Markúsarguðspjall 7:14-23
14 Aftur kallaði hann til sín mannfjöldann og sagði: ,,Heyrið mig allir, og skiljið.
15 Ekkert er það utan mannsins, er saurgi hann, þótt inn í hann fari. Hitt saurgar manninn, sem út frá honum fer.``

16 Ef einhver hefur eyru að heyra, hann heyri! 17 Þegar hann var kominn inn frá fólkinu, spurðu lærisveinar hans hann um líkinguna.
18 Og hann segir við þá: ,,Eruð þér einnig svo skilningslausir? Skiljið þér eigi, að ekkert, sem fer inn í manninn utan frá, getur saurgað hann? 19 Því að ekki fer það inn í hjarta hans, heldur maga og út síðan í safnþróna.`` Þannig lýsti hann alla fæðu hreina.

20
Og hann sagði: ,,Það sem fer út frá manninum, það saurgar manninn.
21 Því að innan frá, úr hjarta mannsins, koma hinar illu hugsanir, saurlifnaður, þjófnaður, manndráp, 22 hórdómur, ágirnd, illmennska, sviksemi, taumleysi, öfund, lastmælgi, hroki, heimska. 23 Allt þetta illa kemur innan að og saurgar manninn.`` 

Einmitt, sem er eðlileg hringrás og er þetta afar skýrt! Jesús lýsir alla fæðu hreina og það saurugt sem frá okkar innra manni kemur, eða orðin og verkin. 

Postulasagan 10:11-15

11 sá himininn opinn og hlut nokkurn koma niður, líkan stórum dúki. Var hann látinn síga til jarðar á fjórum skautum. 12 Þar voru á alls kyns ferfætt dýr, skriðdýr jarðar, svo og fuglar himins. 13 Og honum barst rödd: ,,Slátra nú, Pétur, og et!``
14 Pétur sagði: ,,Nei, Drottinn, engan veginn, aldrei hef ég etið neitt vanheilagt né óhreint.`` 15 Aftur barst honum rödd: ,,Eigi skalt þú kalla það vanheilagt, sem Guð hefur lýst hreint!``

Synd eða syndsamlega gott?

Auðvitað brást Pétur svona við í fyrstu, hann var gyðingur og fylgdi auðvitað þeim reglum sem þeim var sett. Þannig að viðbrögð hans koma ekkert sérstaklega á óvart. Það sem kemur á óvart, og þó sérstaklega fyrir Pétur og gyðinga, var það sem kom á eftir. 

Það sem aðventistar virðast misskilja við þetta er að Jesús afnam enginn lögmál frá Guði. Við sem teljumst Kristinn förum eftir orðum Jesú og er hann eini túlkunarlykillinn að ritningunni. Eigum við þá að hvetja til meiri byrði, ég held ekki!

Við erum og verðum aldrei gyðingar, mér finnst ekkert að því gyðingar fylgi svona reglum sökum trúar sinnar, en við sem erum talin "gentiles" samkvæmt ritningunni eða heiðingjar, þá eiga vissar reglur ekki við um okkur og erum við því ekki háð þeim.

Vissulega var svínakjöt hættulegt á tímum Gamla Testamentisins vegna skorts á hreinlætis, sérstaklega við slátrun og annað slíkt. Þetta hið fínasta kjöt til átu í nútíma samfélagi!  Wink Að minnsta kosti þar sem hreinlætið er í lagi.

Því ritað er:

Bréf Páls til Rómverja 14:17-22

17 Því að ekki er Guðs ríki matur og drykkur, heldur réttlæti, friður og fögnuður í heilögum anda. 18 Hver sem þjónar Kristi á þann hátt, hann er Guði velþóknanlegur og vel metinn manna á meðal. 19 Keppum þess vegna eftir því, sem til friðarins heyrir og til hinnar sameiginlegu uppbyggingar. 20 Brjóttu ekki niður verk Guðs vegna matar! Allt er að sönnu hreint, en það er þó illt þeim manni, sem etur öðrum til ásteytingar.
21 Það er rétt að eta hvorki kjöt né drekka vín né gjöra neitt, sem bróðir þinn steytir sig á. 22 Halt þú þeirri trú, sem þú hefur með sjálfum þér fyrir Guði. Sæll er sá, sem þarf ekki að áfella sig fyrir það, sem hann velur.

Þarna stendur það skírum stöfum: "Brjóttu ekki niður verk Guðs vegna matar"20 og ennþá frekar: Halt þú þeirri trú, sem þú hefur með sjálfum þér fyrir Guði 22  Ekki er þetta flókið ... er það? FootinMouth

Persónulega, þó að svínakjöt sé í engu uppáhaldi hjá mér, en ég borða það samt, þá tel ég sjálfur það ekki vera "synd" að borða það. Þú fyrirgefur Halldór/Mofi minn, en ég get ekki sæst á þessi rök þín og skil ég ekki af hverju þú hengir þig á svona Gamla testamentiskenningar endalaust. Wink Ég hef reynt að ræða þetta við þig, en ég upplifði mig eins og ég væri að kasta perlum fyrir svín! tíhí! Halo

P.s. ég er ekki ráðast að neinum nema gömlum kenningum, Mofi/Dóri vissi af þessu áður en ég setti þetta í loftið, og allt er þetta gert í samráði við hann, enda erum við Mofi góðir vinir og er þetta ekki meint sem árás á hann á neinn hátt.  :) En ég áskil mér þann rétt að vera ósammála honum ...    ;-) 


Geir og Solla höfðu þá rétt fyrir sér!

Ja hérna! Ég fæ greinilega loks skilið af hverju Geir og Solla leigðu sér einkaþotu ... það er greinilega ódýrara en nokkuð annað! Gasp En hvað gerir svo þessa ágæta ríkisstjórn? Nákvæmlega ekki neitt! Þau þurfa þess ekki vegna innleiðingu á einkaþotu notkunar. GetLost

Lengi lifi reiðhjólin ....  !!! 


mbl.is Eldsneyti hækkar um 6-7 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lélegt svar!

Þetta svar hæstvirts sjávarútvegsráðherra er svona svo innihaldsrýrt að það er ekki fyndið. Hann segir:

[]... að efnt verði til allsherjarskoðunar á fiskveiðistjórnunarkerfinu í náinni framtíð með breytingar í huga þannig að komið verði til móts við kröfur nefndarinnar eftir því sem unnt er.  []

Í fyrsta lagi hafa engar slíkar hugmyndir komið fram frá honum né ræddar við nokkurn mann. Enginn lausn er í sjónmáli sem sé. Í öðru lagi þarf "umbyltingu í einum vettvangi" ef á laga þetta óréttlæt sem kvótaekrfið er.

Hvert er maðurinn að fara með þessu? Ég vona að mannréttindanefnd sameinuðu þjóðanna sendi Einari K. svarbréf ásamt skömmum um innihaldsleysi!


mbl.is Svar sent til mannréttindanefndar SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svör við spurningarleik

Ég fann þennan skemmtilega spurningaleik hjá frábærum bloggvini Gunnari Svíafara, og átti ofurbloggarinn Jóna upphaflega hugmyndina af þessu. Ég mátti til að svara þessu og birta.

1.ERTU SKÍRÐ/UR Í HÖFUÐIÐ Á EINHVERJUM ? 
Föður afi minn hét Haukur og móður afi minn hét Guðsteinn, ég held ég sé málamiðlun!  Whistling

2. HVENÆR FÓRSTU SÍÐAST AÐ GRÁTA ?
Vá ... ég bara man það ekki, en það er mjög langt síðan!

3. FINNST ÞÉR ÞÚ SKRIFA VEL ?
Já ...  Blush

5. ÁTTU BÖRN ? EF JÁ HVE MÖRG ?
Einn fósturson og eina dótttur.

6. EF ÞÚ VÆRIR EINHVER ANNAR EN ÞÚ ERT,VÆRIRÐU VINUR ÞINN ? 
Já!

7. NOTARÐU KALDHÆÐNI MIKIÐ ? 
Afskaplega mikið, en fáir hafa húmor fyrir því vegna trúar minnar. GetLost *andvarp*

8. FÆRIRÐU Í TEYGJUSTÖKK ? 
Ekki að ræða það.

9. HVAÐA MORGUNMATUR ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ?
Vatn.

10. REIMARÐU FRÁ ÞEGAR ÞÚ FERÐ ÚR SKÓNUM ?
Neibb.

11. TELURÐU ÞIG ANDLEGA STERKAN ?
Nei.


12. HVERNIG ÍS ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ? 
Bláberja ís.

13. HVAÐ ER ÞAÐ FYRSTA SEM ÞÚ TEKUR EFTIR Í FARI FÓLKS ?
Augnaráðið.

14. RAUÐUR EÐA BLEIKUR VARALITUR ?
hehehe... svara ekki svona spurningum! Úfff ...  Errm

15. HVAÐ MISLÍKAR ÞÉR MEST VIÐ SJÁLFAN ÞIG ? 
Fljótfærnin.

16. HVAÐA MANNESKJU SAKNAR ÞÚ MEST ? 
Ömmu minnar sem lést ekki alls fyrir löngu.
 
17. VILTU AÐ ALLIR SEM LESA ÞETTA SVARI ÞESSUM LISTA ?
Það væri cúl.

18. HVAÐA LIT AF BUXUM OG SKÓM ERTU Í NÚNA ?
Svörtum jakkafatabuxum og svörtum skóm.

19. HVAÐ VAR ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÞÚ BORÐAÐIR ?
Epli.

20. Á HVAÐ ERTU AÐ HLUSTA NÚNA ?
"The Trail" eftir Pink Floyd.

21. EF ÞÚ VÆRIR LITUR, HVAÐA LITUR VÆRIR ÞÚ ?
Rúst-rauður

22. HVAÐA LYKT FINNST ÞÉR BEST ? 
Skógarlykt.

23. VIÐ HVERN TALAÐIRÐU SÍÐAST Í SÍMA ? 
Bryndísi mína.

24. LÍKAR ÞÉR VEL VIÐ ÞÁ MANNESKJU SEM SENDI ÞÉR ÞESSAR SPURNINGAR? 
Gunnar Svíafari sendi mér ekki þessar spurningar, en ég ber mikla virðingu fyrir honum og kann vel við hann að öllu leyti.

25. UPPÁHALDSÍÞRÓTT SEM ÞÚ HORFIR Á ? 
Ömmm ... úfff .... ég bara horfi ekki á þær! Punktur.

26. ÞINN HÁRALITUR ? 
Dökkhærður.

27. AUGNLITUR ÞINN ?
Brúnn.

28. NOTARÐU LINSUR ? 
Nei, er með ofnæmi fyrir þeim.

29. UPPÁHALDSMATUR ?
Vá, enn það mun samt vera góð nautalund.

30. HRYLLINGSMYND EÐA GÓÐUR ENDIR?
Góður endir.

31. SÍÐASTA BÍÓMYND SEM ÞÚ SÁST Í BÍÓ ? 
hehehe ... Transformers.

32. KNÚS OG KOSSAR EÐA LENGRA Á FYRSTA DEITI ? 
Það fer eftir deitinu.

33. UPPÁHALDS EFTIRRÉTTUR ?
Créme Brúlé.

34. HVER ER LÍKLEGASTUR TIL AÐ SVARA ÞESSU OG BIRTA ?
Ekki hugmynd!

35. HVER ER ÓLÍKLEGASTUR ? 
Mjög margir!

36. HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA ? 
hehehe ... ég á seríuna af 'Transformers' sem ég er að lesa.

37. HVAÐA MYND ER Á MÚSAMOTTUNNI ÞINNI ? 
Engin mynd.

38. Á HVAÐ HORFÐIRÐU Í SJÓNVARPINU Í GÆR ?
Horfði ekkert á sjónvarp í gær.

39. ROLLING STONES EÐA BÍTLARNIR ?
Bítlarnir.
 
40. HVAÐ ER ÞAÐ LENGSTA SEM ÞÚ HEFUR FARIÐ FRÁ ÍSLANDI ?
Mexico.

41. HVERJIR ERU ÞÍNIR HELSTU EIGINLEIKAR ?
Hrokinn ef ég á að svara þessu, þetta er greinilega mont færsla og veit ég ekkert hverjir mínir helstu eiginleikar eru. Shocking

42. HVAR FÆDDISTU ?
Í Reykjavík.

43. SVÖR FRÁ HVERJUM ERTU SPENNTUST/SPENNTASTUR AÐ FÁ SJÁ ?
Jóni Val Jenssyni.  Wink

« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband