Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
Sunnudagur, 28. desember 2008
Gleðilegt ár!
Ég vil þakka öllum þeim sem hafa lagt leið sína inná vefsetur mitt á árinu 2008. Eftir þrjá mánuði á ég tveggja ára bloggafmæli og hafa árin tvö verið afar viðburðarrík í lífi mínu. Á þessum tíma hefur gengið á með skúrum og sólskini.
Ég hef oft og mörgum sinnum lent í "heitum umræðum" vegna skrifa minna og hefur það oft tekið á allri sálu minni. En til þess er leikurinn gerður, góð og málefnaleg skoðanaskipti eru þau sem ég leitast eftir og oftast fæ slík viðbrögð frá því góða fólki sem gerir athugasemdir hjá mér. Ég þakka ykkur öllum fyrir það!
En nú taka nýir tímar við og ætla ég að huga að námi og rækta hann eins og mínu valdi stendur. Því undanfarnar vikur hafa verið alveg hrikalega annasamar og hef ég lítið sem ekkert verið við bloggið, en nú verður breyting þar á, því ég er ekki hættur að teikna skopmyndir af ráðamönnum og málefnum líðandi stundar, og kem aftur tvíefldur eftir áramót!
Guð blessi ykkur öll og vona ég að þið hafið haft það gott yfir hátíðarnar!
Þriðjudagur, 23. desember 2008
Til fyrirmyndar!
Það er gleðilefni að landsmenn eru farnir að nota reiðufé fremur en debet og kreditkort. Eru ekki gjöld til bankanna nógu há? Og enginn er þá að eyða um efni fram.
Annars vil ég nota tækifærið og óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Guð blessi ykkur og geymi um ókomna tíð.
Jólin greidd út í hönd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 16. desember 2008
Réttum út hjálparhönd
Ég tek ofan fyrir óeigingjörnu og ómetanlegu starfi Ásgerði Jónu Flosadóttur sem hún rekur í mynd Fjölskylduhjálparinnar. Það er sagt frá því í viðtengdri grein:
Hægt er að leggja inn á reikning Fjölskylduhjálpar: 101-26-66090, kt. 660903-2590. Einnig er hægt að koma með matargjafir á staðinn, Eskihlíð 2-4. Einnig er tekið við fötum, bæði notuðum og nýjum.
Ég hvet alla sem vettlingi geta haldið að gefa af alsnægtum sínum í þetta starf hennar Ásgerðar.
Ritað er:
Síðara Korintubréf 8:2-3
2 Þrátt fyrir þær miklu þrengingar, sem þeir hafa orðið að reyna, hefur ríkdómur gleði þeirra og hin djúpa fátækt leitt í ljós gnægð örlætis hjá þeim.
3 Ég get vottað það, hversu þeir hafa gefið eftir megni, já, um megn fram. Af eigin hvötum.
Á þessum erfiðu tímum þá verðum við að standa saman um þjóð okkar, og hugsa um alla þegna landsins til jafns. Er ekki ritað:
Matteusarguðspjall 7:12
12 Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera. Því að þetta er lögmálið og spámennirnir.
Ásdís bloggvinkona tók af skarið og sýndi rétt fordæmi skoraði á okkur að fylgja því. Reynum að lifa eftir ofangreindu versi og elskum náunga okkar eins hann/hún værum við sjálf.
Fólk grætur fyrir framan okkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Mánudagur, 8. desember 2008
Opið bréf til Páls Magnússonar! Vegna bænagöngunnar!
Ég vil byrja á því að hrósa mbl.is fyrir sína umfjöllun, því ég get ekki betur séð en þetta sé eina umfjöllunin sem gangan fékk í fjölmiðlum þessa lands.
Svona fór ekki framhjá morgunblaðinu, hvernig fór þetta svona framhjá ykkur? Ég er ekki að biðja um nema að taka frá að minnsta kosti 10 sek. af fréttatíma þegar svona gerist. Er það svona hrikalegt?
Hér kemur svo bréfið sem ég hef sent til Páls Magnússonar útvarpsstjóra:
Kæri Páll Magnússon,
Af hverju erum við að horfa uppá þá staðreynd í dag að sumar fréttir rata hreinlega ekki inná ykkar borð. Núna síðast liðinn laugardag voru 7 - 800 manns sem komu saman og báðu fyrir landi og þjóð, ég hefði haldið á krepputímum að jákvæðar fréttir eins og þetta væru af hinu góða. En nei, á erfiðum tímum eins og þessum veljið þið fremur að sleppa því, morgunblaðið hafði þó sóma sinn að gera smá grein um þetta því þeir sendu ljósmyndara á staðinn ólíkt ykkur.
Þetta er ekki fyrsta skipti sem þetta gerist, í fyrra var haldinn mun fjölmennari ganga af kristnum mönnum, og fengum við sömu "fordóma" þá og núna í ár. Ég segi fordóma því það sú upplifun sem fæ af þessum vanflutningi ykkar. Erum við of áhættusöm í fréttum? Erum við annars flokks þegnar eða eitthvað því umlíkt? Hvað er málið?
Bænagangan er þverkirkjulegt átak meðal flest allra kristinna safnaða í landinu, og lofsvert framtak að hálfu þeirra sem standa að henni. En enginn egg eða málning var kastað, var það kannski það sem vantaði? Ekki nógu æsilegt fyrir stofnun ykkar? Hverju sem því líður þá hefði varla verið erfitt að minnast á þetta í nokkrum orðum, meira þurfum við ekki, því aðeins vildum við vekja athygli á að kristnu fólki stendur ekki á sama um land okkar, og viljum við því vel.
Mbk,
Guðsteinn Haukur
Enn og aftur brugðust fjölmiðlar (að frátöldu mbl.is ) og er greinilega verið að leita eftir ofbeldi og reiði til myndbirtingar, fremur en friðarboðskap Jesú Krists hjá Ríkissjónvarpinu, ég vona að ég hafi samt rangt fyrir mér í þeim efnum.
Jæja, sjáum til hvort ég fæ svar frá þessum ágæta manni, ég læt vita ef mér berst það.
Báðu fyrir landi og þjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 5. desember 2008
Fyrir hvern er boðskapur Krists?
Þetta er spurning sem ég hef mikið verið að velta fyrir mér, hvar og hvenær og við hverja á að boða trú?
Ritað er sem er stundum kallað kristinboðsskipuninn:
Matteusarguðspjall 28:18-20
18 Og Jesús gekk til þeirra, talaði við þá og sagði: Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. 19 Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda, 20 og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.
Þessa skipun gaf Jesús rétt áður en hann steig upp til himna, og var honum fullalvara þegar hann sagði þetta. Kristnir menn í dag, eru sumir hverjir, ekki allir, svolítið einangraðir innan þægilegra kirkjuveggja og er ég sjálfur þar á meðal. Þessari einangrun verður að ljúka og verðum við sem höfum kærleiksboðskapinn að leiðarljósi að rísa upp úr kirkjusætunum og láta í okkur heyra.
Hvað skal þá gera?
Til eru margar leiðir til þessara verka, og eru margir miðlar sem má nýta í okkar tæknivædda samfélagi, karlinn á kassanum er ekki lengur í huga fólks, og er margar aðrar leiðir sem nýta má til þess að boða trú okkar, eins og til dæmis netið, útvarp, sjónvarp og prentmiðlar eins og dagblöð, bækur og tímarit. Ég kalla eftir vakningu meðal kristinna manna að nýta sér þá miðla sem ég taldi upp, því uppskeran er mikil og eru verkamenn fáir.
Það er einnig óþarfi að flækja okkur í kenningarfræði sem er oft erfitt að svara, og getum leyft ritningunni sjálfri að tala sínu máli, því ekki er algilt að fólk eigi biblíu til afnota.
Eins vitum við ekki alltaf hvar á að byrja að lesa í þessu stóra og merka riti, sem dæmi hef ég sjálfur lent á einhverjum ægilegum ættartölu upptalningum sem ég varla botnaði sjálfur í, og kemur það kærleiksboðskap Jesú lítið við. Þess vegna er mikilvægt að byrja á að lesa nýja testamentið áður en er lagt í gamla testamentisfræðin, þá verður skilningur manns meiri þegar byrjað er að lesa GT.
En svo er einnig spurningin hvort að trúboð sé viðeigandi á hverjum stað fyrir sig, það verður hver og einn að meta eftir sínu hjarta, því ritað er.
Matteusarguðspjall 9:13
Farið og nemið hvað þetta merkir: Miskunnsemi vil ég, ekki fórnir. Ég er ekki kominn til að kalla réttláta heldur syndara.
Þessu megum við aldrei gleyma, það gagnast lítið að boða trú okkar meðal trúsystkyna okkar, og verðum við stundum að leita syndina/syndaranna uppi til þess koma boðskap okkar á framfæri. Við verðum að rísa upp úr hægindastólunum og boða Krist, það kostar stundum "álitshnekki" hjá sumu einföldu fólki, en það er tilgangurinn sem helgar meðalið.
Ég tek fram að hér eru aðeins um eigin vangaveltur að ræða og eru orð mín aðallega beind að systkini mínum í Kristi, sem ég veit og vona að taka áminningu minni vel, því ekki er ég sjálfur saklaus í gleyma þessum atriðum sem ég nefni.
Niðurstaðan er, að boðskapur Jesú Krists er til ALLRA, sama hver við erum eða hvað við heitum.
Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (100)
Fimmtudagur, 4. desember 2008
Verður Davíð Oddsson nýr formaður Frjálslyndaflokksins?
Seðlabankastjóri kann því illa að hann sé gerður að blóraböggli, sérstaklega vegna þess að hann var margbúinn að aðvara ríkisstjórnina um að ekki væri allt með felldu hjá bönkunum. Án þess að hún brygðist við. Á fundi hjá viðskiptanefnd í morgun hæddi hann ríkisstjórnina með því að skjóta sér á bak við bankaleynd en það var einmitt í skjóli bankaleyndar sem fjárglæframennirnir féflettu landslýð.
Davíð Oddsson seðlabankastjóri, hefur gefið ríkisstjórninni gula spjaldið og skilaboðin eru skýr: Hann ætlar ekki að hætta sjálfviljugur ef hann verður látinn hætta mun hann hella sér út í pólitík aftur.
Á sama tíma hefur það spurst að Davíð hafi áttað sig á að orsaka efnahagsvandans megi rekja til kvótakerfisins, enda skuldar sjávarútvegurinn ca. 400% af ársveltu sinni.
Hver hefur svo bariist gegn kvótakerfinu öll þessi ár? Frjálslyndiflokkurinn. Þess vegna ætti Davíð kannski heima þar, en þetta eru bara mínar pælingar.
Davíð: Þá mun ég snúa aftur" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 3. desember 2008
Bænagangan 2008
Tekið af Kristur.is (Leturbreytingar mínar)
Bænaganga verður farin frá Hallgrímskirkju laugardaginn 6. des. kl.12:00. Gengið verður niður Skólavörðustíg og niður á Austurvöll þar sem stutt dagskrá verður. Tilgangurinn er að biðja fyrir þjóðinni í göngunni.
Fyrir göngunni fara móturhjól og blásið verður í sjófar, sem er blásturshljóðfæri frá Ísrael. Margir kristnir aðilar standa að göngunni. Við hvetjum fólk til að vera með og klæða sig vel.
Hér eru nokkrar myndir frá göngunni í fyrra, sem ég fékk að láni frá Hvítasunnusöfnuðinum á Selfossi ég vona að þau fyrirgefi mér að ég birti þær svona í leyfisleysi:
Svo er mynd sem formaður Vantrúar tók af mér í fyrra, þ.e.a.s. hann Mattías Ásgeirsson, hann var fyrir löngu síðan búin að veita mér góðfúslegt leyfi til þess að birta hana.
Þetta verður sannkölluð friðarganga, og verður beðið fyrir landi og þjóð, og hvet alla til þess að mæta sem vilja! Einnig væri gott að fólk hefði íslenska fánan með sér, sem og vasaljós eða ljós að einhverri sort, því ritað er:
Jóhannesarguðspjall 8:12
Nú talaði Jesús aftur til þeirra og sagði: Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins.
Gerum þessa göngu frábæra, og biðjum fyrir landi og þjóð!
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Þriðjudagur, 2. desember 2008
Ég er móðgaður ...
Aldrei hef ég heyrt um ,,Hauk í sauðagæru", aðeins um ,,Úlf í sauðagæru." Af hverju Hauk í sauðagæru? Hvers vegna var það ekki örn eða fálki? Ekki nema að einhver geti upplýst mig um annað!
Er hann þrátt fyrir allt haukur, þrátt fyrir alla gagnrýnina á Íraksstríðið?
Hvað eru moggamenn að spá? Þeir hafa greinilega hvorki lesið ,,Úlfinn og kiðlingana sjö" né Biblíuna.
Mbk,
Guðsteinn Haukur ... í engri sauðagæru!
Obama haukur í sauðargæru? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 1. desember 2008
Ofbeldi eyðileggur málstaðinn!
Ég verð að fordæma aðgerðir þessa hóps sem velur sér þá leið að beita ofbeldi til þess að ná einhverju fram. Persónulega styð ég mótmælin heilshugar, en ef á að vera mark á okkur tekið þá er þetta EKKI rétta leiðin. Svona skrílslæti hjálpa hvorki málsstaðnum né styrkja hann, fjölmiðlar heimsins eru afar duglegir við að fjalla um mótmælin hér og er þetta virkilega sú mynd sem við viljum gefa af okkur?
Nei, ég trúi því varla, og bið þess bænar að svo breytist. Við getum eignað okkur mannorð fyrir að vera friðsöm við mótmæli okkar og þannig sýnt umheiminum hvað í okkur býr!
Ég var réttilega skammaður hér um daginn fyrir að vera of reiður í færslum mínum, og er það hárrétt að ég hef verið það. En nú eftir nokkra daga frí hef ég náð betur áttum og sé villu mína og hef iðrast, og bið ég fólk afsökunar á skapofsa mínum, því mikið hefur gengið á í mínu lífi undanfarnar vikur sem hefur tekið talsverðan toll af mér sem persónu og hefur það bitnað á skrifum mínum. En ég er bara mannlegur og er breyskur eins og hver annar, það sem ég gleymdi var að hafa Guð með í ráðum og lét reiði mína ná tökum á mér. Ég vil þakka söfnuði mínum kunningjum og vinum fyrir ótrúlegan stuðning, og fyrirbænir - ég veit ekki hvar ég væri án ykkar.
Ég bið þá sem trúaðir eru að biðja fyrir mér og stormurinn lægi sem fyrst í mínu lífi, og einnig að biðja gegn svona skrílslátum eins og við Seðlabankann!
Lengi lifi FRIÐSÖM mótmæli !!!
Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.
Réðust inn í Seðlabankann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Slóð | Facebook | Athugasemdir (106)
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 588456
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson